Innlent

Fréttamynd

Banaslys á Svalbarðsstrandarvegi í morgun

Banaslys varð þegar bíll valt út af Svalbarðsstrandarvegi við Eyjafjörð upp úr klukkan fimm í morgun og varð alelda. Vegfarandi tilkynnti um slysið og voru lögregla og slökkvilið þegar send á vettvang en þá var maðurinn, sem var einn í bílnum, látinn. Lögreglan á Akureyri rannsakar tildrög slyssins.

Innlent
Fréttamynd

Meðalverð íbúðarhúsnæðis lækkaði

Meðalverð íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu og víðast hvar annars staðar í þéttbýli lækkaði í síðustu viku í samanburði við meðalverð síðastliðinna tólf vikna. Samkvæmt þinglýstum kaupsamningum lækkaði það um þréttán hundruð þúsund á höfuðborgarsvæðinu, um fjórar milljónir á Akureyri og um þrjár og hálfa milljón á Árborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Fann sprautur á bílastæði

Hún var heldur ófögur sjónin sem blasti við Daða Hreinssyni þegar hann lagði bílnum sínum á bílastæði við húsnæði sem eitt sinn hýsti veitingastaðinn Glóðina í Keflavík um tvö leytið á föstudaginn. Sprautur og áhöld, sem notuð eru við fíkniefnaneyslu, smokkar og sleipiefni lágu þar fyrir allra augum.

Innlent
Fréttamynd

Maður og barn sluppu ómeidd

Bílvelta varð norðan við vegasjoppuna Baulu rétt fyrir klukkan þrjú í gær. Ökumann og barn sem var í bílnum sakaði ekki en bifreiðin er talin vera ónýt. Vegurinn á þessum slóðum er mjög illa farinn og þá var einnig mikil hálka þegar slysið varð.

Innlent
Fréttamynd

Hraðahindrun flutt úr stað

Hann var nokkuð ­bí­ræfinn­ náunginn sem stal hraðahindrun í Búðardal aðfaranótt laugardags en henni var síðan raðað upp á graskant fyrir framan stjórnsýsluhús bæjarins.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnvöld höfðu ekki lagaheimildir

Umboðsmaður alþingis telur að íslenska ríkið hafi ekki haft lagalega heimild til þess að setja komubann á iðkendur Falung Gong sumarið 2002. Hann segir það íslenskra dómstóla að skera úr um hvort ríkið hafi bakað sér skaðabótaskyldu.

Innlent
Fréttamynd

Skuldir aukist um 30 milljarða

Skuldir sveitarfélaganna í landinu fyrir skuldbindingar hafa aukist um tæpa 30 milljarða króna frá árinu 1997 samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hluti vandans felst í að margar stofnanir sveitarfélaga sem eiga sjálfar að standa undir skuldum sínum með gjöldum eða öðrum tekjum gera það ekki og verða því mörg sveitarfélög sjálf að axla þá bagga og nota til þess skattfé.

Innlent
Fréttamynd

Húnavatnshreppur orðinn til

Nýju sveitar­félagi í Austur-Húnavatnssýslu á að gefa nafnið Húnavatnshreppur, sam­kvæmt niðurstöðu sveitar­stjórnar­kosninga sem fram fóru á laugar­dag, en þá var kos­ið um nýtt nafn á hrepp­inn.

Innlent
Fréttamynd

Afurðir virðast meiri en í fyrra

Fyrstu tölur benda til að afurðir sláturtíðarinnar í haust séu talsvert meiri en í fyrra. Fyrstu yfirlitstöflur um niðurstöður úr fjárræktar­fél­ög­un­um haustið 2005 eru nú að­gengi­leg­ar á vef Bænda­sam­tak­anna, www.bondi.is. Þar kemur fram að upp­gjöri sé lokið fyrir rúmlega 66 þúsund ær frá haustinu.

Innlent
Fréttamynd

Ráðinn til KEA

Bjarni Hafþór Helgason hefur verið ráðinn fjárfestingastjóri Kaupfélags Eyfirðinga og mun hann hefja störf hjá félaginu í byrjun nýs árs. Fjárfestingastjóri er nýtt starf hjá Kaupfélagi Eyfirðinga en í því felst framkvæmdastjórn tveggja dótturfélaga KEA, fjárfestingafélaganna Hildings og Upphafs, en stofnfé þeirra er samtals um 1,7 milljarðar króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fann fyrir nærveru ömmu

Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, nýkjörin Ungfrú heimur, er enn að átta sig á sigrinum en hlakkar til að takast á við verkefnin sem fylgja titlinum. Fram undan eru spennandi tímar með ferðalögum um allan heim.

Innlent
Fréttamynd

Landi og þjóð til sóma

Þegar ljós urðu úrslit í keppninni Ungfrú heimur sendu forsetahjónin Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff nýkrýndri fegurðardrottingu eftirfarandi heillaóskir: "Ungfrú heimur, Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, Sanya, Kína. Við óskum þér til hamingju með glæsilegan árangur. Þú ert landi og þjóð til sóma. Heillaóskir til fjölskyldunnar."

Innlent
Fréttamynd

Tekjuháir fá minna

Þak sem sett var á fæðingarorlofsgreiðslur veldur því að útgjöld fæðingarorlofs­sjóðs voru 25 milljónum króna lægri fyrstu níu mánuði ársins en ráð var fyrir gert. Eftir breytingu geta greiðslur ekki orðið hærri en sem nemur 80 prósentum af 600 þúsund króna mánaðartekjum.

Innlent
Fréttamynd

Þrír barnaskólar afhentir

Benedikt Ásgeirsson sendiherra afhenti nýverið menntamálaráðherra Malaví lykla að þremur nýjum grunnskólum sem Þróunarsamvinnustofnun Íslands hefur byggt í landinu í samvinnu við menntamálayfirvöld í Malaví.

Innlent
Fréttamynd

Fjarvistarsönnun staðfest

Hæstiréttur hefur gert Héraðsdómi Reykjavíkur að fjalla á nýjan leik um þátt Tryggva Lárussonar í Dettifossmálinu svonefnda en það snýst um stórfelldan innflutning á fíkniefnum.

Innlent
Fréttamynd

SAS flýgur aftur til Íslands

Forsvarsmenn SAS-Group hafa tilkynnt að flugfélagið muni hefja áætlunarflug til landsins í lok mars á næsta ári. Flogið verður frá Ósló og hingað. SAS-Group hefur fest kaup á fleiri flugvélum upp á síðkastið og það opnar fyrir flug til Íslands, að sögn forsvarsmanna fyrirtækisins.

Innlent
Fréttamynd

Ísland verður tilraunaland

Ísland verður eitt tilraunasamfélaga fyrir rafræn viðskipti í Evrópu. Undirritaður hefur verið sam­starfs­samn­ingur um rekstur til­rauna­sam­félags­ins, en það teng­ist verk­efni sem unn­ið hefur ver­ið að frá 2003.

Innlent
Fréttamynd

Sektaður og svipt­ur leyfinu

Rúmlega tvítugur maður hefður verið sviptur ökuleyfi í þrjú ár og sektaður um 225 þúsund krónur. Aðfaranótt sunnudagsins 30. október ók maðurinn undir áhrifum áfengis og án ökuskírteinis austur Egilsbraut í Neskaupstað að húsi Landsbjargar við Nesgötu þar sem lögregla stöðvaði hann.

Innlent
Fréttamynd

Teknir með amfetamín

Fimm fíkniefnamál komu upp hjá lögreglunni í Hafnarfirði um helgina. Nokkrir góðkunningjar lögreglunnar voru stöðvaðir við akstur og fannst eitthvað magn fíkniefna þó það hefði ekki verið í miklum mæli.

Innlent
Fréttamynd

Á batavegi eftir bílslys

Særún Sveinsdóttir er nú á hægum batavegi eftir að hafa misst af báðum fótum í bílslysi í Omaha í Nebraska-ríki í Bandaríkjunum í síðasta mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Stútar í kópavogi

Lögreglan í Kópavogi hafði afskipti af þremur mönnum sem grunaðir voru um ölvun við akstur aðfaranótt sunnudagsins og um morgunin. Lögreglan herðir eftirlitið núna þar sem jólaglögg og hlaðborð eru framundan á mörgum vinnustöðum.

Innlent
Fréttamynd

Rok og snjóflóð á Dalvík

Mikið rok var á Dalvík í gær og fór bíll útaf norðan við bæinn klukkan tvö. Tvær eldri konur voru í honum en þær sluppu með skrekkinn. Á sama tíma féll snjóflóð í Ólafsfjarðarmúla en það var minniháttar og var vegurinn því fljótlega opnaður á ný.

Innlent
Fréttamynd

Stunda sjóböð á hverjum sunnudagsmorgni

Tilhugsunin um að stinga sér til sunds við strendur Íslands gefur mörgum hroll. Því er þó ekki svo farið með meðlimi í sjósundsfélaginu "Skítkalt" sem mæta stundvíslega klukkan ellefu á hverjum sunnudagsmorgni til að stinga sér til sunds við Gróttu.

Innlent
Fréttamynd

Steingrímur talar mest

Þrátt fyrir að þing sé nú einungis hálfnað hefur sá þingmanna sem lengst hefur staðið í ræðustól, talað í rúman hálfan sólarhring. Það kemur ef til vill fáum á óvart að formaður Vinstri Grænna, Steingrímur J Sigfússon, skuli fara þar fremstur í flokki. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, talaði hins vegar minnst.

Innlent
Fréttamynd

Titillinn vekur heimsathygli

Allir helstu norrænu fjölmiðlarnir og fleiri til fjalla um sigur Unnar Birnu Vilhjálmsdóttur í Miss World fegurðarsamkeppninni.

Lífið
Fréttamynd

Opið í Hlíðarfjalli í dag

Hlíðarfjall er opið í dag og skíða- og brettafæri er mjög gott. Það voru margir sem mættu snemma til að nýta sér færið þrátt fyrir óspennandi veðurspá. Allar helstu lyftur eru í gangi og opið verður í Hlíðarfjalli til klukkan fimm í dag.

Innlent
Fréttamynd

Róleg nótt hjá lögreglu víða um land

Nóttin var tíðindalítil hjá lögreglunni víða um land. Brotist var inn í bensínstöðina í Garðinum og nokkrum sígarettupökkum stolið. Lögreglan hafði afskipti af tveimur unglingspiltum síðar um nóttina sem viðurkenndu að hafa brotist inn ásamt þremur öðrum strákum.

Innlent
Fréttamynd

Vilja öflugt net tvísköttunarsamninga

Tvísköttunarsamningar eru ein af meginforsendum þess að viðskipti milli landa verði arðbær segir í nýrri skýrslu Viðskiptaráðs Íslands. Nú séu 23 slíkir samningar í gildi við Ísland og þeim þurfi að fjölga.

Viðskipti innlent