Fréttir Fimm teknir fyrir ölvunarakstur Nóttin var frekar róleg hjá Lögreglunni í Reykjavík. Þó voru fimm teknir fyrir ölvunarakstur á síðastliðnum sólarhring og eins komu upp fjögur minniháttar fíkniefnamál. Innlent 11.7.2006 09:56 Kaupendur skila lóðum sínum við Úlfarsfell Kaupendur níu lóða af þeim hundrað og fjórum, sem boðnar voru út við Úlfarsfell í Reykjavík í febrúar, hafa skilað lóðunum aftur. Innlent 11.7.2006 08:38 Rumsfeld í heimsókn í Kabúl Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, kom í óvænta heimsókn til Kabúl í Afganistan í morgun. Erlent 11.7.2006 08:14 Þjóðverjinn fundinn Þýskur ferðamaður, sem lögregla lýsti eftir í gærkvöldi, fannst heill á húfi í tjaldi í Laugadalnum. Síðast var vitað um hann á Akureyri og ætlaði hann yfir Kjöl, en lét síðan ekkert vita af ferðum sínum. Því var farið að leita að honum. Innlent 11.7.2006 07:53 Tvíburar skipa tvær helstu valdastöður Póllands Eineggja tvíburar skipa nú embætti forseta og forsetisráðherra Póllands. Erlent 11.7.2006 07:24 Brú sprengd upp á Gaza svæðinu Ekkert virðist draga úr átökum á Gaza svæðinu. Í nótt sprengdi ísraelski herinn upp brú á norðurhluta Gaza svæðisins. Erlent 11.7.2006 07:20 Fíkniefni gerð upptæk Talsvert af fíkniefnum fanst í bíl, sem lögreglan á Selfossi stöðvaði á Hellsiheiði í nótt. Innlent 11.7.2006 07:15 Tillaga Japana um refsiaðgerðir ekki borin upp Tillaga Japana um refsiaðgerðir gegn Norður Kóreumönnum var ekki borin upp í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í gær. Erlent 11.7.2006 07:04 Fiskibátur á reki út af Reykjanesi Björgunarskipið Oddur V. Gíslason frá Grenivík er nú komið að litlum fiskibáti, með tvo menn um borð, sem er á reki djúpt út af Reykjanesi. Innlent 11.7.2006 07:01 Kaupahéðnar kaupa jarðir undir sumarhús Fjársterkir kaupahéðnar hafa að undanförnu keypt jarðir, þar sem bændur hafa leigt fólki skika undir sumarhús á hóflegu verði. Í kjölfarið er leigan margfölduð eða sumarhúsaeigendum boðinn skikinn til sölu á uppsprengdu verði. Innlent 10.7.2006 22:48 Sýrlendingar mótmæla árásum Ísraelshers Mikil reiði ríkir í Arabalöndum vegna árása Ísraelshers í Palestínu. Þúsundir manna mótmæltu í höfuðborg Sýrlands í dag til að sýna samstöðu með Palestínumönnum. Innlent 10.7.2006 22:26 Þýski ferðamaðurinn heill á húfi Þýski ferðamaðurinn sem lýst var eftir fyrr í kvöld er fundinn. Hann var kominn á tjaldstæðið í Laugardal heill á húfi. Innlent 10.7.2006 22:13 Lögreglan rannsakar sprengingu á Manhattan Lögreglan í New York borg rannsakar nú hvort ástæða þess að hús hrundi til grunna á Manhattan-eyju í New York um hádegisbil í dag hafi verið sjálfsvígstilraun. Erlent 10.7.2006 22:03 Ríkisútvarpið og Gott fólk stefnir 365 fjölmiðlum Ríkisútvarpið hefur stefnt 365 fjölmiðlum og auglýsingastofunni Góðu fólki, fyrir meinta ólöglega notkun á auglýsingu. Í auglýsingunni var látið að því liggja að vinsælir dagskrárliðir, sem RÚV auglýsti, hefðu runnið sitt skeið og yrðu aldrei aftur á dagskrá. Í lok febrúar birtist í Fréttablaðinu auglýsing undir fyrirsögninni : Fullt Hús takk fyrir" og var þar verið að vísa til þess að tíu vinsælustu dagskrárliðirnir í síðustu fjölmiðlakönnun væru allir á dagskrá Ríkissjónvarpsins. Þremur dögum síðar birtist auglýsing í Fréttablaðinu frá Stöð tvö, undir fyirsögninni: "Það er ekki nóg að vera vinsæll í viku." Í auglýsingunni var notast við auglýsingu Ríkissjónvarpsins í smækkaðri mynd og orðið búið sett yfir sjö dagskrárliði, með tilvísun til þess að þeir væru ekki lengur á dagskrá. Í annarri auglýsingu í sama blaði var tekið fram að, að sjálfsögðu myndi Stöð 2 sýna tíu vinsælustu þættina sína áfram. Þetta fór fyrir brjóstið á Ríkisútvarpinu og hönnuði auglýsingarinnar, sem hafa stefnt 365 fjölmiðlum og auglýsingastofunni Góðu fólki fyrir héraðsdóm vegna málsins. Krafist er 960 þúsund króna í skaðabætur fyrir Ríkisútvarpið og tveggja milljóna króna í bætur til auglýsingahönnuðarins. Innlent 10.7.2006 22:02 Nýtt hús fyrir eldri borgara Í dag klukkan þrjú, tók Soffía Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs, fyrstu skóflustungu að nýju húsi fyrir eldri borgara. Í húsinu, sem verður fimm hæðir, verða 18 íbúðir og áætlað að þær verði tilbúnar næsta sumar. Innlent 10.7.2006 20:30 Öllum öryggisreglum fylgt Forseti Félags íslenskra akstursíþróttamanna segir öllum öryggisreglum hafa verið framfylgt í Íslandsmótinu í rallý um helgina þar sem fjórir menn slösuðust. Slysin eru með þeim alvarlegustu sem orðið hafa í sögu rallaksturs hér á landi. Innlent 10.7.2006 20:26 Nauðsynlegt að grípa til aðgerða í húsnæðismálum erlends verkafólks Þrettán Pólverjar búa við nöturlegar aðstæður á svokölluðu gistiheimili í Hafnarfirði. Vinnuveitandi mannanna lét siga lögreglu á fréttamann sem kom til að taka myndir. Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður Samfylkingarinnar fylgdi fréttamanni á staðinn og segir hann nauðsynlegt að grípa til aðgerða í málum sem þessum. Innlent 10.7.2006 20:11 Japanar hugleiða árásir Japanar íhuga að gera loftárásir á eldflaugapalla Norður-Kóreumanna en þeir hafa miklar áhyggjur af tilraunum þeirra með langdrægar eldflaugar. Erlent 10.7.2006 18:16 Jónína Bjartmarz gefur kost á sér sem varaformaður Jónína Bjartmarz, alþingismaður og umhverfisráðherra, hefur ákveðið að gefa kost á sér í kjöri til varaformanns Framsóknarflokksins á komandi flokksþingi í ágúst. Með framboði sínu sem varaformaður hyggst Jónína beita sér fyrir nýrri sókn framsóknarmanna, aukinni þátttöku og áhrifum kvenna í Framsóknarflokknum og auknum samhug og samvinnu flokksmanna. Telur Jónína að það leiði til sterkari stöðu flokksins og öflugs sigurs Framsóknarflokksins í næstu alþingiskosningum. Innlent 10.7.2006 19:48 Heiðar Jóhannsson borinn til grafar Fjölmennt lið lögreglu mun aðstoða við umferðarstjórnun til að greiða fyrir líkfylgd Heiðars Jóhannssonar bifhjólamanns frá Akureyri. Hann verður jarðsunginn frá Glerárkirkju á morgun. Innlent 10.7.2006 19:34 Árásum á Gaza haldið áfram Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að halda árásum á Gaza áfram svo lengi sem þurfa þykir. Þau segja ekki koma til greina að láta palestínska fanga í skiptum fyrir ísraelskan hermann sem skæruliðar hafa í gíslingu, eins og leiðtogi Hamas-samtakanna stakk upp á í dag. Erlent 10.7.2006 18:13 Sálfræðifélagið vill álit dómstóla Sálfræðifélag Íslands vill að dómstólar skeri úr um hvort heilbrigiðsráðuneytinu beri að niðurgreiða sálfræðiþjónstu. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir málið komið í hringavitleysu á meðan hundruð bíða geðþjónustu Innlent 10.7.2006 18:13 Fyrstu kerin að komast í gagnið Fyrstu kerin í kerskála þrjú í Álverinu í Straumsvík verða tekin í notkun um eða eftir næstu helgi en engin framleiðsla hefur verið í kerskálanum eftir alvarlega bilun sem varð í júní. Stefnt er að því að fjörutíu ker af 160 verði komin í notkun fyrir verslunarmannahelgi. Innlent 10.7.2006 18:26 Rússar ráða Basajeff af dögum Hryðjuverkamaðurinn illræmdi, Shamil Basajeff, var ráðinn af dögum í morgun af rússneskum öryggissveitum. Basajeff var leiðtogi tsjetsjenskra aðskilnaðarsinna en hann skipulagði meðal annars fjöldamorðin í barnaskólanum í Beslan haustið 2004. Erlent 10.7.2006 18:04 Leitað að þýskum ferðamanni Lögreglan í Reykjavík óskar eftir upplýsingum um ferðir Andreas Mohr, þýsks ferðamanns sem ekkert hefur spurst til síðan á föstudag en þá var hann staddur á Akureyri. Fjölskylda mannsins segir hann hafa ætlað að ferðast á puttanum til Reykjavíkur um Kjalveg. Andreas er 33 ára með ljósrautt hár og blá augu, grannur og um 182 sentimetrar. Þeir sem vita um ferðir mannsins eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu. Innlent 10.7.2006 18:37 Breytingar á yfirstjórn Excel Airways Group Steven Tomlinson rekstrarstjóri og Paul Roberts fjármálastjóri Excel Airways Group, dótturfélags Avion Group, hafa sagt upp störfum. Halldór Sigurðarson tekur við sem fjármálastjóri og Davíð Örn Halldórsson hefur störf sem yfirmaður nýstofnaðrar upplýsingatæknideildar félagsins. Innlent 10.7.2006 18:12 Sálfræðingafélag Íslands fer í mál Stjórn Sálfræðingafélags Íslands hefur ákveðið að fara í mál vegna úrskurðar áfrýjunarnefndar samkeppnismála frá í janúar sl. Áfrýjunarnefndin felldi úr gildi úrskurð Samkeppniseftirlitsins þess efnis að heilbrigðis og tryggingamálaráðuneytinu bæri að semja við sálfræðinga um niðurgreiðslu hins opinbera á sálfræðiviðtölum. Innlent 10.7.2006 17:40 Lokaspretturinn hafinn í réttarhöldunum yfir Saddam Lokaspretturinn í réttarhöldunum yfir Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, og sjö samverkamönnum hans, hófst í dag. Aðalverjandi Saddams, auk fleiri verjenda sakborninganna, mættu þó ekki í réttinn í dag Erlent 10.7.2006 17:36 Dregið hefur úr jarðskjálftavirkni á Reykjanesi Dregið hefur úr jarðskjálftavirkni á Reykjanesi. Alls hafa mælst um 60 skjálftar í hrinunni sem hófst í nótt og mældust sterkustu skjálftaarnir 2,5 og 2,7 á Richter. Innlent 10.7.2006 17:23 Gassprenging líklega orsök hrunsins Fjögurra hæða hús hrundi til grunna á Manhattan-eyju í New York í dag. Ekki liggur fyrir hvað olli þessu en talsmaður slökkviliðs New York borgar segir að við fyrstu sýn virðist sem gassprenging hafi orðið einhvers staðar í húsinu. Erlent 10.7.2006 17:16 « ‹ ›
Fimm teknir fyrir ölvunarakstur Nóttin var frekar róleg hjá Lögreglunni í Reykjavík. Þó voru fimm teknir fyrir ölvunarakstur á síðastliðnum sólarhring og eins komu upp fjögur minniháttar fíkniefnamál. Innlent 11.7.2006 09:56
Kaupendur skila lóðum sínum við Úlfarsfell Kaupendur níu lóða af þeim hundrað og fjórum, sem boðnar voru út við Úlfarsfell í Reykjavík í febrúar, hafa skilað lóðunum aftur. Innlent 11.7.2006 08:38
Rumsfeld í heimsókn í Kabúl Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, kom í óvænta heimsókn til Kabúl í Afganistan í morgun. Erlent 11.7.2006 08:14
Þjóðverjinn fundinn Þýskur ferðamaður, sem lögregla lýsti eftir í gærkvöldi, fannst heill á húfi í tjaldi í Laugadalnum. Síðast var vitað um hann á Akureyri og ætlaði hann yfir Kjöl, en lét síðan ekkert vita af ferðum sínum. Því var farið að leita að honum. Innlent 11.7.2006 07:53
Tvíburar skipa tvær helstu valdastöður Póllands Eineggja tvíburar skipa nú embætti forseta og forsetisráðherra Póllands. Erlent 11.7.2006 07:24
Brú sprengd upp á Gaza svæðinu Ekkert virðist draga úr átökum á Gaza svæðinu. Í nótt sprengdi ísraelski herinn upp brú á norðurhluta Gaza svæðisins. Erlent 11.7.2006 07:20
Fíkniefni gerð upptæk Talsvert af fíkniefnum fanst í bíl, sem lögreglan á Selfossi stöðvaði á Hellsiheiði í nótt. Innlent 11.7.2006 07:15
Tillaga Japana um refsiaðgerðir ekki borin upp Tillaga Japana um refsiaðgerðir gegn Norður Kóreumönnum var ekki borin upp í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í gær. Erlent 11.7.2006 07:04
Fiskibátur á reki út af Reykjanesi Björgunarskipið Oddur V. Gíslason frá Grenivík er nú komið að litlum fiskibáti, með tvo menn um borð, sem er á reki djúpt út af Reykjanesi. Innlent 11.7.2006 07:01
Kaupahéðnar kaupa jarðir undir sumarhús Fjársterkir kaupahéðnar hafa að undanförnu keypt jarðir, þar sem bændur hafa leigt fólki skika undir sumarhús á hóflegu verði. Í kjölfarið er leigan margfölduð eða sumarhúsaeigendum boðinn skikinn til sölu á uppsprengdu verði. Innlent 10.7.2006 22:48
Sýrlendingar mótmæla árásum Ísraelshers Mikil reiði ríkir í Arabalöndum vegna árása Ísraelshers í Palestínu. Þúsundir manna mótmæltu í höfuðborg Sýrlands í dag til að sýna samstöðu með Palestínumönnum. Innlent 10.7.2006 22:26
Þýski ferðamaðurinn heill á húfi Þýski ferðamaðurinn sem lýst var eftir fyrr í kvöld er fundinn. Hann var kominn á tjaldstæðið í Laugardal heill á húfi. Innlent 10.7.2006 22:13
Lögreglan rannsakar sprengingu á Manhattan Lögreglan í New York borg rannsakar nú hvort ástæða þess að hús hrundi til grunna á Manhattan-eyju í New York um hádegisbil í dag hafi verið sjálfsvígstilraun. Erlent 10.7.2006 22:03
Ríkisútvarpið og Gott fólk stefnir 365 fjölmiðlum Ríkisútvarpið hefur stefnt 365 fjölmiðlum og auglýsingastofunni Góðu fólki, fyrir meinta ólöglega notkun á auglýsingu. Í auglýsingunni var látið að því liggja að vinsælir dagskrárliðir, sem RÚV auglýsti, hefðu runnið sitt skeið og yrðu aldrei aftur á dagskrá. Í lok febrúar birtist í Fréttablaðinu auglýsing undir fyrirsögninni : Fullt Hús takk fyrir" og var þar verið að vísa til þess að tíu vinsælustu dagskrárliðirnir í síðustu fjölmiðlakönnun væru allir á dagskrá Ríkissjónvarpsins. Þremur dögum síðar birtist auglýsing í Fréttablaðinu frá Stöð tvö, undir fyirsögninni: "Það er ekki nóg að vera vinsæll í viku." Í auglýsingunni var notast við auglýsingu Ríkissjónvarpsins í smækkaðri mynd og orðið búið sett yfir sjö dagskrárliði, með tilvísun til þess að þeir væru ekki lengur á dagskrá. Í annarri auglýsingu í sama blaði var tekið fram að, að sjálfsögðu myndi Stöð 2 sýna tíu vinsælustu þættina sína áfram. Þetta fór fyrir brjóstið á Ríkisútvarpinu og hönnuði auglýsingarinnar, sem hafa stefnt 365 fjölmiðlum og auglýsingastofunni Góðu fólki fyrir héraðsdóm vegna málsins. Krafist er 960 þúsund króna í skaðabætur fyrir Ríkisútvarpið og tveggja milljóna króna í bætur til auglýsingahönnuðarins. Innlent 10.7.2006 22:02
Nýtt hús fyrir eldri borgara Í dag klukkan þrjú, tók Soffía Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs, fyrstu skóflustungu að nýju húsi fyrir eldri borgara. Í húsinu, sem verður fimm hæðir, verða 18 íbúðir og áætlað að þær verði tilbúnar næsta sumar. Innlent 10.7.2006 20:30
Öllum öryggisreglum fylgt Forseti Félags íslenskra akstursíþróttamanna segir öllum öryggisreglum hafa verið framfylgt í Íslandsmótinu í rallý um helgina þar sem fjórir menn slösuðust. Slysin eru með þeim alvarlegustu sem orðið hafa í sögu rallaksturs hér á landi. Innlent 10.7.2006 20:26
Nauðsynlegt að grípa til aðgerða í húsnæðismálum erlends verkafólks Þrettán Pólverjar búa við nöturlegar aðstæður á svokölluðu gistiheimili í Hafnarfirði. Vinnuveitandi mannanna lét siga lögreglu á fréttamann sem kom til að taka myndir. Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður Samfylkingarinnar fylgdi fréttamanni á staðinn og segir hann nauðsynlegt að grípa til aðgerða í málum sem þessum. Innlent 10.7.2006 20:11
Japanar hugleiða árásir Japanar íhuga að gera loftárásir á eldflaugapalla Norður-Kóreumanna en þeir hafa miklar áhyggjur af tilraunum þeirra með langdrægar eldflaugar. Erlent 10.7.2006 18:16
Jónína Bjartmarz gefur kost á sér sem varaformaður Jónína Bjartmarz, alþingismaður og umhverfisráðherra, hefur ákveðið að gefa kost á sér í kjöri til varaformanns Framsóknarflokksins á komandi flokksþingi í ágúst. Með framboði sínu sem varaformaður hyggst Jónína beita sér fyrir nýrri sókn framsóknarmanna, aukinni þátttöku og áhrifum kvenna í Framsóknarflokknum og auknum samhug og samvinnu flokksmanna. Telur Jónína að það leiði til sterkari stöðu flokksins og öflugs sigurs Framsóknarflokksins í næstu alþingiskosningum. Innlent 10.7.2006 19:48
Heiðar Jóhannsson borinn til grafar Fjölmennt lið lögreglu mun aðstoða við umferðarstjórnun til að greiða fyrir líkfylgd Heiðars Jóhannssonar bifhjólamanns frá Akureyri. Hann verður jarðsunginn frá Glerárkirkju á morgun. Innlent 10.7.2006 19:34
Árásum á Gaza haldið áfram Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að halda árásum á Gaza áfram svo lengi sem þurfa þykir. Þau segja ekki koma til greina að láta palestínska fanga í skiptum fyrir ísraelskan hermann sem skæruliðar hafa í gíslingu, eins og leiðtogi Hamas-samtakanna stakk upp á í dag. Erlent 10.7.2006 18:13
Sálfræðifélagið vill álit dómstóla Sálfræðifélag Íslands vill að dómstólar skeri úr um hvort heilbrigiðsráðuneytinu beri að niðurgreiða sálfræðiþjónstu. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir málið komið í hringavitleysu á meðan hundruð bíða geðþjónustu Innlent 10.7.2006 18:13
Fyrstu kerin að komast í gagnið Fyrstu kerin í kerskála þrjú í Álverinu í Straumsvík verða tekin í notkun um eða eftir næstu helgi en engin framleiðsla hefur verið í kerskálanum eftir alvarlega bilun sem varð í júní. Stefnt er að því að fjörutíu ker af 160 verði komin í notkun fyrir verslunarmannahelgi. Innlent 10.7.2006 18:26
Rússar ráða Basajeff af dögum Hryðjuverkamaðurinn illræmdi, Shamil Basajeff, var ráðinn af dögum í morgun af rússneskum öryggissveitum. Basajeff var leiðtogi tsjetsjenskra aðskilnaðarsinna en hann skipulagði meðal annars fjöldamorðin í barnaskólanum í Beslan haustið 2004. Erlent 10.7.2006 18:04
Leitað að þýskum ferðamanni Lögreglan í Reykjavík óskar eftir upplýsingum um ferðir Andreas Mohr, þýsks ferðamanns sem ekkert hefur spurst til síðan á föstudag en þá var hann staddur á Akureyri. Fjölskylda mannsins segir hann hafa ætlað að ferðast á puttanum til Reykjavíkur um Kjalveg. Andreas er 33 ára með ljósrautt hár og blá augu, grannur og um 182 sentimetrar. Þeir sem vita um ferðir mannsins eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu. Innlent 10.7.2006 18:37
Breytingar á yfirstjórn Excel Airways Group Steven Tomlinson rekstrarstjóri og Paul Roberts fjármálastjóri Excel Airways Group, dótturfélags Avion Group, hafa sagt upp störfum. Halldór Sigurðarson tekur við sem fjármálastjóri og Davíð Örn Halldórsson hefur störf sem yfirmaður nýstofnaðrar upplýsingatæknideildar félagsins. Innlent 10.7.2006 18:12
Sálfræðingafélag Íslands fer í mál Stjórn Sálfræðingafélags Íslands hefur ákveðið að fara í mál vegna úrskurðar áfrýjunarnefndar samkeppnismála frá í janúar sl. Áfrýjunarnefndin felldi úr gildi úrskurð Samkeppniseftirlitsins þess efnis að heilbrigðis og tryggingamálaráðuneytinu bæri að semja við sálfræðinga um niðurgreiðslu hins opinbera á sálfræðiviðtölum. Innlent 10.7.2006 17:40
Lokaspretturinn hafinn í réttarhöldunum yfir Saddam Lokaspretturinn í réttarhöldunum yfir Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, og sjö samverkamönnum hans, hófst í dag. Aðalverjandi Saddams, auk fleiri verjenda sakborninganna, mættu þó ekki í réttinn í dag Erlent 10.7.2006 17:36
Dregið hefur úr jarðskjálftavirkni á Reykjanesi Dregið hefur úr jarðskjálftavirkni á Reykjanesi. Alls hafa mælst um 60 skjálftar í hrinunni sem hófst í nótt og mældust sterkustu skjálftaarnir 2,5 og 2,7 á Richter. Innlent 10.7.2006 17:23
Gassprenging líklega orsök hrunsins Fjögurra hæða hús hrundi til grunna á Manhattan-eyju í New York í dag. Ekki liggur fyrir hvað olli þessu en talsmaður slökkviliðs New York borgar segir að við fyrstu sýn virðist sem gassprenging hafi orðið einhvers staðar í húsinu. Erlent 10.7.2006 17:16