Sundlaugar

Eitt sundkort í allar laugar landsins?
Á dögunum rakst ég á grein sem ber heitið „Mikilvægi þess að börnin fari oft í sund og jafnvel stundi sund í tómstundarstarfi.” eftir Guðmund Hafþórsson. Í grófum dráttum fjallar greinin um hversu mikilvæg og góð hreyfing sundið er. Þetta er hreyfing sem þú getur stundað alla ævina, hreyfing sem eykur liðleika og bætir líkamsstöðununa.

Sprengdu flugelda í gufubaðsaðstöðu sundlaugar í Kópavogi
Einhver eignaspjöll urðu í sundlaug í Kópavogi í nótt en búið var að sprengja flugelda í gufubaðsaðstöðu laugarinnar. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Ekki er ljóst í hvaða sundlaug flugeldasprengingarnar fóru fram.

Skúli ætlar að opna sjóböð í Hvammsvík
Athafnamaðurinn Skúli Mogensen stefnir á að snúa aftur í íslenska ferðaþjónustu með því að opna sjóböð í Hvammsvík í Hvalfirði.

Sundlaugagestir hlusti ekki eða „eru með derring“
Nokkur hópamyndun hefur verið í sundlaugum, þó svo að þær nýti aðeins 50 prósent hámarksgetu sinnar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 mátti til dæmis sjá að mun fleiri voru í heitum pottum Vesturbæjarlaugar en mega vera.

Hversu vel þekkir þú íslenskar sundlaugar?
Ljósmyndarinn Bragi Þór Jósefsson er dæmi um mann hefur nýtt tímann vel í öllum þessum samkomubönnum.

Lögmaður World Class gerir athugasemdir vegna „skrítinnar fréttar“ RÚV
Gestur Jónsson, lögmaður líkamsræktastöðva World Class, sendi fréttastofu Ríkisútvarpsins athugasemd í kjölfar fréttar sem sýnd var í kvöldfréttatíma gærkvöldsins. Hann segir fréttina vera skrítna, og telur jafnvel að hún sé röng.

Mikil aðsókn í sund og snjalllausnir í kortunum
Steinþór Einarsson, skrifstofustjóri íþróttamála hjá Reykjavíkurborg, segir að mikil aðsókn hafi verið í sundlaugar Reykjavíkur í morgun. Víða voru raðir þegar laugarnar opnuðu en þó sé aðsóknin ekki jafn mikil og hún var í byrjun maí þegar sundlaugar opnuðu eftir lokanir í fyrstu bylgju faraldursins.

Frumflutti nýtt jólalag á bakka Vesturbæjarlaugar
Lalli töframaður var með uppákomu á sundlaugarbakka Vesturbæjarlaugar í hádeginu. Í tilefni að opnun lauganna flutti hann fyrir sundlaugargesti lagið Jólasund af nýútkominni jólaplötu sinni, Gleðilega hátíð. Myndband af uppákomunni má finna hér neðar í fréttinni.

Líkamsræktarstöðvar „hááhættustaðir“ á meðan sundlaugarvatn drepur veiruna
Sóttvarnalæknir bendir á að líkamsræktarstöðvar séu víða flokkaðar sem „hááhættustaðir“ í Evrópu en smithætta í almenningssundlaugum sé talin „í meðallagi“. Engar vísbendingar séu heldur um að kórónuveiran geti smitast með vatni, auk þess sem sundlaugarvatn drepi hana.

Fagnaðarfundir pottverja þegar laugarnar opnuðu á ný
Miklir fagnaðarfundir urðu fyrir utan Laugardalslaugina um klukkan hálf sjö í morgun þegar fastagestir laugarinnar sneru aftur þar sem sundlaugum er nú heimilt að hafa opið á ný.

„Þetta eru ekki bara við sem erum svona leiðinlegir“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gerir engar athugasemdir við það að eigendur líkamsræktarstöðva íhugi að leita réttar síns vegna sóttvarnaaðgerða. Það sé réttur hvers manns að láta á það reyna telji hann sig hafa verið beittan misrétti. Hann segir að það séu ekki aðeins íslensk sóttvarnaryfirvöld sem meti áhættuna af því að halda líkamsræktarstöðvum opnum meiri en af því að hafa sundlaugar opnar, það geri alþjóðlegar stofnanir líka og við það sé stuðst.

Sjö sinnum fleiri smitast í líkamsræktarstöðvum en sundlaugum
Smitrakningarteymi almannavarna hefur rakið 36 bein Covid-19 smit til líkamsræktarstöðva. Heildarfjöldi afleiddra smita er 74. Þetta kemur fram í skriflegu svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu. Smit sem hafa verið rakin beint til sundlauga eru fimm talsins og afleidd smit tuttugu alls.

Engin miðnæturopnun í sundlaugunum í Reykjavík
Sundlaugar í Reykjavík verða opnaðar klukkan hálf sjö í fyrramálið. Þetta segir Steinþór Einarsson, skrifstofustjóri Íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkur.

Áfram tíu manna samkomubann en sundlaugar opnaðar
Samkomubann mun áfram miðast við tíu manns til 12. janúar með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Allar verslanir munu þó geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verða sundlaugar opnaðar.

Vilja sameina kosti útsýnis, gróðurs og heita vatnsins úr göngunum í nýjum baðstað
Nýr baðstaður í Eyjafirði er í undirbúningi og er stefnt að opnun hans snemma árs 2022, gangi áætlanir eftir.

Þórólfur gaf grænt ljós á sundlaugar og afreksíþróttir fyrir bakslagið
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði það til í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra þann 25. nóvember að á morgun, 2. desember, yrðu sund- og baðstaðir opnaðir að nýju með leyfi fyrir 50% af leyfilegum hámarksfjölda.

Braust inn í sundlaug, stundaði kynlíf og er stolt af því
Leikkonan og útvarpskonan Steiney Skúladóttir segist hafa brotist inn í sundlaug og stundað þar kynlíf í kórónuveirufaraldrinum. Þetta kemur fram í hlaðvarpinu Einhleyp, einmana og eirðarlaus sem þau Pálmi Freyr Hauksson stýra í Útvarpi 101.

Myndaði 100 útisundlaugar með drónanum sínum
Bragi Þór Jósefsson, ljósmyndari lauk nýlega við að mynda allar útisundlaugar landsins nema eina með drónanum sínum. Um eitt hundrað laugar eru að ræða.

Aðalheiður Ósk ráðin framkvæmdastjóri Vök
Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra Vök Baths og mun hún hefja störf í ársbyrjun 2021.

Greind smit ekki daglegt brauð þegar sund og rækt fengu grænt ljós
Á tímabilinu 4.-25. maí í vor greindust aðeins fimm einstaklingar með kórónuveiruna hér á landi samkvæmt tölfræðiupplýsingum á covid.is.