Fréttir

Fréttamynd

Viðbúnaður á Suðurnesjum vegna roks

Uppsláttur að húsi í Innri-Njarðvík féll niður í miklu hvassviðri í gærkvöldi. Tréplötur fukur á hús og bíl í nágrenninu og varð tjón á bílnum. Í Sandgerði var björgunarsveit kölluð út þar sem óttast var að hús í byggingu fyki og tókst að koma í veg fyrir það. Þá fuku nokkrar þakplötur úr porti BYKO en ekki er vitað um skemmdir vegna þess.

Innlent
Fréttamynd

Sameining samþykkt

Íbúar fjögurra sveitafélaga í Þingeyjasýslu samþykktu sameiningu í gærkveldi og tekur sameiningin gildi við sveitarstjórnarkosningar í vor.

Innlent
Fréttamynd

Gunnsteinn vann baráttuna um annað sætið

Gunnsteinn Sigurðsson vann baráttuna um að skipa annað sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi fyrir næstu bæjarstjórnarkosningar. Þrír karlmenn skipa efstu sætin eftir prófkjör í gær og konur urðu í næstu sjö sætunum.

Innlent
Fréttamynd

Víða óveður og ófærð

Óveður og ófærð gera vegfarendum lífið leitt á vegum víða á vestan- og norðanverðu landinu samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Óveður er á Holtavörðuheiði og víða éljagangur á Vesturlandi. Á Vestfjörðum er ófært og óveður á Steingrímsfjarðarheiði og Klettshálsi auk þess sem þungfært er og stórhríð á Hálfdán.

Innlent
Fréttamynd

Létt hjá Inter Milan

Inter Milan saxaði á forskot Juventus niður í 5 stig á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld með 3-0 sigri á Palermo. Inter er nú með 48 stig í 2. sæti deildarinnar en Juventus á leik til góða. Einnig í kvöld gerðu Lazio og Cagliari 1-1 jafntefli.

Sport
Fréttamynd

Guðjón á réttri leið með Notts County

Notts County, lið Guðjóns Þórðarsonar í ensku 2. deildinni í knattspyrnunni vann í dag þriðja leikinn af síðustu fjórum þegar liðið sigraði Shrewsbury 2-1. Notts County stefnir nú óðum ofar í deildinni og er nú í 11. sæti, aðeins fjórum stigum frá umspilssæti.

Sport
Fréttamynd

Grétar lék allan leikinn með Alkmaar

Grétar Rafn Steinsson lék allan leikinn með AZ Alkmaar sem gerði 1-1 jafntefli við Gröningen í hollenska fótboltanum í kvöld. Alkmaar er í 2. sæti deildarinnar með 45 stig og mistókst þannig að saxa meira á forskot toppliðs PSV Eindhoven sem er með 45 stig.

Sport
Fréttamynd

Garðar kom inn á hjá Dunfermline

Garðar Gunnlaugsson lék sínar fyrstu mínútur í skoska fótboltanum í dag þegar hann kom inn á sem varamaður hjá Dunfermline sem tapaði á útivelli, 3-1 fyrir Hibernian í Edinborg. Garðar sem fór frá Landsbankadeildarliði Vals í vetur kom inn á þegar 16 mínútur voru til leiksloka en náði ekki að setja mark sitt á leikinn í þetta sinn.

Sport
Fréttamynd

Eto'o með þrennu fyrir Kamerún

Markahæsti leikmaður spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, Samuel Eto'o sóknarmaður Barcelona stendur allstaðar undir væntingum þessa dagana en hann skoraði þrennu fyrir landslið Kamerún sem vann Angóla 3-1 á Afríkukeppninni í kvöld. Liðin leika í B-riðli og í hinum leik riðilsins vann Kongó 2-0 sigur á Tógó. Lomana Tresor LuaLua leikmaður Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni skoraði annað mark Kongó.

Sport
Fréttamynd

NFL undanúrslitin annað kvöld

Á morgun verða leiknir undanúrslitaleikirnir í bandaríska fótboltanum NFL. Báðir leikirnir verða sýndir á Sýn. Denver Broncos og Pittsburg Steelers mætast í fyrri leiknum klukkan 20:30 og Seattle og Carolina í seinni leiknum um klukkan 22:30.

Sport
Fréttamynd

Loksins sigur hjá Sunderland

Botnlið Sunderland náði sínu 9. stigi í ensku úrvalsdeildinni i knattspyrnu í kvöld þegar liðið vann 0-1 útisigur á W.B.A. Það var Anthony Le Tallec sem skoraði markið mikilvæga á 72. mínútu en leiknum var að ljúka.

Sport
Fréttamynd

6 marka tap fyrir Frökkum

Íslenska handboltalandsliðið tapaði fyrir Frökkum, 30-36, í síðari æfingaleik liðanna á Ásvöllum nú undir kvöldið. Ísland átti góða möguleika í fyrri hálfleik og leiddi mestan hálfleikinn en Frakkar sigu framúr undir lok hans og voru yfir í hálfleik 15-17. Frakkar tóku öll völd í seinni hálfleik og náðu mest átta marka forskoti.

Sport
Fréttamynd

Mellor tryggði Wigan sigur í blálokin

Birmingham náði að laga markatöluna sína þegar liðið tók Portsmouth í bakaríið með 5-0 sigri í botnslagnum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Tottenham sem er í 4. sæti gerði aðeins markalaust jafntefli við Aston Villa. Blackburn vann nauman útisigur á Newcastle, 0-1 og Neil Mellor lánsmaður frá Liverpool skoraði sigurmark Wigan á lokamínútu leiksins í 2-3 sigri á Middlesbrough.

Sport
Fréttamynd

Lítið um óhöpp þrátt fyrir mikla hálku

Mikil hálka hefur verið á vegum víðast hvar eins og sjá má á þessu korti. Þrátt fyrir þetta fengust þær upplýsingar hjá lögregluembættum víðs vegar um landið nú síðdegis að hálkan hefði ekki valdið neinum óhöppum að ráði.

Innlent
Fréttamynd

Ísland 15-17 undir í hálfleik

Íslendingar eru tveimur mörkum undir gegn Frökkum, 15-17 í hálfleik en síðari æfingaleikur liðanna fer nú fram á Ásvöllum í Hafnarfirði. Íslenska liðið hefur leitt mest allan leikinn með einu marki en Frakkarnir sigu fram úr undir lok fyrri hálfleiks. Markvarslan hefur ekki verið góð hjá íslenska liðinu sem á einnig í vandræðum með sendingar.

Sport
Fréttamynd

Haukastúlkur lögðu ÍBV

Haukastúlkur unnu auðveldan sigur á ÍBV í toppbaráttu DHL-deildar kvenna í handbolta í dag, 36-28 en leikið var á Ásvöllum. Ramune Pekarskyté var markahæst Haukastúlkna með 10 mörk.

Sport
Fréttamynd

Gylfi á bekknum hjá Leeds

Gylfi Einarsson er kominn á varamannabekkinn hjá Leeds sem leikur nú gegn Sheffield Wednesday í ensku 1. deildinni í fótbolta. Þetta er annar leikurinn í röð sem Gylfi er á bekknum en hann er að snúa aftur eftir meiðsli.

Sport
Fréttamynd

Everton lagði Arsenal

Everton gerði sér lítið fyrir og sigraði Arsenal, 1-0 á heimavelli sínum, Goodison Park í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. James Beattie skoraði eina mark leiksins á 13. mínútu. Þar með mistókst Arsenal að hrifsa 4. sæti deildarinnar af Tottenham sem þar situr þremur stigum ofar með 40 stig. Everton lyfti sér hins vegar upp í 11. sætið með 29 stig.

Sport
Fréttamynd

Egyptar og Fílabeinsströndin unnu

25. Afríkumótið í fótbolta hófst í gær með leik heimamanna Egypta og Líbíu þar sem heimamenn fóru með sigur af hólmi, 3-0 en liðin leika í A-riðli. Síðari leik riðilsins í fyrstu umferð var svo að ljúka þar sem Fílabeinsströndin vann 1-0 sigur á Marokkó.

Sport
Fréttamynd

Everton yfir gegn Arsenal

Everton er 1-0 yfir á heimavelli sínum gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en verið var að flauta til hálfleiks. James Beattie skoraði markið á 13. mínútu. Arsenal er í 5. sæti deildarinnar með 37 stig, fjórum stigum á eftir Tottenham sem er í 4. sæti. Everton er hins vegar að berjast fyrir tilveru sinni í deildinni og er í 14. sæti með 26 stig.

Sport
Fréttamynd

Cudicini framlengir hjá Chelsea

Ítalski knattspyrnumarkvörðurinn Carlo Cudicini hefur skrifað undir nýjan samning við Chelsea sem gildir til ársins 2009. Þessi tíðindi koma nokkuð á óvart sérstaklega í ljósi þess að Ítalinn þykir einn besti markvörðurinn í enska boltanum og hefur aðeins fimm sinnum fengið að leika í vetur.

Sport
Fréttamynd

Kvikmyndastjarna etur kappi við atvinnumenn

Chad Campell heldur fjögurra högga forustu sinni á Bob Hope mótinu í golfi. Bob Hope mótið er spilað á fimm dögum á fjórum mismunandi völlum. Áhugamenn fá þarna tækifæri til að spila við atvinnumenn og er einn af þessum áhugamönnum, kvikmyndaleikarinn Matthew McConaughey sem átti eitt af bestu höggum gærdagsins.

Sport
Fréttamynd

Opið í Hlíðarfjalli

Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli var opnað klukkan eitt og verður opið fyrir skíðamenn til klukkan sex síðdegis. Samkvæmt upplýsingum frá starfsfólki skíðasvæðisins hefur veður skánað mjög og er útlitið fyrir seinnipart dags ágætt hvað veður og færð varðar.

Innlent
Fréttamynd

Rugova fallinn frá

Ibrahim Rugova, forseti Kosovo, lést í morgun. 61 árs að aldri. Lungnakrabbamein var banamein hans en Rugova var stórreykingamaður.

Erlent
Fréttamynd

Mest umtalaði unglingurinn síðan Rooney

Mest umtalaði ungingurinn í breskum fótboltaheimi síðan Wayne Rooney sló í gegn fyrir 3 árum, gekk í gær í raðir Arsenal frá 1. deildarliði Southampton. Theo Walcott er aðeins 16 ára en hefur þrátt fyrir það vakið óvenju mikla athygli undanfarin ár miðað við jafnaldra sína í bransanum.

Sport
Fréttamynd

Aldrei fleiri ferðamenn en í fyrra

Aldrei hafa jafn margir ferðamenn komið til landsins á einu ári og í fyrra, eða tæplega 370 þúsund talsins. Ferðamönnum til landsins hefur fjölgað jafnt og þétt hin síðari ár en á síðustu þremur árum hefur ferðamönnum fjölgað um 30%.

Innlent
Fréttamynd

Mikil spenna í prófkjöri Sjálfstæðismanna

306 höfðu greitt atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Kópavogi klukkan tólf. Mikil barátta stendur um hver skipar annað sæti listans fjórir stefna að því marki og hefur flokksmönnum í Kópavogi fjölgað um nær þriðjung síðustu daga.

Innlent