
Innlent

DeCode í nýjum lægðum
Gengi hlutabréfa í DeCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, féll enn á ný í dag, í þetta sinn um heil sextán prósent, á afar svörtum degi í bandarískum fjármálalífi.

Krónan aldrei veikari
Gengi krónunnar hefur fallið um tæp tvö prósent í dag og hefur hún aldrei nokkru sinni verið veikari.

Enn sekkur Eimskip
Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu hefur fallið um 6,7 prósent í dag og hljóðar nú verðmiðinn á bréf félagsins upp á 5,66 krónur á hlut. Bréfin hafa fallið um 35 prósent í vikunni.

Century Aluminum hækkar mest í byrjun dags
Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi álversins á Grundartanga, rauk upp um 8,5 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni. Á eftir fylgir gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum, sem fór upp um 5,95 prósent, og Spron, sem stökk upp um 3,33 prósent.

Krónan næsta óbreytt
Gengi íslensku krónunnar hefur veikst um 0,09 prósent í morgun og stendur gengisvísitalan í 171,5 stigum. Vísitalan endaði í 171,7 stigum í gær og hafði krónan aldrei verið veikari.

Krónan veiktist minna en aðrar hávaxtamyntir
„Mjög mikið rót hefur verið á fjármálamörkuðum. Gengi annarra hávaxtamynta hefur sömuleiðis lækkað mikið í gær og í dag, jafnvel ívið meira en krónan,“ segir Hjördís Vilhjálmsdóttir, hagfræðingur hjá Greiningu Glitnis.

Atlantic Petroleum féll um rúm átta prósent
Gengi hlutabréfa í Atlantic Petroleum féll um 8,5 prósent í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgdu Exista, sem fór niður um 7,1 prósent og Century Aluminum, móðurfélag álversins á Grundartanga, sem féll um 6,78 prósent.

Bakkavör lækkar mest í byrjun dags
Gengi hlutabréfa í Bakkavör féll um 2,5 prósent þegar viðskiptadagurinn rann upp í Kauphöllinni í dag. Þetta er mesta lækkun dagsins. Á eftir fylgdu Straumur, sem fór niður um 1,59 prósent, Eimskipafélagið sem lækkaði um 1,42 prósent og Glitnir sem lækkaði um 1,18 prósent. Þá lækkaði gengi bréfa í Kaupþingi um 1,17 prósent og í Existu um 1,1 prósent.

Gengisvísitala krónunnar í nýjum hæðum
Gengi íslensku krónunnar hefur lækkað um rétt rúmt prósent í dag og stendur gengisvísitalan í 171,1 stigum. Vísitalan hefur aldrei verið hærri.

Eimskipafélagið leiddi lækkun dagsins
Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu hafði fallið um 21 prósent þegar viðskiptadeginum lauk í Kauphöllinni lauk í dag. Þetta er mesta fall dagsins. Þá féll gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu 8,44 prósent og í löndum þeirra, Eik banka, um 6,86 prósent.

Gengi DeCode aldrei lægra
Gengi hlutabréfa í DeCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, hefur fallið um 20 prósent í þeim ólgusjó sem riðið hefur yfir bandaríska hlutabréfamarkaði í dag og situr nú í 68 sentum á hlut. Það hefur aldrei verið lægra.

Úrvalsvísitalan fallin um 39 prósent frá áramótum
Úrvalsvísitalan hefur fallið um rúm 39 prósent frá áramótum og hefur ekki verið lægri síðan um miðjan mars 2005. Þetta merkir að tveggja og hálfs árs gengishækkun er horfin úr Kauphöllinni.

Fallhraðinn jókst í Kauphöllinni
Fall hlutabréfa í Kauphöllinni jókst verulega þegar nær dró hádegi í dag. Gengi bréfa í Eimskipafélaginu hefur fallið um 18,75 prósent, Spron um 6,54 prósent, Exista um 5,23 prósent og gengi bréfa í Atlantic Petroleum um 5,2 prósent.

Krónan rýfur 170 stiga múrinn
Gengi krónunnar hefur fallið um rétt tæp tvö prósent í dag og stendur gengisvísitalan í 170,9 stigum. Vísitalan náði síðast viðlíka hæðum seint í júní.

Eimskip fellur um 25 prósent
Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu féll um 25 prósent á fyrstu mínútunum í Kauphöllinni í dag. Hlutabréf í félaginu hefur fallið um rúm 58 prósent frá mánaðamótum.

Straumur leiðir lækkanahrinu í Kauphöllinni
Gengi hlutabréfa í Straumi-Burðarási féll um 3,87 prósent í upphafi viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag. Þetta er mesta fall dagsins í þeirri alþjóðlegu niðursveiflu sem hefur einkennt gengi fjármálafyrirtækja á hlutabréfamarkaði í dag.

Gengisvísitalan svífur við methæðir
Gengi krónunnar hefur lækkað um rétt rúm 1,3 prósent í dag og stendur gengisvísitalan í 169,8 stigum.

Íslenskar eignir falla á Norðurlöndunum
Verð hlutabréfa í Kaupþingi, sem skráð eru á markað í Nasdaq-OMX kauphöllina í Stokkhólmi í Svíþjóð, hefur fallið um fjögur prósent í dag. Þá hafa stórar eignir Kaupþings og Existu á Norðurlöndunum lækkað nokkuð í verði.

Bandaríkjadalur kominn úr níutíu kallinum
Gengi íslensku krónunnar styrktist um 0,36 prósent í dag og stendur gengisvísitalan í 167,4 stigum. Bandaríkjadalur kostar í enda dags 89,8 krónur og er þar með kominn úr 90 krónum sem hann hefur staðið í síðastliðna tvo daga.

Atorka hækkaði mest í dag
Gengi hlutabréfa í Atorku hækkaði um 4,37 prósent í dag og Century Aluminum, móðurfélags álversins á Grundartanga, um 4,25 prósent. Þetta er mesta hækkun dagsins í Kauphöllinni í dag. Þá hækkaði sömuleiðis gengi bréfa í Landsbankanum um 1,85 prósent.

Eimskip niður um 21 prósent
Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu féll um 21,18 prósent undir lok viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag og stendur í átta krónum á hlut. Þetta er mesta lækkun á gengi skráðra félaga.

Eimskipsbréf falla um fjórtán prósent
Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu hefur fallið um 14,38 prósent í dag og stendur gengi þess í 8,69 krónum á hlut.

Enn lækka bréf í Eimskipafélaginu
Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu féll um 5,42 prósent við upphaf viðskipta í Kauphöllinni í dag og bréf Straums um rétt rúm þrjú prósent. Bæði félögin tengjast ferðaskrifstofunni XL Leisure Group, sem hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta.

Viðsnúningur í Kauphöllinni
Gengi hlutabréfa í Atorku hækkað um 1,26 prósent í dag og er það mesta hækkun dagsins. Hlutabréf lækkuðu almennt fyrri hluta dags en tóku snúning undir lokin. Það er nokkuð í samræmi við þróunina á evrópskum hlutabréfamörkuðum í dag.

Hljóðfráar rússneskar kjarnorkusprengjuþotur við Ísland -myndband
Hljóðfráar rússneskar kjarnorkusprengjuflugvélar af gerðinni Tupolev 160 Blackjack hafa tvisvar flogið inn á íslenska varnarsvæðið að undanförnu, síðast í gær.

DeCode aftur komið í sentin
DeCode, móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar, lækkaði um 3,96 prósent á Nasdaq-markaðnum í Bandaríkjunum í dag og endaði í 97 sentum á hlut. Gengið hefur ekki verið lægra síðan 1. júlí síðastliðinn en þá maraði gengi bréfa í fyrirtækinu undir dalnum í tæpan mánuð.

Varla hægt að selja vinnuvélar án vitundar stjórnenda Mest
Lögmaður SP-Fjármögnunar segir erfitt að sjá hvernig stjórnendur Mest hafi komist hjá því að vita að verið var að selja vinnuvélar í eigu SP.

Eimskip hækkaði um 8,47 prósent
Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu hækkaði um 8,47 prósent þegar viðskiptadeginu lauk í Kauphöllinni. Þegar best lét hafði það farið upp um tæp 14 prósent. Á sama tíma hækkaði gengi bréfa í Century Aluminum, móðurfélagi álversins á Grundartanga, um 1,74 prósent, Marel fór upp um 0,7 prósent og Icelandair um 0,49 prósent.

Úrvalsvísitalan undir 4.000 stigin
Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,38 prósent nú fyrir skemmstu og fór í 3.996 stig. Þetta er í fyrsta sinn síðan seint í maí árið 2005 sem vísitalan fer undir 4.000 stigin.

Úrvalsvísitalan hangir við 4.000 stigin
Nokkur viðsnúningur varð á gengi banka og fjármálafyrirtækja í Kauphöllinni eftir hækkun í fyrstu viðskiptum. Í byrjun dags leiddi Eimskipafélagið nokkra hækkun. Nú er gengi skipaflutningafélagsins hins vegar eitt á uppleið á meðan gengi bankanna hefur lækkað.