Slökkvilið

Eldur kviknaði í brunnbát við bryggjuna í Bíldudal
Eldur kviknaði í dælurými í brunnbát við bryggjuna í Bíldudal á tíunda tímanum í kvöld. Vélstjóri náði að slökkva eldinn með slökkvitæki og enginn slasaðist. Slökkvilið Vesturbyggðar tók síðan við að reykræsta.

Slökkvilið Borgarbyggðar er 100 ára í dag
Það stendur mikið til í Borgarnesi eftir hádegi í dag en þá fagnar Slökkvilið Borgarbyggðar hundrað ára afmæli sínu með hátíðardagskrá í Hjálmakletti þar sem allir eru velkomnir. Í dag eru 56 slökkviliðsmenn í liðinu, þar af sjö konur.

Eldur kviknaði í bíl
Eldur kviknaði í bíl við gatnamót Bústaðavegar og Kringlumýrarbrautar í Reykjavík í kvöld. Engin slys urðu á fólki en bílinn var á ferðinni þegar eldurinn kviknaði.

Allt lið sent á vettvang vegna elds í potti
Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var sent í Vatnsendahverfið í kvöld vegna óljósrar tilkynningar um eld í fjölbýlishúsi. Um var að ræða eld sem hafði kviknað í potti. Engan sakaði.

Eldur í kjallara á Stórhöfða
Eldur kom upp í kjallara iðnaðarhúsnæðis á Stórhöfða í Reykjavík í morgun. Slökkviliðið fékk tilkynninguna upp úr klukkan fimm og þegar komið var á vettvang sást eldur loga fyrir utan húsið.

Yfirgefinn alelda bíll í Klettagörðum
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út í kvöld vegna alelda bíls við Klettagarða í Reykjavík. Bíllinn var yfirgefinn að sögn varðstjóra.

Yfirgefinn alelda bíll við Krýsuvíkurveg
Bíll stóð í ljósum logum skammt frá Krýsuvíkurvegi fyrr í kvöld. Þegar slökkvilið kom á staðinn hafði yfirgefinn bíllinn nánast brunnið til kaldra kola.

Ekki með tæki og tól til að takast á við eld í göngum á Tröllaskaga
Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir slökkviliðið ekki eiga nein tæki og tól til að bregðast við komi upp eldur í jarðgöngum í umdæmi slökkviliðsins á Tröllaskaga. Hann segir að Vegagerðinni beri að bregðast við.

Tólfti bruninn á árinu þar sem rafhlaupahjól kemur við sögu
Stórtjón varð á íbúð í Hafnarfirði þegar eldur kviknaði út frá rafhlaupahjóli í hleðslu í nótt. Sviðsstjóri forvarnarsviðs SHS segir bruna þar sem rafhlaupahjól koma við sögu vera að færast í aukana.

Þremur bjargað af svölum íbúðar eftir að eldur kom upp í hlaupahjóli
Viðbragðsaðilar á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðir til klukkan 2:15 í nótt vegna elds á 3. hæð í fjölbýlishúsi. Um talsverðan eld var að ræða og mikinn reyk, segir í yfirlit lögreglu yfir verkefni næturinnar.

Viðbragðsaðilar kallaðir út eftir að maður sást ganga í sjóinn
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út um hálfeittleytið í nótt vegna manns sem hafði sést ganga í sjóinn á Eiðisgranda. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu var lið strax kallað út ásamt köfurum eins og gert er í tilvikum sem þessum.

Vill koma böndum á leigur eftir að hafa komið að stúlku í blóðpolli
Sólveig Arnarsdóttir leikkona kallar eftir því að slökkt verði á rafhlaupahjólum sem leigð eru út á kvöldin. Um helgina kom hún að meðvitundarlausri ungri stúlku sem lá í blóðpolli eftir að hafa dottið á rafhlaupahjóli.

Féll fram af svölum í Vesturbæ
Maður féll fram af svölum í Vesturbæ Reykjavíkur í morgunsárið. Hann var fluttur á bráðamóttöku.

Eldur kom upp í bíl í Breiðholti
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna elds í bíl í Krummahólum í Efra-Breiðholti í Reykjavík í gærkvöldi.

Eldur í fiskibát við Siglufjarðarhöfn
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á mesta forgangi laust fyrir klukkan eitt í nótt eftir að það kviknaði í fiskibát um 500 metra norður af Siglufjarðarhöfn. Þrír voru um borð í bátnum en engan sakaði.

Slökkvilið kallað út vegna elds í gámi á Álftanesi
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna elds í gámi í Hestamýri á Álftanesi um klukkan 14 í dag.

Hús sprakk í óveðri á Siglufirði
Mikill vindur og gríðalegir vindstrengir hafa verið á Siglufirði í gær og nótt og viðbúið er að svo verði áfram, fram eftir degi og til kvölds. Í gærkvöldi reif vindhviða þak af húsi við Aðalgötu.

Minni háttar slys olli mikilli umferð
Slys var í Ártúnsbrekkunni síðdegis í dag sem olli miklum töfum á umferð.

Hafnaði á staur í Breiðholti
Fólksbíl var ekið út af veginum við Grænastekk í Breiðholtinu í morgun og hafnaði bíllinn á ljósastaur. Götum var lokað á meðan viðbragðsaðilar voru á vettvangi.

Kofi brann til kaldra kola í Heiðmörk
Kofi brann til kaldra kola í Heiðmörk í kvöld. Engan sakaði.

Einn fluttur á sjúkrahús eftir alvarlegt slys
Aðgerðum er lokið á Lækjargötu í Reykjavík, þar sem alvarlegt umferðarslys varð um klukkan 13:25 í dag. Einn hefur verið fluttur á sjúkrahús.

„Þá sprakk bara veggurinn“
Kona sem var inni á veitingastaðnum Pure Deli í Ögurhvarfi í Kópavogi í kvöld þegar eldur kom upp segir litlu hafa munað að stórslys yrði þegar veggur veitingastaðarins sprakk að hluta til. Eldurinn kom upp í húsnæði Zo-On, við hlið Pure Deli.

Mikill eldsmatur á fatalagernum þar sem eldurinn kom upp
Slökkvilið telur að eldurinn sem kom upp í Urðarhvarfi í Kópavogi hafi átt upptök sín í lager- og verslunarhúsnæði Zo-On. Búið er að slökkva eldinn að mestu en hann hefur blossað nokkrum sinnum upp að nýju, þar sem mikill eldsmatur er inni á lagernum.

Eldur í iðnaðarhúsnæði í Kópavogi
Slökkvilið berst nú við eld í iðnaðarhúsnæði í Urðarhvarfi í Kópavogi.

Allir íbúar komust út eftir að kviknaði í fjölbýlishúsi
Slökkviliðinu á Akureyri barst tilkynning um talsverðan svartan reyk í fjölbýlishúsi í Snægili í morgunsárið. Vel gekk að ráða niðurlögum elds sem reyndist inni í húsinu og unnið er að reykræstingu.

Fimm handteknir grunaðir um íkveikjur á Akureyri
Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur handtekið fimm einstaklinga sem eru grunaðir um íkveikjur á Akureyri. Lögreglan fékk tilkynningar um tvo eldsvoða, annars vegar í nótt og hins vegar í morgun. Báðir eldsvoðarnir voru í Naustahverfi.

Óvenju mörg útköll vegna brennandi rafhlaupahjóla
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur farið í óvenju mörg útköll vegna elds sem komið hefur upp vegna rafhlaupahjóla í heimahúsum undanfarinn sólarhring.

Árekstur á Kringlumýrarbraut
Laust fyrir klukkan tíu varð árekstur tveggja bíla á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar í Reykjavík.

Slökkvilið kallað til þegar reykur barst frá rútu í Kömbunum
Slökkviliðsbíll frá Brunavörnum Árnessýslu var sent í Kambana á Hellisheiði þegar tilkynning barst um reyk frá rútu. Þegar slökkvilið bar að garði kom í ljós að aðeins hafði lekið inn á vél rútunnar svo reykur kom upp. Engum varð meint af.

Slökktu eld í Öskjuhlíð
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnti útkalli vegna elds í Öskjuhlíð. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var talið að kveikt hafi verið í brettum nærri göngustíg.