Braggamálið

Fréttamynd

Braggablús?

Borgarstjórn ræðir aftur Braggann í dag, nú vegna skýrslu borgarskjalavarðar um skjalavörslu tengda framkvæmdum við Nauthólsveg 100.

Skoðun
Fréttamynd

Útilokað að Norðmenn reisi bragga

Bjarki Þór Steinarsson er lögfræðingur á innkaupaskrifstofu sveitarfélags í Noregi með svipað marga íbúa og Reykjavík. Hann segir útilokað að mál sem hafi komið upp hér á landi í tengslum við opinber innkaup geti komið upp þar í landi. Furðar hann sig á því að verktakar séu ekki tilbúnir að fara í skaðabótamál þegar ekki er farið eftir reglum.

Innlent
Fréttamynd

Hátt í 400 milljónir án útboðs hjá borginni

Umhverfis- og skipulagssvið hefur keypt sérfræðiþjónustu fyrir hátt í 400 milljónir króna án útboðs á fyrstu þremur mánuðum ársins. Innri endurskoðun hefur ítrekað bent á mikilvægi rammasamninga til að lækka kostnað.

Innlent
Fréttamynd

Eftir­lits­nefnd vill svör frá Reykja­víkur­borg

Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga vill fá svör frá Reykjavíkurborg um atriði sem koma ekki fram í Braggaskýrslunni. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir aðeins búið að bæta úr sex atriðum af þrjátíu á þremur árum.

Innlent
Fréttamynd

Fjármálin í góðu horfi þrátt fyrir framúrkeyrslur

Borgarstjóri segir fjármál Reykjavíkurborgar í góðu horfi þrátt fyrir þær framúrkeyrslur sem minnihluti borgarinnar hafi bent á upp á síðkastið. Braggamálið sé innan við eitt prósent af því fé sem borgin ráðstafaði á síðasta ári og umræðan sé komin út fyrir öll mörk.

Innlent
Fréttamynd

Uppstokkun í stjórnsýslunni

Borgar­ráð sam­þykkti í gær að leggja niður skrif­stofu eigna- og at­vinnu­þróunar (SEA) eftir að hún fékk út­reið í skýrslu um fram­kvæmdirnar við Naut­hóls­veg 100, endurbætur á bragganum margumtalaða.

Innlent
Fréttamynd

Fagnar því að braggamálið tefji fyrir meirihlutanum

Minnihlutinn í borginni ætlar að halda gagnrýni sinni á braggamálið til streitu. Óskað er eftir skýringum á greiðslum vegna framkvæmdanna sem hafi verið án heimilda. Þá er farið er fram á að bannað verði að eyða tölvupóstum hjá borginni þar til skjalavörslumál séu komin í lag. Oddviti Miðflokksins fagnar því að málið tefur fyrir meirihlutanum.

Innlent
Fréttamynd

Stórefla á miðlæga stjórnsýslu í borginni

Öll miðlæg stjórnsýsla í borginni verður stórefld sem þýðir farið verður yfir öll innkaupamál og ferla hjá borginni. Þetta segir formaður borgarráðs. Aðgerðin sé meðal viðbragða við skýrslu Innri endurskoðunnar um braggann og til að koma í veg fyrir að slík mál endurtaki sig.

Innlent
Fréttamynd

Felldu tillögu Vigdísar og Kolbrúnar á átakafundi

Borgarstjórn Reykjavíkur felldi í kvöld tillögu Flokks fólksins og Miðflokksins um að vísa Braggamálinu svokallaða til „þar til bærra yfirvalda“. Þess í stað var samþykkt að vísa tillögu Sjálfstæðisflokksins um bætta stjórnsýslu inn í yfirstandandi vinnu við endurskoðun á skipulagi stjórnsýslu Reykjavíkurborgar.

Innlent
Fréttamynd

Leggja til að braggamálinu verði vísað áfram í dag

Fulltrúi Flokks fólksins er ekki bjartsýn á að tillaga hennar og fulltrúa Miðflokksins um að vísa braggamálinu til þar til bærra yfirvalda verði samþykkt í borgarstjórn í dag. Oddviti Pírata í borginni segir rangfærslur af ýmsum toga hafa komið fram í málflutningi þessar fulltrúa. Borgarstjóri segir að ef eitthvað saknæmt hefði farið fram hefði Innri endurskoðun vísað málinu áfram.

Innlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.