Fréttir Samúðarskeyti til BNA og Íraks Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur sent George Bush Bandaríkjaforseta samúðarskeyti fyrir hönd ríkisstjórnarinnar vegna manntjónsins sem orðið hefur í Bandaríkjunum vegna fellibylsins Katrínar á síðustu dögum. Þá hefur hann einnig sent Ibrahim al-Jafari, forsætisráðherra Íraks, samúðarskeyti vegna harmleiksins fyrr í vikunni þegar tæplega þúsund Írakar létu lífið í Kazamiyah-hverfinu í Bagdad. Innlent 14.10.2005 06:40 Beslan-mæður hitta Pútín Fulltrúar mæðra sem misstu börn sín í umsátrinu um barnaskólann í Beslan í Norður-Ossetíu í suðurhluta Rússlands fyrir réttu ári eiga að hitta Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í dag. 331 lét lífið í umsátrinu, helmingurinn börn. Erlent 14.10.2005 06:40 Ekki færri sólskinsstundir í 36 ár Ágústmánuður var nokkuð í meðallagi á suðvesturhorni landsins en blautur og frekar kaldur norðanlands. Sólskinsstundir í ágústmánuði á Akureyri hafa ekki verið jafnfáar í 36 ár. Innlent 14.10.2005 06:40 Ragnar Sær sækist eftir 5. sætinu Ragnar Sær Ragnarsson, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, hefur ákveðið að gefa kost á sér í fimmta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins vegna borgarstjórnarkosninganna næsta vor, en prófkjörið fer fram í byrjun nóvember næstkomandi. Ragnar Sær hefur undanfarin sjö ár starfað sem sveitarstjóri, fyrst í Biskupstungnahreppi og síðan í Bláskógabyggð. Innlent 14.10.2005 06:40 Slösuðust lítillega í bílveltu Tveir menn voru fluttir á slysadeild eftir að bíll sem þeir voru í valt við Jónsgeisla við Reynisvatnsveg í Grafarholti á tólfta tímanum í gærkvöldi. Að sögn lögreglunnar voru meiðsl mannanna minniháttar, en bifreiðin er mikið skemmd. Innlent 14.10.2005 06:40 Ræða kynferðisofbeldi á ráðstefnu Ráðstefna sem ber nafnið „Norðurlönd - Griðland fyrir ofbeldismenn?“ hefst á Grandhóteli í dag á vegum Stígamóta og regnhlífarsamtakanna „Nordiske kvinner mot vold“ sem voru stofnuð í Noregi árið 1994. Samtökin einbeita sér meðal annars að baráttunni gegn kynferðisofbeldi og á yfirskrift ráðstefnunnar rætur að rekja til reynslu Stígamóta og annarra kvennaathvarfa á Norðurlöndunum, en reynsla þeirra er svipuð. Innlent 14.10.2005 06:40 Þrír fengu skilorð Þrír ungir menn um og yfir tvítugt voru í gær dæmdir fyrir innbrot í tölvuverslun þar sem þeir stálu vörum fyrir tæpar 600 þúsund krónur. Sá sem þyngstan dóm hlaut var dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar, en hinir tveir í þriggja mánaða fangelsi. Dómarnir voru allir skilorðsbundnir í þrjú ár. Innlent 14.10.2005 06:40 Verðhækkanir leiði til nýrra leiða Bensínverðhækkanirnar eru jákvæðar að mati Péturs Blöndals, formanns efnahags- og viðskiptanefndar. Hann segir þær verða til þess að leitað verði nýrra leiða við orkugjöf og þar komi Íslendingar sterkir inn. Innlent 14.10.2005 06:40 Greiði Kynnisferðum tíund Rútubílaeigendur gera alvarlegar athugasemdir við útboð ríkisins á sérleyfisakstri. Í skilmálum er gert ráð fyrir að Kynnisferðir fái í sinn hlut tíu prósent af sölu farmiða og að sérleyfishafar greiði Vegagerðinni 70 milljónir króna í aðstöðugjald. Innlent 14.10.2005 06:40 Aðstoð kemur víða að Yfir fjörutíu lönd hafa boðið Bandaríkjamönnum aðstoð sína, meðal annars þau ríki sem verst urðu fyrir barðinu á flóðbylgjunni á öðrum degi jóla og önnur sem hingað til hafa ekki verið mjög elsk að ríkisstjórninni í Washington. Erlent 14.10.2005 06:40 Alelda á augabragði Hús við Mjóstræti á Siglufirði er gjörónýtt eftir að hafa brunnið í fyrrinótt. Til allrar mildi höfðu íbúar þess flutt úr húsinu og tekið alla búslóðina deginum áður en brunin varð. Húsið stóð því autt. Innlent 14.10.2005 06:40 Föngum hafnað á öryggisgeðdeild Geðsjúkir fangar eru ekki teknir inn á sérhæfða öryggisgeðdeild á Kleppsspítala, segir Valtýr Sigurðsson fangelsismálastjóri. Hann hefur ítrekað vakið athygli stjórnvalda á stöðu heilbrigðismála fanga og bindur miklar vonir við nýtt fangelsi. Innlent 14.10.2005 06:40 Fuglaflensa í rénun í Rússlandi Fuglaflensufaraldurinn sem borist hefur um Rússland og Kasakstan undanfarin einn og hálfan mánuð virðist í rénun, að sögn yfirvalda í löndunum. Þau segja að tekist hafi að hefta útbreiðslu veirunnar, m.a. með því að setja fjölmarga bæi og býli í sóttkví. Auk þess sé farið að kólna og þá sé veiran ekki eins skæð. Erlent 14.10.2005 06:40 Bólar ekki á ómerktum bílum Lögreglan á Akranesi hafði í gær ekki enn fengið fyrirmæli um aukið umferðareftirlit á götum bæjarins, en vefmiðillinn Skessuhorn boðaði það í viðtali við Ólaf Þór Hauksson sýslumann í lok síðasta mánaðar. Innlent 14.10.2005 06:40 IKEA innkallar fjöltengi IKEA hefur innkallað svokölluð Rabalder-fjöltengi og biður þá viðskiptavini sem hafa keypt það að hætta strax að nota það og skila því til verslunarinnar, en varan var seld á tímabilinu apríl til ágúst á þessu ári. Innlent 14.10.2005 06:40 Íslenskukennsla flyst til Mímis Námsflokkar Reykjavíkur, sem heyra undir menntasvið Reykjavíkurborgar, munu skrifa undir þriggja ára þjónustusamning um íslenskukennslu fyrir útlendinga sem búsettir eru í Reykjavík, við Mími-símenntun í dag. Þá tekur samningurinn einnig til þróunar kennsluhátta í íslensku fyrir útlendinga. Innlent 14.10.2005 06:40 Tyrkland hafi uppfyllt kröfur ESB „Tyrkland hefur komið til móts við allar kröfur Evrópusambandsins, nú verður ekki meira að gert.“ Þetta sagði Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands í dag, en samningaviðræður um inngöngu Tyrklands í Evrópusambandið eiga að hefjast 3. október. Ekki eru allir meðlimir sambandsins sammála honum. Erlent 14.10.2005 06:40 Reykholtskirkja fær velgjörðarmann Kirkjan í Reykholti hefur eignast norskan auðjöfur sem velgjörðarmann, en hann hefur styrkt kirkjuna um milljónir króna síðustu tvö ár. Innlent 14.10.2005 06:40 Lego flytur störf til Tékklands Danska leikfangafyrirtækið Lego hefur tilkynnt að verksmiðja félagsins í Sviss ásamt fimm dreifingarstöðvum víðs vegar um Evrópu verði flutt til Tékklands. Þetta kemur fram í <em>Vegvísi</em> KB banka. Um 540 starfsmenn munu missa vinnu sína vegna skipulagsbreytinganna en ástæða þess að verksmiðjunni verður lokað í Sviss er hár launa- og framleiðslukostnaður þar í landi. Viðskipti erlent 14.10.2005 06:40 Nýr útvarpsstjóri Páll Magnússon tók við starfi útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins í dag. Hann segir engar stórvægilegar breytingar á fyrstu dögum sínum í embætti. Dagurinn lagðist vel í nýja útvarpsstjórann og hann heilsaði upp á starfsfólkið og ræddi við yfirmenn stofnunarinnar. Innlent 14.10.2005 06:40 Lýsa ábyrgð á Lundúnaárásum Í myndbandsupptöku sem birt var í gær lýsti Ayman al-Zawahri, sem talinn er vera næstæðsti maður al-Kaída, yfir ábyrgð hryðjuverkanetsins á sjálfsmorðssprengjuárásunum í Lundúnum 7. júlí síðastliðinn. Erlent 14.10.2005 06:40 Fagnar afstöðu í flugvallarmálinu Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir það stórtíðindi að Sjálfstæðismenn hafi tekið afdráttarlausa afstöðu til flugvallarins í Vatnsmýrinni. Hann fagnar viðsnúningi Sjálfstæðismanna, sem hafi dregið lappirnar í málinu hingað til. Innlent 14.10.2005 06:40 Verstu hamfarir í sögu BNA Nú er talið að þúsundir hafi týnt lífi þegar fellibylurinn Katrín gekk yfir suðurströnd Bandaríkjanna. Uppbyggingarstarf gæti tekið áratugi. Þjófar láta greipar sópa á hamfarasvæðunum og ástandið einkennist af glundroða.Áhrifin af völdum fellibylsins Katrínar koma æ betur í ljós. Hamfarirnar eru einhverjar þær verstu í sögu Bandaríkjanna, bæði hvað varðar mannfall og eignatjón. Erlent 14.10.2005 06:40 Hagnaðaraukning flugstöðvar Hagnaður Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á fyrri hluta ársins nam tæplega 320 milljónum króna samanborið við 176 milljónir árið á undan. Hagnaðurinn er að meginhluta tilkominn vegna aukinna tekna af verslunarrekstri dótturfélaga og vegna hagstæðs gengis. Innlent 14.10.2005 06:40 Leiðtogar heims fagna Samstöðu Fjöldi þjóðarleiðtoga komu saman í Gdansk í Póllandi á þriðjudag til að minnast þess að aldarfjórðungur er liðinn frá því að pólskir verkamenn stofnuðu hreyfinguna Samstöðu, undir forystu Lech Walesa. Erlent 14.10.2005 06:40 al-Qaeda lýsa yfir ábyrgð Hryðjuverkasamtökin al-Qaeda hafa lýst yfir ábyrgð á spengjuárásunum á London í júlí. Sjónvarpsstöðin Al-Jazeera greindi rétt í þessu frá myndbandi, þar sem samtökin lýsa ábyrgð á árásunum og hóta frekari árásum á Evrópu. Erlent 14.10.2005 06:40 Lægsta verðið oftast í Bónus Verslanir Bónus eru oftast með lægsta verðið á drykkjarvörum og tilbúnum réttum á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt nýrri verðkönnun Alþýðusambands Íslands. Innlent 14.10.2005 06:40 Ný safnstjóri Listasafns Í dag tók Hafþór Yngvason til starfa sem safnstjóri við Listasafn Reykjavíkur. Í gær afhenti Eiríkur Þorláksson fráfarandi safnstjóri Listasafnsins Hafþóri formlega lyklavöldin að safninu sem voru þrír táknrænir lyklar fyrir hvert hús safnsins; Hafnarhús, Kjarvalsstaði og Ásmundarsafn. Innlent 14.10.2005 06:40 Ætluðu að ráðast á Los Angeles Fjórir félagar í öfgafullu íslömsku fangagengi voru ákærðir í fyrradag fyrir að hafa áformað hryðjuverkaárás í Los Angeles. Erlent 14.10.2005 06:40 Frjálsyndir og Framsókn engan mann inn Sjálfstæðisflokkurinn fengi 47,7% atkvæða og átta borgarfulltrúa, ef kosið yrði nú til borgarstjórnarskosninga, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið, dagana 25.-29. ágúst, og birt er í blaðinu í dag. Innlent 14.10.2005 06:40 « ‹ ›
Samúðarskeyti til BNA og Íraks Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur sent George Bush Bandaríkjaforseta samúðarskeyti fyrir hönd ríkisstjórnarinnar vegna manntjónsins sem orðið hefur í Bandaríkjunum vegna fellibylsins Katrínar á síðustu dögum. Þá hefur hann einnig sent Ibrahim al-Jafari, forsætisráðherra Íraks, samúðarskeyti vegna harmleiksins fyrr í vikunni þegar tæplega þúsund Írakar létu lífið í Kazamiyah-hverfinu í Bagdad. Innlent 14.10.2005 06:40
Beslan-mæður hitta Pútín Fulltrúar mæðra sem misstu börn sín í umsátrinu um barnaskólann í Beslan í Norður-Ossetíu í suðurhluta Rússlands fyrir réttu ári eiga að hitta Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í dag. 331 lét lífið í umsátrinu, helmingurinn börn. Erlent 14.10.2005 06:40
Ekki færri sólskinsstundir í 36 ár Ágústmánuður var nokkuð í meðallagi á suðvesturhorni landsins en blautur og frekar kaldur norðanlands. Sólskinsstundir í ágústmánuði á Akureyri hafa ekki verið jafnfáar í 36 ár. Innlent 14.10.2005 06:40
Ragnar Sær sækist eftir 5. sætinu Ragnar Sær Ragnarsson, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, hefur ákveðið að gefa kost á sér í fimmta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins vegna borgarstjórnarkosninganna næsta vor, en prófkjörið fer fram í byrjun nóvember næstkomandi. Ragnar Sær hefur undanfarin sjö ár starfað sem sveitarstjóri, fyrst í Biskupstungnahreppi og síðan í Bláskógabyggð. Innlent 14.10.2005 06:40
Slösuðust lítillega í bílveltu Tveir menn voru fluttir á slysadeild eftir að bíll sem þeir voru í valt við Jónsgeisla við Reynisvatnsveg í Grafarholti á tólfta tímanum í gærkvöldi. Að sögn lögreglunnar voru meiðsl mannanna minniháttar, en bifreiðin er mikið skemmd. Innlent 14.10.2005 06:40
Ræða kynferðisofbeldi á ráðstefnu Ráðstefna sem ber nafnið „Norðurlönd - Griðland fyrir ofbeldismenn?“ hefst á Grandhóteli í dag á vegum Stígamóta og regnhlífarsamtakanna „Nordiske kvinner mot vold“ sem voru stofnuð í Noregi árið 1994. Samtökin einbeita sér meðal annars að baráttunni gegn kynferðisofbeldi og á yfirskrift ráðstefnunnar rætur að rekja til reynslu Stígamóta og annarra kvennaathvarfa á Norðurlöndunum, en reynsla þeirra er svipuð. Innlent 14.10.2005 06:40
Þrír fengu skilorð Þrír ungir menn um og yfir tvítugt voru í gær dæmdir fyrir innbrot í tölvuverslun þar sem þeir stálu vörum fyrir tæpar 600 þúsund krónur. Sá sem þyngstan dóm hlaut var dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar, en hinir tveir í þriggja mánaða fangelsi. Dómarnir voru allir skilorðsbundnir í þrjú ár. Innlent 14.10.2005 06:40
Verðhækkanir leiði til nýrra leiða Bensínverðhækkanirnar eru jákvæðar að mati Péturs Blöndals, formanns efnahags- og viðskiptanefndar. Hann segir þær verða til þess að leitað verði nýrra leiða við orkugjöf og þar komi Íslendingar sterkir inn. Innlent 14.10.2005 06:40
Greiði Kynnisferðum tíund Rútubílaeigendur gera alvarlegar athugasemdir við útboð ríkisins á sérleyfisakstri. Í skilmálum er gert ráð fyrir að Kynnisferðir fái í sinn hlut tíu prósent af sölu farmiða og að sérleyfishafar greiði Vegagerðinni 70 milljónir króna í aðstöðugjald. Innlent 14.10.2005 06:40
Aðstoð kemur víða að Yfir fjörutíu lönd hafa boðið Bandaríkjamönnum aðstoð sína, meðal annars þau ríki sem verst urðu fyrir barðinu á flóðbylgjunni á öðrum degi jóla og önnur sem hingað til hafa ekki verið mjög elsk að ríkisstjórninni í Washington. Erlent 14.10.2005 06:40
Alelda á augabragði Hús við Mjóstræti á Siglufirði er gjörónýtt eftir að hafa brunnið í fyrrinótt. Til allrar mildi höfðu íbúar þess flutt úr húsinu og tekið alla búslóðina deginum áður en brunin varð. Húsið stóð því autt. Innlent 14.10.2005 06:40
Föngum hafnað á öryggisgeðdeild Geðsjúkir fangar eru ekki teknir inn á sérhæfða öryggisgeðdeild á Kleppsspítala, segir Valtýr Sigurðsson fangelsismálastjóri. Hann hefur ítrekað vakið athygli stjórnvalda á stöðu heilbrigðismála fanga og bindur miklar vonir við nýtt fangelsi. Innlent 14.10.2005 06:40
Fuglaflensa í rénun í Rússlandi Fuglaflensufaraldurinn sem borist hefur um Rússland og Kasakstan undanfarin einn og hálfan mánuð virðist í rénun, að sögn yfirvalda í löndunum. Þau segja að tekist hafi að hefta útbreiðslu veirunnar, m.a. með því að setja fjölmarga bæi og býli í sóttkví. Auk þess sé farið að kólna og þá sé veiran ekki eins skæð. Erlent 14.10.2005 06:40
Bólar ekki á ómerktum bílum Lögreglan á Akranesi hafði í gær ekki enn fengið fyrirmæli um aukið umferðareftirlit á götum bæjarins, en vefmiðillinn Skessuhorn boðaði það í viðtali við Ólaf Þór Hauksson sýslumann í lok síðasta mánaðar. Innlent 14.10.2005 06:40
IKEA innkallar fjöltengi IKEA hefur innkallað svokölluð Rabalder-fjöltengi og biður þá viðskiptavini sem hafa keypt það að hætta strax að nota það og skila því til verslunarinnar, en varan var seld á tímabilinu apríl til ágúst á þessu ári. Innlent 14.10.2005 06:40
Íslenskukennsla flyst til Mímis Námsflokkar Reykjavíkur, sem heyra undir menntasvið Reykjavíkurborgar, munu skrifa undir þriggja ára þjónustusamning um íslenskukennslu fyrir útlendinga sem búsettir eru í Reykjavík, við Mími-símenntun í dag. Þá tekur samningurinn einnig til þróunar kennsluhátta í íslensku fyrir útlendinga. Innlent 14.10.2005 06:40
Tyrkland hafi uppfyllt kröfur ESB „Tyrkland hefur komið til móts við allar kröfur Evrópusambandsins, nú verður ekki meira að gert.“ Þetta sagði Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands í dag, en samningaviðræður um inngöngu Tyrklands í Evrópusambandið eiga að hefjast 3. október. Ekki eru allir meðlimir sambandsins sammála honum. Erlent 14.10.2005 06:40
Reykholtskirkja fær velgjörðarmann Kirkjan í Reykholti hefur eignast norskan auðjöfur sem velgjörðarmann, en hann hefur styrkt kirkjuna um milljónir króna síðustu tvö ár. Innlent 14.10.2005 06:40
Lego flytur störf til Tékklands Danska leikfangafyrirtækið Lego hefur tilkynnt að verksmiðja félagsins í Sviss ásamt fimm dreifingarstöðvum víðs vegar um Evrópu verði flutt til Tékklands. Þetta kemur fram í <em>Vegvísi</em> KB banka. Um 540 starfsmenn munu missa vinnu sína vegna skipulagsbreytinganna en ástæða þess að verksmiðjunni verður lokað í Sviss er hár launa- og framleiðslukostnaður þar í landi. Viðskipti erlent 14.10.2005 06:40
Nýr útvarpsstjóri Páll Magnússon tók við starfi útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins í dag. Hann segir engar stórvægilegar breytingar á fyrstu dögum sínum í embætti. Dagurinn lagðist vel í nýja útvarpsstjórann og hann heilsaði upp á starfsfólkið og ræddi við yfirmenn stofnunarinnar. Innlent 14.10.2005 06:40
Lýsa ábyrgð á Lundúnaárásum Í myndbandsupptöku sem birt var í gær lýsti Ayman al-Zawahri, sem talinn er vera næstæðsti maður al-Kaída, yfir ábyrgð hryðjuverkanetsins á sjálfsmorðssprengjuárásunum í Lundúnum 7. júlí síðastliðinn. Erlent 14.10.2005 06:40
Fagnar afstöðu í flugvallarmálinu Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir það stórtíðindi að Sjálfstæðismenn hafi tekið afdráttarlausa afstöðu til flugvallarins í Vatnsmýrinni. Hann fagnar viðsnúningi Sjálfstæðismanna, sem hafi dregið lappirnar í málinu hingað til. Innlent 14.10.2005 06:40
Verstu hamfarir í sögu BNA Nú er talið að þúsundir hafi týnt lífi þegar fellibylurinn Katrín gekk yfir suðurströnd Bandaríkjanna. Uppbyggingarstarf gæti tekið áratugi. Þjófar láta greipar sópa á hamfarasvæðunum og ástandið einkennist af glundroða.Áhrifin af völdum fellibylsins Katrínar koma æ betur í ljós. Hamfarirnar eru einhverjar þær verstu í sögu Bandaríkjanna, bæði hvað varðar mannfall og eignatjón. Erlent 14.10.2005 06:40
Hagnaðaraukning flugstöðvar Hagnaður Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á fyrri hluta ársins nam tæplega 320 milljónum króna samanborið við 176 milljónir árið á undan. Hagnaðurinn er að meginhluta tilkominn vegna aukinna tekna af verslunarrekstri dótturfélaga og vegna hagstæðs gengis. Innlent 14.10.2005 06:40
Leiðtogar heims fagna Samstöðu Fjöldi þjóðarleiðtoga komu saman í Gdansk í Póllandi á þriðjudag til að minnast þess að aldarfjórðungur er liðinn frá því að pólskir verkamenn stofnuðu hreyfinguna Samstöðu, undir forystu Lech Walesa. Erlent 14.10.2005 06:40
al-Qaeda lýsa yfir ábyrgð Hryðjuverkasamtökin al-Qaeda hafa lýst yfir ábyrgð á spengjuárásunum á London í júlí. Sjónvarpsstöðin Al-Jazeera greindi rétt í þessu frá myndbandi, þar sem samtökin lýsa ábyrgð á árásunum og hóta frekari árásum á Evrópu. Erlent 14.10.2005 06:40
Lægsta verðið oftast í Bónus Verslanir Bónus eru oftast með lægsta verðið á drykkjarvörum og tilbúnum réttum á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt nýrri verðkönnun Alþýðusambands Íslands. Innlent 14.10.2005 06:40
Ný safnstjóri Listasafns Í dag tók Hafþór Yngvason til starfa sem safnstjóri við Listasafn Reykjavíkur. Í gær afhenti Eiríkur Þorláksson fráfarandi safnstjóri Listasafnsins Hafþóri formlega lyklavöldin að safninu sem voru þrír táknrænir lyklar fyrir hvert hús safnsins; Hafnarhús, Kjarvalsstaði og Ásmundarsafn. Innlent 14.10.2005 06:40
Ætluðu að ráðast á Los Angeles Fjórir félagar í öfgafullu íslömsku fangagengi voru ákærðir í fyrradag fyrir að hafa áformað hryðjuverkaárás í Los Angeles. Erlent 14.10.2005 06:40
Frjálsyndir og Framsókn engan mann inn Sjálfstæðisflokkurinn fengi 47,7% atkvæða og átta borgarfulltrúa, ef kosið yrði nú til borgarstjórnarskosninga, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið, dagana 25.-29. ágúst, og birt er í blaðinu í dag. Innlent 14.10.2005 06:40