Smálán

Fréttamynd

Segja innheimtufélag smálánafyrirtækja hafa brotið lög

Úrskurðarnefnd lögmanna er sögð hafa komist að þeirri niðurstöðu að Almenn innheimta, sem starfað hefur fyrir smálánafyrirtæki, hafið brotið innheimtulög. Neytendasamtökin segja að engu að síður sé engin leið til þess að stöðva það sem þau telja ólöglega innheimtu smálána.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ofgreiddi hátt á þriðju milljón í vaxtakostnað til smálánafyrirtækja

Níu af hverjum tíu þeirra sem hafa leitað réttar síns hjá Neytendasamtökunum vegna okurvaxta hjá smálánafyrirtækjum eiga við geðræn vandamál að stríða, fíknivanda eða búa við fátækt. Formaður samtakanna segir dæmi um að fólk hafi greitt á þriðju milljón í ofgreiðslu vaxta til smálánafyrirtækja. Það kemur í ljós á næstu dögum hvort samtökin fara í hópmálsókn gegn fyrirtækjunum.

Innlent
Fréttamynd

Neytendasamtökin skera upp herör gegn smálánastarfsemi

Neytendasamtökin hafa sent inn umsögn um fyrirhugað frumvarp atvinnuvegaráðuneytisins um til breytingar á lögum til að taka á ólöglegri smálánastarfsemi. Formaður samtakanna segir þau hafa skorið upp herör gegn smálánastarfsemi undanfarið.

Innlent
Fréttamynd

VR fer í hart gegn smálánafyrirtækjum

Stjórn VR samþykkti í kvöld að fara í samstarf með Neytendasamtökunum til þess að berjast gegn smálánum og harkalegum innheimtuaðgerðum þeim tengdum. VR mun meðal annars leggja út fyrir kostnaði vegna lögfræðivinnu í tengslum við baráttu gegn ólögmætri innheimtu smálánafyrirtækja.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Neytendasamtökin krefjast tafarlauss endurútreiknings smálána

Í fréttatilkynningu frá Neytendasamtökunum er farið fram á að Almenn innheimta ehf. stöðvi innheimtu og láti umboðsmann skuldara fá öll nauðsynleg gögn og segja mjög hafa skort á upplýsingagjöf frá Almennri innheimtu efh. til lántakenda. Meira en helmingur þeirra sem leituðu til Umboðsmanns skuldara í fyrra höfðu tekið smálán.

Viðskipti innlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.