Grímsey

Þrjátíu milljónir til verslana í dreifbýli
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur staðfest tillögur sérstakrar valnefndar sem fela í sér að þrjátíu milljónum króna verði úthlutað til verslunar í dreifbýli fyrir árin 2022 og 2023. Samningar vegna styrkjanna verða undirritaðir á næstu dögum.

Akureyringar fundu vel fyrir skjálfta af stærðinni 4 í nótt
Klukkan 02.13 í nótt mældist skjálfti af stærðinni 4 um það bil 30 kílómetra austsuðaustur af Grímsey. Skjálftinn fannst vel á Akureyri, samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu.

Bíllinn hafnaði ofan í grýttri fjöru
Umferðarslys varð úti í Grímsey í gærkvöldi þegar bíll fór út af vegi við Grímseyjarhöfn. Bíllinn endaði ofan í grýttri fjöru en slæmt veður var á vettvangi.

Aflýsa óvissustigi vegna skjálftavirkni úti fyrir Norðurlandi
Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra hefur aflýst óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi.

Ekkert bendir til gosóróa við Grímsey
Hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands segir ekkert benda til að eldsumbrota sé að vænta við Grímsey. Mikil skjálftavirkni hefur verið á svæðinu undanfarna viku en að sögn hópstjórans er erfitt að fylgjast með gosóróa á svæðinu vegna takmarkana tækninnar.

Viðbragðsaðilar funduðu vegna yfirstandandi skjálftahrinu
Viðbragðsaðilar á Norðurlandi funduðu nú síðdegis með Veðurstofu Íslands vegna yfirstandandi skjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi en fleiri en tuttugu skjálftar sem mældust þrír eða stærri hafa riðið yfir frá miðnætti.

Skjálftavirkni eykst að nýju
Skjálftavirkni við Grímsey jókst að nýju við Grímsey í nótt eftir að hafa minnkað lítillega í gærdag. Stærsti skjálftinn í nótt mældist 4,2 að stærð.

Varðskipið Þór til taks við Grímsey
Varðskipið Þór kom að Grímsey um hádegisbil í dag og verður við eyjuna næstu daga. Öflug jarðskjálftahrina hefur riðið yfir í námunda við eyjuna síðan 8. september og var óvissustigi almannavarna lýst yfir á föstudaginn.

Þór verður Grímseyingum innan handar
Varðskipið Þór er á leið til Grímseyjar þar sem áhöfn hans verður til aðstoðar íbúum ef þess þarf. Óvissustig Almannavarna hefur verið sett á vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi.

Hundruð jarðskjálfta mælst síðan á miðnætti
Ríflega 730 jarðskjálftar hafa mælst í námunda við Grímsey síðan á miðnætti. Stærsti skjálftinn var 4,0 að stærð og mældist klukkan korter í þrjú í nótt. Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir.

Lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftanna
Lýst hefur verið yfir óvissustigi almannavarna vegna yfirstandandi kraftmikillar jarðskjálftahrinu í námunda við Grímsey. Ríkislögreglustjóri tekur þessa ákvörðun í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra.

Skjálfti rúmlega fjórir að stærð austur af Grímsey
Klukkan tuttugu mínútur yfir eitt í dag varð skjálfti 4,1 að stærð sextán kílómetra austur af Grímsey. Tilkynningar hafa borist frá fólki á Akureyri og Siglufirði sem fann fyrir skjálftanum.

Hélt að herbergisfélagarnir væru í slagsmálum þegar skjálftinn reið yfir
Þrír ferðalangar frá Wisconsin í Bandaríkjunum vöknuðu upp með andfælum í nótt þegar jarðskjálfti upp á 4,9 að stærðreið yfir um tólf kílómetra austur af Grímsey þar sem þeir dvelja. Einn þeirra segir að það hafi verið magnað að heyra drunurnar sem fylgdu skjálftanum.

Fögnuðu því að finna jarðskjálftakrafta í fyrsta skipti
Íbúar í Grímsey vöknuðu flestir ef ekki allir um fjögurleytið í nótt þegar skjálfti af stærðinni 4,9 reið yfir í nágrenni eyjunnar. Bandarískir ferðamenn fögnuðu skjálftanum og segjast geta hakað við boxið á golulistanum.

Jarðskjálfti 4,9 að stærð reið yfir Norðurland í nótt
Jarðskjálfti að stærðinni 4,9 mældist klukkan eina mínútu yfir fjögur í nótt um tólf kílómetra austnorðaustur af Grímsey. Samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands fannst skjálftinn vel á Norðurlandi.

Ný kirkja risin í Grímsey
Á dögunum var ný Miðgarðskirkja í Grímsey orðin fokheld og turninum hafði verið komið fyrir. Í dag kom varðskipið Þór í eyna með stuðlabergsskífur sem fara á þak nýju kirkjunnar.

Æsispennandi uppgötvun í Grímsey
Ákveðið hefur verið að færa nýja kirkju í Grímsey um fjóra metra til að raska ekki ró þeirra sem liggja í fornum kirkjugarði sem kom í ljós við fornleifauppgröft í eyjunni. Öskuhaugur sem uppgötvaðist einnig þar í grennd getur varpar ljósi á sögu Grímseyjar frá því að hún var fyrst byggð. Fornleifafræðingur segir uppgötvunina vera æsispennandi.

Búið að loka kjörstað í Grímsey
Kjörstað í Grímsey var lokað um hádegi, en venja er kjörstað sé lokað í eynni um þetta leyti kjördags til að örugglega sé hægt að sé að koma kjörkassanum í land í tæka tíð. Sömuleiðis hafa eyjamenn vanið sig við að mæta snemma á kjörstað.

Fyrsta skóflustunga tekin eftir harmleikinn í haust
Fyrsta skóflustunga var í dag tekin að nýrri kirkju í Grímsey en Miðgarðskirkja brann til grunna ásamt öllum kirkjumunum síðastliðið haust. Áætlað er að vígja nýja kirkju sumarið 2023.

Tveir skjálftar yfir þremur mældust norður af landinu í nótt
Tveir jarðskjálftar yfir þremur að stærð mældust norður af landinu í nótt. Sá fyrri varð klukkan 2:35 og sá síðari klukkan 2:40.