NBA

Blake Griffin ætlar að ná sér í titil með stórskotaliði Brooklyn
Körfuboltamaðurinn Blake Griffin hefur náð samkomulagi við Brooklyn Nets og mun klára tímabilið með liðinu í NBA-deildinni.

Kyssti næstum því hringinn þegar hann vann troðslukeppnina
Anfernee Simons, leikmaður Portland Trail Blazers, sýndi mögnuð tilþrif þegar hann vann troðslukeppnina sem fór fram í hálfleik í stjörnuleik NBA-deildarinnar í Atlanta í nótt.

Antetokounmpo valinn bestur í stjörnuleiknum og sló 53 ára gamalt met
Lið LeBrons James vann tuttugu stiga sigur á liði Kevins Durant, 170-150, í stjörnuleik NBA-deildarinnar í Atlanta í nótt.

Hvað er framundan í stjörnuleik NBA?
Stjörnuleikur NBA hefur seinustu ár verið hluti af stórri og bráðskemmtilegri helgi þar sem bestu leikmenn NBA deildarinnar mætast í einskonar sýningarleik. Þetta árið hefur dagskráin þó verið stytt úr heilli helgi niður í sex tíma.

NBA dagsins: Phoenix Suns er komið upp fyrir bæði Los Angeles liðin
Phoenix Suns er heitasta lið NBA-deildarinnar í körfubolta og eftir síðustu leikina fyrir Stjörnuleikinn þá eru Suns menn komnir upp í annað sætið í Vesturdeildinni.

LeBron byrjaði á að velja Giannis, Steph, Luka og Jokic í liðið sitt
Fyrirliðar stjörnuliða NBA-deildarinnar, LeBron James og Kevin Durant, kusu í liðin sín í nótt en stjörnuleikur NBA fer fram á sunnudaginn kemur.

Boston Celtics liðið aðeins að braggast
Síðustu leikirnir fyrir Stjörnuleikshelgina fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og eitthvað var um það að stjörnuleikmenn liðanna voru hvíldir. Boston Celtics er komið á sigurgöngu og leikmenn Phoenix Suns unnu stórsigur á Golden State Warriors.

NBA dagsins: „Dame tími“ í nótt og Harden lék sér á gamla heimavellinum
Það voru þrennur af ýmsum gerðum í NBA deildinni í körfubolta í nótt og það þarf heldur ekki að koma á óvart að Damian Lillard hafa klárað enn einn leikinn fyrir Portland Trail Blazers.

Shaq braut borð þegar honum var fleygt úr hringnum í fjölbragðaglímu
Á ýmsu gekk þegar gamla NBA-stjarnan Shaquille O'Neal þreytti frumraun sína í AEW (All Elite Wrestling) fjölbragðaglímunni í gær. Shaq og Jad Cargill mættu þá Cody Rhodes og Red Velvet.

NBA: Harden í þrennuham á gamla heimavellinum
James Harden fór á kostum á móti sínum gömlu félögum og á sínum gamla heimavelli. Philadelphia 76ers vann uppgjör bestu liða deildanna og Los Angeles Lakers tapaði naumlega á hvíldarkvöldi LeBron James.

NBA dagsins: Nikola Jokic komst í fámennan hóp með Wilt Chamberlain
Það er orðið ljóst að Nikola Jokic, miðherji Denver Nuggets, ætlar að gera tilkall til þess að vera kosinn mikilvægasti leikmaður NBA deildarinnar í ár.

Lakers enn eitt liðið sem brennir sig á sjóðheitu liði Phoenix Suns
Besti leikmaður Phoenix Suns var rekinn út úr húsi en það dugði ekki Los Angeles Lakers til að stoppa heitasta lið NBA-deildarinnar.

NBA dagsins: NBA hefur aldrei séð svona „tandurhreinan“ þrennuleik áður
James Harden náði sinni sjöundu þrennu í búningi Brooklyn Nets í nótt þegar Brooklyn Nets vann 124-113 sigur á San Antonio Spurs í framlengdum leik. Það var þó eitt mjög sögulegt við þessa þrennu.

Harden með þrennu og það vantaði bara pínulítið upp á hjá þeim Doncic og Jokic
Brooklyn Nets og Dallas Mavericks eru bæði að komast í gírinn í NBA-deildinni í körfubolta en topplið deildarinnar Utah Jazz fór ekki í góða ferð suður til Louisiana.

NBA dagsins: Magnaðir endasprettir hjá liðum Bucks og Hornets
Milwaukee Bucks og Charlotte Hornets buðu bæði upp á geggjaðan endasprett í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og sýndu að margt getur breyst á lokamínútum leikjanna.

Var á undan Steph Curry í þúsund þrista
Stephen Curry hefur verið duglegur að safna að sér NBA-metum tengdum þriggja stiga körfum en hann missti eitt slíkt met aftur í nótt.

Jeremy Lin segist hafa verið kallaður kórónuvírus í miðjum leik
Íslandsvinurinn Jeremy Lin henti fram sprengju í færslu á samfélagsmiðlum um helgina og þjálfari Golden State Warriors vill frekari rannsókn á málinu.

Það besta við leikinn var hvað hann þurfti að spila LeBron James lítið
Los Angeles Lakers er aðeins að rétta úr kútnum eftir slæman kafla og átti ekki í miklum vandræðum með Golden State Warriors í NBA deildinni í körfubolta í nótt.

LeBron með 28 stig er meistararnir hristu af sér slenið
NBA-meistararnir í Los Angeles Lakers höfðu tapað fjórum leikjum í röð fyrir leik liðsins gegn Portland í nótt. Meistararnir unnu þó loks leik í nótt er þeir höfðu betur gegn Portland 102-93 í einum af níu leikjum næturinnar.

NBA dagsins: Svona kláraði gríska undrið dæmið
Í NBA dagsins má meðal annars sjá hvernig Giannis Antetokounmpo tókst að tryggja Milwaukee Bucks sigur á New Orleans Pelicans með því að skora fimm síðustu stigin. Pelíkanarnir skoruðu ekki síðustu tvær mínútur leiksins en voru yfir áður en að því kom.