Fréttir Rússnesku skipverjunum fagnað Rússneskir fjölmiðlar fögnuðu skipverjum á rússneska togaranum Elektron sem þjóðhetjum þegar togarinn lagðist að bryggju í Múrmansk í gærkvöldi eftir sögulegan flótta undan norsku strandgæslunni síðan á laugardag. Norskir fjölmiðlar tala hins vegar um hetjudáð norsku strandgæslumannanna sem hafðir voru í gíslingu í togaranum í nokkra sólarhringa. Erlent 23.10.2005 17:51 Hnífjafnt í Póllandi Fylgi frambjóðendanna tveggja í forsetakosningunum í Póllandi er nánast hnífjafnt aðeins tveimur dögum fyrir síðari umferð kosninganna. Samkvæmt síðustu skoðanakönnunum er fylgi Donalds Tusks 48,8 prósent en fylgi Lechs Kaczynskis 50,2 prósent. Stjórnmálaskýrendur segja útilokað að spá fyrir um hvor stendur uppi sem sigurvegari. Erlent 23.10.2005 17:51 Vinstri-grænir halda flokksþing Landsfundur Vinstri - grænna verður settur klukkan 17.30 og klukkan sex ávarpar Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins landsfundarfulltrúa. Á fjórða hundrað fulltrúar eiga rétt til setu á landsfundinum sem er stærsti landsfundur Vinstri grænna til þessa, en um hundrað manns sátu fyrsta landsfundinn sem haldinn var á Akureyri árið 1999. Innlent 23.10.2005 17:51 Segir þingmönnum sagt rangt til Alþingismönnum hefur verið sagt rangt til um stöðu varnarviðræðna, segir Össur Skarphéðinsson, skuggaráðherra utanríkismála hjá Samfylkingunni. Geir H. Haarde utanríkisráðherra vill ekki ræða málið. </font /> Innlent 23.10.2005 17:51 Skýrsla um morðið á Hariri Sameinuðu þjóðirnar segja leyniþjónustur Sýrlands og Líbanons bera ábyrgð á morðinu á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons. Erlent 23.10.2005 17:51 Stúdentar afhenda ráðherra ályktun Stjórn Stúdentaráðs Háskóla Íslands harmar ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins um að taka beri upp skólagjöld við opinbera háskóla. Stúdentar ætla að afhenda menntamálaráðherra og formanni menntamálanefndar Alþingis ályktun þessa efnis í dag. Innlent 23.10.2005 17:51 Fleygði börnunum sínum í sjóinn Bandarísk kona hefur verið ákærð fyrir að hafa myrt öll þrjú börnin sín. Lashaun Harris, 23 ára gömul kona búsett í Oakland, játaði sök skömmu eftir að hún var handtekin. Lögreglan hefur upplýst að konan hafi sagst hafa fleygt börnunum fram af bryggjunni eftir að raddir í höfði hennar höfðu sagt henni að gera það. Erlent 23.10.2005 17:57 Heitur vetur framundan „Núna þarf að breyta" er yfirskrift landsfundar Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs sem hefst á Grand hóteli í dag. Nýjar áherslur eru á kvenfrelsi í tillögum sem fyrir fundinum liggja. Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins, segir flokkinn betur undir það búinn en nokkru sinni fyrr að fara í ríkisstjórn. Innlent 23.10.2005 17:57 Palestínumenn styðja Saddam Tugir Palestínumanna tóku þátt í mótmælagöngu til stuðnings Saddam Hussein, fyrrverandi einræðisherra Íraks, í Gaza-borg í gærdag. Mótmælendurnir segja Hussein fórnarlamb Bandaríkjamanna og að hann sé einn fárra valdamanna í heiminum sem hefur staðið þétt við bakið á Palestínu í stríðinu gegn Ísrael. Erlent 23.10.2005 17:51 Tveir skammtar af bóluefni Bresk stjórnvöld vilja koma sér upp tveimur skömmtum af bóluefni fyrir hvern einasta landsmann. Aðeins þannig yrði hægt að verja alla þjóðina fyrir fuglaflensunni þar sem ekki er víst að einn skammtur á hvern landsmann myndi duga. Erlent 23.10.2005 17:50 Tugþúsundir í bráðri hættu Tugir þúsunda eru í bráðri hættu og deyja á næstu dögum verði ekki gripið til víðtækra aðgerða þegar í stað. Þetta er mat yfirmanna Sameinuðu þjóðanna sem tóku óvenju djúpt í árinni í dag þegar þeir lýstu hörmungarástandinu í Kasmír. Erlent 23.10.2005 17:51 Misnotaði tólf ára stúlku Hæstiréttur staðfesti í dag tveggja og hálfs árs fangelsisdóm yfir karlmanni sem misnotaði dóttur sambýliskonu sinnar kynferðislega á sex ára tímabili. Maðurinn var fundinn sekur um að hafa fyrst haft samræði við stúlkuna þegar hún var tólf ára, aftur nokkrum sinnum þegar stúlkan var þrettán til fjórtán ára og að lokum þegar hún var átján ára. Innlent 23.10.2005 17:51 Wilma veikist nokkuð Fellibylurinn Wilma er hefur veikst nokkuð og er nú orðinn fjórða stigs fellibylur. Sérfræðingar vara þó við að Wilma gæti átt eftir að styrkjast á nýjan leik. Bandaríska fellibyljamiðstöðin í Miami staðfesti í gær að Wilma hefði náð meiri styrk en nokkur annar fellibylur á Atlantshafi þegar kraftur hennar var sem mestur. Erlent 23.10.2005 17:51 Ágreiningur um varnarsamninginn Utanríkisráðherra segir Íslendinga og Bandaríkjamenn greina á um grundvöll viðræðna um varnarsamninginn. Formaður Vinstri grænna segir stjórnvöld biðja Bandaríkjamenn um tilgangslaus hernaðarumsvif peninganna vegna. Innlent 23.10.2005 17:57 Ostborgarafrumvarpið samþykkt Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt lagafrumvarp sem kemur í veg fyrir að fólk geti höfðað mál á hendur skyndibitakeðjum og krafið þær um skaðabætur vegna offituvandamála sem fólkið glími við. Erlent 23.10.2005 17:51 Skorið úr um málið í Haag Samtök norska sjávarútvegsins eru óvænt fylgjandi því að alþjóðadómstóllinn í Haag verði látinn skera úr um rétt Norðmanna til að stjórna einhliða fiskveiðum á fjölþjóðlega hafsvæðinu við Svalbarða. Undirbúningur íslenskra stjórnvalda fyrir málshöfðun á hendur Norðmönnum fyrir dómstólnum er nú á lokastigi. Innlent 23.10.2005 17:51 Full ástæða til að safnast saman Hjól atvinnulífsins hægja verulega á sér upp úr hádegi á mánudag næstkomandi, þegar konur ganga út af vinnustöðum sínum og þramma niður á Ingólfstorg. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti, segir fulla ástæðu fyrir konur til að safnast saman og berjast fyrir rétti sínum. Innlent 23.10.2005 17:51 Óttast að hætta skapist Steinnunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri segir tilmæli sín vegna kvennafrídags miðast að því að þjónusta verði ekki skert þannig að hætta skapist. Hún lýsir yfir stuðningi við að konur leggi niður störf, sæki börnin sín á leikskóla og frístundaheimili og taki þátt í aðgerðunum. Innlent 23.10.2005 17:51 Lausir úr prísundinni Norsku srandgæslumennirnir tveir, sem var haldið hefur verið nauðugum um borð í rússneksum togaranum Electron, voru fluttir um borð í norskt skip í morgun að sögn rússneskra fjölmiðla. Öll skipin eru nú á Barentshafi skammt frá Kólaskaga. Norðmenn stóðu togarann að ólöglegum veiðum við Svalbarða á laugardag en skipstjóri togarans lagði á flótta með norsku varðskipsmennina innanborðs. Erlent 23.10.2005 17:51 Dæmdir fyrir rán Maður um tvítugt var í gær dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness í tveggja mánaða fangelsi fyrir að ræna verslunina 10/11 í Engihjalla í Kópavogi í apríl. Þar að auki hlaut hann og félagi hans í ráninu sex mánaða skilorðsbundinn dóm til þriggja ára. Innlent 23.10.2005 17:51 Vonsvikinn með hvernig miðar Utanríkisráðherrra var krafinn svara á Alþingi í dag um ástæður þess að slitnaði upp úr viðræðum um varnarsamninginn við Bandaríkjamenn og fullyrðingar þess efnis að formlegar viðræður væru ekki hafnar. Hann sagði vonbrigði að ekki hefði miðað meira áfram í viðræðum. Innlent 23.10.2005 17:51 Flest lyf standa í stað „Einhver lyf lækka, önnur hækka, en flest lyf standa í stað," segir Páll Guðmundsson lyfsali hjá Lyfjum og heilsu í Kringlunni um andstæðar fullyrðingar vegna lækkunar lyfjaverðs í heildsölu. Innlent 23.10.2005 17:57 Kaupa þrjár Airbus-vélar Avion Aircraft Trading, dótturfyrirtæki Avion Group, hefur keypt þrjár Airbus-farþegavélar sem breytt verður í fraktvélar. Vélarnar fást afhentar fullkláraðar á næsta ári og byrjun árs 2007 en heildarkostnaður eftir breytingar er 4,3 milljarðar króna. Viðskipti innlent 23.10.2005 17:51 Öryrkjar mótmæla kjararýrnun Öryrkjabandalag Íslands fagnar þeirri ákvörðun stjórnvalda að leggja til að hluta þeirra fjármuna sem fengust fyrir Landsímann skuli varið til uppbyggingar úrræða fyrir geðfatlaða. Á hinn bóginn sé á engan hátt hægt að fallast á að sú efling feli í sér um leið kjararýrnum lífeyrisþega eins og kemur fram í nýframlögðu fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Innlent 23.10.2005 17:51 63 prósent vilja Vilhjálm Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, nýtur mun meira fylgis en Gísli Marteinn Baldursson, mótframbjóðandi hans í fyrsta sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningar, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup. Innlent 23.10.2005 17:51 Segja hátt gengi ekki skila sér Forsætisráðherra og þingmenn úr nær öllum flokkum gagnrýndu að hátt gengi íslensku krónunnar hefði ekki haft áhrif til lækkunar á matarverði. Þingmaður Samfylkingarinnar spurði hvort það væri almenn skoðun alþingismanna að íslenskir verslunareigendur væru hyski. Innlent 23.10.2005 17:51 Éta það sem býðst Því meiri matur sem fólki er boðið upp á þeim mun meira borðar það, nema maturinn sé grænmeti. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu bandarískra vísindamanna sem leita leiða til að draga úr offitu. Erlent 23.10.2005 17:51 Býður almenningi á ball Haraldur Noregskonungur hefur ákveðið að bjóða fimm hundruð og fimmtíu þegnum sínum, víðs vegar að úr Noregi og úr öllum stéttum, til dansleiks í næsta mánuði. Haraldur, sem hefur átt til rölta um götur Oslóar og líta í verslanir án þess að mikið sé um sýnilega öryggisgæslu, telur dansleikinn tækifæri til að auka enn tengsl sín við landsmenn. Erlent 23.10.2005 17:51 Þingmaður drepinn í Kirgistan Kirgiskur þingmaður var drepinn á fangasjúkrahúsi í Kirgistan fyrir stundu. Hann var fyrr í dag tekinn sem gísl ásamt tveimur úr fylgdarliði sínu þegar hann heimsótti fangelsið sem er skammt norðvestur af höfuðborginni, Bishkek. Erlent 23.10.2005 17:51 Tugþúsundir enn í hættu Ríki heims hafa einungis reitt fram einn áttunda hluta af þeirri neyðaraðstoð sem Sameinuðu þjóðirnar fara fram á. Óttast er að með útbreiðslu farsótta og versnandi veðri muni tala látinna á hamfarasvæðunum hækka enn frekar. Erlent 23.10.2005 17:57 « ‹ ›
Rússnesku skipverjunum fagnað Rússneskir fjölmiðlar fögnuðu skipverjum á rússneska togaranum Elektron sem þjóðhetjum þegar togarinn lagðist að bryggju í Múrmansk í gærkvöldi eftir sögulegan flótta undan norsku strandgæslunni síðan á laugardag. Norskir fjölmiðlar tala hins vegar um hetjudáð norsku strandgæslumannanna sem hafðir voru í gíslingu í togaranum í nokkra sólarhringa. Erlent 23.10.2005 17:51
Hnífjafnt í Póllandi Fylgi frambjóðendanna tveggja í forsetakosningunum í Póllandi er nánast hnífjafnt aðeins tveimur dögum fyrir síðari umferð kosninganna. Samkvæmt síðustu skoðanakönnunum er fylgi Donalds Tusks 48,8 prósent en fylgi Lechs Kaczynskis 50,2 prósent. Stjórnmálaskýrendur segja útilokað að spá fyrir um hvor stendur uppi sem sigurvegari. Erlent 23.10.2005 17:51
Vinstri-grænir halda flokksþing Landsfundur Vinstri - grænna verður settur klukkan 17.30 og klukkan sex ávarpar Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins landsfundarfulltrúa. Á fjórða hundrað fulltrúar eiga rétt til setu á landsfundinum sem er stærsti landsfundur Vinstri grænna til þessa, en um hundrað manns sátu fyrsta landsfundinn sem haldinn var á Akureyri árið 1999. Innlent 23.10.2005 17:51
Segir þingmönnum sagt rangt til Alþingismönnum hefur verið sagt rangt til um stöðu varnarviðræðna, segir Össur Skarphéðinsson, skuggaráðherra utanríkismála hjá Samfylkingunni. Geir H. Haarde utanríkisráðherra vill ekki ræða málið. </font /> Innlent 23.10.2005 17:51
Skýrsla um morðið á Hariri Sameinuðu þjóðirnar segja leyniþjónustur Sýrlands og Líbanons bera ábyrgð á morðinu á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons. Erlent 23.10.2005 17:51
Stúdentar afhenda ráðherra ályktun Stjórn Stúdentaráðs Háskóla Íslands harmar ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins um að taka beri upp skólagjöld við opinbera háskóla. Stúdentar ætla að afhenda menntamálaráðherra og formanni menntamálanefndar Alþingis ályktun þessa efnis í dag. Innlent 23.10.2005 17:51
Fleygði börnunum sínum í sjóinn Bandarísk kona hefur verið ákærð fyrir að hafa myrt öll þrjú börnin sín. Lashaun Harris, 23 ára gömul kona búsett í Oakland, játaði sök skömmu eftir að hún var handtekin. Lögreglan hefur upplýst að konan hafi sagst hafa fleygt börnunum fram af bryggjunni eftir að raddir í höfði hennar höfðu sagt henni að gera það. Erlent 23.10.2005 17:57
Heitur vetur framundan „Núna þarf að breyta" er yfirskrift landsfundar Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs sem hefst á Grand hóteli í dag. Nýjar áherslur eru á kvenfrelsi í tillögum sem fyrir fundinum liggja. Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins, segir flokkinn betur undir það búinn en nokkru sinni fyrr að fara í ríkisstjórn. Innlent 23.10.2005 17:57
Palestínumenn styðja Saddam Tugir Palestínumanna tóku þátt í mótmælagöngu til stuðnings Saddam Hussein, fyrrverandi einræðisherra Íraks, í Gaza-borg í gærdag. Mótmælendurnir segja Hussein fórnarlamb Bandaríkjamanna og að hann sé einn fárra valdamanna í heiminum sem hefur staðið þétt við bakið á Palestínu í stríðinu gegn Ísrael. Erlent 23.10.2005 17:51
Tveir skammtar af bóluefni Bresk stjórnvöld vilja koma sér upp tveimur skömmtum af bóluefni fyrir hvern einasta landsmann. Aðeins þannig yrði hægt að verja alla þjóðina fyrir fuglaflensunni þar sem ekki er víst að einn skammtur á hvern landsmann myndi duga. Erlent 23.10.2005 17:50
Tugþúsundir í bráðri hættu Tugir þúsunda eru í bráðri hættu og deyja á næstu dögum verði ekki gripið til víðtækra aðgerða þegar í stað. Þetta er mat yfirmanna Sameinuðu þjóðanna sem tóku óvenju djúpt í árinni í dag þegar þeir lýstu hörmungarástandinu í Kasmír. Erlent 23.10.2005 17:51
Misnotaði tólf ára stúlku Hæstiréttur staðfesti í dag tveggja og hálfs árs fangelsisdóm yfir karlmanni sem misnotaði dóttur sambýliskonu sinnar kynferðislega á sex ára tímabili. Maðurinn var fundinn sekur um að hafa fyrst haft samræði við stúlkuna þegar hún var tólf ára, aftur nokkrum sinnum þegar stúlkan var þrettán til fjórtán ára og að lokum þegar hún var átján ára. Innlent 23.10.2005 17:51
Wilma veikist nokkuð Fellibylurinn Wilma er hefur veikst nokkuð og er nú orðinn fjórða stigs fellibylur. Sérfræðingar vara þó við að Wilma gæti átt eftir að styrkjast á nýjan leik. Bandaríska fellibyljamiðstöðin í Miami staðfesti í gær að Wilma hefði náð meiri styrk en nokkur annar fellibylur á Atlantshafi þegar kraftur hennar var sem mestur. Erlent 23.10.2005 17:51
Ágreiningur um varnarsamninginn Utanríkisráðherra segir Íslendinga og Bandaríkjamenn greina á um grundvöll viðræðna um varnarsamninginn. Formaður Vinstri grænna segir stjórnvöld biðja Bandaríkjamenn um tilgangslaus hernaðarumsvif peninganna vegna. Innlent 23.10.2005 17:57
Ostborgarafrumvarpið samþykkt Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt lagafrumvarp sem kemur í veg fyrir að fólk geti höfðað mál á hendur skyndibitakeðjum og krafið þær um skaðabætur vegna offituvandamála sem fólkið glími við. Erlent 23.10.2005 17:51
Skorið úr um málið í Haag Samtök norska sjávarútvegsins eru óvænt fylgjandi því að alþjóðadómstóllinn í Haag verði látinn skera úr um rétt Norðmanna til að stjórna einhliða fiskveiðum á fjölþjóðlega hafsvæðinu við Svalbarða. Undirbúningur íslenskra stjórnvalda fyrir málshöfðun á hendur Norðmönnum fyrir dómstólnum er nú á lokastigi. Innlent 23.10.2005 17:51
Full ástæða til að safnast saman Hjól atvinnulífsins hægja verulega á sér upp úr hádegi á mánudag næstkomandi, þegar konur ganga út af vinnustöðum sínum og þramma niður á Ingólfstorg. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti, segir fulla ástæðu fyrir konur til að safnast saman og berjast fyrir rétti sínum. Innlent 23.10.2005 17:51
Óttast að hætta skapist Steinnunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri segir tilmæli sín vegna kvennafrídags miðast að því að þjónusta verði ekki skert þannig að hætta skapist. Hún lýsir yfir stuðningi við að konur leggi niður störf, sæki börnin sín á leikskóla og frístundaheimili og taki þátt í aðgerðunum. Innlent 23.10.2005 17:51
Lausir úr prísundinni Norsku srandgæslumennirnir tveir, sem var haldið hefur verið nauðugum um borð í rússneksum togaranum Electron, voru fluttir um borð í norskt skip í morgun að sögn rússneskra fjölmiðla. Öll skipin eru nú á Barentshafi skammt frá Kólaskaga. Norðmenn stóðu togarann að ólöglegum veiðum við Svalbarða á laugardag en skipstjóri togarans lagði á flótta með norsku varðskipsmennina innanborðs. Erlent 23.10.2005 17:51
Dæmdir fyrir rán Maður um tvítugt var í gær dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness í tveggja mánaða fangelsi fyrir að ræna verslunina 10/11 í Engihjalla í Kópavogi í apríl. Þar að auki hlaut hann og félagi hans í ráninu sex mánaða skilorðsbundinn dóm til þriggja ára. Innlent 23.10.2005 17:51
Vonsvikinn með hvernig miðar Utanríkisráðherrra var krafinn svara á Alþingi í dag um ástæður þess að slitnaði upp úr viðræðum um varnarsamninginn við Bandaríkjamenn og fullyrðingar þess efnis að formlegar viðræður væru ekki hafnar. Hann sagði vonbrigði að ekki hefði miðað meira áfram í viðræðum. Innlent 23.10.2005 17:51
Flest lyf standa í stað „Einhver lyf lækka, önnur hækka, en flest lyf standa í stað," segir Páll Guðmundsson lyfsali hjá Lyfjum og heilsu í Kringlunni um andstæðar fullyrðingar vegna lækkunar lyfjaverðs í heildsölu. Innlent 23.10.2005 17:57
Kaupa þrjár Airbus-vélar Avion Aircraft Trading, dótturfyrirtæki Avion Group, hefur keypt þrjár Airbus-farþegavélar sem breytt verður í fraktvélar. Vélarnar fást afhentar fullkláraðar á næsta ári og byrjun árs 2007 en heildarkostnaður eftir breytingar er 4,3 milljarðar króna. Viðskipti innlent 23.10.2005 17:51
Öryrkjar mótmæla kjararýrnun Öryrkjabandalag Íslands fagnar þeirri ákvörðun stjórnvalda að leggja til að hluta þeirra fjármuna sem fengust fyrir Landsímann skuli varið til uppbyggingar úrræða fyrir geðfatlaða. Á hinn bóginn sé á engan hátt hægt að fallast á að sú efling feli í sér um leið kjararýrnum lífeyrisþega eins og kemur fram í nýframlögðu fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Innlent 23.10.2005 17:51
63 prósent vilja Vilhjálm Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, nýtur mun meira fylgis en Gísli Marteinn Baldursson, mótframbjóðandi hans í fyrsta sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningar, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup. Innlent 23.10.2005 17:51
Segja hátt gengi ekki skila sér Forsætisráðherra og þingmenn úr nær öllum flokkum gagnrýndu að hátt gengi íslensku krónunnar hefði ekki haft áhrif til lækkunar á matarverði. Þingmaður Samfylkingarinnar spurði hvort það væri almenn skoðun alþingismanna að íslenskir verslunareigendur væru hyski. Innlent 23.10.2005 17:51
Éta það sem býðst Því meiri matur sem fólki er boðið upp á þeim mun meira borðar það, nema maturinn sé grænmeti. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu bandarískra vísindamanna sem leita leiða til að draga úr offitu. Erlent 23.10.2005 17:51
Býður almenningi á ball Haraldur Noregskonungur hefur ákveðið að bjóða fimm hundruð og fimmtíu þegnum sínum, víðs vegar að úr Noregi og úr öllum stéttum, til dansleiks í næsta mánuði. Haraldur, sem hefur átt til rölta um götur Oslóar og líta í verslanir án þess að mikið sé um sýnilega öryggisgæslu, telur dansleikinn tækifæri til að auka enn tengsl sín við landsmenn. Erlent 23.10.2005 17:51
Þingmaður drepinn í Kirgistan Kirgiskur þingmaður var drepinn á fangasjúkrahúsi í Kirgistan fyrir stundu. Hann var fyrr í dag tekinn sem gísl ásamt tveimur úr fylgdarliði sínu þegar hann heimsótti fangelsið sem er skammt norðvestur af höfuðborginni, Bishkek. Erlent 23.10.2005 17:51
Tugþúsundir enn í hættu Ríki heims hafa einungis reitt fram einn áttunda hluta af þeirri neyðaraðstoð sem Sameinuðu þjóðirnar fara fram á. Óttast er að með útbreiðslu farsótta og versnandi veðri muni tala látinna á hamfarasvæðunum hækka enn frekar. Erlent 23.10.2005 17:57