Innlent Keyptu vatnsveitu Grundarfjarðar Forsvarsmenn Orkuveitu Reykjavíkur gengu í morgun frá kaupum á vatnsveitu Grundarfjarðar og skuldbundu sig á sama tíma til að leggja hitaveitu í bænum. Áætlað er að kostnaður Orkuveitunnar vegna samningsins verði 450 milljónir króna sem fara í að byggja upp hitaveituna. Viðskipti innlent 17.10.2005 23:45 Vísitalan hefur hækkað um 4,5% Vísitala byggingaverðs hækkaði um 0,4 prósent í síðasta mánuði og hefur því hækkað um 4,5 prósent á einu ári. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 36 prósent en það lækkaði um 0,6 prósent í síðasta mánuði. Viðskipti innlent 17.10.2005 23:45 Frétt DV röng segir rektor Rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst segir forsíðufrétt DV í dag, að Sveinbjörn Kristjánsson, fangi á Litla Hrauni, stundi bókhaldsnám á Bifröst, vera ranga. Innlent 17.10.2005 23:45 Tekinn á 155 km hraða Lögreglan á Hvolsvelli stöðvaði í gær þýskan ferðamann eftir að hann hafði mælst á 155 kílómetra hraða á þjóðveginum. Hann taldi sig vera á hraðbraut og því eiga frítt spil, líkt og á þýsku „átóbönunum“ svokölluðu. Innlent 17.10.2005 23:45 Hæstiréttur getur ógilt úrskurðinn Úrskurði Héraðsdóms verður vísað til Hæstaréttar á næstunni. Ýmsar spurningar vakna við það. Getur Hæstiréttur til dæmis ógilt úrskurð Héraðsdóms og skyldað hann til að taka ákærurnar fyrir eins og þær eru? Og ef Hæstiréttur hins vegar staðfestir úrskurðinn, getur ákæruvaldið þá útbúið nýjar ákærur og byrjað allt ferlið upp á nýtt? Innlent 17.10.2005 23:45 Baugsmál: Fáir vilja tjá sig Davíð Oddsson utanríkisráðherra vildi ekki tjá sig um Baugsmálið í dag en hann er staddur í New York á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Fréttastofan reyndi jafnframt ítrekað að ná í feðgana Jón Ásgeir Jóhannesson og Jóhannes Jónsson, án árangurs. Innlent 17.10.2005 23:45 Mikill skortur á leikskólakennurum Stjórnarmenn í stjórn Félags leikskólakennara harma það að varla sé minnst á skort á faglærðum leikskólakennurum í umræðu um starfsmannaskort á leikskólum. Þeir segja einblínt á að ófaglærða starfsmenn vanti þrátt fyrir að nú þegar sé alltof hátt hlutfall ófaglærðra starfsmanna við störf á leikskólum. Innlent 17.10.2005 23:44 Jarðgöng myndu kosta milljarð Kostnaður við að gera jarðgöng fram hjá mesta hættusvæðinu á Óshlíðarvegi til Bolungarvíkur er áætlaður um einn milljarður króna en gerð vegskála yfir núverandi veg á sama svæði myndi kosta helmingi minna, eða um 500 milljónir. Innlent 17.10.2005 23:45 Vaknaði við að báturinn lak Mannbjörg varð þegar Þjóðbjörg GK-110, níu tonna plastbátur, tók inn á sig sjó og fylltist á skömmum tíma norður af Garðskaga. Reinhard Svavarsson skipstjóri var einn um borð þegar þetta gerðist. Landhelgisgæslan og nærstaddir bátar brugðust skjótt við og björguðu honum. </font /></b /> Innlent 17.10.2005 23:45 Menntað fólk vantar Stjórn Félags leikskólakennara harmar hversu lítil umræða er um hve erfitt er að fá leikskólakennara til starfa, og að umræðan skuli snúast um hve erfitt sé að fá ófaglært fólk til starfa. Innlent 17.10.2005 23:45 Reykjavík fallandi stjarna Reykjavík er fallandi stjarna meðal lesenda bresku blaðanna <em>Guardian</em> og <em>Observer</em>, fellur úr tólfta sæti yfir vinsælustu borgirnar í fyrra niður í þrítugasta og fjórða sæti núna.<em> </em>Forstöðumaður Ferðamálaráðs Íslands segir að niðurstaðan sé auðvitað visst áhyggjuefni. Innlent 17.10.2005 23:45 Saksóknari dragi sig í hlé "Ég er yfir mig hamingjusamur og þetta kom mér ekki á óvart eftir það sem á undan var gengið," segir Jóhannes Jónsson í Bónus um vísun allra ákæranna 40 í Baugsmálinu frá dómi. Innlent 17.10.2005 23:45 Baugsmálið á pólitískum forsendum? Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 í júlí síðastliðnum að ef rannsókn Baugsmálsins væri á pólitískum forsendum, eins og forsvarsmenn Baugs hafa haldið fram, þá hljóti dómstólar að henda málinu út. Innlent 17.10.2005 23:45 Erfitt að leggja málið fram á ný "Ég bjóst allt eins við þessari niðurstöðu. Það hlyti að koma til skoðunar að ef vísa ætti svo stórum hluta ákærunnar frá dómi kæmi til álita að vísa henni allri frá," segir Einar Þór Sverrisson verjandi Jóhannesar Jónssonar. Innlent 17.10.2005 23:45 Björn tjáir sig ekki um Baugsmálið <p>Björn Bjarnason dómsmálaráðherra kaus að svara ekki fyrirspurnum Fréttablaðsins eftir að ljóst var að fjölskipaður héraðsdómur vísaði Baugsmálinu frá dómi í gær. Innlent 17.10.2005 23:45 Öllum ákæruliðum vísað frá Öllum ákæruliðunum 40 í Baugsmálinu svokallaða var vísað frá fyrir Héraðsdómi í morgun. Jón H. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, segir að úrskurðurinn verði kærður til Hæstaréttar. Hann sagði þetta ekki vera áfall fyrir stofnunina. Innlent 17.10.2005 23:45 Dregur úr verðbólgunni Greiningardeild KB banka spáir því að nokkuð dragi úr verðbólgu í næsta mánuði. Greiningardeildin gerir ráð fyrir að þá verði hún hálft prósent. Það er minni verðbólga en í sama mánuði í fyrra og gangi spáin eftir þýðir það að verðbólga á ársgrundvelli verði 4,5 prósent en hún er nú 4,8 prósent. Viðskipti innlent 17.10.2005 23:45 Símapeningarnir í jarðgangagerð Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Vestfirðinga, var hætt kominn á veginum um Óshlíð á laugardag. Hann segist vongóður um að ríkisstjórnin fallist á jarðgangagerð og vill að símapeningarnir verði notaðir til þess. Innlent 17.10.2005 23:45 Keypti Vatnsveitu Grundarfjarðar Orkuveita Reykjavíkur hefur keypt Vatnsveitu Grundarfjarðar og tekur við rekstri hennar um næstu áramót. Orkuveitan tekur strax við verkefnum er snúa að byggingu hitaveitu og verður hitaveita lögð á næsta ári. Innlent 17.10.2005 23:45 Mannréttindanefndin rúin trausti "Mun meiri vinnu er þörf," sagði Davíð Oddsson utanríkisráðherra um umbætur á skipulagi Sameinuðu þjóðanna í ræðu sinni á sextugasta allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í gærkvöldi. Davíð áréttaði að taka þyrfti á mannréttindamálum með meira afgerandi hætti en verið hefur. Innlent 17.10.2005 23:45 Viðskiptaráð Austurlands stofnað Viðskiptaráð Austurlands var stofnað á Austurlandi í dag. Á meðal markmiða ráðsins er að vera málsvari aukins frelsis í viðskiptum og minni ríkisafskiptum og efla tengslanet fyrirtækja sem starfa á Austurlandi við önnur íslensk og erlend fyrirtæki. Viðskipti innlent 17.10.2005 23:44 Áhyggjur af hátæknigreinum Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir ekkert hafa verið rannsakað hvað mörg störf hafi flust úr landi vegna gengisþróuninnar, né heldur hvaða áhrif það hafi. Taka þurfi upp Evruna til að losna við gengissveiflur. Innlent 17.10.2005 23:45 Verulega áfátt Í úrskurði Héraðsdóms í Baugsmálinu í morgun segir m.a. að samkvæmt íslenskri dómaframkvæmd verði að lýsa því hvernig ákærði er talinn hafa með athæfi sínu gerst sekur um það brot sem um ræðir. Í ákæru ríkisvaldsins gegn forsvarsmönnum Baugs sé því verulega áfátt. Innlent 17.10.2005 23:45 Ákæruskjalið ónýtt "Ég fagna náttúrulega þessari niðurstöðu og hún er í samræmi við það sem við höfum haldið fram. Þetta er jafnframt mikill áfellisdómur fyrir ákæruvaldið," segir Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, sem staddur er í Bandaríkjunum. Innlent 17.10.2005 23:45 Báturinn kominn til hafnar Þjóðbjörg, bátur sem tók inn á sig vatn norðvestur af Garðskaga í morgun, er komin til hafnar í Sandgerði og er skipstjórinn, sem var einn um borð, heill á húfi. Báturinn Gunnþór, sem var að veiðum í nágrenninu, tók bátinn í tog. Innlent 17.10.2005 23:45 Höfða mál gegn olíufélögunum Ljóst er að nokkrar útgerðir hyggjast höfða mál á hendur olíufélögunum og krefjast bóta vegna samráðs. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, segir óljóst hversu margar útgerðir höfði mál en segir ljóst að þær verði allnokkrar. Innlent 17.10.2005 23:45 Samþykktu kjarasamning Félagar í Starfsmannafélagi Suðurnesja samþykktu kjarasamning við launanefnd sveitarfélaga á fundi sínum í gær. Sjötíu og sex prósent félagsmanna greiddu atkvæði með samningnum en tuttugu og tvö prósent greiddu atkvæði á móti samningnum. Tvö prósent fundarmanna skiluðu auðu. Innlent 17.10.2005 23:45 Ágallarnir of miklir Ágallarnir á þeim átján ákæruliðum í Baugsmálinu, sem dómarar í málinu höfðu tiltekið með bréfi í lok ágúst, þykja vera svo miklir að vísa þurfi málinu frá dómi. Í niðurstöðu úrskurðarins segir að þar sem ágallar eru á verulegum hluta ákærunnar sé ekki hjá því komist að vísa málinu frá í heild. Innlent 17.10.2005 23:45 Varla möguleiki á nýrri ákæru Aðspurður hvort hann telji möguleika fyrir ákæruvaldið að leggja fram nýja ákæru segir Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, að það geti ekki verið ætlunin að ákæruvaldið komi fram með ákæru sem ekki standist og fái síðan leiðbeiningu dómstóla hvernig gera eigi ákærurnar úr garði. Innlent 17.10.2005 23:45 Óskað eftir viðræðum um boltann OgFjarskipti og 365 ljósvakamiðlar sendu inn bréf til Símans og Íslenska sjónvarpsfélagsins fyrir helgi þar sem óskað var eftir viðræðum um með hvaða hætti Íslenska sjónvarpsfélagið muni afhenda OgFjarskiptum og 365 ljósvakamiðlum sjónvarpsmerki sitt. Innlent 17.10.2005 23:45 « ‹ ›
Keyptu vatnsveitu Grundarfjarðar Forsvarsmenn Orkuveitu Reykjavíkur gengu í morgun frá kaupum á vatnsveitu Grundarfjarðar og skuldbundu sig á sama tíma til að leggja hitaveitu í bænum. Áætlað er að kostnaður Orkuveitunnar vegna samningsins verði 450 milljónir króna sem fara í að byggja upp hitaveituna. Viðskipti innlent 17.10.2005 23:45
Vísitalan hefur hækkað um 4,5% Vísitala byggingaverðs hækkaði um 0,4 prósent í síðasta mánuði og hefur því hækkað um 4,5 prósent á einu ári. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 36 prósent en það lækkaði um 0,6 prósent í síðasta mánuði. Viðskipti innlent 17.10.2005 23:45
Frétt DV röng segir rektor Rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst segir forsíðufrétt DV í dag, að Sveinbjörn Kristjánsson, fangi á Litla Hrauni, stundi bókhaldsnám á Bifröst, vera ranga. Innlent 17.10.2005 23:45
Tekinn á 155 km hraða Lögreglan á Hvolsvelli stöðvaði í gær þýskan ferðamann eftir að hann hafði mælst á 155 kílómetra hraða á þjóðveginum. Hann taldi sig vera á hraðbraut og því eiga frítt spil, líkt og á þýsku „átóbönunum“ svokölluðu. Innlent 17.10.2005 23:45
Hæstiréttur getur ógilt úrskurðinn Úrskurði Héraðsdóms verður vísað til Hæstaréttar á næstunni. Ýmsar spurningar vakna við það. Getur Hæstiréttur til dæmis ógilt úrskurð Héraðsdóms og skyldað hann til að taka ákærurnar fyrir eins og þær eru? Og ef Hæstiréttur hins vegar staðfestir úrskurðinn, getur ákæruvaldið þá útbúið nýjar ákærur og byrjað allt ferlið upp á nýtt? Innlent 17.10.2005 23:45
Baugsmál: Fáir vilja tjá sig Davíð Oddsson utanríkisráðherra vildi ekki tjá sig um Baugsmálið í dag en hann er staddur í New York á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Fréttastofan reyndi jafnframt ítrekað að ná í feðgana Jón Ásgeir Jóhannesson og Jóhannes Jónsson, án árangurs. Innlent 17.10.2005 23:45
Mikill skortur á leikskólakennurum Stjórnarmenn í stjórn Félags leikskólakennara harma það að varla sé minnst á skort á faglærðum leikskólakennurum í umræðu um starfsmannaskort á leikskólum. Þeir segja einblínt á að ófaglærða starfsmenn vanti þrátt fyrir að nú þegar sé alltof hátt hlutfall ófaglærðra starfsmanna við störf á leikskólum. Innlent 17.10.2005 23:44
Jarðgöng myndu kosta milljarð Kostnaður við að gera jarðgöng fram hjá mesta hættusvæðinu á Óshlíðarvegi til Bolungarvíkur er áætlaður um einn milljarður króna en gerð vegskála yfir núverandi veg á sama svæði myndi kosta helmingi minna, eða um 500 milljónir. Innlent 17.10.2005 23:45
Vaknaði við að báturinn lak Mannbjörg varð þegar Þjóðbjörg GK-110, níu tonna plastbátur, tók inn á sig sjó og fylltist á skömmum tíma norður af Garðskaga. Reinhard Svavarsson skipstjóri var einn um borð þegar þetta gerðist. Landhelgisgæslan og nærstaddir bátar brugðust skjótt við og björguðu honum. </font /></b /> Innlent 17.10.2005 23:45
Menntað fólk vantar Stjórn Félags leikskólakennara harmar hversu lítil umræða er um hve erfitt er að fá leikskólakennara til starfa, og að umræðan skuli snúast um hve erfitt sé að fá ófaglært fólk til starfa. Innlent 17.10.2005 23:45
Reykjavík fallandi stjarna Reykjavík er fallandi stjarna meðal lesenda bresku blaðanna <em>Guardian</em> og <em>Observer</em>, fellur úr tólfta sæti yfir vinsælustu borgirnar í fyrra niður í þrítugasta og fjórða sæti núna.<em> </em>Forstöðumaður Ferðamálaráðs Íslands segir að niðurstaðan sé auðvitað visst áhyggjuefni. Innlent 17.10.2005 23:45
Saksóknari dragi sig í hlé "Ég er yfir mig hamingjusamur og þetta kom mér ekki á óvart eftir það sem á undan var gengið," segir Jóhannes Jónsson í Bónus um vísun allra ákæranna 40 í Baugsmálinu frá dómi. Innlent 17.10.2005 23:45
Baugsmálið á pólitískum forsendum? Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 í júlí síðastliðnum að ef rannsókn Baugsmálsins væri á pólitískum forsendum, eins og forsvarsmenn Baugs hafa haldið fram, þá hljóti dómstólar að henda málinu út. Innlent 17.10.2005 23:45
Erfitt að leggja málið fram á ný "Ég bjóst allt eins við þessari niðurstöðu. Það hlyti að koma til skoðunar að ef vísa ætti svo stórum hluta ákærunnar frá dómi kæmi til álita að vísa henni allri frá," segir Einar Þór Sverrisson verjandi Jóhannesar Jónssonar. Innlent 17.10.2005 23:45
Björn tjáir sig ekki um Baugsmálið <p>Björn Bjarnason dómsmálaráðherra kaus að svara ekki fyrirspurnum Fréttablaðsins eftir að ljóst var að fjölskipaður héraðsdómur vísaði Baugsmálinu frá dómi í gær. Innlent 17.10.2005 23:45
Öllum ákæruliðum vísað frá Öllum ákæruliðunum 40 í Baugsmálinu svokallaða var vísað frá fyrir Héraðsdómi í morgun. Jón H. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, segir að úrskurðurinn verði kærður til Hæstaréttar. Hann sagði þetta ekki vera áfall fyrir stofnunina. Innlent 17.10.2005 23:45
Dregur úr verðbólgunni Greiningardeild KB banka spáir því að nokkuð dragi úr verðbólgu í næsta mánuði. Greiningardeildin gerir ráð fyrir að þá verði hún hálft prósent. Það er minni verðbólga en í sama mánuði í fyrra og gangi spáin eftir þýðir það að verðbólga á ársgrundvelli verði 4,5 prósent en hún er nú 4,8 prósent. Viðskipti innlent 17.10.2005 23:45
Símapeningarnir í jarðgangagerð Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Vestfirðinga, var hætt kominn á veginum um Óshlíð á laugardag. Hann segist vongóður um að ríkisstjórnin fallist á jarðgangagerð og vill að símapeningarnir verði notaðir til þess. Innlent 17.10.2005 23:45
Keypti Vatnsveitu Grundarfjarðar Orkuveita Reykjavíkur hefur keypt Vatnsveitu Grundarfjarðar og tekur við rekstri hennar um næstu áramót. Orkuveitan tekur strax við verkefnum er snúa að byggingu hitaveitu og verður hitaveita lögð á næsta ári. Innlent 17.10.2005 23:45
Mannréttindanefndin rúin trausti "Mun meiri vinnu er þörf," sagði Davíð Oddsson utanríkisráðherra um umbætur á skipulagi Sameinuðu þjóðanna í ræðu sinni á sextugasta allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í gærkvöldi. Davíð áréttaði að taka þyrfti á mannréttindamálum með meira afgerandi hætti en verið hefur. Innlent 17.10.2005 23:45
Viðskiptaráð Austurlands stofnað Viðskiptaráð Austurlands var stofnað á Austurlandi í dag. Á meðal markmiða ráðsins er að vera málsvari aukins frelsis í viðskiptum og minni ríkisafskiptum og efla tengslanet fyrirtækja sem starfa á Austurlandi við önnur íslensk og erlend fyrirtæki. Viðskipti innlent 17.10.2005 23:44
Áhyggjur af hátæknigreinum Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir ekkert hafa verið rannsakað hvað mörg störf hafi flust úr landi vegna gengisþróuninnar, né heldur hvaða áhrif það hafi. Taka þurfi upp Evruna til að losna við gengissveiflur. Innlent 17.10.2005 23:45
Verulega áfátt Í úrskurði Héraðsdóms í Baugsmálinu í morgun segir m.a. að samkvæmt íslenskri dómaframkvæmd verði að lýsa því hvernig ákærði er talinn hafa með athæfi sínu gerst sekur um það brot sem um ræðir. Í ákæru ríkisvaldsins gegn forsvarsmönnum Baugs sé því verulega áfátt. Innlent 17.10.2005 23:45
Ákæruskjalið ónýtt "Ég fagna náttúrulega þessari niðurstöðu og hún er í samræmi við það sem við höfum haldið fram. Þetta er jafnframt mikill áfellisdómur fyrir ákæruvaldið," segir Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, sem staddur er í Bandaríkjunum. Innlent 17.10.2005 23:45
Báturinn kominn til hafnar Þjóðbjörg, bátur sem tók inn á sig vatn norðvestur af Garðskaga í morgun, er komin til hafnar í Sandgerði og er skipstjórinn, sem var einn um borð, heill á húfi. Báturinn Gunnþór, sem var að veiðum í nágrenninu, tók bátinn í tog. Innlent 17.10.2005 23:45
Höfða mál gegn olíufélögunum Ljóst er að nokkrar útgerðir hyggjast höfða mál á hendur olíufélögunum og krefjast bóta vegna samráðs. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, segir óljóst hversu margar útgerðir höfði mál en segir ljóst að þær verði allnokkrar. Innlent 17.10.2005 23:45
Samþykktu kjarasamning Félagar í Starfsmannafélagi Suðurnesja samþykktu kjarasamning við launanefnd sveitarfélaga á fundi sínum í gær. Sjötíu og sex prósent félagsmanna greiddu atkvæði með samningnum en tuttugu og tvö prósent greiddu atkvæði á móti samningnum. Tvö prósent fundarmanna skiluðu auðu. Innlent 17.10.2005 23:45
Ágallarnir of miklir Ágallarnir á þeim átján ákæruliðum í Baugsmálinu, sem dómarar í málinu höfðu tiltekið með bréfi í lok ágúst, þykja vera svo miklir að vísa þurfi málinu frá dómi. Í niðurstöðu úrskurðarins segir að þar sem ágallar eru á verulegum hluta ákærunnar sé ekki hjá því komist að vísa málinu frá í heild. Innlent 17.10.2005 23:45
Varla möguleiki á nýrri ákæru Aðspurður hvort hann telji möguleika fyrir ákæruvaldið að leggja fram nýja ákæru segir Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, að það geti ekki verið ætlunin að ákæruvaldið komi fram með ákæru sem ekki standist og fái síðan leiðbeiningu dómstóla hvernig gera eigi ákærurnar úr garði. Innlent 17.10.2005 23:45
Óskað eftir viðræðum um boltann OgFjarskipti og 365 ljósvakamiðlar sendu inn bréf til Símans og Íslenska sjónvarpsfélagsins fyrir helgi þar sem óskað var eftir viðræðum um með hvaða hætti Íslenska sjónvarpsfélagið muni afhenda OgFjarskiptum og 365 ljósvakamiðlum sjónvarpsmerki sitt. Innlent 17.10.2005 23:45