Svíþjóð

Fréttamynd

Áttunda áratugnum gefið nýtt líf

Sænski húsgagnaframleiðandinn IKEA fagnar áttatíu árum og í tilefni stórafmælisins hefur nokkrum vinsælum og þekktum vörum verið gefið nýtt líf. 

Lífið
Fréttamynd

Fá Nóbelinn fyrir til­raunir sínar með ljós

Fransk-bandaríski eðlisfræðingurinn Pierre Agostini, ungversk-bandarísku eðlisfræðingurinn Ferenc Krausz og sænsk-bandaríski eðlisfræðingurinn Anne L'Huillier hlutu í morgun Nóbelsverðlaun í eðlisfræði fyrir rannsóknir sínar með ljós sem fanga „hin skemmstu augnablik“.

Erlent
Fréttamynd

Bar­áttan við glæpa­gengin: Börn taka fjögur ár á kassann til að verða hundraðkall

Afleiðingar átaka innan hins alræmda Foxtrot-glæpagengis og átaka liðsmanna þeirra við önnur glæpagengi hafa skotið Svíum skelk í bringu á síðustu mánuðum. Forsætisráðherra landsins segir ástandið fordæmalaust og stöðuna grafalvarlega. Stigmögnun árása glæpagengja er svo mikil að Svíum er fyrir löngu hætt að standa á sama. Börn afplána með glöðu geði fjögur ár í fangelsi til að afla sér virðingar.

Erlent
Fréttamynd

Segir börn hafa sam­band við glæpa­gengin og bjóðast til að drepa

Ríkislögreglustjóri Svíþjóðar segir að ofbeldisalda af áður óþekktri stærðargráðu gangi nú yfir landið og allar líkur séu á að fréttir muni berast af nýjum árásum á næstu dögum og vikum. Hann segir lögreglu hafa upplýsingar um að börn setji sig í samband við glæpagengin og bjóðist til að drepa.

Erlent
Fréttamynd

Segir allt koma til greina til að kveða niður glæpa­ölduna

Ulf Kristers­son, for­sætis­ráð­herra Sví­þjóðar, segir stjórn­völd þar í landi munu beita öllum sínum ráðum til þess að kveða niður glæpa­ölduna sem riðið hefur yfir landið. Hann á­varpaði sænsku þjóðina vegna málsins nú síð­degis og kynnti breytingar á lögum landsins.

Erlent
Fréttamynd

Kona látin eftir sprengingu í Upp­sölum

Tuttugu og fimm ára kona er látin eftir að sprengja sprakk í íbúahverfi í Fullerö, norður af Uppsölum í Svíþjóð, í nótt. Talið er að árásin tengist átökum glæpahópa í landinu, en samkvæmt heimildum SVT á konan ekki að hafa tengst hópunum og ekki verið skotmark árásarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Enn lítið um svör, ári frá sprengingunum

Ár er liðið frá því Nord Stream gasleiðslurnar voru skemmdar í sprengingum á botni Eystrasalts. Skemmdarverkið er til rannsóknar í nokkrum ríkjum en enn er ekki búið að varpa ljósi á því hverjir sprengdu leiðslurnar.

Erlent
Fréttamynd

Rússar segja sig úr Barentsráðinu

Yfirvöld í Rússlandi hafa ákveðið að segja sig úr Barentsráðinu og saka nágranna sína um að hafa gert ráðið óstarfhæft. Rússar segja Finna ekki hafa viljað afhenda þeim forsæti ráðsins.

Erlent
Fréttamynd

„Við héldum satt að segja að þetta gæti ekki gerst í dag“

„Ég óska þess heitast að ég eigi aldrei í lífinu eftir að gera svo stór mistök í starfi eða daglegu amstri að það eigi eftir að kosta einhvern lífið. Hvað þá svona fallegt og saklaust barn,“ segir Sigurjón K. Guðmarsson. Einkadóttir hans, hin 22 ára gamla Jana Sif, lést í kjölfar hjartaaðgerðar í Svíþjóð síðastliðið vor. 

Innlent
Fréttamynd

Sjö særðir eftir sprengingu í fjöl­býlis­húsi í Norr­köping

Sjö eru særðir, þar á meðal eitt barn, eftir sprengingu í íbúðarhúsi í Norrköping í Svíþjóð snemma í morgun. Tilkynning barst viðbragðsaðilum um sprenginguna klukkan sex að staðartíma og þurftu þá 150 íbúar fjölbýlishússins að rýma það. Tveir hafa verið handteknir. 

Erlent
Fréttamynd

Hætta við að bjóða Rússum, Írönum og Hvít-Rússum

Forsvarsmenn Nóbelsverðlaunanna hafa dregið boð til sendiherra Rússlands, Írans og Belarús (eða Hvíta-Rússlands) á afhendingu verðlaunanna í Stokkhólmi i ár til baka. Það er eftir að upprunaleg ákvörðun þeirra var harðlega gagnrýnd víða um heim og í Svíþjóð.

Erlent