Innlent

Fréttamynd

Vilja sektarúrskurð ómerktan

Þingfest voru í gærmorgun mál olíufélaganna Skeljungs og Olís á hendur samkeppnisyfirvöldum í Héraðsdómi Reykjavíkur. Í júní var þingfest sambærilegt mál Kers. Stefnur félaganna eru keimlíkar, en þau vilja freista þess að fá felldan úr gildi úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnisyfirvalda um samráð þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Morðmáli frestað á ný

Mál parsins sem grunað er um að hafa myrt Gísla Þorkelsson, 54 ára gamlan athafnamann, í Jóhannesarborg í Suður-Afríku í sumar, var tekið fyrir í dómi í Boksburg í gær og frestað fram í næsta mánuð.

Innlent
Fréttamynd

Með nauðgunarlyf í plasthylkjum

Tveir 25 ára gamlir menn voru dæmdir í mánaðarfangelsi og til að sæta upptöku á rúmum fimmtán grömmum af amfetamíni, tæpu grammi af kókaíni og 38 millilítrum af smjörsýru. Dómurinn, sem var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands, var skilorðsbundinn í þrjú ár.

Innlent
Fréttamynd

Tjón talið nema hundruðum þúsunda

Óvenju bíræfinn þjófur ók stolinni traktorsgröfu að tölvuverslun við Bæjarlind í Kópavogi undir morgun og braut svo dyraumbúnað og stóran sýningarglugga með rimlum fyrir með afturskóflunni. Tjón er talið nema hundruðum þúsunda.

Innlent
Fréttamynd

Ódýrari netsími

Hive býður nú viðskiptavinum sínum upp á símaþjónustu til útlanda með nettækni. "Hive netsími er fyrsta skref okkar inn á símamarkaðinn með því að bjóða útlandasímtöl til viðskiptavina á um það bil fjórðung af því verði sem hefur verið við lýði," segir Arnþór Halldórsson, framkvæmdastjóri Hive. 

Innlent
Fréttamynd

Engar séraðgerðir vegna verðbólgu

Ríkisstjórnin grípur ekki til sérstakra aðgerða þótt verðbólga sé meiri en hún hefur verið undanfarna 40 mánuði og hafi farið fram úr þolmörkum Seðlabankans.

Innlent
Fréttamynd

Ók traktor inn í tölvuverslun

Óvenju bíræfinn þjófur ók stolinni traktorsgröfu inn í tölvuverslun við Bæjarlind í Kópavogi undir morgun og braut í leiðinni dyraumbúnað og stóran sýningarglugga. Að því búnu lét hann greipar sópa í verlsuninni og hvarf á brott. Ekki er enn vitað hversu miklu hann stal né hver eða hverjir voru þarna á ferð, en rannsóknarlögreglumenn eru á vettvangi.

Innlent
Fréttamynd

Matsmenn skoði krufningargögn

Hæstiréttur sneri úrskurði Hérðasdóms Reykjavíkur og segir að kalla beri til tvo matsmenn í réttarmeinafræðum til þess að meta gögn úr krufningu manns sem lést af völdum hnefahöggs á Ásláki í Mosfellsbæ á síðasta ári. Héraðsdómur hafnaði beiðni verjanda þess, sem er grunaður um verknaðinn, um dómkvadda matsmenn.

Innlent
Fréttamynd

1,8% atvinnuleysi í ágúst

Í ágústmánuði síðastliðnum voru skráðir 65.550 atvinnuleysisdagar á landinu öllu sem jafngilda því að 2.851 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá í mánuðinum. Þessar tölur jafngilda 1,8 prósenta atvinnuleysi, en áætlaður mannafli á vinnumarkaði samkvæmt áætlun ffnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytis í ágúst 2005 er 156.683.

Innlent
Fréttamynd

Ábyrgðin hjá ríkisvaldinu

Hagfræðingur Alþýðusambands Íslands segir að verðbólgan sé að stórum hluta tilkomin vegna aðhaldsleysis í ríkisfjármálum. Tímasetningar á framkvæmdum hafi verið rangar. Annar hagfræðingur segir að þenslan sé ekki lengur aðeins bundin við olíuverð og íbúðaverð heldur sé að breiðast út um hagkerfið. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

FL Group vill kaupa Sterling

FL Group hefur áhuga á að kaupa Sterling-flugfélagið af eignarhaldsfélaginu Fons, sem er í eigu Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar. Ákveðið hefur verið að hefja viðræður. "Þessar þreifingar eru á algjöru frumstigi og óvíst til hvers þær leiða," sagði Hannes Smárason, stjórnarformaður Flugleiða, í gærkvöldi. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Spá hækkun stýrivaxta

Greiningardeildir Landsbankans og KB banka spá því báðar að Seðlabankinn muni á næstunni hækka stýrivexti í kjölfar fregna af vaxandi verðbólgu. Þar sem verðbólgan er komin yfir þolmörk verðbólgumarkmiðs bankans þarf hann að gera ríkisstjórninni formlega grein fyrir stöðunni. Það hefur tvisvar gerst áður, í síðara skiptið í febrúar á þessu ári, og í bæði skiptin fylgdu stýrivaxtahækkanir í kjölfarið.

Innlent
Fréttamynd

Áströskunartilfellum fjölgar mikið

Anorexíutilfellum hefur fjölgað um 50 prósent milli ára síðustu árin. Ekkert fjármagn er beinlínis ætlað í meðferð átröskunarsjúklinga í heilbrigðiskerfinu.

Innlent
Fréttamynd

Styður hugmyndir um flutning flugs

Bæjarmálafélag Frjálslynda flokksins í Reykjanesbæ lýsir stuðningi við yfirlýsingu annarra stjórnmálaafla í sveitarfélaginu um að innanlandsflugið og skyld starfsemi verði flutt frá Vatnsmýrinni í Reykjavík til Keflavíkurflugvallar. Það muni styrkja atvinnulíf og samgöngur í Reykjanesbæ.

Innlent
Fréttamynd

Farið yfir ákæruliði í Baugsmáli

Fyrirtaka í Baugsmálinu verður klukkan hálftvö í dag og hefur verið tekinn frá tími í dómsal til klukkan hálffimm. Þar verður meðal annars farið yfir átján ákæruliði sem dómendur í málinu telja að annmarkar gætu verið á. Héraðsdómur Reykjavíkur sendi bæði ákæruvaldinu og ákærðu bréf 26. ágúst síðastliðinn þar sem athygli var vakin á hugsanlegum annmörkum sem gætu orðið til þess að dómur verði ekki kveðinn upp um hluta ákærunnar.

Innlent
Fréttamynd

Rökleysa og þvættingur

Samtök myndrétthafa á Íslandi eru harðorðir vegna niðurstöðu lögmanns Neytendasamtakanna um áskriftir að SKY sjónvarpsstöðvunum á Íslandi þar sem kemur fram að Íslendingar sem hafi slíka áskrift séu ekki að brjóta gegn reglum.

Innlent
Fréttamynd

Nýr framkvæmdastjóri hjá RKÍ

Kristján Sturluson, félagsráðgjafi og sálfræðingur, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands og tekur við því starfi af Sigrúnu Árnadóttur sem gegnt hefur starfinu síðustu 12 ár. Kristján starfaði nú síðast sem framkvæmdastjóri starfsmanna- og umhverfissviðs hjá Norðuráli ehf. en er enginn nýgræðingur á sviði Rauða krossins, hefur verið sjálfboðaliði, deildarformaður, stjórnarmaður og skrifstofustjóri innanlandsskrifstofu.

Innlent
Fréttamynd

Íslandsmet í hópknúsi

Flestir mennta- og fjölbrautarskólar pína nýnema sína og niðurlægja með ýmsum hætti í svokölluðum busavígslum. Verzlunarskóli Íslands hefur þó mun kærleiksríkari hefðir eins og sannaðist í gær en þá busuðu þeir nýnemana með því að bjóða þeim pylsu og kók í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum.

Innlent
Fréttamynd

Úr níunda bekk beint í MA

Menntaskólinn á Akureyri var settur í dag með athöfn í Kvosinni, sal skólans á Hólum. Jón Már Héðinsson skólameistari fjallaði um skólaárið fram undan og gat um margvíslega nýbreytni í starfinu og spennandi markmið. Hann sagði að í skólanum yrðu í vetur fleiri nemendur en nokkru sinni áður, um 690 talsins. Þeirra á meðal eru 17 nemendur sem koma í skólann rakleitt úr 9. bekk grunnskóla.

Innlent
Fréttamynd

Bændur mega áfram marka fé

Ekki verður hætt að marka fé þrátt fyrir gildistöku nýrrar reglugerðar um búfjármerkingar, en hún gerir ráð fyrir því að sauðfjárbændur og kúabændur merki gripi sína með nýjum plastmerkjum. Sauðfjárbóndi sem blaðið hafði tal af óttaðist að með nýjum merkjum myndi þúsund ára hefð um mörkun fjár leggjast af.

Innlent
Fréttamynd

Styrkir saltvinnslu og menntun

Pétur Björnsson, fyrrverandi forstjóri og eigandi Vífilfells, hefur veitt Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna í Gíneu-Bissá fimm milljóna króna styrk. Í tilkynningu frá UNICEF hér á landi kemur fram að fénu verði varið alfarið til verkefnis sem miðar að því að styrkja framleiðslu joðbætts salts í landinu og um leið veita stúlkum og ungum mæðrum menntun.

Innlent
Fréttamynd

Tekst ekki að ljúka hringvegi

Þrátt fyrir að 15 milljörðum króna af Símapeningum eigi að verja til vegamála á næstu fimm árum tekst ekki að ljúka malbikun hringvegarins. Samkvæmt langtímaáætlun til ársins 2014 á heldur ekki að klára hringinn fyrir þann tíma og virðist sem enn muni líða minnst áratugur þar til þau tímamót verða.

Innlent
Fréttamynd

25 bátar frá Snarfara í leit

Sjómælingaskipið Baldur frá Landhelgisgæslunni mun í dag taka þátt í leitinni að Friðriki Ásgeiri Hermannssyni, sem saknað hefur verið frá því á sunnudag eftir sjóslysið á sundunum. Á sunnudag tóku 25 bátar frá sportbátafélaginu Snarfara þátt í leitinni.

Innlent
Fréttamynd

Tekist á í Baugsmáli

Saksóknari fór fram á það við aukaþinghald í Baugsmálinu í dag að öll fjörutíu ákæruatriðin yfir sakborningum myndu standa. Verjendur telja hins vegar ekkert annað í stöðunni en að vísa ákærunum frá enda hafi dómarar bent á annmarka á þeim.

Innlent
Fréttamynd

Ekki öflugt öryggis­tæki fyrir alla

Það skiptir máli við hvaða símafyrirtæki Íslendingar skipta með tilliti til þess hvort GSM-síminn sé öflugt öryggistæki eða ekki. Neyðarlínan getur einungis staðsett þann sem hringir, samstundis og með nokkurri nákvæmi ef um er að ræða viðskiptavin Símans.

Innlent
Fréttamynd

Guðmundur Kjærnested jarðsettur

Útför Guðmundar Kjærnested, fyrrverandi skipherra hjá Landhelgisgæslunni, var gerð frá Hallgrímskirkju í dag. Gamlir starfsfélagar Guðmundar, skipherrar, flugmenn, vélstjórar og loftskeytamenn, báru kistu hans úr kirkju. Sjö starfsmenn Landhelgisgæslunnar stóðu heiðursvörð við útförina, en Guðmundur varð þjóðhetja fyrir framgöngu sína í þorskastríðunum við Breta 1972 og 1975. Hann varð 82 ára.

Innlent
Fréttamynd

Kólumbískar fjölskyldur setjast að

Þrjár kólumbískar fjölskyldur komu hingað til lands síðastliðinn föstudag á vegum Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna en Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands hjálpar fólkinu við að laga sig að íslensku samfélagi. Þórir Guðmundsson er sviðsstjóri útbreiðslusviðs Rauða kross Íslands.

Innlent
Fréttamynd

86% jákvæð gagnvart Umferðarstofu

86 prósent þjóðarinnar eru jákvæð gagnvart Umferðarstofu samkvæmt skoðanakönnun Gallups. 4,9 prósent voru neikvæð og 9,1 hvorki jákvæð né neikvæð. Þá telja tæp 78 prósent að Umferðarstofa standi sig vel í umferðaröryggismálum en 8 prósent illa og 14 prósent hvorki vel né illa.

Innlent
Fréttamynd

Innbrotsþjófur enn ófundinn

Ekki hefur enn tekist að hafa hendur í hári þess sem braust inn í tölvuverslun í Bæjarlind í Kópavogi um fimmleytið í morgun. Stolin traktorsgrafa var notuð við verknaðinn og dyr og stór sýningargluggi voru brotin með afturskóflunni til að komast inn í verslunina. Að sögn lögreglunnar í Kópavogi var nokkrum fartölvum stolið, en ekki er útilokað að fleira hafi verið tekið.

Innlent