Ákæruferli þingsins gegn Trump

Fréttamynd

Fundu engin merki um meint misferli sonar Biden í Úkraínu

Fyrrverandi saksóknari í Úkraínu segir að engar vísbendingar hafi komið fram um að sonur Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, hafi gert nokkuð saknæmt við endurskoðun á gömlum málsskjölum þar. Donald Trump Bandaríkjaforseti og repúblikanar hafa haldið því fram án sannana að Biden-feðgarnir hafi gerst sekir um spillingu í Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Pompeo sagður hafa látið ríkisstarfsmann ganga með hundinn og útrétta fyrir sig

Innri endurskoðandi bandaríska utanríkisráðuneytisins var byrjaður að kanna ásakanir um að Mike Pompeo, utanríkisráðherra, hafi látið pólitískt skipaðan starfsmann sinna persónulegum viðvikum eins og fara út að ganga með hundinn sinn, sækja föt í hreinsun og fleira þegar Donald Trump forseti rak endurskoðandann skyndilega á föstudag. Pompeo er sagður hafa hvatt Trump til að reka eftirlitsmanninn.

Erlent
Fréttamynd

Telur að Trump hafi rekið sig fyrir að sinna skyldu sinni

Innri endurskoðandi bandarísku leyniþjónustunnar sem vísaði kvörtun uppljóstrara um framferði Donalds Trump forseta gagnvart Úkraínu til Bandaríkjaþings segir erfitt að álykta ekki að Trump hafi rekið sig fyrir að sinna starfi sínu. Trump hefur ekki gefið neina aðra skýringu á brottrekstrinum en að endurskoðandinn njóti ekki lengur „fyllsta trausts“ hans.

Erlent
Fréttamynd

Trump rekur endurskoðanda sem lét þingið vita af kvörtun uppljóstrara

Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að reka eftirlitsaðilann sem lét Bandaríkjaþing vita af því að uppljóstrari innan leyniþjónustunnar hefði kvartað undan samskiptum Trump við forseta Úkraínu. Kvörtunin varð upphafið að atburðarás sem leiddi til þess að Trump var kærður fyrir embættisbrot.

Erlent
Fréttamynd

Setja aukinn kraft í rannsókn á Biden sem vegnar betur í forvalinu

Daginn eftir að Joe Biden var lýstur sigurvegari í forvali demókrata í Suður-Karólínu gaf þingmaður repúblikana sem stýrir heimavarnanefnd öldungadeildarinnar til kynna að hann ætlaði að gefa út stefnu um vitnisburð í rannsókn á ásökunum Trump forseta og bandamanna hans á hendur fyrrverandi varaforsetanum.

Erlent
Fréttamynd

Enn gustar um dómsmálaráðuneyti eftir stormasama viku

Fréttir bárust af nokkrum pólitískum eldfimum málum sem dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur rannsakað í gær í lok viku þar sem efast hefur verið um sjálfstæði ráðuneytisins gagnvart pólitískum þrýstingi Trump forseta.

Erlent
Fréttamynd

Fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins deilir á framferði Trump

John Kelly taldi sérfræðing þjóðaröryggisráðsins sem kvartaði undan símtali Trump við forseta Úkraínu aðeins hafa fylgt þjálfun sinni sem hermanns. Trump hefur kallað eftir því að herinn refsi honum fyrir að bera vitni gegn honum í rannsókn Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum.

Erlent
Fréttamynd

Hömlulausi forsetinn: Engin bönd halda Trump lengur

Í kjölfar þess að Trump var sýknaður af ákærum vegna meintra embættisbrota hefur hann farið hart fram gegn óvinum sínum, raunverulegum og ímynduðum. Þeir sem stóðu í hárinu á forsetanum til að byrja með hafa að miklu leyti yfirgefið sviðið og Repúblikanaflokkinn.

Erlent
Fréttamynd

Sondland einnig vikið úr starfi

Sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, Gordon Sondland, hefur verið tjáð að honum verði vikið úr embætti af Donald Trump, Bandaríkjaforseta.

Erlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.