Fréttir Hamas viðurkenni Ísraelsríki óbeint Hamas-samtökin, sem eru í forystu í heimastjórn Palestínumanna, hafa óbeint viðurkennt tilvist Ísraelsríkis. Forystusveit samtakanna hefur samþykkt lausn á deilum Ísraela sem felur í sér stofnun Palestínuríkis við hlið Ísraels. Erlent 27.6.2006 13:47 Erfiðara að selja íbúðir í höfuðborginni Lengri tíma tekur að selja íbúðir á höfuðborgarsvæðinu en áður og fleiri nýjar íbúðir standa auðar. Greiningadeild Glitnis spáir fimm til tíu prósenta lækkun að nafnvirði á húsnæðisverði á næstu tólf til tuttugu og fjórum mánuðinum. Innlent 27.6.2006 13:07 Leiðréttingu á réttarstöðu samkynhneigðra loks náð Hvergi í heiminum njóta samkynhneigðir eins mikilla lagalegra réttinda og verndar og á Íslandi. Ný lög um réttarstöðu samkynhneigðra sem samþykkt voru í byrjun mánaðarins taka gildi í dag. Af því tilefni efna Samtökin '78 til hátíðarsamkomu í Listasafni Reykjavíkur í dag. Innlent 27.6.2006 12:49 Fékk stálrör í gegnum sig miðjan og lifið það af Kínverskur byggingaverkamaður lifði það af að fá fjögurra metra langt stálrör í gegnum sig miðjan við framkvæmdir á dögunum. Erfiðlega gekk að koma honum í sjúkrabíl og í hendur lækna. Erlent 27.6.2006 12:43 Bush gagnrýnir New York Times Bush Bandaríkjaforseti ganrýndi í gær dagblaðið New York Times harðlega fyrir að birta í síðustu viku frétt um að bandaríska leyniþjónsutan hefði fengið aðgang að alþjóðlegum gagnabanka um bankaviðskipti. Erlent 27.6.2006 12:09 Actavis varð af kaupum á Pliva Actavis fær ekki að kaupa króatíska lyfjafyrirtækið Pliva og verður þar með ekki þriðja stærsta samheitalyfjafyrirtæki í heimi, eins og stefnt var að. Stjórn króatíska lyfjafyrirtækisins Pliva hefur tilkynnt kauphöllum að hún leggi það til við eigendur, að ganga til samninga við bandaríska lyfjafyrirtækið Barr, um sölu á fyrirtækinu, en íslenska lyfjafyrirtækið Actavis sóttist líka eftir kaupunum. Innlent 27.6.2006 12:03 Uppsalir meðal jarða til leigu Tólf umsækjendur voru um jarðir í Selárdal við Arnarfjörð sem landbúnaðarráðuneytið auglýsti til leigu í vor. Fréttavefurinn Bæjarins besta greinir frá því að um sé að ræða jarðirnar Uppsali, þar sem einbúinn Gísli Gíslason bjó, Brautarholt þar sem var fyrrum íbúðarhús Samúels Jónssonar listamanns og bæinn Kolbeinsskeið í Selárdal, ásamt fyrrverandi íbúðarhúsi á Melstað og Selárdal. Jörðunum verður úthlutað í vor og er leigutíminn til fimmtíu ára. Íbúðarhúsin eru þó flesti í slæmu ásigkomulagi og þarfnast mikilla endurbóta. Innlent 27.6.2006 11:30 Ríkisstjórnin ákveður aðgerðir til að draga úr verðbólgu Ríkisstjórnin hefur ákveðið að lækka lánshlutfall Íbúaðaláasjóðs tímabundið úr 90% í 80% og hámarkslán úr 18 milljónum króna í 17 milljónir króna. Þetta er meðal aðgerða sem ríkisstjórnin hefur fallist á til að stuðla að því markmiði að hjöðnun verðbólgu gangi eftir sem fyrst. Þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar voru ákveðnar á ríkisstjórnarfundi fyrr í dag. Innlent 27.6.2006 11:14 Systkini hlaupa nakin til stuðnings PETA Íslensk systkini, Hanna og Tryggvi Guðmundsbörn, eru meðal þeirra mörghundruð stuðningsmanna dýraverndunarsamtaknna PETA sem hyggjast hlaupa nakin um götur Pamplona á Spáni 5. júlí til að mótmæla árlegu nautahlaupi í borginni. Innlent 27.6.2006 10:45 Þrjú tonn af kókaíni gerð upptæk í Kólumbíu Lögreglan í Kólumbíu sýndi fjölmiðlum í gær tæplega þrjú tonn af kókaíni sem hún gerði upptæk á dögunum. Talið er að flytja hafi átt allan farminn til Evrópu. Kókaínið fannst grafið í jörðu nærri bænum Necocli í norðurhluta Kólumbíu en enginn hefur verið handtekinn vegna málsins enn sem komið er. Erlent 27.6.2006 10:09 Forseti Austur-Tímor fundar með ráðherrum landsins Gusmao, forseti Austur-Tímor, átt í morgun fund með helstu ráðherrum í ríkisstjórn landsins. Þar var rædd skipan bráðabirgðastjórnar en Alkatiri, forsætisráðherra, sagði af sér í gær. Erlent 27.6.2006 10:03 Dæmd í 10 mánaða skilorðsbundið fangelsi Kona var í dag dæmd í Héraðsdómi Reykjaness í 10 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skjalafals. Konan hafði á sex ára tímabili tekið þrettán lán þar sem hún falsaði á bréfin nafn eiginmanns síns sem sjálfskuldarábyrgðarmanns. Konan var nýkomin úr sambúð þegar hún kynntist eiginmanni sínum og var með þunga skuldabirgði úr þeirri sambúð. Innlent 27.6.2006 10:01 Skæruliðar láta friðargæsluliða SÞ lausa Skæruliðar í Afríkuríkinu Kongó létu í morgun lausa tvo nepalska friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna sem þeir höfðu haft í haldi í mánuð. Fimm friðargæsluliðar eru þó enn í haldi skæruliðanna. Mennirnir sem fengu frelsi í morgun eru við ágæta heilsu. Erlent 27.6.2006 09:36 Krefjast þess að Guantanamo verði lokað Hópur mótmælenda kom saman í gær fyrir utan höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í New York til að krefjast þess að Guantanamo-fangabúðunum á Kúbu verði lokað. Erlent 27.6.2006 08:44 Bush eldri hyggst veiða lax á Íslandi Íslenskir fluguhnýtarar sitja nú sveittir við að hnýta flugur handa George Bush eldri, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem er væntanlegur til Íslands í júlí. Bush mun snæða með forseta Íslands og svo fer hann og kastar fyrir laxi í fylgd reyndra manna. Innlent 27.6.2006 09:56 Ráðinn verkefnisstjóri Alcoa á Norðurlandi Kristján Þ. Halldórsson rekstrarverkfræðingur hefur verið ráðinn verkefnisstjóri samfélagsmála fyrir Alcoa á Norðurlandi. Kristján mun starfa við undirbúningsvinnu vegna hugsanlegs álvers á Norðurlandi. Kristján mun sjá um að miðla upplýsingum um Alcoa og hugsanlegt álver til hagsmunaaðila á Norðausturlandi, svo sem sveitarfélaga, stofnana, félagasamtaka og íbúa. Innlent 27.6.2006 09:48 Ítalir hafna breytingu á stjórnskipan landsins Ítalar hafa, með afgerandi hætti, hafnað breytingum á stjórnskipan landsins. Efnt var til þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingarnar sem hefðu aukið völd forsætisráðherrans og sjálfsstjórn héraða. Rúmlega 61% greiddu atkvæði gegn tillögunum. Innlent 27.6.2006 09:26 Evrópublaðið fundar í dag vegna skýrslu um fangaflugs CIA Evrópuráðið kemur saman til fundar í dag til að ræða skýrslu rannsóknarnefndar ráðsins um fangaflug bandarísku leyniþjónustunnar. Þar verður meðal annars hlýtt á vitnisburð manna sem segjast hafa sætt pyntingum þegar þeir voru í haldi Bandaríkjamanna. Erlent 27.6.2006 09:31 Úrskurðaður í gæsluvarðhald til 7. júlí Fyrrverandi starfsmaður Tryggingastofnunar ríkisins, sem er grunaður um tuga milljóna króna fjárdrátt af stofnuninni, var í gærkvöldi úrskurðaður í gæsluvarðhald til sjöunda júlí. Ríkislögrelgustjóri rannsakar meðal annars hvort maðurinn hafi átt sér vitorðsmenn, en fyrir liggur að hann lagði fjárhæðir inn á reikninga all margra skjólstæðinga stofnunarinnar. Þá er verið að rannsaka hversu lengi misferli mannsins hefur staðið. Innlent 27.6.2006 09:23 Actavis sækist eftir kaupum á Pliva Stjórn króatíska lyfjafyrirtækisins Pliva hefur ákveðið að leggja það til við eigendur, að ganga til samninga við bandaríska lyfjafyrirtækið Barr, um sölu á fyrirtækinu, en íslenska lyfjafyrirtækið Actavis sóttist líka eftir kaupunum. Innlent 27.6.2006 09:15 Hátt lyfjaverð kemur niður á þeim tekjuminni Ungir jafnaðarmenn í ungliðahreyfingu Samfylkingarinnar líta á hátt lyfjaverð hér á landi sem alvarlega ógnun við velferðina og benda í ályktun sinni á, að hátt lyfjaverð komi harðast niður á efna minni heimilum. Innlent 27.6.2006 08:03 Stálu heitum potti Sá sérstæði þjófnaður var framinn við sumarbústað í Grímsnesi í fyrrinótt að nýjum stórum rafmagnshitapotti, sem felldur var ofan í veröndina, var stolið og komust þjófanrir óséðir undan með ferlíkið. Þjófarnir þurftu því að tæma hann, rífa frá honum timburverkið og fella girðingu til að koma vörubíl að, til að fjarlægja pottinn, sem vegur nokkur hundruð kíló. Svona pottur kostar sex hundruð þúsund krónur fyrir utan flutningskostnað og kostnað við að koma honum fyrir og tengja hann. Innlent 27.6.2006 08:49 3 tonn af kókaíni gerð upptæk Lögreglan í Kólumbíu sýndi fjölmiðlum í gær tæplega þrjú tonn af kókaíni sem hún gerði upptæk á dögunum. Talið er að flytja hafi átt allan farminn til Evrópu. Erlent 27.6.2006 08:10 Ekki víst að Chirac óski eftir endurkjöri Jacques Chirac tilkynnir ekki fyrr en á næsta ári hvort hann ætli aftur að bjóða sig fram til forseta næsta vor. Þetta kom fram í sjónvarpsviðtali í gær. Erlent 27.6.2006 08:39 Golfvöllur og vatnsverksmiðja stóriðjan í Þorlákshöfn Hafist verður handa við nýjan strandgolfvöll við Þorlákshöfn á næstu mánuðum þar sem hönnun hans er lokið. Bæjarstjóri Ölfuss segir völlinn og fyrirhugaða vatnsverksmiðju stóriðju Þorlákshafnarbúa sem geti skapað hátt í hundrað störf. Innlent 27.6.2006 00:21 Gamall sumarbústaður brann til kaldra kola Gamall sumarbústaður við Silugnatjörn í Miðdal, austur af Grafarholtinu í Reykjavík, brann til kaldra kola í nótt. Innlent 27.6.2006 08:08 Ferðamenn fundust heilir á húfi Íslensku ferðamennirnir þrír, sem björgunarsveitir fóru að leita að síðdegis í gær, fundust heilir á húfi um sjö leitið í gærkvöldi. Þeir höfðu ætlað í Þórsmörk og í Landmannalaugar. Innlent 27.6.2006 08:06 Fjörtíu féllu í sprengjuárás Að minnsta kosti fjörutíu féllu og hátt í níutíu særðust þegar spregjur sprungu á fjölförnum mörkuðum í tveimur borgum Íraks í gærkvöldi. Mannskæðari árásin var gerð í borginni Bakúba, norð-austur af Bagdad, þar sem sprengja hafði verið fest við reiðhjól. Borgin er eitt helsta vígi súnní-múslima. Erlent 27.6.2006 08:07 Kostnaður Vinstri grænna um 12 milljónir króna Útlagður kostnaður Vinstri hreyfingarinnar- græns framboðs á landsvísu, vegna sveitarstjórnarkosninganna nýverið, nemur tólf til tólf og hálfri milljón króna, samkvæmt tilkynningu frá flokknum. Inni í þessari tölu eru styrkir til ýmissa blandaðra framboða, sem flokkurinn tók þátt í. Hinsvegar eru ótalin einhver framlög frá einstökum svæðisfélögum, sem birt verða á heimasíðu flokksins síðar.Vinstri grænir styrktu stöðu sína verulega, víða um land í kosningunum. Innlent 27.6.2006 08:11 Olmert fer ekki að kröfum mannræningja Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísrael, neitaði í morgun að láta palestínska fanga lausa í skiptum fyrir ísraelska hermanninn sem herskáir Palestínumenn rændu í fyrradag. Erlent 27.6.2006 07:59 « ‹ ›
Hamas viðurkenni Ísraelsríki óbeint Hamas-samtökin, sem eru í forystu í heimastjórn Palestínumanna, hafa óbeint viðurkennt tilvist Ísraelsríkis. Forystusveit samtakanna hefur samþykkt lausn á deilum Ísraela sem felur í sér stofnun Palestínuríkis við hlið Ísraels. Erlent 27.6.2006 13:47
Erfiðara að selja íbúðir í höfuðborginni Lengri tíma tekur að selja íbúðir á höfuðborgarsvæðinu en áður og fleiri nýjar íbúðir standa auðar. Greiningadeild Glitnis spáir fimm til tíu prósenta lækkun að nafnvirði á húsnæðisverði á næstu tólf til tuttugu og fjórum mánuðinum. Innlent 27.6.2006 13:07
Leiðréttingu á réttarstöðu samkynhneigðra loks náð Hvergi í heiminum njóta samkynhneigðir eins mikilla lagalegra réttinda og verndar og á Íslandi. Ný lög um réttarstöðu samkynhneigðra sem samþykkt voru í byrjun mánaðarins taka gildi í dag. Af því tilefni efna Samtökin '78 til hátíðarsamkomu í Listasafni Reykjavíkur í dag. Innlent 27.6.2006 12:49
Fékk stálrör í gegnum sig miðjan og lifið það af Kínverskur byggingaverkamaður lifði það af að fá fjögurra metra langt stálrör í gegnum sig miðjan við framkvæmdir á dögunum. Erfiðlega gekk að koma honum í sjúkrabíl og í hendur lækna. Erlent 27.6.2006 12:43
Bush gagnrýnir New York Times Bush Bandaríkjaforseti ganrýndi í gær dagblaðið New York Times harðlega fyrir að birta í síðustu viku frétt um að bandaríska leyniþjónsutan hefði fengið aðgang að alþjóðlegum gagnabanka um bankaviðskipti. Erlent 27.6.2006 12:09
Actavis varð af kaupum á Pliva Actavis fær ekki að kaupa króatíska lyfjafyrirtækið Pliva og verður þar með ekki þriðja stærsta samheitalyfjafyrirtæki í heimi, eins og stefnt var að. Stjórn króatíska lyfjafyrirtækisins Pliva hefur tilkynnt kauphöllum að hún leggi það til við eigendur, að ganga til samninga við bandaríska lyfjafyrirtækið Barr, um sölu á fyrirtækinu, en íslenska lyfjafyrirtækið Actavis sóttist líka eftir kaupunum. Innlent 27.6.2006 12:03
Uppsalir meðal jarða til leigu Tólf umsækjendur voru um jarðir í Selárdal við Arnarfjörð sem landbúnaðarráðuneytið auglýsti til leigu í vor. Fréttavefurinn Bæjarins besta greinir frá því að um sé að ræða jarðirnar Uppsali, þar sem einbúinn Gísli Gíslason bjó, Brautarholt þar sem var fyrrum íbúðarhús Samúels Jónssonar listamanns og bæinn Kolbeinsskeið í Selárdal, ásamt fyrrverandi íbúðarhúsi á Melstað og Selárdal. Jörðunum verður úthlutað í vor og er leigutíminn til fimmtíu ára. Íbúðarhúsin eru þó flesti í slæmu ásigkomulagi og þarfnast mikilla endurbóta. Innlent 27.6.2006 11:30
Ríkisstjórnin ákveður aðgerðir til að draga úr verðbólgu Ríkisstjórnin hefur ákveðið að lækka lánshlutfall Íbúaðaláasjóðs tímabundið úr 90% í 80% og hámarkslán úr 18 milljónum króna í 17 milljónir króna. Þetta er meðal aðgerða sem ríkisstjórnin hefur fallist á til að stuðla að því markmiði að hjöðnun verðbólgu gangi eftir sem fyrst. Þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar voru ákveðnar á ríkisstjórnarfundi fyrr í dag. Innlent 27.6.2006 11:14
Systkini hlaupa nakin til stuðnings PETA Íslensk systkini, Hanna og Tryggvi Guðmundsbörn, eru meðal þeirra mörghundruð stuðningsmanna dýraverndunarsamtaknna PETA sem hyggjast hlaupa nakin um götur Pamplona á Spáni 5. júlí til að mótmæla árlegu nautahlaupi í borginni. Innlent 27.6.2006 10:45
Þrjú tonn af kókaíni gerð upptæk í Kólumbíu Lögreglan í Kólumbíu sýndi fjölmiðlum í gær tæplega þrjú tonn af kókaíni sem hún gerði upptæk á dögunum. Talið er að flytja hafi átt allan farminn til Evrópu. Kókaínið fannst grafið í jörðu nærri bænum Necocli í norðurhluta Kólumbíu en enginn hefur verið handtekinn vegna málsins enn sem komið er. Erlent 27.6.2006 10:09
Forseti Austur-Tímor fundar með ráðherrum landsins Gusmao, forseti Austur-Tímor, átt í morgun fund með helstu ráðherrum í ríkisstjórn landsins. Þar var rædd skipan bráðabirgðastjórnar en Alkatiri, forsætisráðherra, sagði af sér í gær. Erlent 27.6.2006 10:03
Dæmd í 10 mánaða skilorðsbundið fangelsi Kona var í dag dæmd í Héraðsdómi Reykjaness í 10 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skjalafals. Konan hafði á sex ára tímabili tekið þrettán lán þar sem hún falsaði á bréfin nafn eiginmanns síns sem sjálfskuldarábyrgðarmanns. Konan var nýkomin úr sambúð þegar hún kynntist eiginmanni sínum og var með þunga skuldabirgði úr þeirri sambúð. Innlent 27.6.2006 10:01
Skæruliðar láta friðargæsluliða SÞ lausa Skæruliðar í Afríkuríkinu Kongó létu í morgun lausa tvo nepalska friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna sem þeir höfðu haft í haldi í mánuð. Fimm friðargæsluliðar eru þó enn í haldi skæruliðanna. Mennirnir sem fengu frelsi í morgun eru við ágæta heilsu. Erlent 27.6.2006 09:36
Krefjast þess að Guantanamo verði lokað Hópur mótmælenda kom saman í gær fyrir utan höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í New York til að krefjast þess að Guantanamo-fangabúðunum á Kúbu verði lokað. Erlent 27.6.2006 08:44
Bush eldri hyggst veiða lax á Íslandi Íslenskir fluguhnýtarar sitja nú sveittir við að hnýta flugur handa George Bush eldri, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem er væntanlegur til Íslands í júlí. Bush mun snæða með forseta Íslands og svo fer hann og kastar fyrir laxi í fylgd reyndra manna. Innlent 27.6.2006 09:56
Ráðinn verkefnisstjóri Alcoa á Norðurlandi Kristján Þ. Halldórsson rekstrarverkfræðingur hefur verið ráðinn verkefnisstjóri samfélagsmála fyrir Alcoa á Norðurlandi. Kristján mun starfa við undirbúningsvinnu vegna hugsanlegs álvers á Norðurlandi. Kristján mun sjá um að miðla upplýsingum um Alcoa og hugsanlegt álver til hagsmunaaðila á Norðausturlandi, svo sem sveitarfélaga, stofnana, félagasamtaka og íbúa. Innlent 27.6.2006 09:48
Ítalir hafna breytingu á stjórnskipan landsins Ítalar hafa, með afgerandi hætti, hafnað breytingum á stjórnskipan landsins. Efnt var til þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingarnar sem hefðu aukið völd forsætisráðherrans og sjálfsstjórn héraða. Rúmlega 61% greiddu atkvæði gegn tillögunum. Innlent 27.6.2006 09:26
Evrópublaðið fundar í dag vegna skýrslu um fangaflugs CIA Evrópuráðið kemur saman til fundar í dag til að ræða skýrslu rannsóknarnefndar ráðsins um fangaflug bandarísku leyniþjónustunnar. Þar verður meðal annars hlýtt á vitnisburð manna sem segjast hafa sætt pyntingum þegar þeir voru í haldi Bandaríkjamanna. Erlent 27.6.2006 09:31
Úrskurðaður í gæsluvarðhald til 7. júlí Fyrrverandi starfsmaður Tryggingastofnunar ríkisins, sem er grunaður um tuga milljóna króna fjárdrátt af stofnuninni, var í gærkvöldi úrskurðaður í gæsluvarðhald til sjöunda júlí. Ríkislögrelgustjóri rannsakar meðal annars hvort maðurinn hafi átt sér vitorðsmenn, en fyrir liggur að hann lagði fjárhæðir inn á reikninga all margra skjólstæðinga stofnunarinnar. Þá er verið að rannsaka hversu lengi misferli mannsins hefur staðið. Innlent 27.6.2006 09:23
Actavis sækist eftir kaupum á Pliva Stjórn króatíska lyfjafyrirtækisins Pliva hefur ákveðið að leggja það til við eigendur, að ganga til samninga við bandaríska lyfjafyrirtækið Barr, um sölu á fyrirtækinu, en íslenska lyfjafyrirtækið Actavis sóttist líka eftir kaupunum. Innlent 27.6.2006 09:15
Hátt lyfjaverð kemur niður á þeim tekjuminni Ungir jafnaðarmenn í ungliðahreyfingu Samfylkingarinnar líta á hátt lyfjaverð hér á landi sem alvarlega ógnun við velferðina og benda í ályktun sinni á, að hátt lyfjaverð komi harðast niður á efna minni heimilum. Innlent 27.6.2006 08:03
Stálu heitum potti Sá sérstæði þjófnaður var framinn við sumarbústað í Grímsnesi í fyrrinótt að nýjum stórum rafmagnshitapotti, sem felldur var ofan í veröndina, var stolið og komust þjófanrir óséðir undan með ferlíkið. Þjófarnir þurftu því að tæma hann, rífa frá honum timburverkið og fella girðingu til að koma vörubíl að, til að fjarlægja pottinn, sem vegur nokkur hundruð kíló. Svona pottur kostar sex hundruð þúsund krónur fyrir utan flutningskostnað og kostnað við að koma honum fyrir og tengja hann. Innlent 27.6.2006 08:49
3 tonn af kókaíni gerð upptæk Lögreglan í Kólumbíu sýndi fjölmiðlum í gær tæplega þrjú tonn af kókaíni sem hún gerði upptæk á dögunum. Talið er að flytja hafi átt allan farminn til Evrópu. Erlent 27.6.2006 08:10
Ekki víst að Chirac óski eftir endurkjöri Jacques Chirac tilkynnir ekki fyrr en á næsta ári hvort hann ætli aftur að bjóða sig fram til forseta næsta vor. Þetta kom fram í sjónvarpsviðtali í gær. Erlent 27.6.2006 08:39
Golfvöllur og vatnsverksmiðja stóriðjan í Þorlákshöfn Hafist verður handa við nýjan strandgolfvöll við Þorlákshöfn á næstu mánuðum þar sem hönnun hans er lokið. Bæjarstjóri Ölfuss segir völlinn og fyrirhugaða vatnsverksmiðju stóriðju Þorlákshafnarbúa sem geti skapað hátt í hundrað störf. Innlent 27.6.2006 00:21
Gamall sumarbústaður brann til kaldra kola Gamall sumarbústaður við Silugnatjörn í Miðdal, austur af Grafarholtinu í Reykjavík, brann til kaldra kola í nótt. Innlent 27.6.2006 08:08
Ferðamenn fundust heilir á húfi Íslensku ferðamennirnir þrír, sem björgunarsveitir fóru að leita að síðdegis í gær, fundust heilir á húfi um sjö leitið í gærkvöldi. Þeir höfðu ætlað í Þórsmörk og í Landmannalaugar. Innlent 27.6.2006 08:06
Fjörtíu féllu í sprengjuárás Að minnsta kosti fjörutíu féllu og hátt í níutíu særðust þegar spregjur sprungu á fjölförnum mörkuðum í tveimur borgum Íraks í gærkvöldi. Mannskæðari árásin var gerð í borginni Bakúba, norð-austur af Bagdad, þar sem sprengja hafði verið fest við reiðhjól. Borgin er eitt helsta vígi súnní-múslima. Erlent 27.6.2006 08:07
Kostnaður Vinstri grænna um 12 milljónir króna Útlagður kostnaður Vinstri hreyfingarinnar- græns framboðs á landsvísu, vegna sveitarstjórnarkosninganna nýverið, nemur tólf til tólf og hálfri milljón króna, samkvæmt tilkynningu frá flokknum. Inni í þessari tölu eru styrkir til ýmissa blandaðra framboða, sem flokkurinn tók þátt í. Hinsvegar eru ótalin einhver framlög frá einstökum svæðisfélögum, sem birt verða á heimasíðu flokksins síðar.Vinstri grænir styrktu stöðu sína verulega, víða um land í kosningunum. Innlent 27.6.2006 08:11
Olmert fer ekki að kröfum mannræningja Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísrael, neitaði í morgun að láta palestínska fanga lausa í skiptum fyrir ísraelska hermanninn sem herskáir Palestínumenn rændu í fyrradag. Erlent 27.6.2006 07:59