Ed Sheeran á Íslandi

Röðin inn á tónleika Ed Sheeran náði að Glæsibæ
Röðin inn á tónleika breska tónlistarmannsins Ed Sheeran teygir sig frá Laugardalsvelli og alla leið út að Glæsibæ, og jafnvel lengra, eða vel rúman kílómetra.

Ekki skylda að mæta í röðina við Laugardalshöll
Snemm-innritun er aðeins hugsuð fyrir stóra hópa sem ætla ekk inn á tónleika Eds Sheeran á sama tíma en keyptu miða saman. Armbandið sem fæst við innritun er ekki nauðsynlegt til þess að komast á tónleikana. Miði er nóg.

Mikil röð fyrir utan Laugardalsvöll vegna Ed Sheeran tónleikanna
Tónleikar Ed Sheeran verða vel sóttir í kvöld en búast má við hátt í 30 þúsund gestum á tónleikasvæðinu.

Ed Sheeran: Söngelskur tómatsósuunnandi og hjartaknúsari af guðs náð
Hinn enski Ed Sheeran mun troða upp fyrir troðfullum Laugardalsvelli í kvöld. Hann elskar tómatsósu, hefur leikið í Game of Thrones og virkar eins og fínasti náungi.

Vinsældir Ed Sheeran megi rekja til þess hve vingjarnlegur hann er
Uppselt er á fyrri tónleika Ed Sheeran sem fara fram í kvöld, en tónleikarnir eru sagðir þeir stærstu í Íslandssögunni

Hver mínúta með Ed Sheeran dásamleg
Hafrún Ósk Sigurhansdóttir varð heldur betur undrandi þegar hún tók upp jólagjöf frá eiginmanninum 2017. Þar leyndist ferð til Dyflinnar á tónleika með stórstjörnunni Ed Sheeran. Í kvöld fær hún að upplifa þá aftur.


Tónleikagestir fá frítt í Strætó
Tónleikagestir á stórtónleikum enska söngvarans Eds Sheeran, sem fram fara á Laugardalsvelli næstkomandi laugardags- og sunnudagskvöld, fá frítt í strætó á höfuðborgarsvæðinu um helgina.

Sheeran kominn til landsins og ætlar að vera sem lengst
Enn er unnið að því að setja upp ljósabúnað og skjái fyrir tónleika Eds Sheeran sem fara fram um helgina. Búist er við um 50.000 gestum.

Þegar Ed Sheeran var síðast á landinu: Steikarsamloka, Bláa Lónið og bráðinn Timberland skór
Enski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran mun eftir örfáa daga halda tvenna tónleika á Laugardalsvelli. Hann hefur áður komið til landsins.

Tónleikarnir opna á að aðrar stórstjörnur komi hingað til lands
Takmarkanir verða settar á umferð í kringum Laugardal þegar tónleikastjarnan Ed Sheeran stígur á svið á Laugardalsvelli á laugardag og sunnudag.

Lyftir tónleikahaldi hér á næsta stig
Tónleikar Eds Sheeran, stærstu stjörnu heims, verða þeir langstærstu sem hafa verið haldnir á Íslandi. Koma hans hefur átt sér langan aðdraganda og hann mætir með yfir 1.500 tonn af búnaði.

Spáir þurru og mildu veðri þegar Ed Sheeran stígur á svið
Lítið annað en norðan átt í kortunum fram í næstu viku.

Annað höfðatöluheimsmet slegið á Ed Sheeran tónleikum
Þetta er bara alveg nýtt [stig] fyrir íslenskt tónleikahald og íslenska bransann en þetta gengur allt mjög vel, segir Ísleifur B. Þórhallsson, tónleikahaldari hjá Senu Live.

Ed Sheeran hélt fjölsóttustu tónleika Finnlands
Breski söngvarinn Ed Sheeran, sem væntanlegur er til landsins í ágústmánuði þar sem hann mun leika á tvennum tónleikum á Laugardalsvelli hefur nú nýlokið við tveggja tónleika syrpu í Helsinki, höfuðborg Finnlands.

Heimaleiknum gegn Sviss flýtt vegna tónleika Ed Sheeran
Leikur Íslands og Sviss í Laugardalshöllinni í forkeppni EM 2021 fer fram sama dag og fyrri tónleikar Eds Sheeran á Laugardalsvelli.

Stjörnum prýdd plata Ed Sheeran komin út
Enski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran, sem væntanlegur er til Íslands í ágúst þar sem hann mun spila á tvennum tónleikum á Laugardalsvelli, gaf í dag út sína fjórðu plötu, No. 6. Collaborations Project.

Ed Sheeran-búð opnar í Kringlunni
Þann 18. júlí næstkomandi mun Sena Live opna Ed Sheeran-búð í Kringlunni. Búðin opnar í tilefni tveggja stórtónleika söngvarans sem fara fram 10. og 11. ágúst á Laugardalsvelli.

Ed Sheeran valdi Glowie til að hita upp
Sara Pétursdóttir, betur þekkt sem Glowie, mun hita upp fyrir Ed Sheeran 10. og 11. ágúst á Laugardalsvellinum en þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu Live.

Ed Sheeran tekur tvær heimsfrægar stjörnur með sér á Laugardalsvöllinn
Tvær stjörnur slást í hópinn með Ed Sheeran á Laugardalsvellinum í sumar.