Innlent

Fréttamynd

Hagkerfið komið að þolmörkum

Forstöðumaður Hagfræðistofnunar telur íslenska hagkerfið komið að þolmörkum varðandi útgáfu erlendra aðila á skuldabréfum í íslenskum krónum en hún fór yfir hundrað milljarða króna í gær. Hann segir þó ástandið ekki alslæmt.

Innlent
Fréttamynd

Dómur héraðsdóms staðfestur

Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli útgerðarfélagsins Gunnvarar gegn manni sem starfaði áður hjá fyrirtækinu.

Innlent
Fréttamynd

Samræma aðgerðir varðandi fjárhættuspil

Norðurlöndin verða að samræma aðgerðir svo hvert land geti stjórnað fjárhættuspilamarkaðnum. Þetta samþykkti Norðurlandaráð á fundi sínum í dag. Þá hlaut íslenskur hlutverkaleikur fyrstu verðlaun í samkeppni um námsefni sem Norræna ráðherranefndin efndi til.

Innlent
Fréttamynd

Suðurflug tekur við rekstri flugstöðvar varnarliðsins

Suðurflug, dótturfélag Avion Group, hefur verið valið til að taka við rekstri flugstöðvar varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Samningurinn felur í sér daglegan rekstur flugstöðvar varnarliðsins og afgreiðslu á öllum herflugvélum sem um völlinn fara.

Innlent
Fréttamynd

Óánægja vegna uppsagna

Margir þeirra starfsmanna sem hefur verið sagt upp hjá Flögu Medcare, eru svekktir vegna uppsagnanna. Svo virðist sem ákveðin eftirsjá ríki meðal starfsmannanna enda sé starfsmannastefna fyrirtækisins góð.

Innlent
Fréttamynd

Eru engin takmörk?

Sérfræðinga í peningamálum greinir á um hvað íslenska hagkerfið þolir mikla útgáfu erlendra skuldabréfa í íslenskum krónum. Forstöðumaður Hagfræðistofnunnar telur að útgáfan sé komin að þolmörkum hagkerfisins, en sérfræðingur KB banka segir að í raun séu engin takmörk fyrir útgáfunni.

Innlent
Fréttamynd

Áreitti nemendur sína

Hæstiréttur dæmdi mann í dag í fimm mánaða fangelsi, þar af þrjá skilorðsbundna, fyrir að hafa sent ungum stúlkum fjölmörg klámfengin og kynferðisleg smáskilaboð.

Innlent
Fréttamynd

Vilja völlinn í Vatnsmýrinni

Margir þeirra sem börðust hvað harðast gegn sameiningu sveitarfélaganna í Eyjafirði, og eru taldir hafa haft mikið að segja um að sameiningu var hafnað, hafa nú skorið upp herör gegn flutningi Reykjavíkurflugvallar.

Innlent
Fréttamynd

Mjög alvarlegar athugasemdir segir Jóhanna

Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir mjög alvarlegar athugasemdir koma fram í úttekt Ríkisendurskoðunar á kaupum ríkisins á sérfræðiþjónustu á undanförnum árum.

Innlent
Fréttamynd

ASÍ kannar portúgalska starfsmannaleigu

Alþýðusambandið kannar starfsemi portúgalskrar starfsmannaleigu sem hefur hátt í eitt hundrað starfsmenn hér á landi. Þá er starfsemi íslensku starfsmannaleiganna Tveir plús einn og 2B til skoðunar.

Innlent
Fréttamynd

Hagsmunir ferðaþjónustu miklir vegna Grænlandsflugs

Vestnorræna ráðið ræðir nú hvernig koma megi í veg fyrir að flug frá Íslandi til Grænlands leggist af, en samningur við Grænlendinga þar að lútandi rennur út um áramótin. Framkvæmdastjóri Vestnorræna ráðsins segir mikla hagsmuni í húfi bæði fyrir grænlenska og íslenska ferðaþjónustu.

Innlent
Fréttamynd

Safna undirskriftum gegn flutningi flugvallar

Íbúar í Dalvíkurbyggð eru byrjaðir með undirskriftasöfnun gegn flutningi Reykjavíkurflugvallar úr Vatnsmýri. Áfram, nýstofnuð hagsmunasamtök Dalvíkurbyggðar, standa fyrir undirskriftasöfnuninni og vonast forsvarsmenn hennar til að íbúasamtök og einstaklingar út um allt land taki þátt í söfnuninni með þeim.

Innlent
Fréttamynd

Vill að ríkisvaldið bregðist við vanda sjávarútvegsfyrirtækja

Ef gengi íslensku krónunnar stendur í stað eða hækkar getur það leitt til þess að sjávarútvegsfyrirtæki þurfi að hætta starfsemi. Afkoma sjávarútvegsfyrirtækja hefur versnað verulega undanfarna mánuði vegna sterkrar stöðu krónunnar en Björgólfur Jóhannsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna, vill að ríkisvaldið bregðist við.

Innlent
Fréttamynd

Fjöldi barnaverndartilfella tvöfaldast á átta árum

Börnum, sem njóta þjónustu barnaverndarkerfisins, líður jafn illa eða jafnvel verr en börnum innan geðheilbrigðiskerfisins. Stúlkum líður verr en drengjum. Fjöldi barna undir eftirliti barnaverndaryfirvalda hefur ríflega tvöfaldast á átta árum.

Innlent
Fréttamynd

Þingi Norðurlandaráðs að ljúka

Þingi Norðurlandaráðs lýkur nú klukkan tvö eftir hádegið, en í morgun hafa samstarfsráðherrar norrænu ríkjanna meðal annars rætt fjármál, orkumál, nýsköpun og framtíðarskipulag norræns samstarfs.

Innlent
Fréttamynd

Engin ástæða til að óttast skyndisölu á skuldabréfum

Erfitt er að átta sig á því hvaða áhrif skuldabréfaútgáfa erlendra fjárfesta hefur á íslenskt efnahagslíf. Eiríkur Guðnason, seðlabankastjóri, segir að engin ástæða sé til að óttast að fjárfestarnir selji allir bréf sín á sama tíma. Jafn líklegt sé að þeir vilji eiga skuldabréfin áfram eða gefa út ný.

Innlent
Fréttamynd

Hrærð yfir fjölmenninu

Það mátti heyra ekka þegar sveit rauðklæddra björgunarsveitarmanna gekk í íþróttahúsið á Flateyri í gær þar sem þess var minnst að tíu ár eru frá snjóflóðinu sem varð tuttugu manns að bana og lagði stóran hluta þorpsins í rúst. Jóhanna Guðrún Kristjánsdóttir, ein þeirra sem skipulögðu minningarathöfnina, segist hrærð yfir því hversu margir komu.

Innlent
Fréttamynd

Malarflutningabíll valt í Mosfellsbæ

Malarflutningabíll fór út af veginum í Mosfellsbæ og er maður fastur í honum. Lögregla, sjúkrabíll og tækjabíll eru á leiðinni á slysstað en ekki er vitað á þessari stundu hversu mikið maðurinn er slasaður. Þá fauk gámur af bíl í Kollafirði.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur fyrir að stela bílum

Rúmlega þrítugur karlmaður var í morgun dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að ræna tveimur bílum og keyra þá um götur Reykjavíkur uns lögregla stöðvaði för hans. Maðurinn var jafnframt ökuréttindalaus þegar þetta gerðist.

Innlent
Fréttamynd

Fjölga þarf rýmum

Fjölga verður rýmum á réttargeðdeildinni á Sogni þar sem hún rúmar ekki lengur alla þá sem þyrfti að vista þar segir heilbrigðisráðherra. Hann hefur skipað starfshóp til að huga að uppbyggingu á Sogni.

Innlent
Fréttamynd

Ríflega 400 ættleiðingar á árunum 1996-2004

411 ættleiðingar voru hér á landi á tímabilinu 1996 til 2004 eftir því sem fram kemur í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands. Í 174 tilvikum var um að ræða stjúpættleiðingu en frumættleiðingar voru 237. Frumættleiddir Íslendingar voru 57 en frumættleiðingar frá útlöndum 180.

Innlent
Fréttamynd

Huginn greiddi hæstu meðallaunin

Huginn VE 55 greiddi hæstu meðallaunin árið 2004 en meðallaun í útgerðinni voru 685 þúsund krónur á mánuði. Er það hækkun um ellefu prósent frá árinu á undan. Þetta kemur fram í Fiskifréttum.

Innlent
Fréttamynd

Fjórir bílar ultu á Reykjanesbraut í morgun

Fjórir bílar ultu út af Reykjanesbrautinni á milli Voga og Straums, með skömmu millibili upp úr klukkan sjö í morgun þegar ísing myndaðist óvænt á brautinni. Aðeins einn maður meiddist lítillega og var fluttur á slysadeild Borgarspítalans en mikið eignatjón varð.

Innlent
Fréttamynd

Minnihluti kynnti ráðamönnum hugmyndir sínar

Bæjarfulltrúar minnihlutans á Bolungarvík fóru á eigin vegum á fund félagsmálaráðherra og forsætisráðherra til að kynna þeim hugmyndir sínar um gangagerð úr Syðridal í Bolungarvík annað hvort í Vestfjarðagöng eða beint í Tungudal í Skutulsfirði.

Innlent
Fréttamynd

Hálka og hálkublettir víða um land

Hálkublettir er á Hellisheiði og Þrengslum. Hálka og hálkublettir er á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðvestur- og Norðausturlandi. Á Austfjörðum er hálka, hálkublettir og snjóþekja.

Innlent
Fréttamynd

Huga að uppbyggingu á Sogni

Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur skipað starfshóp sem á að hafa huga að uppbyggingu við réttargeðdeildina á Sogni. Jón tilkynnti þetta á Sogni í gær þar sem hann var í heimsókn til að kynna sér starfsemina.

Innlent
Fréttamynd

Ríkisvaldið bregðist við háu gengi

Ef íslenska krónan stendur í stað eða hækkar getur það leitt til þess að sjávarútvegsfyrirtæki þurfi að hætta stafsemi. Afkoma sjávarútvegsfyrirtækja hefur versnað verulega undanfarna mánuði vegna sterkar stöðu krónunnar en Björgólfur Jóhannsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna, vill að ríkisvaldið bregðist við.

Innlent