Birtist í Fréttablaðinu

Fréttamynd

Flókin forréttindi

Fólk í forréttindastöðu* á samúð mína um þessar mundir. Það er svo mikið af baráttu- og hugsjónafólki að hrista heimsmyndina alla að það er erfitt að átta sig á hvað snýr fram og hvað aftur. Ólgan er svo mikil að hún nær jafnvel til góða fólksins.

Bakþankar
Fréttamynd

Þjóðarsátt um kjör kvennastétta

Kynbundinn launamunur er staðreynd á íslenskum vinnumarkaði. Konur hafa að meðaltali 13% lægri laun en karlar. Óútskýrður launamunur er 5,7%. Í síðustu kosningabaráttu lagði Viðreisn áherslu á lögbindingu jafnlaunavottunar og Alþingi samþykkti þann 1. júní lög þess efnis.

Skoðun
Fréttamynd

Allt orðið fullt á bráðamóttöku

Yfirfullt er nú á bráðamóttöku Landspítalans og er rúmanýtingin um 114 prósent, að sögn Jóns Magnúsar Kristjánssonar, yfirlæknis bráðalækninga á Landspítala.

Innlent
Fréttamynd

Flokkarnir flestir á elleftu stundu með framboðslista sína

Ljóst er að meirihluti flokkanna sem ætla að bjóða fram í alþingiskosningunum 28. október næstkomandi verður á síðustu stundu með að skila inn formlegum framboðslistum sínum til yfirkjörstjórna kjördæmanna. Framboðsfrestur rennur út á hádegi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Sætir geðrannsókn eftir manndrápið á Hagamel

Maðurinn sem játaði að hafa orðið Sanitu Brauna að bana á Hagamel fyrir þremur vikum sætir nú geðrannsókn þar sem metið er hvort hann er sakhæfur. Lögreglumaðurinn Grímur Grímsson segir rannsókn málsins á lokametrunum.

Innlent
Fréttamynd

Telja gull í Minden og fá leyfi til að opna skipið

Umhverfisstofnun ákvað á miðvikudag að veita breska félaginu Advanced Marine Services starfsleyfi til að skera gat á póstherbergi þýska flutningaskipsins Minden til að ná þaðan út skápnum sem Bretarnir telja innihalda gull og silfur.

Innlent
Fréttamynd

Minni áhyggjur – meira val

Sú kynslóð sem hefur rutt brautina fyrir okkur hin á skilið að lifa áhyggjulausu lífi. Við hin sem höfum tekið við og störfum að málum til að bæta samfélagið verðum að tryggja að aldraðir þurfi ekki að bíða áhyggjufullir eftir þjónustu- og hjúkrunaríbúðum, hafi val um að vinna og þurfi ekki að borga háar fjárhæðir í tannlæknakostnað.

Skoðun
Fréttamynd

Ekkert skiptir meira máli

Hvað skiptir meira máli á vettvangi stjórnmálanna en að virða eftirsókn þjóðarinnar eftir nýrri stjórnarskrá? – skýran vilja eins og hann birtist í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 og aftur í tveim nýjum skoðanakönnunum á þessu ári. Ekkert – ekkert! – skiptir meira máli að minni hyggju.

Fastir pennar
Fréttamynd

Faxaflóahafnir og lögmál frumskógarins

Sameignarfélagið Faxaflóahafnir, sem er að mestu í eigu Reykja­víkur­borgar, hefur nánast hneppt Hvalfjörð í fjötra með eignarhaldi sínu á Grundartanga þar sem hvert mengandi iðjuverið á fætur öðru hefur risið, fyrir tilstilli Faxaflóahafna.

Skoðun
Fréttamynd

Þörf á pólitískri leikgreiningu

Það er ótrúlega gaman að horfa á íþróttakappleiki, eða það finnst mér allavega. Það sem er svo stundum næstum jafngaman, og stundum enn skemmtilegra, að því mér finnst, er þegar sérfræðingar sitja svo og mala um leikinn löngum stundum eftir að honum er lokið.

Bakþankar
Fréttamynd

Hjálpartæki – þarfasti þjónninn

Þann 27.september sl. stóð Öryrkjabandalag Íslands fyrir afar fróðlegu málþingi um hjálpartæki daglegs lífs. Hjálpartæki eru einhver mikilvægasta fjárfesting sem hugsast getur, því þau gera fólki kleift að taka þátt í samfélaginu.

Skoðun
Fréttamynd

Afnemum verðtrygginguna

Verðtryggingin er mikill skaðvaldur fyrir heimilin í landinu. Verðtrygging lána veltir allri áhættu af verðbólgu framtíðarinnar yfir á heimilin en gerir banka og lánveitendur stikk-frí. Verðtrygging er ósanngjarn lánasamningur sem banna ætti með lögum.

Skoðun
Fréttamynd

Fjölskyldan er hjartað

Þegar fólk stendur frammi fyrir hinstu hvílu og hugsar til þess hverju það hefði mátt breyta er eitt af því sem er oftast sagt: "Ég hefði viljað vinna minna og vera meira með börnum mínum og fjölskyldu.“ Sameiginleg velferð fjölskyldunnar situr í fyrirrúmi og okkar stefna er að leggja líka það viðhorf til grundvallar í stjórnmálum.

Skoðun
Fréttamynd

Vinstri og hægri

Það er munur á vinstri og hægri. Jafnaðarmenn hugsa í grundvallaratriðum öðruvísi um þjóðfélagsmál en markaðshyggjumenn eða aðrir fulltrúar afmarkaðra hagsmuna. Jafnaðarmenn hafa hag heildarinnar að leiðarljósi

Skoðun
Fréttamynd

Fá ekki að kjósa vegna fötlunar

Í 33. gr. íslensku stjórnarskrárinnar segir: Kosningarrétt við kosningar til Alþingis hafa allir sem eru 18 ára eða eldri þegar kosning fer fram og hafa íslenskan ríkisborgararétt. Íslenska ríkið fullgilti samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra á síðasta ári og skuldbatt sig þar með til að framfylgja ákvæðum samningsins í íslenskum lögum og stjórnsýsluframkvæmd.

Skoðun
Fréttamynd

Írakar handtaka háttsetta Kúrda

Dómstóll í Írak fyrirskipaði í gær handtökur embættismanna Kúrda sem skipulögðu kosningar um stofnun sjálfstæðs ríkis írakskra Kúrda í september. BBC segir um að ræða meðlimi kjörstjórnar.

Erlent