Krefjast lögbanns á smálánafyrirtæki Gísla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. september 2019 13:28 Gísli Kr. Björnsson lögmaður er eigandi Almennrar innheimtu. Hann er fyrrvernandi formaður Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Sjálfstæðisflokkurinn Neytendasamtökin hafa krafist þess að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu leggi lögbann við því að Almenn innheimta ehf. og Gísli Kr. Björnsson innheimti kröfur vegna ólögmætra smálána. Frá þessu er greint á vef samtakanna. Þar segir að Neytendasamtökin hafi orðið þess áskynja að svo virðist sem Almenn innheimta beiti ólöglegum aðferðum við innheimtu krafna. Þannig innheimti félagið kröfur sem beri mun hærri árlega hlutfallstölu kostnaðar (ÁHK) en lög heimili, haldi kerfisbundið lögbundnum upplýsingum frá lántökum, en auk þess sé innheimtukostnaður hærri en leyfilegt er. „Á þeim grunni og samkvæmt lögum um lögbann og dómsmál til að vernda heildarhagsmuni neytenda (141/2001) leggja samtökin fram lögbannsbeiðnina á hendur Almennri innheimtu ehf. og Gísla Kr. Björnssyni eiganda þess og stjórnanda,“ segir á vef Neytendasamtakanna. Þar sem félagið lúti ekki eftirliti Fjármálaeftirlitsins og Lögmannafélagið, eða úrskurðarnefnd þess, telji sig engin úrræði hafa, grípa Neytendasamtökin til þessa ráðs og sjá ekki annan kost í stöðunni en að óska eftir lögbanni. Neytendasamtökin segjast hafa að undanförnu hert mjög róðurinn gegn smálánafyrirtækjunum með dyggri aðstoð VR. Von sé á frekari aðgerðum gegn smálánafyrirtækjunum og þeim fyrirtækjum sem aðstoða þau við að viðhalda ólöglegri starfsemi gegn neytendum sem eiga erfitt með að bera hönd fyrir höfuð sér. Neytendur Smálán Tengdar fréttir „Neytendasamtökin telja fullreynt að höfða til samvisku Gísla Kr. Björnssonar“ Neytendasamtökin hafa fengið sig fullsödd af lögmanninum Gísla Kr. Björnssyni sökum fullyrðinga hans um framgöngu Almennrar innheimtu ehf., sem samtökin segja að standist ekki skoðun. 31. júlí 2019 11:35 Almenn innheimta með málið í skoðun Í yfirlýsingu Neytendasamtakanna segir að til félagsins streymi enn ábendingar og fyrirspurnir frá fólki sem tekið hafi smálán sem séu í innheimtu hjá Almennri innheimtu. 1. ágúst 2019 08:00 Munu fylgjast grannt með innheimtu smálána Umboðsmaður skuldara hefur langa reynslu af smálánum, í fyrra og árið á undan hefur meira en helmingur sem þangað leitar glímt við sligandi smálánaskuldir. 27. júlí 2019 07:30 Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Sjá meira
Neytendasamtökin hafa krafist þess að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu leggi lögbann við því að Almenn innheimta ehf. og Gísli Kr. Björnsson innheimti kröfur vegna ólögmætra smálána. Frá þessu er greint á vef samtakanna. Þar segir að Neytendasamtökin hafi orðið þess áskynja að svo virðist sem Almenn innheimta beiti ólöglegum aðferðum við innheimtu krafna. Þannig innheimti félagið kröfur sem beri mun hærri árlega hlutfallstölu kostnaðar (ÁHK) en lög heimili, haldi kerfisbundið lögbundnum upplýsingum frá lántökum, en auk þess sé innheimtukostnaður hærri en leyfilegt er. „Á þeim grunni og samkvæmt lögum um lögbann og dómsmál til að vernda heildarhagsmuni neytenda (141/2001) leggja samtökin fram lögbannsbeiðnina á hendur Almennri innheimtu ehf. og Gísla Kr. Björnssyni eiganda þess og stjórnanda,“ segir á vef Neytendasamtakanna. Þar sem félagið lúti ekki eftirliti Fjármálaeftirlitsins og Lögmannafélagið, eða úrskurðarnefnd þess, telji sig engin úrræði hafa, grípa Neytendasamtökin til þessa ráðs og sjá ekki annan kost í stöðunni en að óska eftir lögbanni. Neytendasamtökin segjast hafa að undanförnu hert mjög róðurinn gegn smálánafyrirtækjunum með dyggri aðstoð VR. Von sé á frekari aðgerðum gegn smálánafyrirtækjunum og þeim fyrirtækjum sem aðstoða þau við að viðhalda ólöglegri starfsemi gegn neytendum sem eiga erfitt með að bera hönd fyrir höfuð sér.
Neytendur Smálán Tengdar fréttir „Neytendasamtökin telja fullreynt að höfða til samvisku Gísla Kr. Björnssonar“ Neytendasamtökin hafa fengið sig fullsödd af lögmanninum Gísla Kr. Björnssyni sökum fullyrðinga hans um framgöngu Almennrar innheimtu ehf., sem samtökin segja að standist ekki skoðun. 31. júlí 2019 11:35 Almenn innheimta með málið í skoðun Í yfirlýsingu Neytendasamtakanna segir að til félagsins streymi enn ábendingar og fyrirspurnir frá fólki sem tekið hafi smálán sem séu í innheimtu hjá Almennri innheimtu. 1. ágúst 2019 08:00 Munu fylgjast grannt með innheimtu smálána Umboðsmaður skuldara hefur langa reynslu af smálánum, í fyrra og árið á undan hefur meira en helmingur sem þangað leitar glímt við sligandi smálánaskuldir. 27. júlí 2019 07:30 Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Sjá meira
„Neytendasamtökin telja fullreynt að höfða til samvisku Gísla Kr. Björnssonar“ Neytendasamtökin hafa fengið sig fullsödd af lögmanninum Gísla Kr. Björnssyni sökum fullyrðinga hans um framgöngu Almennrar innheimtu ehf., sem samtökin segja að standist ekki skoðun. 31. júlí 2019 11:35
Almenn innheimta með málið í skoðun Í yfirlýsingu Neytendasamtakanna segir að til félagsins streymi enn ábendingar og fyrirspurnir frá fólki sem tekið hafi smálán sem séu í innheimtu hjá Almennri innheimtu. 1. ágúst 2019 08:00
Munu fylgjast grannt með innheimtu smálána Umboðsmaður skuldara hefur langa reynslu af smálánum, í fyrra og árið á undan hefur meira en helmingur sem þangað leitar glímt við sligandi smálánaskuldir. 27. júlí 2019 07:30