Fréttir Víða ófært á vegum Þoskafjarðaheiði er ófær samkæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Hálkublettir eru á Hrafnseyrarheiði, í Ísafjarðardjúpi, Siglufjarðarvegi, á Lágheiði og Öxnadalsheiði. Eins eru hálkublettir víða annars staðar á Norðurlandi. Þá ver íða snjóþekja og hálka á Austurlandi. Innlent 23.10.2005 17:51 Kínverskum ferðamönnum fjölgar Fjöldi kínverskra ferðamanna sem koma hingað til lands hefur sextánfaldast á fjórum árum. Gert er ráð fyrir að þessi þróun haldi áfram næstu árin og jafnvel áratugina og segja Flugleiðamenn að þessi stöðuga fjölgun opni jafnvel möguleika á beinu flugi milli landanna. Innlent 23.10.2005 17:51 18 ára stúlka vann ökuritakeppni Átján ára stúlka úr Vogunum vann góðaksturskeppni Vís með fyrirmyndarakstri sem skráður var með ökurita í þrjá mánuði. Hún var í hópi ungmenna sem reyndist standa sig betur en starfsmenn fyrirtækja í sambærilegum verkefnum. Sextán ungmenni luku ökuritaverkefni á vegum Vátryggingafélags Íslands nýverið. Innlent 23.10.2005 17:51 Nýr varnarmálaráðherra í Serbíu Næsti varnarmálaráðherra Serbíu og Svartfjallalands verður Zoran Stankovic, fyrrverandi hershöfðingi. Fjölmiðlar í Serbíu vekja á því athygli í dag að Stankovic hafi á sínum tíma verið í tengslum við Ratko Mladic, fyrrverandi yfirmann herafla Bosníu-Serba, sem er í felum vegna fjölmargra stríðsglæpa á síðasta áratug. Erlent 23.10.2005 17:51 Fyrsta brautskráning nýs rektors Fyrsti kvenrektor Háskóla Íslands brautskráði sína fyrstu kandídata í dag. Liðlega þrjúhundruð kandídatar brautskráðust, en meðal þeirra voru hjón á Ísafirði sem útskrifuðust saman úr fjarnámi í íslensku, og fyrsti nemandinn í upplýsingatækni á heilbrigðissviði útskrifaðist einnig í dag. Innlent 23.10.2005 17:51 Tuttugu falla í Írak Tuttugu uppreisnarmenn féllu í átökum við bandaríska hermenn skammt frá landamærum Íraks að Sýrlandi í morgun. Átökin blossuðu upp þegar hermennirnir gerðu húsleit í meintum fylgsnum erlendra al-Qaeda liða, að sögn talsmenna Bandaríkjahers. Hermennirnir munu meðal annars hafa fundið tvö stór vopnabúr og sprengjugerðarbúnað. Bandarískar hersveitir hafa undanfarið gert hríð að uppreisnar- og hryðjuverkamönnum í Efrat-dalnum en það er ein megin flutningsleið vopna frá Sýrlandi til Bagdad. Erlent 23.10.2005 17:51 Nýr vegur um Kolgrafarfjörð Nýr vegur um Kolgrafarfjörð á Snæfellsnesi verður opnaður formlega í dag. Með veginum styttist leiðin á norðanverðu nesinu um sex kílómetra. Innlent 23.10.2005 17:51 Hefur vinnu á mánudag Björn Bjarnason setti í dag Sigurð Tómas Magnússon ríkissaksóknara til að fara með þrjátíu og tvo ákæruliði Baugsmálsins. Sigurður Tómas hefur ekki fengið gögn um Baugsmálið í hendurnar en hann ætlar að hefja vinnu við það á mánudaginn. Hann vill ekki að málið dragist á langinn og stefnir að því að ákvörðun um framhaldið liggi fyrir ekki síðar en í febrúarlok. Innlent 23.10.2005 17:51 ASÍ-þingi lokið Tveggja daga þingi Alþýðusambands lauk í dag. Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, segir að með því markverðasta eftir þingið séu ákvarðanir varðandi réttindi launþega í sjúkrasjóðum. Innlent 23.10.2005 17:51 Árekstur á Bíldshöfða Harður árekstur varð á Bildshöfða á fjórða tímanum þegar fólksbíll og jeppi rákust saman. Í fólksbílnum voru eldri hjón og voru þau bæði flutt á slysadeild en ökumaður jeppabifreiðarinnar slapp ómeiddur. Tafir urðu á umferð þar sem loka þurfti Bíldshöfðanum en nú er umferð komin í eðlilegt horf. Innlent 23.10.2005 17:51 Finnast löngu eftir lát sitt Nokkrum sinnum á ári finnst fólk á heimilum sínum í Reykjavík eftir að hafa legið þar látið í vikur eða jafnvel mánuði áður en einhver veitir því athygli. Fyrir tveimur mánuðum fannst einstaklingur þremur mánuðum eftir andlát hans. Innlent 23.10.2005 17:51 Lögfræðingur tekinn af lífi Lögmaður eins sakborninganna í réttarhöldunum gegn Saddam Hussein og félögum hans fannst myrtur á götu í Bagdad í gær. Morðið er áfall fyrir alla sem að réttarhöldunum koma. Erlent 23.10.2005 17:57 Ástrali dæmdur til dauða Ástralskur maður hefur verið dæmdur til dauða í Singapúr fyrir eiturlyfjasmygl. Hann var tekinn með tæplega 400 grömm af heróíni á alþjóðaflugvellinum í Singapúr árið 2002 þegar hann millilenti þar á leið sinni frá Víetnam til Ástralíu. Erlent 23.10.2005 17:51 Sýrlendingar axli ábyrgð Sýrlensk stjórnvöld verða að sæta ábyrgð vegna morðsins á Rafik al-Hariri, fyrrum forsætisráðherra Líbanons. Þetta sagði Condoleezza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna, en fyrr í dag birtist skýrsla Sameinuðu þjóðanna þar sem kemur fram að hátt settir sýrlenskir og líbanskir embættismenn tengdust morðinu. Erlent 23.10.2005 17:51 Jafnréttissjóður settur á fót Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að setja á fót rannsóknasjóð sem á að fjármagna kynjarannsóknir. Sjóðurinn nefnist Jafnréttissjóður og verður settur á fót á kvennafrídaginn næsta mánudag. Innlent 23.10.2005 17:51 Áfengið veldur óbætanlegum skaða Fólk sem byrjar að drekka áfengi fyrir tvítugt veldur sér óbætanlegu heilatjóni. Því fyrr sem drykkjan hefst, því meira skemmist heilinn. Innlent 23.10.2005 17:51 Barnasmyglarar handteknir Hollenskt par var handtekið á alþjóðaflugvellinum í Kólumbíu í vikunni fyrir að kaupa tíu daga gamalt barn þar í landi og ætla að smygla því til Hollands. Erlent 23.10.2005 17:51 500 þúsund án vinnu eftir Katrínu Nærri hálf milljón manna hefur misst atvinnu sína vegna fellibyljanna Katrínar og Rítu. Lætur því nærri að fellibylirnir séu orsök fimmtán prósenta alls atvinnuleysis í Bandaríkjunum um þessar mundir. Erlent 23.10.2005 17:51 Sífellt fleiri börn hringja í 112 Æ fleiri börn hringja í Neyðarlínuna 112 til að segja frá ofbeldisverkum á heimilum sínum. Neyðarlínan grípur inn í slík mál með tafarlausum útköllum starfsmanna Barnaverndar eða tilkynningum til viðkomandi nefndar. Innlent 23.10.2005 17:57 Húsnæði BUGL löngu sprungið Yfir 100 börn eru nú á biðlista eftir þjónustu Barna- og unglingageðdeild Landspítalans og er hafin söfnun fyrir stækkun undir starfsemina. Lýsing hf. mun í næsta mánuði kosta tónleika til styrktar Barna- og unglingageðdeildinni en vonir eru bundnar við að hægt verði að ráðast í byggingu fyrsta áfanga viðbyggingar á næstu 12 mánuðum. Innlent 23.10.2005 17:51 Íslandsbanki lækkar ekki lánin Íslandsbanki ætlar ekki að lækka lánahlutfall sitt þó að hækkun fasteignaverðs hafi stöðvast og lækki hugsanlega á næstunni. Innlent 23.10.2005 17:51 Senda hermenn til Pakistan Sendiherrar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins samþykktu í dag að senda á bilinu fimm hundruð til þúsund hermenn og nokkrar þyrlur til Pakistan. Hermennirnir eiga að veita aðstoð við hjálparstarf á svæðunum sem urðu verst úti í jarðskjálftanum áttunda október, þegar fimmtíu þúsund manns að lágmarki létu lífið. Erlent 23.10.2005 17:51 Vinna sameiginlega gegn flensunni Heilbrigðisráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins munu vinna sameiginlega að því að vinna bug á fuglaflensufaraldri í álfunni. Þetta kom fram á fundi sem ráðherrarnir héldu í gær. Erlent 23.10.2005 17:51 Rússnesku skipverjunum fagnað Rússneskir fjölmiðlar fögnuðu skipverjum á rússneska togaranum Elektron sem þjóðhetjum þegar togarinn lagðist að bryggju í Múrmansk í gærkvöldi eftir sögulegan flótta undan norsku strandgæslunni síðan á laugardag. Norskir fjölmiðlar tala hins vegar um hetjudáð norsku strandgæslumannanna sem hafðir voru í gíslingu í togaranum í nokkra sólarhringa. Erlent 23.10.2005 17:51 Hnífjafnt í Póllandi Fylgi frambjóðendanna tveggja í forsetakosningunum í Póllandi er nánast hnífjafnt aðeins tveimur dögum fyrir síðari umferð kosninganna. Samkvæmt síðustu skoðanakönnunum er fylgi Donalds Tusks 48,8 prósent en fylgi Lechs Kaczynskis 50,2 prósent. Stjórnmálaskýrendur segja útilokað að spá fyrir um hvor stendur uppi sem sigurvegari. Erlent 23.10.2005 17:51 Vinstri-grænir halda flokksþing Landsfundur Vinstri - grænna verður settur klukkan 17.30 og klukkan sex ávarpar Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins landsfundarfulltrúa. Á fjórða hundrað fulltrúar eiga rétt til setu á landsfundinum sem er stærsti landsfundur Vinstri grænna til þessa, en um hundrað manns sátu fyrsta landsfundinn sem haldinn var á Akureyri árið 1999. Innlent 23.10.2005 17:51 Segir þingmönnum sagt rangt til Alþingismönnum hefur verið sagt rangt til um stöðu varnarviðræðna, segir Össur Skarphéðinsson, skuggaráðherra utanríkismála hjá Samfylkingunni. Geir H. Haarde utanríkisráðherra vill ekki ræða málið. </font /> Innlent 23.10.2005 17:51 Skýrsla um morðið á Hariri Sameinuðu þjóðirnar segja leyniþjónustur Sýrlands og Líbanons bera ábyrgð á morðinu á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons. Erlent 23.10.2005 17:51 Tveir Íslendingar til Pakistan Tveir Íslendingar fara til hjálparstarfa í Pakistan. Sólveig Ólafsdóttir sendifulltrúi og Jón Hafsteinsson, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður, fara þangað í næstu viku. Innlent 23.10.2005 17:51 Neyðarástand á Yukatan-skaga Tugþúsundir hafa yfirgefið heimili sín í Mexíkó, á Kúbu og á Flórída vegna fellibylsins Vilmu og hefur neyðarástandi verið lýst yfir á Yukatan-skaga þar sem búist er við að Vilma komi að ströndum í dag. Vilma er nú orðin að fjórða stigs fellibyl og mun að öllum líkindum fara um Flórídaskaga á sunnudag. Erlent 23.10.2005 17:51 « ‹ ›
Víða ófært á vegum Þoskafjarðaheiði er ófær samkæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Hálkublettir eru á Hrafnseyrarheiði, í Ísafjarðardjúpi, Siglufjarðarvegi, á Lágheiði og Öxnadalsheiði. Eins eru hálkublettir víða annars staðar á Norðurlandi. Þá ver íða snjóþekja og hálka á Austurlandi. Innlent 23.10.2005 17:51
Kínverskum ferðamönnum fjölgar Fjöldi kínverskra ferðamanna sem koma hingað til lands hefur sextánfaldast á fjórum árum. Gert er ráð fyrir að þessi þróun haldi áfram næstu árin og jafnvel áratugina og segja Flugleiðamenn að þessi stöðuga fjölgun opni jafnvel möguleika á beinu flugi milli landanna. Innlent 23.10.2005 17:51
18 ára stúlka vann ökuritakeppni Átján ára stúlka úr Vogunum vann góðaksturskeppni Vís með fyrirmyndarakstri sem skráður var með ökurita í þrjá mánuði. Hún var í hópi ungmenna sem reyndist standa sig betur en starfsmenn fyrirtækja í sambærilegum verkefnum. Sextán ungmenni luku ökuritaverkefni á vegum Vátryggingafélags Íslands nýverið. Innlent 23.10.2005 17:51
Nýr varnarmálaráðherra í Serbíu Næsti varnarmálaráðherra Serbíu og Svartfjallalands verður Zoran Stankovic, fyrrverandi hershöfðingi. Fjölmiðlar í Serbíu vekja á því athygli í dag að Stankovic hafi á sínum tíma verið í tengslum við Ratko Mladic, fyrrverandi yfirmann herafla Bosníu-Serba, sem er í felum vegna fjölmargra stríðsglæpa á síðasta áratug. Erlent 23.10.2005 17:51
Fyrsta brautskráning nýs rektors Fyrsti kvenrektor Háskóla Íslands brautskráði sína fyrstu kandídata í dag. Liðlega þrjúhundruð kandídatar brautskráðust, en meðal þeirra voru hjón á Ísafirði sem útskrifuðust saman úr fjarnámi í íslensku, og fyrsti nemandinn í upplýsingatækni á heilbrigðissviði útskrifaðist einnig í dag. Innlent 23.10.2005 17:51
Tuttugu falla í Írak Tuttugu uppreisnarmenn féllu í átökum við bandaríska hermenn skammt frá landamærum Íraks að Sýrlandi í morgun. Átökin blossuðu upp þegar hermennirnir gerðu húsleit í meintum fylgsnum erlendra al-Qaeda liða, að sögn talsmenna Bandaríkjahers. Hermennirnir munu meðal annars hafa fundið tvö stór vopnabúr og sprengjugerðarbúnað. Bandarískar hersveitir hafa undanfarið gert hríð að uppreisnar- og hryðjuverkamönnum í Efrat-dalnum en það er ein megin flutningsleið vopna frá Sýrlandi til Bagdad. Erlent 23.10.2005 17:51
Nýr vegur um Kolgrafarfjörð Nýr vegur um Kolgrafarfjörð á Snæfellsnesi verður opnaður formlega í dag. Með veginum styttist leiðin á norðanverðu nesinu um sex kílómetra. Innlent 23.10.2005 17:51
Hefur vinnu á mánudag Björn Bjarnason setti í dag Sigurð Tómas Magnússon ríkissaksóknara til að fara með þrjátíu og tvo ákæruliði Baugsmálsins. Sigurður Tómas hefur ekki fengið gögn um Baugsmálið í hendurnar en hann ætlar að hefja vinnu við það á mánudaginn. Hann vill ekki að málið dragist á langinn og stefnir að því að ákvörðun um framhaldið liggi fyrir ekki síðar en í febrúarlok. Innlent 23.10.2005 17:51
ASÍ-þingi lokið Tveggja daga þingi Alþýðusambands lauk í dag. Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, segir að með því markverðasta eftir þingið séu ákvarðanir varðandi réttindi launþega í sjúkrasjóðum. Innlent 23.10.2005 17:51
Árekstur á Bíldshöfða Harður árekstur varð á Bildshöfða á fjórða tímanum þegar fólksbíll og jeppi rákust saman. Í fólksbílnum voru eldri hjón og voru þau bæði flutt á slysadeild en ökumaður jeppabifreiðarinnar slapp ómeiddur. Tafir urðu á umferð þar sem loka þurfti Bíldshöfðanum en nú er umferð komin í eðlilegt horf. Innlent 23.10.2005 17:51
Finnast löngu eftir lát sitt Nokkrum sinnum á ári finnst fólk á heimilum sínum í Reykjavík eftir að hafa legið þar látið í vikur eða jafnvel mánuði áður en einhver veitir því athygli. Fyrir tveimur mánuðum fannst einstaklingur þremur mánuðum eftir andlát hans. Innlent 23.10.2005 17:51
Lögfræðingur tekinn af lífi Lögmaður eins sakborninganna í réttarhöldunum gegn Saddam Hussein og félögum hans fannst myrtur á götu í Bagdad í gær. Morðið er áfall fyrir alla sem að réttarhöldunum koma. Erlent 23.10.2005 17:57
Ástrali dæmdur til dauða Ástralskur maður hefur verið dæmdur til dauða í Singapúr fyrir eiturlyfjasmygl. Hann var tekinn með tæplega 400 grömm af heróíni á alþjóðaflugvellinum í Singapúr árið 2002 þegar hann millilenti þar á leið sinni frá Víetnam til Ástralíu. Erlent 23.10.2005 17:51
Sýrlendingar axli ábyrgð Sýrlensk stjórnvöld verða að sæta ábyrgð vegna morðsins á Rafik al-Hariri, fyrrum forsætisráðherra Líbanons. Þetta sagði Condoleezza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna, en fyrr í dag birtist skýrsla Sameinuðu þjóðanna þar sem kemur fram að hátt settir sýrlenskir og líbanskir embættismenn tengdust morðinu. Erlent 23.10.2005 17:51
Jafnréttissjóður settur á fót Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að setja á fót rannsóknasjóð sem á að fjármagna kynjarannsóknir. Sjóðurinn nefnist Jafnréttissjóður og verður settur á fót á kvennafrídaginn næsta mánudag. Innlent 23.10.2005 17:51
Áfengið veldur óbætanlegum skaða Fólk sem byrjar að drekka áfengi fyrir tvítugt veldur sér óbætanlegu heilatjóni. Því fyrr sem drykkjan hefst, því meira skemmist heilinn. Innlent 23.10.2005 17:51
Barnasmyglarar handteknir Hollenskt par var handtekið á alþjóðaflugvellinum í Kólumbíu í vikunni fyrir að kaupa tíu daga gamalt barn þar í landi og ætla að smygla því til Hollands. Erlent 23.10.2005 17:51
500 þúsund án vinnu eftir Katrínu Nærri hálf milljón manna hefur misst atvinnu sína vegna fellibyljanna Katrínar og Rítu. Lætur því nærri að fellibylirnir séu orsök fimmtán prósenta alls atvinnuleysis í Bandaríkjunum um þessar mundir. Erlent 23.10.2005 17:51
Sífellt fleiri börn hringja í 112 Æ fleiri börn hringja í Neyðarlínuna 112 til að segja frá ofbeldisverkum á heimilum sínum. Neyðarlínan grípur inn í slík mál með tafarlausum útköllum starfsmanna Barnaverndar eða tilkynningum til viðkomandi nefndar. Innlent 23.10.2005 17:57
Húsnæði BUGL löngu sprungið Yfir 100 börn eru nú á biðlista eftir þjónustu Barna- og unglingageðdeild Landspítalans og er hafin söfnun fyrir stækkun undir starfsemina. Lýsing hf. mun í næsta mánuði kosta tónleika til styrktar Barna- og unglingageðdeildinni en vonir eru bundnar við að hægt verði að ráðast í byggingu fyrsta áfanga viðbyggingar á næstu 12 mánuðum. Innlent 23.10.2005 17:51
Íslandsbanki lækkar ekki lánin Íslandsbanki ætlar ekki að lækka lánahlutfall sitt þó að hækkun fasteignaverðs hafi stöðvast og lækki hugsanlega á næstunni. Innlent 23.10.2005 17:51
Senda hermenn til Pakistan Sendiherrar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins samþykktu í dag að senda á bilinu fimm hundruð til þúsund hermenn og nokkrar þyrlur til Pakistan. Hermennirnir eiga að veita aðstoð við hjálparstarf á svæðunum sem urðu verst úti í jarðskjálftanum áttunda október, þegar fimmtíu þúsund manns að lágmarki létu lífið. Erlent 23.10.2005 17:51
Vinna sameiginlega gegn flensunni Heilbrigðisráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins munu vinna sameiginlega að því að vinna bug á fuglaflensufaraldri í álfunni. Þetta kom fram á fundi sem ráðherrarnir héldu í gær. Erlent 23.10.2005 17:51
Rússnesku skipverjunum fagnað Rússneskir fjölmiðlar fögnuðu skipverjum á rússneska togaranum Elektron sem þjóðhetjum þegar togarinn lagðist að bryggju í Múrmansk í gærkvöldi eftir sögulegan flótta undan norsku strandgæslunni síðan á laugardag. Norskir fjölmiðlar tala hins vegar um hetjudáð norsku strandgæslumannanna sem hafðir voru í gíslingu í togaranum í nokkra sólarhringa. Erlent 23.10.2005 17:51
Hnífjafnt í Póllandi Fylgi frambjóðendanna tveggja í forsetakosningunum í Póllandi er nánast hnífjafnt aðeins tveimur dögum fyrir síðari umferð kosninganna. Samkvæmt síðustu skoðanakönnunum er fylgi Donalds Tusks 48,8 prósent en fylgi Lechs Kaczynskis 50,2 prósent. Stjórnmálaskýrendur segja útilokað að spá fyrir um hvor stendur uppi sem sigurvegari. Erlent 23.10.2005 17:51
Vinstri-grænir halda flokksþing Landsfundur Vinstri - grænna verður settur klukkan 17.30 og klukkan sex ávarpar Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins landsfundarfulltrúa. Á fjórða hundrað fulltrúar eiga rétt til setu á landsfundinum sem er stærsti landsfundur Vinstri grænna til þessa, en um hundrað manns sátu fyrsta landsfundinn sem haldinn var á Akureyri árið 1999. Innlent 23.10.2005 17:51
Segir þingmönnum sagt rangt til Alþingismönnum hefur verið sagt rangt til um stöðu varnarviðræðna, segir Össur Skarphéðinsson, skuggaráðherra utanríkismála hjá Samfylkingunni. Geir H. Haarde utanríkisráðherra vill ekki ræða málið. </font /> Innlent 23.10.2005 17:51
Skýrsla um morðið á Hariri Sameinuðu þjóðirnar segja leyniþjónustur Sýrlands og Líbanons bera ábyrgð á morðinu á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons. Erlent 23.10.2005 17:51
Tveir Íslendingar til Pakistan Tveir Íslendingar fara til hjálparstarfa í Pakistan. Sólveig Ólafsdóttir sendifulltrúi og Jón Hafsteinsson, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður, fara þangað í næstu viku. Innlent 23.10.2005 17:51
Neyðarástand á Yukatan-skaga Tugþúsundir hafa yfirgefið heimili sín í Mexíkó, á Kúbu og á Flórída vegna fellibylsins Vilmu og hefur neyðarástandi verið lýst yfir á Yukatan-skaga þar sem búist er við að Vilma komi að ströndum í dag. Vilma er nú orðin að fjórða stigs fellibyl og mun að öllum líkindum fara um Flórídaskaga á sunnudag. Erlent 23.10.2005 17:51