Þingkosningar í Danmörku

Fréttamynd

Mette Frederiksen sögð hafa tekið kröftuga hægri beygju

Ný þriggja flokka ríkisstjórn Mette Frederiksen, leiðtoga jafnaðarmanna, tók við völdum í Danmörku í dag. Stjórnarskiptin þykja söguleg þar sem þetta er í fyrsta sinn í 44 ár sem Danir fá ríkisstjórn yfir miðjuna í samstarfi vinstri, miðju og hægri flokka.

Erlent
Fréttamynd

Løkke verður utan­ríkis­ráð­herra

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, kynnti ráðherrana í nýrri ríkisstjórn Jafnaðarmannaflokksins, hægriflokksins Venstre og miðjuflokksins Moderaterne í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Mette gengur á fund drottningar klukkan tíu

Mette Frederiksen, formaður danskra Jafnaðarmanna og forsætisráðherra, mun ganga á fund Margrétar Þórhildar Danadrottningar klukkan tíu að íslenskum tíma. Þar munu þær ræða niðurstöður þingkosninganna sem fram fóru í Danmörku í gær.

Erlent
Fréttamynd

Mette með pálmann í höndunum eftir sviptingar á ögur­stundu

Mette Frederiksen og Jafnaðarmannaflokkur hennar styrktu stöðu sína í þingkosningunum í Danmörku í kvöld. Afar mjótt var á munum og leit í fyrstu út fyrir að Moderaterne yrðu í lykilstöðu við myndun ríkisstjórnar. Nú er ljóst að Frederiksen getur myndað meirihlutastjórn með vinstri flokkum.

Erlent
Fréttamynd

Lars Løkke í lykil­­­stöðu

Lars Løkke Rasmussen, formaður Moderaterne, er í lykilstöðu við myndun nýrrar ríkisstjórnar í Danmörku. Jafnaðarmannaflokkurinn er enn langstærstur en hvorki vinstri- né hægriblokk munu takast að mynda ríkisstjórn án Moderaterne.

Erlent
Fréttamynd

Drottning veitir Mette sennilega umboð til myndunar nýrrar stjórnar

Formaður Norræna félagsins telur líklegt að Margrét önnur Danadrottning muni veita Mette Frederiksen forsætisráðherra fyrstri umboð til myndun nýrrar stjórnarað loknum þingkosningum í Danmörku í dag. Enda hafi leiðtogi nýs miðjuflokks opnað á samstarf við vinstriflokkana.

Erlent
Fréttamynd

Fær­eyingar kjósa nýja þing­menn sína á danska þinginu

Þingkosningar fara fram í Danmörku á morgun. Færeyingar munu þó kjósa um sína tvo fulltrúa á danska þinginu þegar í dag. Stjórnvöld í Færeyjum óskuðu eftir að kjósa sína fulltrúa á danska þinginu á öðrum degi en 1. nóvember þar sem um sé að ræða dag þar sem Færeyingar minnast látinna sjómanna.

Erlent
Fréttamynd

Boðaði ekki til þingkosninga

Danska þingið var sett í morgun eftir sumarhlé en fyrirfram bjuggust margir við að forsætisráðherrann Mette Frederiksen myndi nýta tækifærið í stefnuræðu sinni og boða til þingkosninga. Ekkert varð þó úr því.

Erlent
Fréttamynd

Lyga­sjúki þing­maðurinn skilur við eigin­mann sinn

Formaður danska Íhaldsflokksins, Søren Pape Poulsen, er að skilja við eiginmann sinn Josue Medina Vasquez. Poulsen hefur síðustu ár verið staðinn að ítrekuðum lygum um Vasquez og hét því nýlega að einungis segja sannleikann héðan í frá.

Erlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.