Fréttir Dómsmálaráðherra skipar héraðsdómara Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra hefur skipað Ástríði Grímsdóttur í embætti héraðsdómara við héraðsdóm Suðurlands frá og með 1. júlí. Ástríður gengdi áður starfi sýslumanns á Ólafsfirði. Innlent 4.7.2006 13:22 Enn á gjörgæslu Unga manninum, sem slasaðist eftir að hafa misst stjórn á vélhjóli sínu á Kirkjubraut á Akranesi í gær, er enn haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæslu. Að sögn lögreglunnar á Akranesi er ekki fullvitað um tildrög slyssins en málið er í rannsókn. Innlent 4.7.2006 13:16 Búist við frekari samdrætti á fasteignamarkaði Um það bil 30% samdráttur hefur orðið í veltu á fasteignamarkaði síðan í mars, og blikur eru á lofti um enn frekari samdrátt. Innlent 4.7.2006 13:07 Slys í Jökuldal á Austurlandi Björgunarsveitarmenn og lögregla eru nú á leið upp í Jökuldal á Austurlandi vegna tilkynningar um slys, sem þar mun hafa orðið á tólfta tímanum, ekki langt frá Sænautaseli, samkvæmt fyrstu fréttum. Eftir því sem Frétastofan kemst næst mun einn maður hafa slasast, en ekki lífshættulega. Ekkert er nánar vitað um atvik. Landhelgisgæslan hefur þyrlu til taks, ef óskað verður eftir henni. Innlent 4.7.2006 12:44 Aukin verðbólga innan OECD Verðbólga í aðildarríkjum Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, mældist 3,1 prósent í maí. Þetta er 0,4 prósentustiga hækkun frá apríl. Verðbólga hér á landi mældist 7,5 prósent í maí, samkvæmt OECD. Þetta er næstmesta verðbólgan innan aðildarríkja OECD en mest var hún í Tyrklandi. Viðskipti innlent 4.7.2006 11:47 Bush til landsins Georg Bush eldri, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er væntanlegur til landsins síðdegis í dag og mun snæða kvöldverð í boði Ólafs Ragnars Grímssonar forseta. Hann heldur því upp á þjóðhátíðardag Bandarríkjamanna, fjórða júlí, hér á landi. Á morgun heldur hann til laxveiða í boði Orra Vigfússonar fomanns Norður- Atlantshafs fiskverndarsjóðsins. Bush hefur einu sinni áður komið hingað til lands þegar hann gengdi embætti varaforseta í forsetatíð Ronalds Regans og renndi hann þá fyrir lax í Þverá og Kjarrá. Innlent 4.7.2006 11:03 Fleiri ferðamenn lenda í umferðaróhöppum en áður Útlendingar á bílaleigubíl lentu i árekstri við annan bíl á blindhæð á Bláfellshálsi á Kjalvegi í gær, en engan í bílunum sakaði þótt bílarnir skemmdust mikið. Engin slasaðist heldur þegar bílaleigubíll með útlendingum fór út af Biskupstungnabraut í gær. Innlent 4.7.2006 11:00 Búast við mikilli eftirspurn eftir olíu Heimsmarkaðsverð á olíu fór yfir 73 Bandaríkjadali á tunnu í framvirkum samningum á markaði í Lundúnum í Bretlandi. Þjóðhátíðardagur Bandaríkjamanna er í dag, 4. júlí, og hafa aldrei jafn margir verið á faraldsfæti frá því fyrir helgi og nú. Í kvöld og á morgun fara menn til síns heima og eykst eftirspurn eftir eldsneyti mikið vegna þessa. Viðskipti erlent 4.7.2006 10:50 Óskað eftir tilboðum í flug Ríkiskaup hafa óskað eftir tilboðum, fyrir hönd Vegagerðarinnar, í rekstur á áætlunarflugi milli Reykjavíkur og Bíldudals og Reykjavíkur og Gjögurs. Á fréttavefurinn Bæjarins besta kemur fram að um er að ræða útboð á endugreiðslu kosnaðar að frádregnum tekjum vegna farþegaflutninga á áætlunarflugi á umræddum flugleiðum og vöruflutninga hluta úr ári milli Gjögurs og Reykjavík. Opnað verður fyrir tilboð næstkomandi fimmtudag. Innlent 4.7.2006 10:35 Fíkniefnafundur á Akureyri Lögreglan á Akureyri handtók tvo unga menn í bænum í gærkvöldi eftir að fíkniefni fundust á þeim. Í framhaldi af því fundust líka fíkniefni á heimili annars og gista báðir mennirnir fangageymslur þar til yfirheyrslum verður fram haldið í dag. Ekki liggur fyrir hversu mikið af fíkniefnum um ræðir.- Innlent 4.7.2006 10:34 Vill skerpa áherslur í umhverfismálum Björgvin G. Sigurðsson þingmaður Samfylkingarinnnar kennir ósigrinum í borgarstjórnarkosningunum um fylgishrun flokksins í nýlegri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Hann segir að Samfylkingin þurfi að sýna sitt rétta andlit í umhverfismálum. Innlent 4.7.2006 10:28 Á annað hundrað manns minntust hins látna Minningarathöfn var haldin í gærkvöld um Heiðar Þórarinn Jóhannsson sem lést í bifhjólaslysi í Öræfasveit í fyrradag. Innlent 4.7.2006 10:19 Glitnir kaupir sænskt verðbréfafyrirtæki Glitnir banki hefur lokið kaupum á öllu hlutafé í sænska verðbréfafyrirtækin Fisher Partners Fondkommission. Í tilkynningu Glitnis til Kauphallar Íslands segir að bæði fjármálaeftirlitið hér á landi og í Svíþjóð hafi formlega samþykkt kaupin. Viðskipti innlent 4.7.2006 10:16 Öllum kríueggjum rænt af friðlýstu svæði Öllum kríueggjum í Dyrhólaey var rænt af friðlýstu svæði í síðustu viku og er öll kría farin úr eyjunni, að því er Morgunblaðið hefur eftir Þorsteini Gunnarssyni bónda í Vatnsskarðshólum. Þorsteinn telur að þetta hafi gerst í síðustu viku og hafi stórum bil verið ekið utan vegar. Lögreglan í Vík í Mýrdal hefur málið til rannsóknar, en síðast þegar eggjum var rænt í Dyrhólaey, fyrir all nokkrum árum, verpti engin kría þar í nokkur ár á eftir.- Innlent 4.7.2006 10:14 Gefa ekki frekari upplýsingar um hermanninn Palenstínsku skæruliðarnir sem hafa ísraelskan hermann í haldi sögðu í morgun að þeir ætluðu ekki að gefa frekari upplýsingar um líðan hans eftir að stjórnvöld í Ísrael höfnuðu tilboði um skipti á hermanninum og palenstínskum föngum. Skæruliðarnir höfðu gefið stjórnvöldum frest til klukkan þrjú í nótt til að verða við tilboði þeirra. Ísraelsher hélt áfram loftárásum á Gaza í nótt og í morgun en meðal skotmarka að þessu sinni var íslamski háskólinn í Gazaborg. Erlent 4.7.2006 10:06 Hundruð létust í flóðum Í það minnsta 350 manns létust í flóðum, aurskriðum og öðrum náttúruhamförum í Kína í júní. Hamfarirnar má rekja til mikilla rigninga og er búist við enn meiri úrkomu næstu daga. Allt að hundrað manns er enn saknað. Tjónið af völdum hamfaranna er metið á tvo og hálfan milljarð bandaríkjadala. Hundruð manna látast ár hvert í rigningum og hamförum þeim tengdum í Kína. Erlent 4.7.2006 09:58 Velti bíl sólahring eftir dóm fyrir ítrekuð umferðalagabrot Karlmaður á þrítugsaldri, sem velti bíl sínum skammt frá Geysi í Haukadal um helgina, hafði aðeins sólarhring áður verið dæmdur í níu mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir ítrekuð umferðarlagabrot og ölvunarakstur. Og enn er hann grunaður um ölvunarakstur um helgina,á meðan hann beið þess að afplána dóm fyrir fyrri ölvunarakstur. Hann var fluttur á sjúkrahús ásamt tveimur farþegum en engin þeirra reyndist alvarlega slasaður. Innlent 4.7.2006 09:55 Meintir skotmenn enn í gæsluvarðhaldi Hæstiréttur Íslands hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfr tveimur af þrem mönnum sem áttu þátt í skotárás á hús í Hafnarfirði. Fram kemur í úrskurðinum að íbúi hússins í Vallarhverfinu hafi orðið fyrir skoti þegar mennirnir keyrðu að húsinu þann 21. júní síðastliðinn og skutu á það. Mennirnir tveir sem sitja enn í gæsluvarðhaldi eru hinn meinti skotmaður og ökumaðurinn. Þeir eru taldir geta skemmt fyrir rannsókninni verði þeim sleppt. Haglabyssan sem notuð var í árásinni er enn ófundin. Innlent 4.7.2006 09:52 Rætt um stýrivexti í Japan Japanskir ráðamenn ræddu um næstu skref japanska Seðlabankans á þinginu í dag. Kaoru Yosano, banka- og efnahagsmálaráðherra landsins, sagði markaðsaðstæður vera komnar á þann veg að Seðlabankinn geti hækkað stýrivexti um 25 punkta í næstu viku. Vextir hafa staðið óbreyttir í núlli síðastliðin fimm ár. Viðskipti erlent 4.7.2006 09:31 Talið að hjól hafi brotnað undan fremsta vagninum Talið er að neðanjarðarlestinni, sem fór út af sporinu í Valencia á Spáni í gær, hafi verið ekið of hratt og að hjól hafi brotnað undan fremsta vagninum. Í það minnsta 41 fórst og 47 slösuðust. Erlent 4.7.2006 09:31 Um 30% samdráttur á fasteignamarkaði Um það bil 30% samdráttur hefur orðið í veltu á fasteignamarkaði síðan í mars, samkvæmt útreikningum KB banka. Þá var þinglýst um það bil 200 kaupsamningum í viku, en sú tala var fallin niður í 117 í síustu viku. Verðið lækkaði líka um 0,2% að nafnvirði í mái og um rösklega 1,5% að raunvirði, vegna verðbólgunnar. Ekki eru í sjónmáli horfur á að það lifni yfir markaðnum í bráð því Húsnæðislánasjóður hefur hækkað vexti sína upp fyrir bankavextina og lækkað hámarkslán. Innlent 4.7.2006 09:28 Ísraelar hyggjast halda áfram aðgerðum á Gaza Ísraelsk stjórnvöld hafa hafnað því að láta fimmtán þúsund Palestínumenn lausa úr ísraelskum fangelsum í skiptum fyrir ísraelska hermanninn, Gilad Shalit, sem hefur verið í haldi herskárra Palestínumanna í rúma viku. Ísarelum var gefinn frestur til klukkan þrjú í nótt að íslenskum tíma til að verða við þessum kröfum ellegar yrði gripið til óyndisúrræða. Hryðjuverkamennirnir skilgreindu ekki nánar hvað gert yrði. Erlent 3.7.2006 22:02 Sprengjuárás á olíuleiðslu í Írak Sprengjuárás var gerð á olíuleiðslu í Norður-Írak í dag. Ekki er talið að árásin hafi áhrif á olíuútflutning frá landinu. Leiðslan dælir olíu til stöðva í bænum Kirkuk, tæpa þrjú hundruð kílómetra norður af höfuðborginni Bagdad. Sú olía er síðan flutt til Tyrklands. Í síðustu viku tilkynnti olíumálaráðherra Íraks að framleiðsla í Írak hefði nú náð tveimur og hálfri milljón tunna á dag sem er það mesta síðan innrásin í Írak var gerði í mars 2003. Erlent 3.7.2006 21:58 Bandarískur hermaður ákærður fyrir morð og nauðgun Fyrrverandi hermaður í bandaríska hernum verður á næstu dögum ákærður fyrir að hafa nauðgað konu í Írak og myrt hana og fjölskyldu hennar. Þetta mun hafa gerst í mars síðastliðnum. Maðurinn var leystur frá störfum í hernum þar sem hann var sagður þjást af persónuleikaröskun. Erlent 3.7.2006 21:51 Minningarathöfn um Heiðar Þórarinn við minnisvarða hans Minningarathöfn var haldin í kvöld um Heiðar Þórarinn Jóhannsson sem lést í bifhjólaslysi í Öræfasveit í gær. Athöfnin fór fram við minnisvarða um látna bifhjólaökumenn við Varmahlíð en Heiðar Þórarinn hannaði sjálfur og bjó til minnisvarðann. Minnisvarðinn heitir "Fallinn" og var vígður 17. júní í fyrra á 100 ára afmæli bifhjólsins á Íslandi. Talið er að á annað hundrað manns hafi komið saman við minnisvarðann í kvöld til að heiðra minningu Heiðars. Innlent 3.7.2006 22:07 Mannskæð flóð við Svartahaf Minnst átján manns hafa drukknað og þriggja er saknað í flóðum sem hefur herjað á íbúa í fjórum ríkjum sem liggja að Svartahafi. Töluvert hefur rignt á svæðinu með þessum hörmulegu afleiðingum. Í Úkraínu fóru um fimm hundruð heimili í sjö þorpum á kaf þegar stífla gaf sig. Tvær konur drukknuðu. Úrhellið á svæðinu stóð í margar klukkustundir og eru íbúar í einu þorpi án vatns og matar en flætt hefur í alla vatnsbrunna þar. Fæstum þeirra sem þurftu að yfirgefa heimili sín tókst að bjarga einhverju af eigum sínum. Erlent 3.7.2006 21:44 Lögreglubílvelta Bílvelta varð á Reykjanesbrautinni til móts við Álverið í Straumsvík á áttunda tímanum í kvöld. Lögreglubíll, með tveimur lögreglumönnum innanborðs, var á leið í útkall í hús sem stendur til móts við geymslusvæði álversins. Til slagsmála hafði komið í húsinu. Lögreglumennirnir voru rétt ókomnir þangað þegar bifreið þeirra rann útaf veginum. Hvorugan lögreglumannin sakaði. Innlent 3.7.2006 21:41 Héldu áfram för sinni eftir bílveltu Í umdæmi lögreglunnar á Selfossi voru þrír kærðir fyrir ölvunarakstur um helgina og 52 fyrir hraðakstur. Auk þessa varð bílvelta snemma á sunnudagsmorgun á Biskupstungnabraut skammt neðan við Geysi í Haukadal. Þrennt var í bifreiðinni, tveir ungir karlar og unglingsstúlka. Fólkið var á leið frá Gullfossi að Laugarvatni þegar ökumaður missti stjórn á bílnum og hann fór út af veginum. Talið er að bíllinn hafi farið eina og hálfa veltu. Innlent 3.7.2006 21:35 Minni framleiðni í Bandaríkjunum Framleiðni í Bandaríkjunum jókst minna í síðasta mánuði en búist var við. Ástæðan er hátt eldsneytis- raforku- og hrávöruverð. Fjármálafræðingar segja að þrátt fyrir þetta séu væntingar góðar því ofhitnunar gætir ekki í bandarísku efnahagslífi. Viðskipti erlent 3.7.2006 19:45 Valt yfir umferðareyju á bíl úr gagnstæðri átt Þrír voru fluttir á slysadeild eftir umferðarslys á Vesturlandsvegi við afleggjarann upp í Grafarholt. Slysið varð á sjöunda tímanum í kvöld. Tildrög slyssins voru þau að tveir bílar á leið til Reykjavíkur lentu í lítilsháttar óhappi með þeim afleiðingum að annar fór út af veginum vinstra megin og valt yfir umferðareyju og upp á veginn hinum megin. Þar lenti hann framan á bíl úr gagnstæðri átt. Tveir voru í bílnum sem valt og einn í hinum bílnum. Hinir slösuðu eru í rannsókn og er líðan þeirra eftir atvikum, að sögn vakthafandi læknis á slysadeild. Að minnsta kosti einn þeirra þarf að fara í aðgerð útaf beinbroti. Talsverðar tafir urðu á umferð en ökumönnum var beint í einfaldri röð um umferðareyju milli akstursstefna. Innlent 3.7.2006 19:00 « ‹ ›
Dómsmálaráðherra skipar héraðsdómara Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra hefur skipað Ástríði Grímsdóttur í embætti héraðsdómara við héraðsdóm Suðurlands frá og með 1. júlí. Ástríður gengdi áður starfi sýslumanns á Ólafsfirði. Innlent 4.7.2006 13:22
Enn á gjörgæslu Unga manninum, sem slasaðist eftir að hafa misst stjórn á vélhjóli sínu á Kirkjubraut á Akranesi í gær, er enn haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæslu. Að sögn lögreglunnar á Akranesi er ekki fullvitað um tildrög slyssins en málið er í rannsókn. Innlent 4.7.2006 13:16
Búist við frekari samdrætti á fasteignamarkaði Um það bil 30% samdráttur hefur orðið í veltu á fasteignamarkaði síðan í mars, og blikur eru á lofti um enn frekari samdrátt. Innlent 4.7.2006 13:07
Slys í Jökuldal á Austurlandi Björgunarsveitarmenn og lögregla eru nú á leið upp í Jökuldal á Austurlandi vegna tilkynningar um slys, sem þar mun hafa orðið á tólfta tímanum, ekki langt frá Sænautaseli, samkvæmt fyrstu fréttum. Eftir því sem Frétastofan kemst næst mun einn maður hafa slasast, en ekki lífshættulega. Ekkert er nánar vitað um atvik. Landhelgisgæslan hefur þyrlu til taks, ef óskað verður eftir henni. Innlent 4.7.2006 12:44
Aukin verðbólga innan OECD Verðbólga í aðildarríkjum Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, mældist 3,1 prósent í maí. Þetta er 0,4 prósentustiga hækkun frá apríl. Verðbólga hér á landi mældist 7,5 prósent í maí, samkvæmt OECD. Þetta er næstmesta verðbólgan innan aðildarríkja OECD en mest var hún í Tyrklandi. Viðskipti innlent 4.7.2006 11:47
Bush til landsins Georg Bush eldri, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er væntanlegur til landsins síðdegis í dag og mun snæða kvöldverð í boði Ólafs Ragnars Grímssonar forseta. Hann heldur því upp á þjóðhátíðardag Bandarríkjamanna, fjórða júlí, hér á landi. Á morgun heldur hann til laxveiða í boði Orra Vigfússonar fomanns Norður- Atlantshafs fiskverndarsjóðsins. Bush hefur einu sinni áður komið hingað til lands þegar hann gengdi embætti varaforseta í forsetatíð Ronalds Regans og renndi hann þá fyrir lax í Þverá og Kjarrá. Innlent 4.7.2006 11:03
Fleiri ferðamenn lenda í umferðaróhöppum en áður Útlendingar á bílaleigubíl lentu i árekstri við annan bíl á blindhæð á Bláfellshálsi á Kjalvegi í gær, en engan í bílunum sakaði þótt bílarnir skemmdust mikið. Engin slasaðist heldur þegar bílaleigubíll með útlendingum fór út af Biskupstungnabraut í gær. Innlent 4.7.2006 11:00
Búast við mikilli eftirspurn eftir olíu Heimsmarkaðsverð á olíu fór yfir 73 Bandaríkjadali á tunnu í framvirkum samningum á markaði í Lundúnum í Bretlandi. Þjóðhátíðardagur Bandaríkjamanna er í dag, 4. júlí, og hafa aldrei jafn margir verið á faraldsfæti frá því fyrir helgi og nú. Í kvöld og á morgun fara menn til síns heima og eykst eftirspurn eftir eldsneyti mikið vegna þessa. Viðskipti erlent 4.7.2006 10:50
Óskað eftir tilboðum í flug Ríkiskaup hafa óskað eftir tilboðum, fyrir hönd Vegagerðarinnar, í rekstur á áætlunarflugi milli Reykjavíkur og Bíldudals og Reykjavíkur og Gjögurs. Á fréttavefurinn Bæjarins besta kemur fram að um er að ræða útboð á endugreiðslu kosnaðar að frádregnum tekjum vegna farþegaflutninga á áætlunarflugi á umræddum flugleiðum og vöruflutninga hluta úr ári milli Gjögurs og Reykjavík. Opnað verður fyrir tilboð næstkomandi fimmtudag. Innlent 4.7.2006 10:35
Fíkniefnafundur á Akureyri Lögreglan á Akureyri handtók tvo unga menn í bænum í gærkvöldi eftir að fíkniefni fundust á þeim. Í framhaldi af því fundust líka fíkniefni á heimili annars og gista báðir mennirnir fangageymslur þar til yfirheyrslum verður fram haldið í dag. Ekki liggur fyrir hversu mikið af fíkniefnum um ræðir.- Innlent 4.7.2006 10:34
Vill skerpa áherslur í umhverfismálum Björgvin G. Sigurðsson þingmaður Samfylkingarinnnar kennir ósigrinum í borgarstjórnarkosningunum um fylgishrun flokksins í nýlegri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Hann segir að Samfylkingin þurfi að sýna sitt rétta andlit í umhverfismálum. Innlent 4.7.2006 10:28
Á annað hundrað manns minntust hins látna Minningarathöfn var haldin í gærkvöld um Heiðar Þórarinn Jóhannsson sem lést í bifhjólaslysi í Öræfasveit í fyrradag. Innlent 4.7.2006 10:19
Glitnir kaupir sænskt verðbréfafyrirtæki Glitnir banki hefur lokið kaupum á öllu hlutafé í sænska verðbréfafyrirtækin Fisher Partners Fondkommission. Í tilkynningu Glitnis til Kauphallar Íslands segir að bæði fjármálaeftirlitið hér á landi og í Svíþjóð hafi formlega samþykkt kaupin. Viðskipti innlent 4.7.2006 10:16
Öllum kríueggjum rænt af friðlýstu svæði Öllum kríueggjum í Dyrhólaey var rænt af friðlýstu svæði í síðustu viku og er öll kría farin úr eyjunni, að því er Morgunblaðið hefur eftir Þorsteini Gunnarssyni bónda í Vatnsskarðshólum. Þorsteinn telur að þetta hafi gerst í síðustu viku og hafi stórum bil verið ekið utan vegar. Lögreglan í Vík í Mýrdal hefur málið til rannsóknar, en síðast þegar eggjum var rænt í Dyrhólaey, fyrir all nokkrum árum, verpti engin kría þar í nokkur ár á eftir.- Innlent 4.7.2006 10:14
Gefa ekki frekari upplýsingar um hermanninn Palenstínsku skæruliðarnir sem hafa ísraelskan hermann í haldi sögðu í morgun að þeir ætluðu ekki að gefa frekari upplýsingar um líðan hans eftir að stjórnvöld í Ísrael höfnuðu tilboði um skipti á hermanninum og palenstínskum föngum. Skæruliðarnir höfðu gefið stjórnvöldum frest til klukkan þrjú í nótt til að verða við tilboði þeirra. Ísraelsher hélt áfram loftárásum á Gaza í nótt og í morgun en meðal skotmarka að þessu sinni var íslamski háskólinn í Gazaborg. Erlent 4.7.2006 10:06
Hundruð létust í flóðum Í það minnsta 350 manns létust í flóðum, aurskriðum og öðrum náttúruhamförum í Kína í júní. Hamfarirnar má rekja til mikilla rigninga og er búist við enn meiri úrkomu næstu daga. Allt að hundrað manns er enn saknað. Tjónið af völdum hamfaranna er metið á tvo og hálfan milljarð bandaríkjadala. Hundruð manna látast ár hvert í rigningum og hamförum þeim tengdum í Kína. Erlent 4.7.2006 09:58
Velti bíl sólahring eftir dóm fyrir ítrekuð umferðalagabrot Karlmaður á þrítugsaldri, sem velti bíl sínum skammt frá Geysi í Haukadal um helgina, hafði aðeins sólarhring áður verið dæmdur í níu mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir ítrekuð umferðarlagabrot og ölvunarakstur. Og enn er hann grunaður um ölvunarakstur um helgina,á meðan hann beið þess að afplána dóm fyrir fyrri ölvunarakstur. Hann var fluttur á sjúkrahús ásamt tveimur farþegum en engin þeirra reyndist alvarlega slasaður. Innlent 4.7.2006 09:55
Meintir skotmenn enn í gæsluvarðhaldi Hæstiréttur Íslands hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfr tveimur af þrem mönnum sem áttu þátt í skotárás á hús í Hafnarfirði. Fram kemur í úrskurðinum að íbúi hússins í Vallarhverfinu hafi orðið fyrir skoti þegar mennirnir keyrðu að húsinu þann 21. júní síðastliðinn og skutu á það. Mennirnir tveir sem sitja enn í gæsluvarðhaldi eru hinn meinti skotmaður og ökumaðurinn. Þeir eru taldir geta skemmt fyrir rannsókninni verði þeim sleppt. Haglabyssan sem notuð var í árásinni er enn ófundin. Innlent 4.7.2006 09:52
Rætt um stýrivexti í Japan Japanskir ráðamenn ræddu um næstu skref japanska Seðlabankans á þinginu í dag. Kaoru Yosano, banka- og efnahagsmálaráðherra landsins, sagði markaðsaðstæður vera komnar á þann veg að Seðlabankinn geti hækkað stýrivexti um 25 punkta í næstu viku. Vextir hafa staðið óbreyttir í núlli síðastliðin fimm ár. Viðskipti erlent 4.7.2006 09:31
Talið að hjól hafi brotnað undan fremsta vagninum Talið er að neðanjarðarlestinni, sem fór út af sporinu í Valencia á Spáni í gær, hafi verið ekið of hratt og að hjól hafi brotnað undan fremsta vagninum. Í það minnsta 41 fórst og 47 slösuðust. Erlent 4.7.2006 09:31
Um 30% samdráttur á fasteignamarkaði Um það bil 30% samdráttur hefur orðið í veltu á fasteignamarkaði síðan í mars, samkvæmt útreikningum KB banka. Þá var þinglýst um það bil 200 kaupsamningum í viku, en sú tala var fallin niður í 117 í síustu viku. Verðið lækkaði líka um 0,2% að nafnvirði í mái og um rösklega 1,5% að raunvirði, vegna verðbólgunnar. Ekki eru í sjónmáli horfur á að það lifni yfir markaðnum í bráð því Húsnæðislánasjóður hefur hækkað vexti sína upp fyrir bankavextina og lækkað hámarkslán. Innlent 4.7.2006 09:28
Ísraelar hyggjast halda áfram aðgerðum á Gaza Ísraelsk stjórnvöld hafa hafnað því að láta fimmtán þúsund Palestínumenn lausa úr ísraelskum fangelsum í skiptum fyrir ísraelska hermanninn, Gilad Shalit, sem hefur verið í haldi herskárra Palestínumanna í rúma viku. Ísarelum var gefinn frestur til klukkan þrjú í nótt að íslenskum tíma til að verða við þessum kröfum ellegar yrði gripið til óyndisúrræða. Hryðjuverkamennirnir skilgreindu ekki nánar hvað gert yrði. Erlent 3.7.2006 22:02
Sprengjuárás á olíuleiðslu í Írak Sprengjuárás var gerð á olíuleiðslu í Norður-Írak í dag. Ekki er talið að árásin hafi áhrif á olíuútflutning frá landinu. Leiðslan dælir olíu til stöðva í bænum Kirkuk, tæpa þrjú hundruð kílómetra norður af höfuðborginni Bagdad. Sú olía er síðan flutt til Tyrklands. Í síðustu viku tilkynnti olíumálaráðherra Íraks að framleiðsla í Írak hefði nú náð tveimur og hálfri milljón tunna á dag sem er það mesta síðan innrásin í Írak var gerði í mars 2003. Erlent 3.7.2006 21:58
Bandarískur hermaður ákærður fyrir morð og nauðgun Fyrrverandi hermaður í bandaríska hernum verður á næstu dögum ákærður fyrir að hafa nauðgað konu í Írak og myrt hana og fjölskyldu hennar. Þetta mun hafa gerst í mars síðastliðnum. Maðurinn var leystur frá störfum í hernum þar sem hann var sagður þjást af persónuleikaröskun. Erlent 3.7.2006 21:51
Minningarathöfn um Heiðar Þórarinn við minnisvarða hans Minningarathöfn var haldin í kvöld um Heiðar Þórarinn Jóhannsson sem lést í bifhjólaslysi í Öræfasveit í gær. Athöfnin fór fram við minnisvarða um látna bifhjólaökumenn við Varmahlíð en Heiðar Þórarinn hannaði sjálfur og bjó til minnisvarðann. Minnisvarðinn heitir "Fallinn" og var vígður 17. júní í fyrra á 100 ára afmæli bifhjólsins á Íslandi. Talið er að á annað hundrað manns hafi komið saman við minnisvarðann í kvöld til að heiðra minningu Heiðars. Innlent 3.7.2006 22:07
Mannskæð flóð við Svartahaf Minnst átján manns hafa drukknað og þriggja er saknað í flóðum sem hefur herjað á íbúa í fjórum ríkjum sem liggja að Svartahafi. Töluvert hefur rignt á svæðinu með þessum hörmulegu afleiðingum. Í Úkraínu fóru um fimm hundruð heimili í sjö þorpum á kaf þegar stífla gaf sig. Tvær konur drukknuðu. Úrhellið á svæðinu stóð í margar klukkustundir og eru íbúar í einu þorpi án vatns og matar en flætt hefur í alla vatnsbrunna þar. Fæstum þeirra sem þurftu að yfirgefa heimili sín tókst að bjarga einhverju af eigum sínum. Erlent 3.7.2006 21:44
Lögreglubílvelta Bílvelta varð á Reykjanesbrautinni til móts við Álverið í Straumsvík á áttunda tímanum í kvöld. Lögreglubíll, með tveimur lögreglumönnum innanborðs, var á leið í útkall í hús sem stendur til móts við geymslusvæði álversins. Til slagsmála hafði komið í húsinu. Lögreglumennirnir voru rétt ókomnir þangað þegar bifreið þeirra rann útaf veginum. Hvorugan lögreglumannin sakaði. Innlent 3.7.2006 21:41
Héldu áfram för sinni eftir bílveltu Í umdæmi lögreglunnar á Selfossi voru þrír kærðir fyrir ölvunarakstur um helgina og 52 fyrir hraðakstur. Auk þessa varð bílvelta snemma á sunnudagsmorgun á Biskupstungnabraut skammt neðan við Geysi í Haukadal. Þrennt var í bifreiðinni, tveir ungir karlar og unglingsstúlka. Fólkið var á leið frá Gullfossi að Laugarvatni þegar ökumaður missti stjórn á bílnum og hann fór út af veginum. Talið er að bíllinn hafi farið eina og hálfa veltu. Innlent 3.7.2006 21:35
Minni framleiðni í Bandaríkjunum Framleiðni í Bandaríkjunum jókst minna í síðasta mánuði en búist var við. Ástæðan er hátt eldsneytis- raforku- og hrávöruverð. Fjármálafræðingar segja að þrátt fyrir þetta séu væntingar góðar því ofhitnunar gætir ekki í bandarísku efnahagslífi. Viðskipti erlent 3.7.2006 19:45
Valt yfir umferðareyju á bíl úr gagnstæðri átt Þrír voru fluttir á slysadeild eftir umferðarslys á Vesturlandsvegi við afleggjarann upp í Grafarholt. Slysið varð á sjöunda tímanum í kvöld. Tildrög slyssins voru þau að tveir bílar á leið til Reykjavíkur lentu í lítilsháttar óhappi með þeim afleiðingum að annar fór út af veginum vinstra megin og valt yfir umferðareyju og upp á veginn hinum megin. Þar lenti hann framan á bíl úr gagnstæðri átt. Tveir voru í bílnum sem valt og einn í hinum bílnum. Hinir slösuðu eru í rannsókn og er líðan þeirra eftir atvikum, að sögn vakthafandi læknis á slysadeild. Að minnsta kosti einn þeirra þarf að fara í aðgerð útaf beinbroti. Talsverðar tafir urðu á umferð en ökumönnum var beint í einfaldri röð um umferðareyju milli akstursstefna. Innlent 3.7.2006 19:00