Birtist í Fréttablaðinu

Fréttamynd

Harðari þvinganir gegn Norður-Kóreu

Bandaríkjaforseti undirritaði í gær tilskipun um nýjar viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu. Kínverskum bönkum gert að hætta viðskiptum við nágrannaríkið. Utanríkisráðherra Norður-Kóreu líkti Bandaríkjaforseta við geltandi hund.

Erlent
Fréttamynd

Umsókn um uppreist æru aldrei til tals

Ég vil ítreka að meðmælin voru eingöngu vinnutengd. Uppreist æru kom aldrei til tals, segir Haraldur Þór Teitsson, framkvæmdastjóri hópferðabílafyrirtækisins Teits Jónassonar.

Innlent
Fréttamynd

Braskað með svefnlyf fyrir börn á netinu

Sprenging orðið í bæði ávísunum lækna á svefnlyfinu melatónín til barna sem og ólöglegum póstsendingum frá Bandaríkjunum sem haldlagðar hafa verið af tollvörðum. Landlæknisembættið hefur áhyggjur af þróuninni.

Innlent
Fréttamynd

Fjárfestar færa sig úr hlutabréfasjóðum

Bein hlutafjáreign verðbréfa- og fjárfestingarsjóða í skráðum félögum dróst saman um tugi milljarða í sumar. Mestu munar um innlausnir lífeyrissjóða. Fjárfestar beina sjónum sínum í auknum mæli að fjárfestingum erlendis.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Manntjón og eyðilegging í Mexíkó

Á þriðja hundrað fórust í öflugum jarðskjálfta sem reið yfir Mexíkó á þriðjudag. Tala látinna hækkaði í gær og fjölmargir leita þeirra sem er saknað.

Erlent
Fréttamynd

Fundu byssur í lyftum og trjám

Frá því að herferð lögreglunnar í Kaupmannahöfn hófst fyrir nokkrum vikum gegn stríðandi gengjum í borginni hafa 49 manns verið handteknir.

Erlent
Fréttamynd

Prestur sendur í leyfi vegna meintrar áreitni

Biskup Íslands hefur sent sr. Ólaf Jóhannsson, sóknarprest í Grensáskirkju, í leyfi meðan úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar fjallar um mál sem tengjast honum. Ég líð ekki svona mál á minni vakt, segir biskup.

Innlent
Fréttamynd

Krataákallið

Í kosningabaráttunni fram undan er leikurinn fyrir fram ójafn enda hafa smáflokkar og nýstofnaðir flokkar ekki sömu innviði og rótgróin stjórnmálaöfl til að undirbúa sig. Í galopinni stöðu styrkir það Sjálfstæðisflokkinn að sósíaldemókratar hafa sem fyrr tvístrast út um allt á leiksviði stjórnmálanna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Kapphlaupið um gögnin

Í athyglisverðri grein sem birtist nýverið í tímaritinu Economist var því haldið fram að gögn séu orðin verðmætustu auðlindir hagkerfisins í dag og séu í raun olía tuttugustu og fyrstu aldar.

Skoðun
Fréttamynd

Subbuskapur?

Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúi D- listans, fer mikinn í grein sinni þann 6. september í Fréttablaðinu. Þar vill hún meina að í Reykjavík ríki subbu­skapur og borginni sé illa sinnt. Auðvitað mætti margt bæta í viðhaldi og skipulagi. En þetta er ekki svo einfalt.

Skoðun
Fréttamynd

Gönuhlaup Bjartrar framtíðar

Ríkisstjórnin er búin að sitja í 8 mánuði, og má draga frá þessum tíma þinghlé og sumarleyfi. Var ríkisstjórnin því enn með stefnu sína og framkvæmdaáætlun á undirbúningsstigi. Með riftun Bjartrar framtíðar á stjórnarsamkomulaginu var þessi undirbúningur að litlu gerður; tapaður tími og vinna

Skoðun
Fréttamynd

Íslensk vefverslun og samkeppnishæfni

Í þessum mánuði bárust fréttir um að velta innlendrar netverslunar aukist milli ára. Þó er áætlað að 80 prósent af vefverslun Íslendinga sé erlendis en því er öfugt farið í öðrum löndum.

Skoðun
Fréttamynd

Uppgjör við Sjálfstæðisflokkinn

Enn á ný göngum við að kjörborðinu til að velja þá stefnu sem við teljum að best henti samfélaginu okkar og það fólk sem við viljum að fari fyrir henni. Við Vinstri græn teljum að stjórnmálaflokkar eigi að hafa sömu stefnu eftir kosningar og fyrir.

Skoðun
Fréttamynd

Allt fyrir alla

Fljótt skipast veður í lofti. Nýverið kom fram sú hugmynd að endurskoða fjárhæð persónuafsláttar til samræmis við launavísitölu frá árinu 1990.

Skoðun
Fréttamynd

Stór hluti telur stöðu Bjarna hafa versnað

75 prósent þeirra sem afstöðu taka telja stöðu Bjarna Benediktssonar hafa versnað. Sjálfstæðisflokkurinn er í verri stöðu vegna atburða síðustu daga en tæp sjötíu prósent segja flokkinn standa verst samkvæmt nýrri könnun.

Innlent