Íþróttir

Áfrýjar rauða spjaldinu á Ronaldo
Manchester United hefur ákveðið að áfrýja rauða spjaldinu sem miðjumaðurinn Cristiano Ronaldo fékk að líta í grannaslag Manchester United og Manchester City á laugardaginn. Ronaldo fékk beint rautt spjald fyrir tæklingu á Andy Cole um miðjan síðari hálfleikinn og vill félagið meina að brottvísunin hafi verið óréttmæt.

Stærsta áfallið á ferli hans
Aðstoðarmaður Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfara Englendinga í knattspyrnu, segir að gildran sem blaðamenn News of the World leiddu hann í um helgina sé stærsta áfall sem hann hafi orðið fyrir á ferli sínum sem þjálfari, en tekur fram að Eriksson sé 100% einbeittur í starfi sínu sem landsliðsþjálfari og muni ekki segja af sér.

Henman tapaði aftur fyrir Trusunov
Breski tenniskappinn Tim Henman féll úr keppni í fyrstu umferð opna ástralska meistaramótsins í tennis. Henman tapaði fyrir Rússanum Dmitri Tursanov 7-5, 3-6, 4-6 og 5-7, en Tursanov sló Henman einmitt úr keppni á Wimbledon-mótinu á síðasta ári.

Toronto stöðvaði sigurgöngu New York
Lið Toronto Raptors stöðvaði í nótt sex leikja sigurgöngu New York Knicks með 129-103 sigri á heimavelli sínum í Kanada. New York var fyrir leikinn eina taplausa liðið í NBA á árinu, en 31 stig frá Jalen Rose áttu stóran þátt í þessum sigri, sem jafnframt bauð upp á mesta stigaskor í sögu Toronto liðsins. Eddy Curry skoraði 20 stig fyrir New York og Stephon Marbury var með 18 stig og 13 stoðsendingar.

Venus Williams tapaði óvænt
Bandaríska tenniskonan Venus Williams féll mjög óvænt úr keppni á opna ástralska meistaramótinu í tennis í nótt, þegar hún tapaði fyrir búlgörsku stúlkunni Tszvetlönu Pironkovu á opnunardegi mótsins, en hún er aðeins 18 ára gömul og er í 94. sæti styrkleikalista alþjóða tennissambandsins. Pironkova sigraði 2-6, 6-0 og 9-7.

Southampton neitar tilboði Arsenal
Southampton hefur neitað tilboði upp á rúmlega tólf milljónir punda í hinn kornunga Theo Walcott. Að sögn forráðamanna Southampton eru Chelsea að undirbúa enn stærra boð í framherjann efnilega.

Sigraði á opna Sony-mótinu
David Toms sigraði örugglega á Opna Sony-mótinu á Sunnudag sem haldið var á Hawaí. Var hann vel a sigrinum kominn þar sem hann fór síðasta hringinn á einungis 59 höggum.

Mourinho sættir sig við rauða spjaldið
Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea hafði ekki yfir miklu að kvarta eftir 2-1 útisigur sinna manna gegn botnliði Sunderland í dag sunnudag. Hann segir dómarann hafa gert rétt þegar hann vísaði Arjen Robben af velli fyrir að fagna sigurmarki sínu með áhorfendum en sá hollenski stökk yfir auglýsingaskilti og henti sér í áhorfendaskarann.

Roma lagði AC Milan
Brasilíski kantmaðurinn Alessandro Mancini tryggði Roma óvæntan 1-0 sigur á AC Milan í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Sigurmarkið kom á 81. mínútu þvert gegn gangi leiksins en Milan liðið var mun betri aðilinn í leiknum en fóru illa með fjöldamörg færi sín.

Zidane með þrennu fyrir Real Madrid
Real Madrid lyfti sér upp í 4. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld þegar liðið sigraði Sevilla 4-2. Zinedine Zidane var sjóðheitur og skoraði þrennu fyrir Madridarliðið sem var mun betri aðilinn í leiknum.

17. sigur Barcelona í röð
Óvænt úrslit urðu í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þegar botnlið Alaves vann 2-0 útisigur á Deportivo Coruna. Þetta var fyrsti leikur Alaves undir stjórn nýja knattspyrnustjórans Juan Carlos Oliva. Barcelona vann 17. leik sinn í röð í öllum keppnum talið þegar Katalóníurisinn vann 2-1 sigur á Athletic Bilbao á Nou Camp í kvöld.
Ungverjar lögðu Þjóðverja
Ungverjar sem verða í riðli með Íslandi á Evrópumótinu í handbolta í lok mánaðarins, unnu Þjóðverja í dag, 34-30 á fjögurra þjóða móti í Króatíu í dag. Slóvenar og Króatar leika til úrslita í kvöld.

Chelsea í 61 stig
Chelsea heldur áfram magnaðri sigurgöngu sinni í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og vann sigur á botnliði Sunderland nú síðdegis, 1-2 á útivelli. Eiður Smári Guðjohnsen lék allan leikinn í liði Chelsea en þetta var han 250. leikur fyrir félagið.

Juventus slær 56 ára stigamet
Alessandro Del Piero skoraði sigurmark Juventus sem vann Reggina, 1-0 í ítalska fótboltanum í dag en með sigrinum sló liðið 56 ára gamalt stigamet nú þegar deildin er hálfnuð. Juve er með 52 stig, tíu stiga forskot á Inter Milan sem lagði Cagliari 3-2 með tveimur mörkum frá brasilíska sóknarmanninum Adriano.

Jafntefli gegn Noregi
Ísland og Noregur skildu jöfn nú síðdegis, 32-32 í úrslitaleik á æfingamótinu í handbolta sem fram fór í Noregi. Ísland var yfir þegar örfáar sekúndur voru eftir af leiknum en manni færri eftir að Sigfús Sigurðsson var rekinn út af þegar hálf mínúta var eftir.

Bætti 16 ára gamalt met
Sveinn Elías Elíasson úr Fjölni bætti í gær 16 ára gamalt Íslandsmet í 200 metra hlaupi karla á Reykjavíkurleikunum sem fram fóru í Laugardalshöllinni. Sveinn hljóp á 22,15 sekúndum og bætti met Gunnars Guðmundssonar frá árinu 1990 um 0.2 sekúndur.
Jafnt í hálfleik gegn Norðmönnum
Jafnt er í hálfleik, 19-19, í úrslitaviðureign Íslands og Noregs á þriggja þjóða æfingamótinu í handbolat karla í Noregi. Guðjón Valur Sigurðsson er markahæstur Íslands en hann hefur skorað 8 mörk í fyrri hálfleik og Sigfús Sigurðsson þrjú.

Eiður í byrjunarliðinu
Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Chelsea sem mætir Sunderland á útivelli í ensku úrvalsdeildinni nú kl. 16. Leikurinn í dag markar tímamót fyrir Eið en þetta er 250. leikur hans fyrir félagið.

W.B.A. upp í 16. sætið
WBA vann mikilvægan sigur á Wigan á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag, 1-0 og lyfti sér upp í 16. sæti deildarinnar. Martin Albrechtsen skoraði sigurmarkið á 56. mínútu og var sigurinn einkar frækinn þar sem gestirnir léku manni færri frá 43. mínútu þegar Darren Moore fékk að líta rauða spjaldið.

Frakki fór með sigur af hólmi
Frakkinn Luc Alphand fór með sigur af hólmi í París-Dakar-rallýinu sem lauk í Senegal í morgun. Alphand ók á Mitsubishi Prototype og var forysta hans 17.53 mínútur á Suður-Afríkumanninn Giniel de Villiers og Tina Thörner frá Svíþjóð sem urðu í 2. sæti en þau óku á Volkswagen Touareg.

Dómarinn leggur okkur í einelti
Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Bolton stendur í þeirri meiningu að Mike Riley dómari leggi leikmenn sína í einelti á knattspyrnuvellinum. Hann fékk enn eina ferðina að á ósanngjarnri dómagæslu hans í gærkvöldi að eigin mati. Bolton náði þá stigi á útivelli gegn Blackburn í markalausum leik liðanna þar sem lið Bolton lék manni færri í um klukkutíma.

James með 46 stig í tapleik Cleveland
Hinn tvítugi LeBron James skoraði 46 stig fyrir Cleveland Caveliers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en þrátt fyrir það tapaði Cleveland fyrir Phoenix, 115-106. Þá skoraði Kobe Bryant 38 stig fyrir Los Angeles Lakers sem unnu Golden State Warriors 110-104.


Rooney og Ferguson misstu stjórn á sér
Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United og sóknarmaður liðsins, Wayne Rooney misstu stjórn á skapi sínu í hálfleik í 3-1 tapleiknum gegn Man City í ensku úrvalsdeildinni í dag. Tvímenningarnir helltu úr skálum reiði sinnar á leið til búningsherbergja yfir dómarann Steve Bennett sem átti slæman dag með flautuna.

Sjö marka sigur Arsenal
iverpool vann 1-0 sigur á Tottenham í ensku úrvalseildinni í knattspyrnu nú síðdegis og saxaði á forskot Man Utd niður í eitt stig. Arsenal var þó í aðalhlutverki á Englandi í dag en liðið tók Middlesborough í bakaríið, 7-0 þar sem Thierry Henry skoraði þrennu. Heiðar Helguson lék allan leikinn með Fulham sem lagði Newcastle 1-0, sömuleiðis Hermann Hreiðarsson í liði Charlton sem lagði Birmingham 2-0.
Enn eitt banaslysið
Banaslys einkenna París-Dakar rallýið sem lýkur á morgun en í dag lést 12 ára drengur sem varð fyrir aðstoðarbíl. Atvikið átti sér stað á milli senegölsku borganna Tambacounda og Dakar á fjórtándu sérleiðinni en bíllinn ók eftir sérstökum vegi fyrir aðstoðarökutæki.

19 ára miðjumaður til Arsenal
Arsenal hefur fest kaup á 19 ára gömlum frönskum miðjumanni, Vasiriki Abou Diaby fyrir að talið er vera um 2 milljónir punda. Diaby var fyrirliði U19 ára landsliðs Frakka sem varð Evrópumeistari síðasta sumar en hann kemur úr yngri flokkum franska liðsins Auxerre.

Aðeins tveir Íslendingar með í dag
Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson eru báðir í byrjunarliði Reading sem nú leikur við Coventry í ensku 1. deildinni í knattspyrnu. Jóhannes Karl Guðjónsson er í leikbanni hjá Leicester sem er 0-1 yfir á útivelli gegn Sheffield Wednesday.

Eiður baunar á Sir Alex
Eiður Smári Guðjohnsen tekur upp hanskann fyrir knattspyrnustjórann sinn Jose Mourinho í viðtali við Sky Sports fréttavefinn í dag og segir stjóra sinn stórlega vanmetinn. Eiður pundar meðal annars á Alex Ferguson, stjóra Man Utd, sem einnig hefur spreðað ófáum milljónum en ekki í réttu leikmennina.

City lagði 10 manna lið Man Utd
Manchester City lagði granna sína í Man Utd 3-1 í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattpsyrnu í dag. Trevor Sinclair, Darius Vassel og Robbie Fowler skoruðu mörk heimamanna. Ruud van Nistelrooy skoraði mark gestanna þegar hann minnkaði muninn í 2-1.