Fréttir Sjávarútvegssýningin fer stækkandi 36 lönd sýna framleiðslu sína á Íslensku sjávarútvegssýningunni, sem verður opnuð í Smáranum á morgun. Allt sýningarpláss seldist upp. Íslenska sjávarútvegssýningin fer stöðugt stækkandi og er með þeim stærstu sem haldnar eru á þessu sviði, í heiminum. Sýningin er fyrst og fyrst ætluð framleiðendum og fagaðilum og þeir koma víða að úr heiminum. Innlent 13.10.2005 19:47 Lækkandi olíuverð Olíuverð hefur lækkað töluvert undanfarna daga og er nú lægra en það var áður en fellibylurinn Katrín gekk yfir suðurströnd Bandaríkjanna. Verðið á olíutunnu á mörkuðum í Bandaríkjunum er nú tæpir sextíu og sjö dollarar en ástæður lækkunarinnar eru ákvörðun iðnríkja að veita olíu úr neyðarbirgðum á markað auk þess sem olíuhreinsunarstöðvar við Mexíkóflóa eru margar hverjar teknar til starfa á ný. Erlent 13.10.2005 19:47 Skip farin til síldveiða Fyrsta síldveiðiskipið er komið á síldarmiðin út af Austfjörðum og eins og oft áður eru það Hornfirðingar sem ríða á vaðið. Innlent 13.10.2005 19:47 Halldór ráðinn framkvæmdastjóri Halldór Jóhannsson viðskiptafræðingur verður næsti framkvæmdastjóri KEA. Stjórn félagsins ákvað á síðasta fundi sínum að ráða hann til starfa í stað Andra Teitssonar sem lætur af störfum. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:47 Rauði krossinn býður aðstoð Rauði kross Íslands hefur boðið bandaríska Rauða krossinum aðstoð vegna hjálparstarfsins í suðurhluta Bandaríkjanna í kjölfar fellibylsins Katrínar. Um er að ræða fimm til tíu manna teymi sem vinna í fjöldahjálparskýlum þar er tekið á móti fólki sem hefur þurft að yfirgefa heimili sín. Innlent 13.10.2005 19:47 Róbótar svar við lágum launum Fyrirtæki á Vesturlöndum hafa á undanförnum árum verið að flytja framleiðslu sína í stórum stíl til Asíu og annarra heimshluta þar sem laun eru margfallt lægri en í iðnríkjunum. Vesturlönd eiga fá svör við við lágum launum en Marel hyggst nú útvega svör, allavega í matvælaiðnaði. Innlent 13.10.2005 19:47 Heyrðu sprengingu í vélinni Hafin er rannsókn á orsökum flugslyssins í Indónesíu sem varð í fyrradag þar sem að minnsta kosti 149 létu lífið. Erlent 13.10.2005 19:47 Ekki eins alvarlega slasaðir Komið hefur í ljós að tveir af þeim þremur mönnum sem meiddust í tveimur vinnuslysum við Kárahnjúka í gær, eru ekki jafn alvarlega slasaðir og í upphafi var talið. Innlent 13.10.2005 19:47 Miklir annmarkar á ákærunum Héraðsdómur Reykjavíkur telur að slíkir annmarkar séu á ákærunum á hendur sexmenningunum í Baugsmálinu, að líklega verði átján ákæruliðum af fjörutíu vísað frá dómi. Dómurinn boðar aukaþinghald tólfta september til þess að gefa ákæruvaldinu kost á að tjá sig um málið. Innlent 13.10.2005 19:47 Skyrmálið þingfest í Héraðsdómi Mál mótmælendanna Örnu Aspar Magnúsardóttur og Ólafs Páls Sigurðssonar verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en þar munu sakborningarnir taka afstöðu til þess hvort þau játa eða neita. Innlent 13.10.2005 19:47 Sex börn létust í kláfaslysi Sex börn á aldrinum 11 til 13 ára voru meðal níu fórnarlamba í kláfslysinu í Austurríki í fyrradag. Sjö til viðbótar slösuðust, þar af tveir alvarlega. Erlent 13.10.2005 19:47 Skemmdir á Nordica endurmetnar Komið hefur í ljós að ofmetnar voru skemmdir á tækjum og innanstokksmunum í ráðstefnusal á Hótel Nordica eftir grænar slettur mótmælenda í sumar. Þingfest var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær mál á hendur Ólafi Páli Sigurðssyni og Örnu Ösp Magnúsardóttur fyrir aðild þeirra. Innlent 13.10.2005 19:47 Óttast að þúsundir hafi farist Nauðsynlegt er að flytja alla íbúa frá New Orleans svo uppbyggingarstarf geti hafist. Fjöldi fólks neitar þó að yfirgefa heimili sín. Farið er að safna saman líkum af götum borgarinnar og óttast. Erlent 13.10.2005 19:46 Erfitt að flytja inn vinnuafl Erfiðlega gengur að fá leyfi fyrir erlendu vinnuafli í störf sem Íslendingar vilja ekki vinna. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir að breytinga sé að vænta. Innlent 13.10.2005 19:47 Máttleysi stjórnvalda gagnrýnt Viðbrögðin við Katrínu og afleiðingum hennar hafa verið harðlega gagnrýnd. Íbúar skilja ekki hvers vegna ekkert var gert til að koma í veg fyrir hörmungarnar og hvers vegna enginn kom þeim til hjálpar þegar í stað. Íslenskir verkfræðingar segja að það hafi verið fyrirsjáanlegt hvernig færi áður en Katrín skall á. Erlent 13.10.2005 19:47 Ekið á barn við Álakvísl Tólf ára drengur var fluttur á sjúkrahús laust eftir klukkan sex í kvöld eftir að hafa hjólað inn í hlið bifreiðar við Álakvísl í Reykjavík. Lögregla taldi drenginn þó hafa sloppið vel og meiðsli óveruleg. Innlent 13.10.2005 19:47 Pútín ætlar ekki að sitja áfram Vladimir Pútín, forseti Rússlands, ætlar ekki að reyna að sitja áfram sem forseti þegar síðara kjörtímabil hans rennur út árið 2008. Þetta sagði forsetinn á fundi með fræðimönnum og stjórnmálaskýrendum í Moskvu í gær. Erlent 13.10.2005 19:47 Óvissa um greiðslukortabrot Dómarar Héraðsdóms Reykjavíkur í máli ákæruvaldsins gegn Baugsfeðgum og fjórum öðrum sakborningum hafa vakið athygli ákæruvaldsins á því að slíkir annmarkar kunni að vera á átján af fjörutíu liðum ákærunnar að úr þeim verði ekki bætt í málarekstrinum. Dómur verði því ekki kveðinn upp um efni þeirra. Innlent 13.10.2005 19:47 Verður einn daginn satt og rétt Gísli Marteinn Baldursson, segir ekkert óheiðarlegt hafa legið að baki þegar hann sagðist hafa lokið BA- gráðu í stjórnmálafræði eins og kemur fram í Samtíðarmönnum. Innlent 14.10.2005 06:40 Stefnir í tvísýnar kosningar Fylgiskannanir sýna lítilsháttar aukinn stuðning við hægriflokkana í Noregi þegar aðeins vika er til kosninga. Erlent 14.10.2005 06:40 Vill að læknar reki sjúkrahús Spítali sem rekinn er af læknum myndi skapa faglega samkeppni, bætta þjónustu við sjúklinga og aukið starfsöryggi lækna. Þetta segir Tómas Helgason prófessor, sem vill sjá slíkan spítala. Framkvæmdastjóri lækninga LSH er ósammála. </font /></b /> Innlent 14.10.2005 06:40 Fimmtán lifðu af flugslys Þota í innanlandsflugi hrapaði niður í íbúðahverfi í Indónesíu aðeins fáeinum sekúndum eftir flugtak með þeim afleiðingum að í það minnsta 131 létust, margir þeirra voru á jörðu niðri. Fimmtán farþegar lifðu flugslysið af og sátu þeir allir aftast í vélinni. Erlent 14.10.2005 06:40 Rannsókn á Beslan Rússneskir saksóknarar fóru til Beslan í gær eftir að Pútín Rússlandsforseti fyrirskipaði rannsókn á öllum þáttum gíslatökumálsins í barnaskólanum í Beslan sem átti sér stað fyrir ári er alls 331 létu lífið, flest börn. Erlent 14.10.2005 06:40 Verkamannaflokkurinn tapar fylgi Norski Verkamannaflokkurinn, undir forystu Jens Stoltenberg, tapar örlitlu fylgi í nýrri skoðanakönnun norska dagblaðsins og ríkisútvarpsins NRK, en um þriðjungur Norðmanna segist ætla að kjósa flokkinn í þingkosningunum sem fram fara í Noregi 12. september næstkomandi. Erlent 14.10.2005 06:40 Efnahagsleg áhrif um allan heim Afleiðingar fellibyljarins Katrínar á Mexíkóflóa munu ná um allan heim á næsta ári að því er hagfræðingar hafa bent á. Ástæðurnar eru þær að hækkandi olíuverð hefur áhrif á efnhahagskerfi um allan heim. Erlent 14.10.2005 06:40 Bensínskortur í Írak Stjórnvöld í Írak hafa ákveðið að takmarka umferð í Bagdad og nágrenni vegna skorts á bensíni. Þannig munu bifreiðar með númer, sem enda á sléttri tölu, fá að aka þar um annan hvern dag og hinir með oddatölu aðra daga. Írak er þriðja mesta olíuframleiðsluríki heims, en annar ekki eftirspurn á heimamarkaði meðal annars vegna þess að olíuhreinsunarstöðvar virka ekki sem skyldi. Erlent 14.10.2005 06:40 Nýr forseti hæstréttar BNA George Bush Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt John Roberts sem nýjan forseta Hæstaréttar. Roberts tekur við af William H. Rehnquist sem lést fyrir skömmu. Erlent 14.10.2005 06:40 Heilsuverndarstöðin sett í sölu Ráðgert er að auglýsa gömlu Heilsuverndarstöðina til sölu innan tveggja vikna. Forstjóri Heilsugæslunnar, sem þar er til húsa, telur meira liggja á að finna húsnæði fyrir miðstöð heimahjúkrunar sem þarf að flytja fyrir vorið. </font /></b /> Innlent 14.10.2005 06:40 Átök um lóðir við Úlfarsfell Reykjavíkurborg undirbýr að fullum krafti 450 sérbýlis- og fjölbýlishúsalóðir undir Úlfarsfelli fyrir næst áramót. "Borgin kemur þarna til móts við óskir borgarbúa um aukið lóðaframboð," segir Alfreð Þorsteinsson borgarfulltrúi R-listans. Innlent 14.10.2005 06:40 Kveikt í blaðabunka á Selfossi Kveikt var í blaðabunka við aðalinngang Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi í nótt. Lögreglan fór þegar á vettvang og slökkti eldinn með slökkvitæki. Að sögn lögreglunnar á Selfossi hafði verið kveikt í tímaritabunka sem hafði væntanlega verið borinn út í skólann um helgina. Innlent 14.10.2005 06:40 « ‹ ›
Sjávarútvegssýningin fer stækkandi 36 lönd sýna framleiðslu sína á Íslensku sjávarútvegssýningunni, sem verður opnuð í Smáranum á morgun. Allt sýningarpláss seldist upp. Íslenska sjávarútvegssýningin fer stöðugt stækkandi og er með þeim stærstu sem haldnar eru á þessu sviði, í heiminum. Sýningin er fyrst og fyrst ætluð framleiðendum og fagaðilum og þeir koma víða að úr heiminum. Innlent 13.10.2005 19:47
Lækkandi olíuverð Olíuverð hefur lækkað töluvert undanfarna daga og er nú lægra en það var áður en fellibylurinn Katrín gekk yfir suðurströnd Bandaríkjanna. Verðið á olíutunnu á mörkuðum í Bandaríkjunum er nú tæpir sextíu og sjö dollarar en ástæður lækkunarinnar eru ákvörðun iðnríkja að veita olíu úr neyðarbirgðum á markað auk þess sem olíuhreinsunarstöðvar við Mexíkóflóa eru margar hverjar teknar til starfa á ný. Erlent 13.10.2005 19:47
Skip farin til síldveiða Fyrsta síldveiðiskipið er komið á síldarmiðin út af Austfjörðum og eins og oft áður eru það Hornfirðingar sem ríða á vaðið. Innlent 13.10.2005 19:47
Halldór ráðinn framkvæmdastjóri Halldór Jóhannsson viðskiptafræðingur verður næsti framkvæmdastjóri KEA. Stjórn félagsins ákvað á síðasta fundi sínum að ráða hann til starfa í stað Andra Teitssonar sem lætur af störfum. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:47
Rauði krossinn býður aðstoð Rauði kross Íslands hefur boðið bandaríska Rauða krossinum aðstoð vegna hjálparstarfsins í suðurhluta Bandaríkjanna í kjölfar fellibylsins Katrínar. Um er að ræða fimm til tíu manna teymi sem vinna í fjöldahjálparskýlum þar er tekið á móti fólki sem hefur þurft að yfirgefa heimili sín. Innlent 13.10.2005 19:47
Róbótar svar við lágum launum Fyrirtæki á Vesturlöndum hafa á undanförnum árum verið að flytja framleiðslu sína í stórum stíl til Asíu og annarra heimshluta þar sem laun eru margfallt lægri en í iðnríkjunum. Vesturlönd eiga fá svör við við lágum launum en Marel hyggst nú útvega svör, allavega í matvælaiðnaði. Innlent 13.10.2005 19:47
Heyrðu sprengingu í vélinni Hafin er rannsókn á orsökum flugslyssins í Indónesíu sem varð í fyrradag þar sem að minnsta kosti 149 létu lífið. Erlent 13.10.2005 19:47
Ekki eins alvarlega slasaðir Komið hefur í ljós að tveir af þeim þremur mönnum sem meiddust í tveimur vinnuslysum við Kárahnjúka í gær, eru ekki jafn alvarlega slasaðir og í upphafi var talið. Innlent 13.10.2005 19:47
Miklir annmarkar á ákærunum Héraðsdómur Reykjavíkur telur að slíkir annmarkar séu á ákærunum á hendur sexmenningunum í Baugsmálinu, að líklega verði átján ákæruliðum af fjörutíu vísað frá dómi. Dómurinn boðar aukaþinghald tólfta september til þess að gefa ákæruvaldinu kost á að tjá sig um málið. Innlent 13.10.2005 19:47
Skyrmálið þingfest í Héraðsdómi Mál mótmælendanna Örnu Aspar Magnúsardóttur og Ólafs Páls Sigurðssonar verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en þar munu sakborningarnir taka afstöðu til þess hvort þau játa eða neita. Innlent 13.10.2005 19:47
Sex börn létust í kláfaslysi Sex börn á aldrinum 11 til 13 ára voru meðal níu fórnarlamba í kláfslysinu í Austurríki í fyrradag. Sjö til viðbótar slösuðust, þar af tveir alvarlega. Erlent 13.10.2005 19:47
Skemmdir á Nordica endurmetnar Komið hefur í ljós að ofmetnar voru skemmdir á tækjum og innanstokksmunum í ráðstefnusal á Hótel Nordica eftir grænar slettur mótmælenda í sumar. Þingfest var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær mál á hendur Ólafi Páli Sigurðssyni og Örnu Ösp Magnúsardóttur fyrir aðild þeirra. Innlent 13.10.2005 19:47
Óttast að þúsundir hafi farist Nauðsynlegt er að flytja alla íbúa frá New Orleans svo uppbyggingarstarf geti hafist. Fjöldi fólks neitar þó að yfirgefa heimili sín. Farið er að safna saman líkum af götum borgarinnar og óttast. Erlent 13.10.2005 19:46
Erfitt að flytja inn vinnuafl Erfiðlega gengur að fá leyfi fyrir erlendu vinnuafli í störf sem Íslendingar vilja ekki vinna. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir að breytinga sé að vænta. Innlent 13.10.2005 19:47
Máttleysi stjórnvalda gagnrýnt Viðbrögðin við Katrínu og afleiðingum hennar hafa verið harðlega gagnrýnd. Íbúar skilja ekki hvers vegna ekkert var gert til að koma í veg fyrir hörmungarnar og hvers vegna enginn kom þeim til hjálpar þegar í stað. Íslenskir verkfræðingar segja að það hafi verið fyrirsjáanlegt hvernig færi áður en Katrín skall á. Erlent 13.10.2005 19:47
Ekið á barn við Álakvísl Tólf ára drengur var fluttur á sjúkrahús laust eftir klukkan sex í kvöld eftir að hafa hjólað inn í hlið bifreiðar við Álakvísl í Reykjavík. Lögregla taldi drenginn þó hafa sloppið vel og meiðsli óveruleg. Innlent 13.10.2005 19:47
Pútín ætlar ekki að sitja áfram Vladimir Pútín, forseti Rússlands, ætlar ekki að reyna að sitja áfram sem forseti þegar síðara kjörtímabil hans rennur út árið 2008. Þetta sagði forsetinn á fundi með fræðimönnum og stjórnmálaskýrendum í Moskvu í gær. Erlent 13.10.2005 19:47
Óvissa um greiðslukortabrot Dómarar Héraðsdóms Reykjavíkur í máli ákæruvaldsins gegn Baugsfeðgum og fjórum öðrum sakborningum hafa vakið athygli ákæruvaldsins á því að slíkir annmarkar kunni að vera á átján af fjörutíu liðum ákærunnar að úr þeim verði ekki bætt í málarekstrinum. Dómur verði því ekki kveðinn upp um efni þeirra. Innlent 13.10.2005 19:47
Verður einn daginn satt og rétt Gísli Marteinn Baldursson, segir ekkert óheiðarlegt hafa legið að baki þegar hann sagðist hafa lokið BA- gráðu í stjórnmálafræði eins og kemur fram í Samtíðarmönnum. Innlent 14.10.2005 06:40
Stefnir í tvísýnar kosningar Fylgiskannanir sýna lítilsháttar aukinn stuðning við hægriflokkana í Noregi þegar aðeins vika er til kosninga. Erlent 14.10.2005 06:40
Vill að læknar reki sjúkrahús Spítali sem rekinn er af læknum myndi skapa faglega samkeppni, bætta þjónustu við sjúklinga og aukið starfsöryggi lækna. Þetta segir Tómas Helgason prófessor, sem vill sjá slíkan spítala. Framkvæmdastjóri lækninga LSH er ósammála. </font /></b /> Innlent 14.10.2005 06:40
Fimmtán lifðu af flugslys Þota í innanlandsflugi hrapaði niður í íbúðahverfi í Indónesíu aðeins fáeinum sekúndum eftir flugtak með þeim afleiðingum að í það minnsta 131 létust, margir þeirra voru á jörðu niðri. Fimmtán farþegar lifðu flugslysið af og sátu þeir allir aftast í vélinni. Erlent 14.10.2005 06:40
Rannsókn á Beslan Rússneskir saksóknarar fóru til Beslan í gær eftir að Pútín Rússlandsforseti fyrirskipaði rannsókn á öllum þáttum gíslatökumálsins í barnaskólanum í Beslan sem átti sér stað fyrir ári er alls 331 létu lífið, flest börn. Erlent 14.10.2005 06:40
Verkamannaflokkurinn tapar fylgi Norski Verkamannaflokkurinn, undir forystu Jens Stoltenberg, tapar örlitlu fylgi í nýrri skoðanakönnun norska dagblaðsins og ríkisútvarpsins NRK, en um þriðjungur Norðmanna segist ætla að kjósa flokkinn í þingkosningunum sem fram fara í Noregi 12. september næstkomandi. Erlent 14.10.2005 06:40
Efnahagsleg áhrif um allan heim Afleiðingar fellibyljarins Katrínar á Mexíkóflóa munu ná um allan heim á næsta ári að því er hagfræðingar hafa bent á. Ástæðurnar eru þær að hækkandi olíuverð hefur áhrif á efnhahagskerfi um allan heim. Erlent 14.10.2005 06:40
Bensínskortur í Írak Stjórnvöld í Írak hafa ákveðið að takmarka umferð í Bagdad og nágrenni vegna skorts á bensíni. Þannig munu bifreiðar með númer, sem enda á sléttri tölu, fá að aka þar um annan hvern dag og hinir með oddatölu aðra daga. Írak er þriðja mesta olíuframleiðsluríki heims, en annar ekki eftirspurn á heimamarkaði meðal annars vegna þess að olíuhreinsunarstöðvar virka ekki sem skyldi. Erlent 14.10.2005 06:40
Nýr forseti hæstréttar BNA George Bush Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt John Roberts sem nýjan forseta Hæstaréttar. Roberts tekur við af William H. Rehnquist sem lést fyrir skömmu. Erlent 14.10.2005 06:40
Heilsuverndarstöðin sett í sölu Ráðgert er að auglýsa gömlu Heilsuverndarstöðina til sölu innan tveggja vikna. Forstjóri Heilsugæslunnar, sem þar er til húsa, telur meira liggja á að finna húsnæði fyrir miðstöð heimahjúkrunar sem þarf að flytja fyrir vorið. </font /></b /> Innlent 14.10.2005 06:40
Átök um lóðir við Úlfarsfell Reykjavíkurborg undirbýr að fullum krafti 450 sérbýlis- og fjölbýlishúsalóðir undir Úlfarsfelli fyrir næst áramót. "Borgin kemur þarna til móts við óskir borgarbúa um aukið lóðaframboð," segir Alfreð Þorsteinsson borgarfulltrúi R-listans. Innlent 14.10.2005 06:40
Kveikt í blaðabunka á Selfossi Kveikt var í blaðabunka við aðalinngang Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi í nótt. Lögreglan fór þegar á vettvang og slökkti eldinn með slökkvitæki. Að sögn lögreglunnar á Selfossi hafði verið kveikt í tímaritabunka sem hafði væntanlega verið borinn út í skólann um helgina. Innlent 14.10.2005 06:40