Landsréttarmálið

Einn dómari við Landsrétt óskar eftir launuðu leyfi
Jón Finnbogason, dómari við Landsrétt, hefur óskað eftir launuðu leyfi og verður nýr settur í hans stað. Jón er einn þeirra fjögurra dómara sem ekki hefur sinnt dómstörfum eftir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu.

Málsmeðferðartími í Landsrétti heldur áfram að lengjast
Dómsmálaráðherra segir að þrátt fyrir ástandið í Landsrétti hafi verið rétt ákvörðun að skjóta málinu til yfirdeildar Mannréttindadómstólsins

Ljóst í september hvort yfirdeild MDE tekur Landsréttarmál fyrir
Enn er þess beðið hvort yfirdeildin kjósi að taka málið fyrir.

Grunar að ríkisstjórnin vilji ekki svara fyrir þinglok
Helga Vala segir að framkomu framkvæmdavaldsins við Alþingi grafa undan störfum þingsins.

Af hverju svarar ráðherra ekki?
Einhverra hluta vegna grunar mig að ríkisstjórnin vilji ekki að við fáum svarið fyrir þinglok en það breytir því ekki að þessi framkoma framkvæmdavaldsins við Alþingi grefur undan störfum þingsins og tiltrú almennings á því. Þegar svo er skipta orð í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að efla traust almennings á stjórnmálum lítils þegar aðgerðir ráðamanna ganga þvert gegn þeim áformum.

Landsréttarhneykslið gerði Jóhannes afhuga stöðu dómara
Þegar listi yfir umsækjendur var birtur vakti það athygli að Jóhannes Rúnar Jóhannsson, hæstaréttarlögmaður, er ekki á lista yfir umsækjendur en hann er sá eini í hópi hinna fjögurra umsækjenda sem gengið var fram hjá við skipun dómara við hið nýja dómsstig sem sækir ekki um starfið.

Landsréttardómari telur dóm MDE „skjóta hátt yfir markið“
Ásmundur Helgason, dómari við Landsrétt, segir að hann hafi sótt um laust dómaraembætti við réttinn til að eyða óvissu um umboð sitt sem Landsréttardómari í ljósi þeirrar réttaróvissu sem hefur skapast í kjölfar dóms Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE).

Telur útilokað að hægt sé að skipa þann sem þegar situr í embættinu
Sitjandi dómarar við dómstól geta ekki sótt um laus embætti við sama dómstól og því ætti með réttu að virða umsóknir þeirra að vettugi. Þetta segir fyrrverandi dómari við Hæstarétt Íslands um umsóknir tveggja dómara við Landsrétt um stöðu dómara við réttinn sem losnaði þegar einn dómari lét af embætti sökum aldurs.

Landsréttardómarar sækja um stöðu dómara við Landsrétt
Umsækjendur um lausa stöðu við Landsrétt eru átta að tölu.

Beiðni um að Landsréttarmálið fari til yfirdeildar send MDE á allra næstu dögum
Formleg beiðni íslenskra stjórnvalda um að Landsréttarmálinu verði vísað til yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu verður send til Strasbourg á allra næstu dögum.

Vilhjálmur eldri segir starfi sínu lausu
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Landsréttardómari hefur sagt starfi sínu lausu frá og með 1. september 2019.

Ílengist í dómsmálum
Sigríður Á. Andersen er sögð mjög áfram um að setjast aftur í stól dómsmálaráðherra en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er breytinga á ráðherraskipan í ríkisstjórn ekki að vænta alveg á næstunni og líklega ekki fyrr en eftir þinglok í vor.

Efast ekki um að yfirdeild MDE fallist á sjónarmið Íslands
Arnar Þór Jónsson héraðsdómari segir Mannréttindadómstól Evrópu hafa seilst langt inn á fullveldi Íslands.

Hæstiréttur synjar um málskot vegna óvissu
Hæstiréttur synjaði í gær þremur beiðnum um áfrýjunarleyfi sem byggðu á dómi Mannréttindadómstóls Evrópu. Vísað til þess að lokaniðurstaða liggi enn ekki fyrir.

Ekki verður fjölgað í Landsrétti í bili
Ekki verður brugðist við vanda Landsréttar að svo stöddu en fjórir dómarar af fimmtán taka ekki þátt í dómstörfum við réttinn eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu, MDE, kvað upp dóm í Landsréttarmálinu 12. mars.

Óska eftir endurskoðun yfirdeildar MDE í Landsréttarmálinu
Þetta kynnti dómsmálaráðherra á fundi ríkisstjórnarinnar í dag.

Brýnt að bregðast við vanda Landsréttar
Brýnt er að binda enda á óvissuna um Landsrétt að mati Dómstólasýslunnar. Bagalegt er dráttur verður á meðferð mála. Málið var ekki rætt í ríkisstjórn í vikunni.

Landsréttur in memoriam?
Í máli Ingibjargar Þorsteinsdóttur héraðsdómara á ágætum fundi Lagastofnunar 20. mars sl., um niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í svokölluðu Landsréttarmáli, kom fram mikilvægt sjónarmið; þ.e. að viðbrögðin við umræddum dómi verði að miða að því að styrkja traust almennings á dómskerfinu.

Dómarar þurfi sjálfir að biðja um leyfi frá störfum á launum
Dómarar sem ekki taka þátt í störfum við Landsrétt verða ekki settir í leyfi nema að eigin ósk. Ekki hægt að setja dómara tímabundið við réttinn nema vegna leyfa. Varaforseti dómsins telur hægt að skipa dómarana 15 aftur með lögum.

Spyr um kostnað við dómaraskipun
Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, hefur beint fyrirspurn til dómsmálaráðherra og óskar skriflegs svars um kostnað ríkisins vegna skipunar dómara í Landsrétt.