Fréttir

Fréttamynd

Samúðarskeyti til BNA og Íraks

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur sent George Bush Bandaríkjaforseta samúðarskeyti fyrir hönd ríkisstjórnarinnar vegna manntjónsins sem orðið hefur í Bandaríkjunum vegna fellibylsins Katrínar á síðustu dögum. Þá hefur hann einnig sent Ibrahim al-Jafari, forsætisráðherra Íraks, samúðarskeyti vegna harmleiksins fyrr í vikunni þegar tæplega þúsund Írakar létu lífið í Kazamiyah-hverfinu í Bagdad.

Innlent
Fréttamynd

Beslan-mæður hitta Pútín

Fulltrúar mæðra sem misstu börn sín í umsátrinu um barnaskólann í Beslan í Norður-Ossetíu í suðurhluta Rússlands fyrir réttu ári eiga að hitta Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í dag. 331 lét lífið í umsátrinu, helmingurinn börn.

Erlent
Fréttamynd

Ekki færri sólskinsstundir í 36 ár

Ágústmánuður var nokkuð í meðallagi á suðvesturhorni landsins en blautur og frekar kaldur norðanlands. Sólskinsstundir í ágústmánuði á Akureyri hafa ekki verið jafnfáar í 36 ár.

Innlent
Fréttamynd

Ragnar Sær sækist eftir 5. sætinu

Ragnar Sær Ragnarsson, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, hefur ákveðið að gefa kost á sér í fimmta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins vegna borgarstjórnarkosninganna næsta vor, en prófkjörið fer fram í byrjun nóvember næstkomandi. Ragnar Sær hefur undanfarin sjö ár starfað sem sveitarstjóri, fyrst í Biskupstungnahreppi og síðan í Bláskógabyggð.

Innlent
Fréttamynd

Slösuðust lítillega í bílveltu

Tveir menn voru fluttir á slysadeild eftir að bíll sem þeir voru í valt við Jónsgeisla við Reynisvatnsveg í Grafarholti á tólfta tímanum í gærkvöldi. Að sögn lögreglunnar voru meiðsl mannanna minniháttar, en bifreiðin er mikið skemmd.

Innlent
Fréttamynd

Ræða kynferðisofbeldi á ráðstefnu

Ráðstefna sem ber nafnið „Norðurlönd - Griðland fyrir ofbeldismenn?“ hefst á Grandhóteli í dag á vegum Stígamóta og regnhlífarsamtakanna „Nordiske kvinner mot vold“ sem voru stofnuð í Noregi árið 1994. Samtökin einbeita sér meðal annars að baráttunni gegn kynferðisofbeldi og á yfirskrift ráðstefnunnar rætur að rekja til reynslu Stígamóta og annarra kvennaathvarfa á Norðurlöndunum, en reynsla þeirra er svipuð.

Innlent
Fréttamynd

Þrír fengu skilorð

Þrír ungir menn um og yfir tvítugt voru í gær dæmdir fyrir innbrot í tölvuverslun þar sem þeir stálu vörum fyrir tæpar 600 þúsund krónur. Sá sem þyngstan dóm hlaut var dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar, en hinir tveir í þriggja mánaða fangelsi. Dómarnir voru allir skilorðsbundnir í þrjú ár.

Innlent
Fréttamynd

Verðhækkanir leiði til nýrra leiða

Bensínverðhækkanirnar eru jákvæðar að mati Péturs Blöndals, formanns efnahags- og viðskiptanefndar. Hann segir þær verða til þess að leitað verði nýrra leiða við orkugjöf og þar komi Íslendingar sterkir inn.

Innlent
Fréttamynd

Greiði Kynnisferðum tíund

Rútubílaeigendur gera alvarlegar athugasemdir við útboð ríkisins á sérleyfisakstri. Í skilmálum er gert ráð fyrir að Kynnisferðir fái í sinn hlut tíu prósent af sölu farmiða og að sérleyfishafar greiði Vegagerðinni 70 milljónir króna í aðstöðugjald.

Innlent
Fréttamynd

Aðstoð kemur víða að

Yfir fjörutíu lönd hafa boðið Bandaríkjamönnum aðstoð sína, meðal annars þau ríki sem verst urðu fyrir barðinu á flóðbylgjunni á öðrum degi jóla og önnur sem hingað til hafa ekki verið mjög elsk að ríkisstjórninni í Washington.

Erlent
Fréttamynd

Alelda á augabragði

Hús við Mjóstræti á Siglufirði er gjörónýtt eftir að hafa brunnið í fyrrinótt. Til allrar mildi höfðu íbúar þess flutt úr húsinu og tekið alla búslóðina deginum áður en brunin varð. Húsið stóð því autt.

Innlent
Fréttamynd

Föngum hafnað á öryggisgeðdeild

Geðsjúkir fangar eru ekki teknir inn á sérhæfða öryggisgeðdeild á Kleppsspítala, segir Valtýr Sigurðsson fangelsismálastjóri. Hann hefur ítrekað vakið athygli stjórnvalda á stöðu heilbrigðismála fanga og bindur miklar vonir við nýtt fangelsi.

Innlent
Fréttamynd

Fuglaflensa í rénun í Rússlandi

Fuglaflensufaraldurinn sem borist hefur um Rússland og Kasakstan undanfarin einn og hálfan mánuð virðist í rénun, að sögn yfirvalda í löndunum. Þau segja að tekist hafi að hefta útbreiðslu veirunnar, m.a. með því að setja fjölmarga bæi og býli í sóttkví. Auk þess sé farið að kólna og þá sé veiran ekki eins skæð.

Erlent
Fréttamynd

Bólar ekki á ómerktum bílum

Lögreglan á Akranesi hafði í gær ekki enn fengið fyrirmæli um aukið umferðareftirlit á götum bæjarins, en vefmiðillinn Skessuhorn boðaði það í viðtali við Ólaf Þór Hauksson sýslumann í lok síðasta mánaðar.

Innlent
Fréttamynd

IKEA innkallar fjöltengi

IKEA hefur innkallað svokölluð Rabalder-fjöltengi og biður þá viðskiptavini sem hafa keypt það að hætta strax að nota það og skila því til verslunarinnar, en varan var seld á tímabilinu apríl til ágúst á þessu ári.

Innlent
Fréttamynd

Íslenskukennsla flyst til Mímis

Námsflokkar Reykjavíkur, sem heyra undir menntasvið Reykjavíkurborgar, munu skrifa undir þriggja ára þjónustusamning um íslenskukennslu fyrir útlendinga sem búsettir eru í Reykjavík, við Mími-símenntun í dag. Þá tekur samningurinn einnig til þróunar kennsluhátta í íslensku fyrir útlendinga.

Innlent
Fréttamynd

Tyrkland hafi uppfyllt kröfur ESB

„Tyrkland hefur komið til móts við allar kröfur Evrópusambandsins, nú verður ekki meira að gert.“ Þetta sagði Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands í dag, en samningaviðræður um inngöngu Tyrklands í Evrópusambandið eiga að hefjast 3. október. Ekki eru allir meðlimir sambandsins sammála honum.

Erlent
Fréttamynd

Lego flytur störf til Tékklands

Danska leikfangafyrirtækið Lego hefur tilkynnt að verksmiðja félagsins í Sviss ásamt fimm dreifingarstöðvum víðs vegar um Evrópu verði flutt til Tékklands. Þetta kemur fram í <em>Vegvísi</em> KB banka. Um 540 starfsmenn munu missa vinnu sína vegna skipulagsbreytinganna en ástæða þess að verksmiðjunni verður lokað í Sviss er hár launa- og framleiðslukostnaður þar í landi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Nýr útvarpsstjóri

Páll Magnússon tók við starfi útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins í dag. Hann segir engar stórvægilegar breytingar á fyrstu dögum sínum í embætti. Dagurinn lagðist vel í nýja útvarpsstjórann og hann heilsaði upp á starfsfólkið og ræddi við yfirmenn stofnunarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Lýsa ábyrgð á Lundúnaárásum

Í myndbandsupptöku sem birt var í gær lýsti Ayman al-Zawahri, sem talinn er vera næstæðsti maður al-Kaída, yfir ábyrgð hryðjuverkanetsins á sjálfsmorðssprengjuárásunum í Lundúnum 7. júlí síðastliðinn.

Erlent
Fréttamynd

Fagnar afstöðu í flugvallarmálinu

Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir það stórtíðindi að Sjálfstæðismenn hafi tekið afdráttarlausa afstöðu til flugvallarins í Vatnsmýrinni. Hann fagnar viðsnúningi Sjálfstæðismanna, sem hafi dregið lappirnar í málinu hingað til.

Innlent
Fréttamynd

Verstu hamfarir í sögu BNA

Nú er talið að þúsundir hafi týnt lífi þegar fellibylurinn Katrín gekk yfir suðurströnd Bandaríkjanna. Uppbyggingarstarf gæti tekið áratugi. Þjófar láta greipar sópa á hamfarasvæðunum og ástandið einkennist af glundroða.Áhrifin af völdum fellibylsins Katrínar koma æ betur í ljós. Hamfarirnar eru einhverjar þær verstu í sögu Bandaríkjanna, bæði hvað varðar mannfall og eignatjón.

Erlent
Fréttamynd

Hagnaðaraukning flugstöðvar

Hagnaður Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á fyrri hluta ársins nam tæplega 320 milljónum króna samanborið við 176 milljónir árið á undan. Hagnaðurinn er að meginhluta tilkominn vegna aukinna tekna af verslunarrekstri dótturfélaga og vegna hagstæðs gengis.

Innlent
Fréttamynd

Leiðtogar heims fagna Samstöðu

Fjöldi þjóðarleiðtoga komu saman í Gdansk í Póllandi á þriðjudag til að minnast þess að aldarfjórðungur er liðinn frá því að pólskir verkamenn stofnuðu hreyfinguna Samstöðu, undir forystu Lech Walesa.

Erlent
Fréttamynd

al-Qaeda lýsa yfir ábyrgð

Hryðjuverkasamtökin al-Qaeda hafa lýst yfir ábyrgð á spengjuárásunum á London í júlí. Sjónvarpsstöðin Al-Jazeera greindi rétt í þessu frá myndbandi, þar sem samtökin lýsa ábyrgð á árásunum og hóta frekari árásum á Evrópu.

Erlent
Fréttamynd

Lægsta verðið oftast í Bónus

Verslanir Bónus eru oftast með lægsta verðið á drykkjarvörum og tilbúnum réttum á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt nýrri verðkönnun Alþýðusambands Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Ný safnstjóri Listasafns

Í dag tók Hafþór Yngvason til starfa sem safnstjóri við Listasafn Reykjavíkur. Í gær afhenti Eiríkur Þorláksson fráfarandi safnstjóri Listasafnsins Hafþóri formlega lyklavöldin að safninu sem voru þrír táknrænir lyklar fyrir hvert hús safnsins; Hafnarhús, Kjarvalsstaði og Ásmundarsafn.

Innlent
Fréttamynd

Frjálsyndir og Framsókn engan mann inn

Sjálfstæðisflokkurinn fengi 47,7% atkvæða og átta borgarfulltrúa, ef kosið yrði nú til borgarstjórnarskosninga, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið, dagana 25.-29. ágúst, og birt er í blaðinu í dag.

Innlent