Birtist í Fréttablaðinu

Fréttamynd

Án geðheilsu er engin heilsa

Það er gott að geðheilbrigðismál eru loks komin í umræðuna. Því miður var hvatinn að því hörmulegt andlát tveggja ungra manna sem sviptu sig lífi inni á geðdeild nýverið. Votta ég ástvinum þeirra samúð og hlýju. Það sem er svo grátlegt er að stjórnvöld hafa í áratugi sett geðheilbrigðismál skör lægra öðru heilbrigði.

Skoðun
Fréttamynd

Jökulsárlón á Breiðamerkursandi - Þjóðleiðin um Breiðamerkursand

Fjaran framan við Jökulsárlón hefur verið að hörfa inn til landsins síðan Breiðamerkurjökull var í hámarki um aldamótin 1900. Þá var breiður en stuttur útbugur á fjörunni til hafs, afleiðing af framrás Breiðamerkurjökuls á litlu ísöld (1250-1900). Straumar og hafalda hafa síðan eytt þessum útbug.

Skoðun
Fréttamynd

Skólar og skólamenntun á nýrri öld

Enn hafa umræður orðið um styttingu náms í framhaldsskólum. Sýnist þar sitt hverjum, eins og eðlilegt er, en málefnaleg skoðanaskipti eru undirstaða framfara í lýðræðislandi. Það sem hins vegar hefur einkennt þessar róttæku breytingar, er að menntamálayfirvöld hafa lítið rætt breytingarnar og lítið samráð haft við skólana – skólastjóra og kennara – að ekki sé talað um nemendur og foreldra.

Skoðun
Fréttamynd

Stjórnarskrá handa sjálfstæðu Grænlandi

Fjögur Evrópulönd eru og hafa lengi verið í sjálfstæðishugleiðingum: Færeyjar, Grænland, Katalónía og Skotland. Grænland sker sig úr að því leyti að þar er einhugur á þingi um að landið þurfi að taka sér fullt sjálfstæði frá Dönum líkt og Íslendingar gerðu 1944. Allir flokkar á þinginu í Nuuk telja að heimastjórnin sem 70% kjósenda ákváðu að taka sér 1979 dugi ekki lengur.

Fastir pennar
Fréttamynd

Pólitísk ábyrgð Kjartans Magnússonar

Húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur á Bæjarhálsi liggur undir skemmdum og tjónið gríðarlegt – miklu meira en talið var í fyrstu. Forsvarsmenn fyrirtækisins kanna nú hvaða leiðir eru færar til að sækja skaðann á hendur þeim sem komu að byggingu hússins.

Skoðun
Fréttamynd

SA & samfélagsleg ábyrgð

Tugir fanga á Íslandi ljúka afplánun sinni á ári hverju. Þeir fara um sem frjálsir menn en eiga engu að síður erfitt með að fá störf og húsnæði. Helmingur þeirra sem losna brýtur af sér að nýju og endar á sama stað. Þetta kostar samfélagið milljarða

Skoðun
Fréttamynd

Að efla lestur er allra mál – sjónarhorn bóksala

Fréttir segja að bókin sé í stórhættu. Við kaupum sífellt minna af bókum og lestur er í samkeppni við annars konar afþreyingu. Samkvæmt Félagi íslenskra bókaútgefenda hefur keyptum, prentuðum bókum fækkað um næstum helming síðan 2010. Þær eru komnar í samkeppni við sjálfar sig í rafrænu formi sem og aðra afþreyingu.

Skoðun
Fréttamynd

Endurskoðun stjórnarskrárinnar – Eftir hverju er beðið?

Í grein í þessu blaði 10. nóvember sl. rifjuðum við upp tilraunir undanfarinna ára til heildarendurskoðunar stjórnarskrárinnar, þ. á m. setningar laga um Stjórnlagaþing árið 2010 og tillögur Stjórnlagaráðs sem kynntar voru á þeim grunni sumarið 2011. Við vísuðum einnig til þess að í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu haustið 2012 samþykktu 64,2% þeirra sem greiddu atkvæði að tillögur Stjórnlagaráðs yrðu lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá.

Skoðun
Fréttamynd

Mörgum mannslífum bjargað

Undirritaðir eiga það sameiginlegt að hafa bent á ýmislegt sem betur mætti fara á geðdeild Landspítala. Okkur blöskrar hins vegar sú neikvæða umræða um deildina sem nú á sér stað. Okkar vel meintu athugasemdir á árum áður eru léttvægar í samanburði við núverandi holskeflu óvæginnar gagnrýni.

Skoðun
Fréttamynd

Öflugt markaðsstarf skilar árangri

Undanfarin misseri hefur verið unnið að undirbúningi og framkvæmd víðtækustu markaðssetningar á íslensku lambakjöti frá upphafi undir merkjum Icelandic lamb. Þetta rímar við metnaðarfulla framtíðarstefnu sauðfjárbænda sem felur m.a. í sér fulla kolefnisjöfnun, bann við notkun á erfðabreyttu fóðri og rekjanleika allra afurða.

Skoðun
Fréttamynd

Irma veldur tjóni í Karíbahafi

Betur fór en á horfðist þegar Irma gekk yfir Antígva og Barbúda í gær. Minnst tveir létust og aðrir tveir eru alvarlega slasaðir á St. Bart og St. Martin.

Erlent
Fréttamynd

Ól upp marga af bestu listamönnum Íslands

Þorgerður Ingólfsdóttir lætur af störfum kórstjóra í MH í haust eftir 50 ára starf. Margir af þekktustu tónlistarmönnum Íslands stigu sín fyrstu skref hjá henni. Þorgerður hefur haft mikil áhrif á lífsreglur og lífsviðhorf nemenda.

Menning
Fréttamynd

Bjartur lifir

Ef lögmál framboðs og eftirspurnar gilti um sauðfjárrækt hér á landi sætu bændur ekki uppi með tvö þúsund tonna birgðir af kindakjöti.

Fastir pennar
Fréttamynd

ESÍ lagt niður fyrir árslok

Tafir hafa orðið á slitum félagsins, sem heldur á milljarða króna eignum sem ríkissjóður leysti til sín eftir bankahrunið 2008, en stjórnendur Seðlabankans höfðu áður gert ráð fyrir að leggja félagið niður á síðasta ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sautjánda öldin grafin upp á Arnarstapa

Stuttum en snörpum fornleifauppgreftri á Arnarstapa er að ljúka. Stjórnandi verkefnisins segir í ljós hafa komið leifar húss sem af minjum að dæma hafi verið tengt verslunarstað á sautjándu eða átjándu öld.

Innlent
Fréttamynd

Útflutningur lambs á hrakvirði

Meðalverð á lambakjöti í útflutningi fyrstu sjö mánuði ársins rétt losar 500 krónur á kílóið. Hefur lækkað um 300 krónur á tveimur árum. Lambalæri fara út á 600 krónur en bjóðast Íslendingum á rúmar 1.000 krónur.

Innlent