Innlent Nokkuð um sinuelda Lögreglan í Hafnarfirði hefur verið kölluð út þrisvar í kvöld vegna sinuelda. Eldarnir hafa þó allir verið með minna móti og hafa lögreglumenn getað slökkt eldinn með lítilli fyrirhöfn. Mikið hefur verið um að sinueldar hafi verið kveiktir síðustu daga. Innlent 30.3.2006 21:58 Úrskurði Samkeppniseftirlitsins líklega áfrýjað Framkvæmdastjóri Flugþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli, sem Samkeppniseftirlitið úrskurðaði í gær að hafi brotið samkeppnislög, býst við að úrskurðinum verði áfrýjað. Innlent 30.3.2006 22:25 Hollvinasamtök skattgreiðenda stofnuð í dag Hollvinasamtök skattgreiðenda voru stofnuð í dag en markmið þeirra er að standa vörð um hagsmuni skattgreiðenda. Hátt á þriðja tug manna höfðu skráð sig í samtökin nú síðdegis. Innlent 30.3.2006 21:38 Fasteignagjöld hafa hækkað um allt að 64 prósent Álögur stærstu sveitarfélaga landsins á íbúðarhúsnæði hafa hækkað langt umfram almennar verðlagsbreytingar síðustu þrjú árin segir í nýrri skýrslu ASÍ. Þetta gerist þrátt fyrir yfirlýsingar ráðamanna að um að álagningarprósenta fasteignagjalda lækki vegna hækkunar fasteignamats. Innlent 30.3.2006 21:50 Umgengni um borgina ábótavant Umhverfissvið Reykjavíkurborgar hefur hafið síðasta liðinn í átakinu Virkjum okkur en markmið þess er að fá fólk til að huga að umgengni um borgina sem víða er ábótavant. Árlega fara um 23 milljónir króna í hreinsun borgarinnar. Innlent 30.3.2006 20:25 Lýst eftir vitni vegna mannráns Lögreglan í Keflavík lýsir eftir ökumanni Land-Rover jeppa sem aðfaranótt síðasta sunnudags ók framhjá manninum rænt var af heimili sínu í Garðinum. Ökumaðurinn ók framhjá manninum á Biskupstungnabraut eða Laugarvatnsvegi á öðrum tímanum þá nótt og veitti honum athygli án þess þó að stöðva bifreið sína. Innlent 30.3.2006 19:10 Hálka fyrir norðan, austan og vestan Hálka er á Vestfjörðum, Norðurlandi og Norðausturlandi og éljagangur að auki á Vestfjörðum og Norðausturlandi samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Innlent 30.3.2006 18:11 Miklir sinueldar á Mýrum Um fimmtán slökkviliðsmenn hafa barist við sinuelda á Mýrum í Borgarfirði síðan um klukkan 9 í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu í Borgarnesi er nú brunnið um 80 ferkílómetra svæði. Innlent 30.3.2006 17:59 Ekið á tíu ára pilt Ekið var á tíu ára pilt á reiðhjóli í Vestmannaeyjum á þriðja tímanum í dag. Pilturinn brákaðist en meiðsl hans voru talin minniháttar. Innlent 30.3.2006 17:52 Leikskólagjöld lækka um 30 prósent Bæjarráð Kópavogs samþykkti á fundi sínum í dag að lækka leikskólagjöld um 30 prósent. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ um ákvörðunina segir að þessi ákvörðun sé tekin með hliðsjón af góðum rekstri bæjarsjóðs. Þar segir enn fremur að eftir þetta verði Kópavogur það stóru sveitarfélaganna þar sem verður ódýrast að búa fyrir barnafjölskyldur. Innlent 30.3.2006 17:31 Ekki tímabært að afnema verðtryggingu lána Stefna ber að því til lengri tíma litið að afnema verðtryggingu lána hér á landi en það er ekki hægt nú vegna þeirra sveiflna sem eru í þjóðfélaginu. Þetta sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra við utandagskrárumræðu um aukningu á skuldum þjóðarbúsins í dag. Innlent 30.3.2006 17:29 Greiði 34 milljónir hvor um sig Tveir menn voru í dag dæmdir fjögurra mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar og til greiðslu 34 milljóna króna hvor um sig í sekt til ríkissjóðs. Mennirnir voru fundnir sekir um að hafa ekki staðið skil á greiðslu vörsluskatta og opinberra gjalda þegar þeir stýrðu fyrirtækinu Merkingu. Innlent 30.3.2006 17:25 Dæmdur fyrir fjárdrátt Fyrrum framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Vestfirðinga var í dag dæmdur í Hæstarétti til eins árs fangelsisvistar fyrir að hafa dregið að sér samtals sautján milljónir króna úr sjóðum sambandsins. Níu mánuðir af tólf eru skilorðsbundnir. Innlent 30.3.2006 17:17 Samningur Ríkiskaupa við Shell og Esso framlengdur Ríkiskaup hafa ákveðið að framlengja samning sinn við Shell og ESSO um kaup á eldsneyti, olíu og öðrum rekstrarvörum fyrir ökutæki og vélar ríkisins. Að sögn Júlíusar Ólafssonar, forstjóra Ríkiskaupa, var sú ákvörðun tekin í gær, en um er að ræða seinna framlengingarár á samningi við olíufélaganna frá árinu 2003 sem gerður var eftir útboð. Innlent 30.3.2006 17:08 Þrjú ár fyrir árás með hafnaboltakylfu Hæstiréttur dæmdi Hákon Örn Atlason í dag til þriggja ára fangelsisvistar fyrir hættulega líkamsárás með hafnaboltakylfu, brot gegn valdstjórninni með því að hóta lögreglufulltrúa og fjölskyldu hans ofbeldi og lífláti og vörslu á 63 grömmum af hassi. Innlent 30.3.2006 16:56 Dæmdur fyrir nauðgun 22 ára gamall karlmaður var í dag dæmdur til eins árs fangelsisvistar fyrir kynferðisbrot gegn nítján ára stúlku. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn hefði notfært sér ölvun stúlkunnar og svefndrunga til að hafa við hana samræði eða önnur kynferðismök. Innlent 30.3.2006 16:24 Hafa ekki haft uppi á árásarmönnum Enn hefur ekkert skýrst um hverjir það voru sem numu karlmann á sjötugsaldri af heimili sínu í Garðinum fyrir rúmri viku. Lögregla hefur rætt við vitni sem sá bílinn en það hefur ekki dugað til að finna hina seku. Innlent 30.3.2006 15:49 Verða að afhenda skattstjóra upplýsingar Viðskiptabankarnir þrír verða að afhenda skattstjórum sundurliðaðar upplýsingar um öll viðskipti bankanna með hlutabréf og og þá sem viðskiptunum tengdust á árinu 2003. Innlent 30.3.2006 15:35 Samþykkt með þriggja atkvæða mun Félagsráðgjafar hjá Reykjavíkurborg samþykktu nýgerðan kjarasamning sinn við borgina með aðeins þriggja atkvæða meirihluta. 32 af 63 sem greiddu atkvæði um samninginn sögðu já við honum en rétt tæplega helmingur, 29, greiddu atkvæði gegn honum. Innlent 30.3.2006 15:10 Glitnir og Landsbankinn hækka vexti Bankastjórn Landsbankans hefur ákveðið að hækka vexti íbúðalána um 0,25 prósentustig og verða þeir nú 4,7 prósent. Ákvörðunin er tekin eftir að Seðlabankinn tilkynnti um 0,75 prósenta hækkun stýrivaxta í morgun. Innlent 30.3.2006 14:44 200 færri á biðlistum LSH Tvö hundruð færri eru á biðlista eftir skurðaðgerðum á Landspítalanum nú en á sama tíma í fyrra. Þá sýnir bráðabirgðauppgjör fyrir fyrstu tvo mánuði ársins að rekstur spítalans er í jafnvægi. Innlent 30.3.2006 14:05 Vilja að ríkið bjóði út eldsneyti Framkvæmdastjóri Atlantsolíu segir Ríkiskaup ekki vilja ræða við fyrirtækið um hugsanlegt útboð á eldsneytiskaupum fyrir ríkið. Hann segir undarlegt að ríkið vilji áfram eiga viðskipti við stóru olíufélögin í ljósi þess að ríkisstjórnin hafi ákveðið að leita réttar síns vegna meints ólöglegs samráðs þeirra. Innlent 30.3.2006 12:31 Ísland og ESB semja um tollalækkanir Tollar á ýmsar landbúnaðarvörur verða felldir niður í viðskiptum á milli Íslands og landa Evrópusambandsins (ESB) 1. janúar á næsta ári. Er búist við að samkomulag á milli Íslands og ESB leiði til lægra verðs á innfluttum á landbúnaðarafurðum um leið og það skapar ný sóknarfæri til útflutnings íslenskra landbúnaðarafurða. Viðskipti innlent 30.3.2006 12:38 Mikil viðskipti á skuldabréfamarkaði Viðskipti á skuldabréfamarkaði fóru hratt af stað við opnun markaðarins í morgun en alls hafa átt sér stað viðskipti fyrir rúma 6 milljarða króna um ellefuleytið í morgun. Viðskiptin voru komin í rúma 11 milljarða um klukkustund síðar. Viðskipti innlent 30.3.2006 12:04 Smáralind tapaði 101 milljón króna Smáralind ehf. tapaði 101 milljón króna á síðasta ári samanborið við 43 milljóna króna tap árið áður. Rekstarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) nam 684 milljónum króna en var 601 milljón árið 2004. Heildartekjur félagsins námu 1.259 milljónum króna og hækkuðu um tæp tíu prósent á milli ára. Viðskipti innlent 30.3.2006 11:51 Krónan styrktist Gengi krónunnar hækkaði nokkuð eftir 0,75 prósenta stýrivaxtahækkun Seðlabankans í morgun. Gengið hækkaði um rúmt prósent skömmu eftir hækkun bankans en hefur sveiflast nokkuð og styrktist um rúm 1,8 prósent þegar mest lét. Viðskipti innlent 30.3.2006 11:40 Aðeins minni síldarkvóti í ár Sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að hlutdeild íslenskra skipa í veiðum á norsk-íslensku síldinni verði 154 þús. tonn í ár. Það er lítil breyting frá árinu 2005, eða lækkun um 2,5 prósent. Til samanburðar var kvótinn árið 2004 128 þús. tonn. Viðskipti innlent 30.3.2006 11:18 Ný tónlistarhátíð - Rite of Spring Ný tónlistarhátíð, Rite of Spring, verður haldin á NASA síðustu helgina í apríl. Vefsíða hátíðarinnar hefur nú opnað á www.riteofspring.is. Mr. Destiny hefur allan veg og vanda af skipulagningu hátíðarinnar en fyrirtækið skipuleggur einnig Icelandic Airwaves, stærstu tónlistarhátíð Íslands. Lífið 30.3.2006 09:45 Stýrivextir hækkaðir um 75 punkta Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka stýrivexti um 75 punkta frá og með 4. apríl. Eftir hækkun verða stýrivextir bankans 11,5 prósent. Aðrir vextir bankans verða einnig hækkaðir um 0,75 prósentustig frá 1. apríl. Innlent 30.3.2006 09:03 Varnarmál rædd í sumarskóla Háskóla Íslands Áhrif breytinga í varnarmálum á Ísland og önnur smáríki í Evrópu er meðal þess sem rætt verður í sumarskóla Smáríkjaseturs Háskóla Íslands, sem hefur nú hlotið styrk frá Evrópusambandinu. Nokkrir helstu fræðimenn á sviði Evrópufræða og smáríkjarannsókna miðla þar þekkingu sinni til íslenskra og erlendra nema. Innlent 30.3.2006 00:04 « ‹ ›
Nokkuð um sinuelda Lögreglan í Hafnarfirði hefur verið kölluð út þrisvar í kvöld vegna sinuelda. Eldarnir hafa þó allir verið með minna móti og hafa lögreglumenn getað slökkt eldinn með lítilli fyrirhöfn. Mikið hefur verið um að sinueldar hafi verið kveiktir síðustu daga. Innlent 30.3.2006 21:58
Úrskurði Samkeppniseftirlitsins líklega áfrýjað Framkvæmdastjóri Flugþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli, sem Samkeppniseftirlitið úrskurðaði í gær að hafi brotið samkeppnislög, býst við að úrskurðinum verði áfrýjað. Innlent 30.3.2006 22:25
Hollvinasamtök skattgreiðenda stofnuð í dag Hollvinasamtök skattgreiðenda voru stofnuð í dag en markmið þeirra er að standa vörð um hagsmuni skattgreiðenda. Hátt á þriðja tug manna höfðu skráð sig í samtökin nú síðdegis. Innlent 30.3.2006 21:38
Fasteignagjöld hafa hækkað um allt að 64 prósent Álögur stærstu sveitarfélaga landsins á íbúðarhúsnæði hafa hækkað langt umfram almennar verðlagsbreytingar síðustu þrjú árin segir í nýrri skýrslu ASÍ. Þetta gerist þrátt fyrir yfirlýsingar ráðamanna að um að álagningarprósenta fasteignagjalda lækki vegna hækkunar fasteignamats. Innlent 30.3.2006 21:50
Umgengni um borgina ábótavant Umhverfissvið Reykjavíkurborgar hefur hafið síðasta liðinn í átakinu Virkjum okkur en markmið þess er að fá fólk til að huga að umgengni um borgina sem víða er ábótavant. Árlega fara um 23 milljónir króna í hreinsun borgarinnar. Innlent 30.3.2006 20:25
Lýst eftir vitni vegna mannráns Lögreglan í Keflavík lýsir eftir ökumanni Land-Rover jeppa sem aðfaranótt síðasta sunnudags ók framhjá manninum rænt var af heimili sínu í Garðinum. Ökumaðurinn ók framhjá manninum á Biskupstungnabraut eða Laugarvatnsvegi á öðrum tímanum þá nótt og veitti honum athygli án þess þó að stöðva bifreið sína. Innlent 30.3.2006 19:10
Hálka fyrir norðan, austan og vestan Hálka er á Vestfjörðum, Norðurlandi og Norðausturlandi og éljagangur að auki á Vestfjörðum og Norðausturlandi samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Innlent 30.3.2006 18:11
Miklir sinueldar á Mýrum Um fimmtán slökkviliðsmenn hafa barist við sinuelda á Mýrum í Borgarfirði síðan um klukkan 9 í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu í Borgarnesi er nú brunnið um 80 ferkílómetra svæði. Innlent 30.3.2006 17:59
Ekið á tíu ára pilt Ekið var á tíu ára pilt á reiðhjóli í Vestmannaeyjum á þriðja tímanum í dag. Pilturinn brákaðist en meiðsl hans voru talin minniháttar. Innlent 30.3.2006 17:52
Leikskólagjöld lækka um 30 prósent Bæjarráð Kópavogs samþykkti á fundi sínum í dag að lækka leikskólagjöld um 30 prósent. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ um ákvörðunina segir að þessi ákvörðun sé tekin með hliðsjón af góðum rekstri bæjarsjóðs. Þar segir enn fremur að eftir þetta verði Kópavogur það stóru sveitarfélaganna þar sem verður ódýrast að búa fyrir barnafjölskyldur. Innlent 30.3.2006 17:31
Ekki tímabært að afnema verðtryggingu lána Stefna ber að því til lengri tíma litið að afnema verðtryggingu lána hér á landi en það er ekki hægt nú vegna þeirra sveiflna sem eru í þjóðfélaginu. Þetta sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra við utandagskrárumræðu um aukningu á skuldum þjóðarbúsins í dag. Innlent 30.3.2006 17:29
Greiði 34 milljónir hvor um sig Tveir menn voru í dag dæmdir fjögurra mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar og til greiðslu 34 milljóna króna hvor um sig í sekt til ríkissjóðs. Mennirnir voru fundnir sekir um að hafa ekki staðið skil á greiðslu vörsluskatta og opinberra gjalda þegar þeir stýrðu fyrirtækinu Merkingu. Innlent 30.3.2006 17:25
Dæmdur fyrir fjárdrátt Fyrrum framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Vestfirðinga var í dag dæmdur í Hæstarétti til eins árs fangelsisvistar fyrir að hafa dregið að sér samtals sautján milljónir króna úr sjóðum sambandsins. Níu mánuðir af tólf eru skilorðsbundnir. Innlent 30.3.2006 17:17
Samningur Ríkiskaupa við Shell og Esso framlengdur Ríkiskaup hafa ákveðið að framlengja samning sinn við Shell og ESSO um kaup á eldsneyti, olíu og öðrum rekstrarvörum fyrir ökutæki og vélar ríkisins. Að sögn Júlíusar Ólafssonar, forstjóra Ríkiskaupa, var sú ákvörðun tekin í gær, en um er að ræða seinna framlengingarár á samningi við olíufélaganna frá árinu 2003 sem gerður var eftir útboð. Innlent 30.3.2006 17:08
Þrjú ár fyrir árás með hafnaboltakylfu Hæstiréttur dæmdi Hákon Örn Atlason í dag til þriggja ára fangelsisvistar fyrir hættulega líkamsárás með hafnaboltakylfu, brot gegn valdstjórninni með því að hóta lögreglufulltrúa og fjölskyldu hans ofbeldi og lífláti og vörslu á 63 grömmum af hassi. Innlent 30.3.2006 16:56
Dæmdur fyrir nauðgun 22 ára gamall karlmaður var í dag dæmdur til eins árs fangelsisvistar fyrir kynferðisbrot gegn nítján ára stúlku. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn hefði notfært sér ölvun stúlkunnar og svefndrunga til að hafa við hana samræði eða önnur kynferðismök. Innlent 30.3.2006 16:24
Hafa ekki haft uppi á árásarmönnum Enn hefur ekkert skýrst um hverjir það voru sem numu karlmann á sjötugsaldri af heimili sínu í Garðinum fyrir rúmri viku. Lögregla hefur rætt við vitni sem sá bílinn en það hefur ekki dugað til að finna hina seku. Innlent 30.3.2006 15:49
Verða að afhenda skattstjóra upplýsingar Viðskiptabankarnir þrír verða að afhenda skattstjórum sundurliðaðar upplýsingar um öll viðskipti bankanna með hlutabréf og og þá sem viðskiptunum tengdust á árinu 2003. Innlent 30.3.2006 15:35
Samþykkt með þriggja atkvæða mun Félagsráðgjafar hjá Reykjavíkurborg samþykktu nýgerðan kjarasamning sinn við borgina með aðeins þriggja atkvæða meirihluta. 32 af 63 sem greiddu atkvæði um samninginn sögðu já við honum en rétt tæplega helmingur, 29, greiddu atkvæði gegn honum. Innlent 30.3.2006 15:10
Glitnir og Landsbankinn hækka vexti Bankastjórn Landsbankans hefur ákveðið að hækka vexti íbúðalána um 0,25 prósentustig og verða þeir nú 4,7 prósent. Ákvörðunin er tekin eftir að Seðlabankinn tilkynnti um 0,75 prósenta hækkun stýrivaxta í morgun. Innlent 30.3.2006 14:44
200 færri á biðlistum LSH Tvö hundruð færri eru á biðlista eftir skurðaðgerðum á Landspítalanum nú en á sama tíma í fyrra. Þá sýnir bráðabirgðauppgjör fyrir fyrstu tvo mánuði ársins að rekstur spítalans er í jafnvægi. Innlent 30.3.2006 14:05
Vilja að ríkið bjóði út eldsneyti Framkvæmdastjóri Atlantsolíu segir Ríkiskaup ekki vilja ræða við fyrirtækið um hugsanlegt útboð á eldsneytiskaupum fyrir ríkið. Hann segir undarlegt að ríkið vilji áfram eiga viðskipti við stóru olíufélögin í ljósi þess að ríkisstjórnin hafi ákveðið að leita réttar síns vegna meints ólöglegs samráðs þeirra. Innlent 30.3.2006 12:31
Ísland og ESB semja um tollalækkanir Tollar á ýmsar landbúnaðarvörur verða felldir niður í viðskiptum á milli Íslands og landa Evrópusambandsins (ESB) 1. janúar á næsta ári. Er búist við að samkomulag á milli Íslands og ESB leiði til lægra verðs á innfluttum á landbúnaðarafurðum um leið og það skapar ný sóknarfæri til útflutnings íslenskra landbúnaðarafurða. Viðskipti innlent 30.3.2006 12:38
Mikil viðskipti á skuldabréfamarkaði Viðskipti á skuldabréfamarkaði fóru hratt af stað við opnun markaðarins í morgun en alls hafa átt sér stað viðskipti fyrir rúma 6 milljarða króna um ellefuleytið í morgun. Viðskiptin voru komin í rúma 11 milljarða um klukkustund síðar. Viðskipti innlent 30.3.2006 12:04
Smáralind tapaði 101 milljón króna Smáralind ehf. tapaði 101 milljón króna á síðasta ári samanborið við 43 milljóna króna tap árið áður. Rekstarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) nam 684 milljónum króna en var 601 milljón árið 2004. Heildartekjur félagsins námu 1.259 milljónum króna og hækkuðu um tæp tíu prósent á milli ára. Viðskipti innlent 30.3.2006 11:51
Krónan styrktist Gengi krónunnar hækkaði nokkuð eftir 0,75 prósenta stýrivaxtahækkun Seðlabankans í morgun. Gengið hækkaði um rúmt prósent skömmu eftir hækkun bankans en hefur sveiflast nokkuð og styrktist um rúm 1,8 prósent þegar mest lét. Viðskipti innlent 30.3.2006 11:40
Aðeins minni síldarkvóti í ár Sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að hlutdeild íslenskra skipa í veiðum á norsk-íslensku síldinni verði 154 þús. tonn í ár. Það er lítil breyting frá árinu 2005, eða lækkun um 2,5 prósent. Til samanburðar var kvótinn árið 2004 128 þús. tonn. Viðskipti innlent 30.3.2006 11:18
Ný tónlistarhátíð - Rite of Spring Ný tónlistarhátíð, Rite of Spring, verður haldin á NASA síðustu helgina í apríl. Vefsíða hátíðarinnar hefur nú opnað á www.riteofspring.is. Mr. Destiny hefur allan veg og vanda af skipulagningu hátíðarinnar en fyrirtækið skipuleggur einnig Icelandic Airwaves, stærstu tónlistarhátíð Íslands. Lífið 30.3.2006 09:45
Stýrivextir hækkaðir um 75 punkta Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka stýrivexti um 75 punkta frá og með 4. apríl. Eftir hækkun verða stýrivextir bankans 11,5 prósent. Aðrir vextir bankans verða einnig hækkaðir um 0,75 prósentustig frá 1. apríl. Innlent 30.3.2006 09:03
Varnarmál rædd í sumarskóla Háskóla Íslands Áhrif breytinga í varnarmálum á Ísland og önnur smáríki í Evrópu er meðal þess sem rætt verður í sumarskóla Smáríkjaseturs Háskóla Íslands, sem hefur nú hlotið styrk frá Evrópusambandinu. Nokkrir helstu fræðimenn á sviði Evrópufræða og smáríkjarannsókna miðla þar þekkingu sinni til íslenskra og erlendra nema. Innlent 30.3.2006 00:04