Húnaþing vestra

Einn alvarlega slasaður eftir bílveltu
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar sótti tvo slasaða norður í land eftir að útkall barst vegna bílveltu. Í tilkynningu frá lögreglu segir að annar þeirra sé alvarlega slasaður.

Krufðu fyrstu rispuhöfrungana sem fundist hafa við Íslandsstrendur
Tvo rispuhöfrunga rak á land við botn Hrútafjarðar um miðjan júlímánuð. Um er að ræða fyrstu höfrunga sinnar tegundar sem fundist hafa við Ísland. Þeir voru krufnir og verða beinagrindur þeirra varðveittar á Náttúrufræðistofnun.

Segir malbikun sveitavega snúast um lífsgæði og endingu á bílum
Átaks er þörf til að byggja upp sveitavegi landsins, að mati forseta sveitarstjórnar Húnabyggðar. Hann telur athugandi að slaka á kröfum um umferðarhraða ef það mætti verða til þess að malbik kæmist á fleiri kílómetra.

Notar mest kollótta hrúta á fengitímanum
Mikil spenna er í fjárhúsum landsins þessa dagana en ástæðan fyrir því er einföld, fengitíminn er að hefjast.

Borða svið til styrktar endurbyggingu „elstu vegasjoppu landsins“
Íbúar á Hvammstanga og nærsveitum munu koma saman til sérstakrar sviðamessu á laugardag þar sem ágóðinn mun renna til endurbyggingar á Norðurbraut, sem lýst hefur verið sem elstu vegasjoppu landsins.

Tekur við starfi framkvæmdastjóra SSNV
Katrín M. Guðjónsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.

Hvetur ráðherra til að bregðast við ófremdarástandi á Vatnsnesvegi
Umboðsmaður barna hefur sent innviðaráðherra bréf þar sem hún hvetur hann til að bregðast við ófremdarástandi á Vatnsnesvegi og setja fjármagn í uppbyggingu vegarins. Ástand vegarins valdi skólabörnum sem ferðist um veginn vanlíðan og kvíða og geti ógnað öryggi þeirra.

Samúðarkveðjur berast víða að til íbúa Blönduóss
Samúðarkveðjur hafa borist víða að til íbúa Blönduóss eftir voveiflega atburðinn sem átti sér stað þar í gærmorgun. Nú síðast sendi Guðni Th. Jóhannesson samúðarkveðju til íbúa en einnig hafa borist kveðjur frá Katrínu Jakobsdóttir forsætisáðherra og ýmsum sveitarfélögum.

UMFÍ tekur við rekstri Skólabúðanna að Reykjum
Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) mun taka við rekstri Skólabúðanna að Reykjum frá næsta skólaári. Um 3.200 nemendur í 7. bekk í grunnskóla heimsækja búðirnar ár hvert.

Rafmagnslaust í Húnaþingi vestra
Rafmagni sló út í Húnaþingi vestra rétt fyrir klukkan tvö í dag. Bilunin varði í um fimmtán mínútur og rafmagn er aftur komið á.

Færa sig frá Reykjum að Laugum í Sælingsdal
Fráfarandi rekstaraðilar skólabúðanna að Reykjum í Hrútafirði hafa samið við Dalabyggð um að taka ferðaþjónustuþorpið Laugar í Sælingsdal á kaupleigu. Þar ætla þeir að reka ferðaþjónustu frekar en skólabúðir.

Unnur Valborg ráðin sveitarstjóri í Húnaþingi vestra
Sveitarstjórn Húnaþings vestra hefur ráðið Unni Valborgu Hilmarsdóttur í starf sveitarstjóra til næstu fjögurra ára.

Brjálað að gera hjá glæsilegri prjónastofu á Hvammstanga
Ein glæsilegasta prjónastofa landsins er á Hvammstanga en þar er meira en nóg að gera við að framleiða vörur úr íslenskri ull. Teppi með íslenska fánanum rjúka út eins og heitar lummur.

Loksins lax á land í Blöndu
Eftir fréttir eða öllu heldur fréttaleysi af bökkum Blöndu er vonandi loksins að lifna yfir veiði í þessari mögnuðu á.

Fermingargjöfin sem ól af sér fyrsta atvinnumann Hvammstanga
Þær eru ófáar bílferðirnar, ofan á allar æfingarnar og meðfædda hæfileika, sem liggja að baki því að Hvammstangi eignaðist fulltrúa í ítölsku A-deildinni í fótbolta um helgina þegar Hilmir Rafn Mikaelsson steig þar sín fyrstu skref. Fermingargjöfin frá mömmu og pabba hjálpaði líka til.

Sjálfstæðisflokkur og Framsókn bættu við sig eftir endurtalningu
Endurtalningu atkvæða í sveitarstjórnarkosningunum í Húnaþingi vestra er lokið. Ráðist var í endurtalningu þar sem aðeins munaði tveimur atkvæðum á því að N-listi Nýs afls í Húnaþingi vestra hefði náð inn þriðja manni í sveitarstjórn, á kostnað þriðja manns B-lista Framsóknarflokks og annarra framfarasinna.

Endurtalið vegna tveggja atkvæða munar
Kjörstjórn Húnaþings vestra hefur fallist á beiðni N-listans um endurtalningu atkvæða eftir sveitarstjórnarkosningar um liðna helgi.

Meirihluti í Dalabyggð vill hefja sameiningarviðræður
Meirihluti íbúa í Dalabyggð vill hefja sameiningarviðræður. Flestir þeirra vilja sameinast Sameinuðu sveitarfélagi Helgafellssveitar og Stykkishólms og næst flestir Húnaþingi vestra.

Munaði tveimur atkvæðum á Framsókn og Nýju afli í Húnaþingi vestra
Listi Framsóknarflokksins og annarra framfarasinna hlaut flesta fulltrúa kjörna, eða þrjá, í kosningum til sveitarstjórnar í Húnaþingi vestra, í kosningunum á laugardag. Listar Nýs afls (N) og Sjálfstæðisflokksins (D) hlutu báðir tvo fulltrúa kjörna.

Telja frekari tækifæri til borana eftir heitu vatni
Jarðhiti til húsahitunar gæti enn verið vannýtt auðlind hérlendis, einkum í dreifbýlinu. Þannig segjast bændur á Ströndum sannfærðir um að þar finnist jarðhiti víða og hvetja til rannsókna og borana.