

Karlmaðurinn sem fluttur var með hraði á Landspítalann eftir eldsvoða í Stangarhyl í Árbæ aðfaranótt sunnudags er látinn. Hann var frá Rúmeníu og á fertugsaldri.
Snjóruðningstæki og fólksbíll rákust á, á Þrengslavegi og er fólksbíllinn mikið skemmdur. Ökumaður bílsins verður fluttur á slysadeild til skoðunar en áverkar hans eru taldir minniháttar að sögn varðstjóra hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.
Rýming bæjarskrifstofa Kópavogsbæjar á Digranesvegi vegna elds og reyks var æfð í morgun. Samhliða fór fram björgunaræfing þar sem Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóra var bjargað af þaki byggingarinnar og í körfubíl.
Innviðaráðherra skoraði á eigendur atvinnuhúsnæðis, sem búið er í, að koma því í lag á Alþingi í dag. „Þetta getur ekki gengið svona áfram,“ sagði hann og vísaði til fjölda alvarlegra eldsvoða sem orðið hafa undanfarið.
Karlmaður á fertugsaldri sem fluttur var á sjúkrahús í kjölfar bruna í húsi við Stangarhyl 3 snemma í gærmorgun liggur enn þungt haldinn á gjörgæslu. Manninum er haldið sofandi.
Slökkviliðsstjóri segir leigusala verða að átta sig á ábyrgð sinni þegar kemur að brunavörnum. Húsið við Stangarhyl í Árbæ, þar sem eldur kom upp í morgun, var ekki samþykkt íbúðarhúsnæði. Einn liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi vegna brunans
Eldur kviknaði í vélarrúmi bíls nærri Ingólfsfjalli á Suðurlandi í dag. Eldurinn náði þó ekki að dreifa sér þar sem vegfarendur sem voru með slökkvitæki bar að garði.
Íbúi í húsinu við Stangarhyl 3, þar sem eldur kviknaði í morgun, sá eld í þurrkara í eldhúsi hússins. Altjón varð á efri hæðinni í brunanum.
Deildarstjóri á aðgerðarsviði slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins segist ekki vita til þess að húsnæðið við Stangarhyl 3 í Árbæ, þar sem eldur kom upp í morgun, sé samþykkt til búsetu. Maður á fertugsaldri er þungt haldinn.
Íbúum hússins við Stangarhyl 3 í Árbæ í Reykjavík, þar sem eldur kom upp í morgun, hefur verið hleypt aftur inn í húsnæðið.
Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir að eldur kom upp í húsnæði í Stangarhyl 3 í Árbæ í Reykjavík snemma í morgun. Einn er þungt haldinn.
Leki varð í Gerðubergi í nótt. Mesta tjónið er á gólfefninu að sögn deildarstjóra á bókasafninu. Búið er að rífa upp gólfefni í þremur rýmum. Safnið er þó enn opið og hægt að heimsækja bókasafnið og önnur rými þess um helgina.
Tilkynnt var um eld í iðnaðarhúsnæði við Melabraut í Hafnarfirði um áttaleytið í kvöld. Slökkvistarfi er lokið á svæðinu.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að tilkynnt var um eld í íbúð við Klapparstíg 1 í dag.
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið störfum á Landspítalanum við Hringbraut. Reykræst var í loftstokkarými undir gangi í kjallara hússins, en enginn eldur fannst.
Eldur kom upp í klæðningu á einni af byggingum HS Orku í kvöld. Þetta staðfestir Einar Jónsson slökkviliðsstjóri í Grindavík.
Sjúklingar sem fluttir voru með sjúkrabíl á slysadeild undanfarinn sólarhring þurftu á tímabili í gær að bíða fyrir utan slysadeild í rúmar þrjátíu mínútur í sjúkrabílunum, svo hægt væri að taka á móti þeim á deildinni.
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur haft mikið að gera síðasta sólarhring og undanfarna daga, þar sem eitt verkefna var að losa fingur átján mánaða stúlku úr lukt.
Næturvakt slökkviliðisins á höfuðborgarsvæðinu fór í fjögur útköll á dælubílum í nótt, meðal annars að Stekkjarbakka í Reykjavík, þar sem eldur hafði kviknaði í bifreið.
Slökkvilið Árnessýslu er að störfum á veitingastaðnum Krisp á Selfossi, þar sem eldur kviknaði á tólfta tímanum.
Borgarbúar víða um Reykjavík virðast hafa orðið varir við háværan hvell eða hvelli um ellefuleytið í kvöld. Líklega er um flugelda að ræða.
Árekstur tveggja bíla varð á gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar á sjötta tímanum.
Brunavarnir Árnessýslu og lögreglan á Selfossi sinntu útkalli á sjötta tímanum í dag vegna óleyfisbrennu. Að sögn varðstjóra var brennan miklu stærri en leyfilegt er.
Alvarlegt umferðarslys varð við Ásvelli í Hafnarfirði síðdegis í dag, eða á sjötta tímanum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.
Slökkviliðsmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins hafa ráðið niðurlögum elds sem kom upp í þaki á iðnaðarhúsnæði á Réttarhálsi 2 á Höfða. Verið var að leggja pappa á hluta þaks hússins þegar eldurinn kviknaði.
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinur finnur fyrir auknu álagi í sjúkraflutningum þegar hittir á fullt tungl.
Eldsvoði varð í nýbyggingu við Digranesveg í Kópavogi laust fyrir klukkan hálf þrjú í nótt. Slökkvilið sendi þrjár stöðvar á vettvang en töluvert tjón hlaust af eldsvoðanum. Lögregla rannsakar eldsupptök.
Alvarlegt umferðarslys varð á Breiðholtsbraut í Reykjavík, rétt austan við Ögurhvarf, seint í gærkvöldi.
Maðurinn sem lést í kjölfar brunans á Funahöfða á mánudag, var pólskur. Hann var fæddur árið 1962. Eldsupptök eru enn ókunn, en á meðal þess sem lögregla hefur til rannsóknar er myndefni bæði innan úr húsnæðinu sem og utandyra.
Slökkviliðstjóri segir samskipti við eigendur húsnæðisins við Funahöfða 7, þar sem maður lést í kjölfar eldsviða í gær, hafa verið til fyrirmyndar. Þúsundir búa í iðnaðarhúsnæði hér á landi sem hann segir að þurfi ekki endilega að vera slæmt.