Lög og regla

Fréttamynd

Eins árs fangelsi fyrir tvær líkamsárásir

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann í eins ár fangelsi fyrir tvær líkamsárásir í miðbæ Reykjavíkur haustið 2004. Hann var ákærður fyrir að hafa slegið mann í andlitið svo að hann féll og höfuð hans skall í gangstéttina og hann hlaut nokkur meiðsl og fyrir hafa slegið annan í andlitið með þeim afleiðingum að hann nefbrotnaði.

Innlent
Fréttamynd

Sex mánaða fangelsi fyrir að ráðast á lögregluþjón

Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í sex mánaða fangelsi, þar af þrjá skilorðsbundna, fyrir að ráðast á lögregluþjón. Lögreglan hafði komin manninum til hjálpar eftir að hann hafði ekið á skilti á umferðareyju og slasast á andliti.

Innlent
Fréttamynd

44,4 milljóna króna sekt fyrir skattsvik

Tveir forsvarsmenn byggingarfélags voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdir í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu tuttugu og tveggja komma tveggja milljóna hvor í sekt fyrir að standa ekki skil á virðisaukaskatti og opinberum gjöldum.

Innlent
Fréttamynd

Fimmtán mánaða fangelsi fyrir nauðgun

Hæstiréttur dæmdi í dag karlmann í fimmtán mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot. Hann var ákærður fyrir að hafa haft samræði við konu í samkvæmi á meðan hún gat ekki spyrnt á móti sökum ölvunar og svefndrunga.

Innlent
Fréttamynd

Samkeppniseftirlitið sýknað af kröfum Sjóvás

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Samkeppniseftirlitið af kröfum Sjóvás - Almennra vegna úrskurðar áfrýjunarnefndar samkeppnismála í tengslum við ólöglegt samráð stóru tryggingarfélaganna. Tuttugu og sjö milljóna króna sekt Sjóvás - Almennra stendur því óhreyfð.

Innlent
Fréttamynd

Bíllinn fundinn

Rauðum Subaru Legacy sem sagt var frá hér á Vísi fyrr í dag að hefði verið stolið af plani við NFS í Skaftahlíð er fundinn. Bílnum var stolið aðfaranótt sunnudags en athugull lesandi Vísis þekkti bílinn af mynd á vefnum og lét vita af honum. Þjófarnir höfðu ekki farið lengra en upp að Sjómannaskóla og skildu bílinn þar eftir, svo til óskemmdan.

Lífið
Fréttamynd

Tvö og hálft ár fyrir árás með felgulykli

Karlmaður var í gær dæmdur fyrir Hæstarétti í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás á fyrrverandi sambýliskonu sinni. Maðurinn sló konuna margsinnis í höfuðið með felgulykli en dómnum þótti ekki sannað að maðurinn hefði ætlað að bana konunni.

Innlent
Fréttamynd

Tvö fíkniefnamál í Kópavogi í nótt

Tvö fíkniefnamál komu upp í umdæmi lögreglunnar í Kópavogi í nótt. Lögregla stöðvaði bíl við reglubundið eftirlit og kom þá í ljós að ökumaður og farþegi höfðu fíkniefni í fórum sínum. Leitað var í tveimur húsum í kjölfarið og fannst þá meira fíkniefnum. Um var að ræða amfetamín, MDMA og kannabisefnis en ekki í miklu magni.

Innlent
Fréttamynd

Níu fíkniefnamál á sama skemmtistaðnum

Tólf minni háttar fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar í Reykjavík í gær og nótt, þar af níu þeirra á sama skemmtistaðnum. Í öllum tilvikum var um að ræða fólk sem var fíkniefni í fórum sínum og voru þau gerð upptæk og fólkinu sleppt að því loknu.

Innlent
Fréttamynd

Gripinn við innbrot í Síðumúla

Lögreglumenn gripu mann sem ætlaði að brjótast inn í hús við Síðumúla í Reykjavík í nótt og náðu skömmu síðar bíl sem átti að nota til undankomu. Ökumaður hans og þjófurinn voru handteknir og verða þeir yfirheyrðir nánar.

Innlent
Fréttamynd

Enn leitað að ræningja

Lögregla leitar enn að manni, sem rændi talsverðu af lyfjum úr apóteki við Smiðjuveg í Kópavogi undir hádegi í gær. Hann ógnaði starfsfólki með öxi en vann engum mein. Hann er talinn vera á fertugsaldri.

Innlent
Fréttamynd

Rændi lyfjum í apóteki vopnaður exi

Lögreglan í Kópavogi leitar manns sem ruddist inn í apótek Lyfs og heilsu við Smiðjuveg á ellefta tímanum í morgun og rændi þaðan lyfjum. Maðurinn kom inn í verslunina vopnaður exi og heimtaði lyf af starfsfólki sem hann fékk.

Innlent
Fréttamynd

Tveggja ára dómur fyrir fíkniefnabrot

Hæstiréttur dæmdi í dag karlmann í tveggja ára fangelsi fyrir að eiga og ætla að selja umtalsvert magn af fíkniefnum. Fíkniefnin fundust við leit á veitingastað í eigu mannsins en um var að ræða amfetamín í ýmsu formi.

Innlent
Fréttamynd

Ók niður ljósastaur og flýði af vettvangi

Lögreglan í Reykjavík hafði í nótt upp á ökumanni sem ekið hafði á ljósastaur á Kleppsvegi og stungið af. Maðurinn ók jeppa á staurinn með þeim afleiðingum að hann lagðist á hliðina og flýði svo af vettvangi á bílnum. Hann náðist hin svegar í Ártúnsbrekkunni og var færður á lögreglustöð ásamt farþega þar sem þeir gistu fangageymslur.

Innlent
Fréttamynd

Bílveltur á Mýrum og Hrútafjarðarhálsi

Tvennt var flutt á slysadeild á Akranesi eftir að bíll valt á Snæfellsnesvegi á Mýrum skammt frá bænum Álftá í morgun. Alls voru þrír bílnum og er talið að ökumaður hafi misst stjórn á honum með þeim afleiðingum að hann fór tvær eða þrjár veltur. Fólkið mun ekki vera mikið slasað. Þá valt bíll við þjóðveg eitt á Hrútafjarðarhálsi í nótt eftir að ökumaður hafði ekið honum út af.

Innlent
Fréttamynd

Lagðist til sunds við Gróttu í nótt

Slökkviliði þurfti ekki aðeins að sinna fjölmörgum brunaútköllum í gærkvöld og nótt því um eittleytið barst tilkynning um mann sem lagst hafði til sunds úti við Gróttu á Seltjarnarnesi. Bátur var sendur á vettvang og það var kafari á vegum slökkviliðsins sem náði manninum úr sjónum.

Innlent
Fréttamynd

Þrír handteknir vegna hnífsstungu í Hafnarfirði

Unglingur var stunginn með hnífi nú undir morgun í Hafnarfirði og var hann fluttur á slysadeild en hann liggur nú á Barnaspítala Hringsins. Að sögn lögreglunnar er rannsókn málsins á viðkvæmu stigi en þrír hafa verið handteknir í tenglsum við verknaðinn.

Innlent
Fréttamynd

Gripinn eftir hraðakstur gegnum borgina og upp í Hvalfjörð

Lögreglan í Reykjavík handtók í dag ökumann bíls eftir eftirför sem hófst á Miklubrautinni en endaði uppi í Hvalfirði. Lögregla mældi bílinn á 140 kílómetra hraða á leið austur Miklubraut um hádegi í dag en þar sem lögregla þurfti að snúa sínum bíl við missti hún sjónar af bílnum.

Innlent
Fréttamynd

Á 191 kílómetra hraða á Reykjanesbraut

Lögreglan í Keflavík veitt bíl eftirför í nótt sem mældist á 191 kílómetra hraða á klukkustund á leið vestur Reykjanesbraut. Ökumaður sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu og reyndi að komast undan með því að slökkva öll ljós á bílnum.

Innlent
Fréttamynd

Leituðu aðstoðar vegna hundsbits

Fjögur ungmenni þurftu að leita á slysadeild á Akureyri eftir að hundur hafði bitið þau í nótt. Ungmennin voru að fagna próflokum í Kjarnaskógi þegar einn af góðkunningjum lögreglunnar fyrir norðan kom á staðinn með hund sinn. Hundurinn var svo skilinn eftir í vörslu annars fólks sem á endanum leiddi til þess að hann beit fjóra.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í gámi og brettum við Grandagarð í nótt

Töluverðan reyk lagði yfir Reykjavíkurhöfn þegar eldur kom upp í gámi við Grandagarð 16-18 um klukkan eitt í nótt. Slökkvilið kom á vettvang og þá hafði eldurinn læst sig í nærliggjandi trébretti og var farinn að teygja sig í upp í glugga í nærliggjandi húsi og að tunnum með þynni. Kæla þurfti tunnurnar og lauk slökkvistarfi um tvöleytið. Eldsupptök eru ókunn en rannsókn stendur yfir.

Innlent
Fréttamynd

ÖBÍ segir úrskurð stórsigur þrátt fyrir frávísun aðalkröfu

Öryrkjabandalagið segir að úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur vegna samkomulags við öryrkja fyrir þremur árum sé stórsigur fyrir bandalagið. Dómurinn vísar frá aðalkröfu öryrkja en samþykkir varakröfuna, um að dómurinn muni úrskurða um greiðsluskyldu stjórnvalda vegna samkomulagsins.

Innlent
Fréttamynd

Talsverður erill hjá lögreglu vegna ölvunar

Talsverður erill var hjá lögreglunni í Reykjavík í gærkvöldi og í nótt vegna ölvunar fólks vítt og breytt um borgina. Hins vegar var rólegt á ölstofunum í miðborginni. Lögregla varð að taka nokkra ólátaseggi úr umferð og gista þeir nú fangageymslur.

Innlent
Fréttamynd

Fjórfalt fleiri teknir við hraðakstur

Meira en fjórfalt fleiri ökumenn hafa verið teknir fyrir of hraðan akstur á Akureyri það sem af er ársins en á sama tímabili í fyrra. Í fyrra voru 159 ökumenn teknir fyrir hraðakstur fyrstu 130 daga ársins eða rúmlega einn á dag. Í ár hafa 668 verið ákærðir fyrir hraðakstur eða rúmlega fimm á dag.

Innlent
Fréttamynd

Dómarinn þarf ekki að víkja

Hæstiréttur hafnaði rétt í þessu beiðni Jóns Geralds Sullenbergers um að dómari í máli hans og þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar viki frá málinu.

Innlent
Fréttamynd

Rispuðu tíu bíla

Tveir ungir dregnir ollu skemmdum á tíu bílum á leið sinni heim úr skóla á Akranesi síðasta fimmtudag. Þeim kom í hug að taka upp stein og rispa þá bíla sem þeir gengu framhjá.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur fyrir líkamsárás

Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi karlmann í dag til fjögurra mánaða fangelsisvistar fyrir líkamsárás. Hann var hins vegar sýknaður af annarri ákæru um líkamsárás þar sem hún þótti ekki sönnuð.

Innlent
Fréttamynd

Komu að þjófum heima hjá sér

Styggð kom að þjófum sem voru að athafna sig í einbýlishúsi á Akureyri í gærkvöldi þegar íbúarnir komu óvænt heim. Þjófarnir forðuðu sér í ofvæni út um bakdyr og náðu ekki að nema neitt á brott með sér en þeir voru búnir að safna saman og stafla upp ýmsum verðmætum sem þeir hafa ætlað að stela.

Innlent
Fréttamynd

Slökkviliðið kallað þrettán sinnum út vegna sinuelda

Slökkviliðið í Reykjavík var kallað þrettán sinnum út í gær vegna sinuelda, einkum í Elliðaárdal en ekki hlaust þó umtalsvert tjón af svo vitað sé. Ljóst er að í mörgum tilvikanna hefur viljandi verið kveikt í en enginn hefur verið handtekinn vegna þess.

Innlent