Forstjóri Regins undrandi og óskaði eftir skýringum frá H&M Haraldur Guðmundsson skrifar 7. september 2017 06:00 Opna á þriðju verslun H&M hér á land á Hafnartorgi þegar framkvæmdum þar verður lokið um mitt næsta ár. vísir/ernir Stjórnendur Regins óskuðu í vikunni eftir staðfestingu forsvarsmanna H&M um að enn standi til að opna þriðju verslun sænska fatarisans hér á landi á Hafnartorgi í miðbæ Reykjavíkur. Forstjóri fasteignafélagsins segir orð forstjóra H&M Group í síðustu viku, um að ekki sé fullvíst að verslunin verði opnuð þar, hafa komið á óvart og vísar í leigusamning sem undirritaður var í júlí í fyrra.Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins.vísir/gva„Það er búið að skrifa undir tvo samninga um þessa leigufermetra sem við kynntum og þeir eru enn í gildi. Það er verið að byggja þessi hús og sérinnrétta fyrir H&M og samskipti oft í viku við hönnunarteymi þeirra og þetta er á fleygiferð,“ segir Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins. Karl-Johan Persson, forstjóri H&M Group, sagði í samtali við Viðskiptablaðið síðasta fimmtudag að opnun verslunar sænska fatarisans á Hafnartorgi muni ráðast af gengi H&M í Smáralind og Kringlunni. Búið væri að taka ákvörðun um að opna þær tvær en sú þriðja væri í vinnslu, eins og Persson orðaði það. Helgi vill ekki tjá sig frekar um málið að öðru leyti en að staðfesta að hann hafi óskað skýringa hjá H&M. Aftur á móti hafi hvorki Reginn né H&M farið fram á leiðréttingu á því sem haft var eftir Persson í viðtalinu. Reginn keypti um 8.600 fermetra verslunar- og veitingarými á Hafnartorgsreitnum sem nú er í byggingu. Verklok eru áætluð um mitt næsta ár. Fasteignafélagið og dótturfélag þess, Eignarhaldsfélagið Smáralind, undirrituðu 8. júlí í fyrra leigusamninga við H&M um opnun verslana í Smáralind og á Hafnartorgi. Ljóst er að opnun H&M á torginu er mikilvægur hlekkur í uppbyggingu þess en líkt og Fréttablaðið greindi frá í síðasta mánuði hafa stjórnendur Regins átt í viðræðum við marga aðra mögulega leigutaka og þar á meðal dönsku húsgagna- og búsáhaldaverslunina Illums Bolighus. „Auðvitað er þetta stórt svæði en þetta er minni verslun en flaggskipið í Smáralind en stærri en verslun þeirra í Kringlunni,“ svarar Helgi aðspurður hvort stjórnendur Regins líti ekki svo á að H&M sé kjölfestuleigjandi á Hafnartorginu. Birtist í Fréttablaðinu H&M Mest lesið Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Sjá meira
Stjórnendur Regins óskuðu í vikunni eftir staðfestingu forsvarsmanna H&M um að enn standi til að opna þriðju verslun sænska fatarisans hér á landi á Hafnartorgi í miðbæ Reykjavíkur. Forstjóri fasteignafélagsins segir orð forstjóra H&M Group í síðustu viku, um að ekki sé fullvíst að verslunin verði opnuð þar, hafa komið á óvart og vísar í leigusamning sem undirritaður var í júlí í fyrra.Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins.vísir/gva„Það er búið að skrifa undir tvo samninga um þessa leigufermetra sem við kynntum og þeir eru enn í gildi. Það er verið að byggja þessi hús og sérinnrétta fyrir H&M og samskipti oft í viku við hönnunarteymi þeirra og þetta er á fleygiferð,“ segir Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins. Karl-Johan Persson, forstjóri H&M Group, sagði í samtali við Viðskiptablaðið síðasta fimmtudag að opnun verslunar sænska fatarisans á Hafnartorgi muni ráðast af gengi H&M í Smáralind og Kringlunni. Búið væri að taka ákvörðun um að opna þær tvær en sú þriðja væri í vinnslu, eins og Persson orðaði það. Helgi vill ekki tjá sig frekar um málið að öðru leyti en að staðfesta að hann hafi óskað skýringa hjá H&M. Aftur á móti hafi hvorki Reginn né H&M farið fram á leiðréttingu á því sem haft var eftir Persson í viðtalinu. Reginn keypti um 8.600 fermetra verslunar- og veitingarými á Hafnartorgsreitnum sem nú er í byggingu. Verklok eru áætluð um mitt næsta ár. Fasteignafélagið og dótturfélag þess, Eignarhaldsfélagið Smáralind, undirrituðu 8. júlí í fyrra leigusamninga við H&M um opnun verslana í Smáralind og á Hafnartorgi. Ljóst er að opnun H&M á torginu er mikilvægur hlekkur í uppbyggingu þess en líkt og Fréttablaðið greindi frá í síðasta mánuði hafa stjórnendur Regins átt í viðræðum við marga aðra mögulega leigutaka og þar á meðal dönsku húsgagna- og búsáhaldaverslunina Illums Bolighus. „Auðvitað er þetta stórt svæði en þetta er minni verslun en flaggskipið í Smáralind en stærri en verslun þeirra í Kringlunni,“ svarar Helgi aðspurður hvort stjórnendur Regins líti ekki svo á að H&M sé kjölfestuleigjandi á Hafnartorginu.
Birtist í Fréttablaðinu H&M Mest lesið Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Sjá meira