Fréttir Olíuverð lækkar vegna viðbragða Írana Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði lítillega á helstu mörkuðum í dag í kjölfar frétta þess efnis að stjórnvöld í Íran væru reiðubúin til viðræðna um kjarnorkuáætlun sína. Íranar eiga yfir höfði sér viðskiptabann hætti þeir ekki auðgun úrans fyrir ágústlok. Viðskipti erlent 23.8.2006 10:58 Góð afkoma hjá Nestlé Svissneski matvælaframleiðandinn Nestlé sklaði rúmum 4,1 milljarði svissneskra franka, jafnvirði tæpra 239 milljarða íslenskra króna, í hagnað á fyrstu sex mánuðum ársins. Aukningin nemur 11,4 prósentum sem er í takt við væntingar greiningaraðila. Viðskipti erlent 23.8.2006 10:53 Brýnt að aðildarríki SÞ leggi til friðargæslu Terje Roed-Larson, sendierindreki Sameinuðu þjóðanna, varar við því að friðurinn milli Ísraels og Líbanons verði afar brothættur næstu tvo til þrjá mánuðina. Hann segir afar brýnt að aðildarríki Sameinuðu þjóðanna taki sig saman í andlitinu og leggi til friðargæsluliðsins sem erfiðlega hefur gengið að manna. Erlent 23.8.2006 10:13 Tekin ákvörðun um byggingu sundlaugar í haust Í haust verður tekin ákvörðun um byggingu nýrrar sundlaugar og íþróttamiðstöðvar á Ísafirði. Fréttavefur Bæjarins besta greinir frá því að Halldór Halldórsson bæjarstjóri og fulltrúi einkaaðilans, sem kemur að byggingunni, muni hittast á næstu dögum til að fara yfir stöðu mála. Ýmsar útfærslur eru á rekstarsamningi milli opinberra aðila og einkafyrirtækja en enn á eftir að taka ákvörðun um hvernig rekstri verður háttað. Sundlaugin á Ísafirði er komin til ára sinna en hún var tekin í notkun árið 1945 og er hún innanhús. Innlent 23.8.2006 09:42 Aflaverðmæti dróst saman um milljarð Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 33 milljörðum króna á fyrstu fimm mánuðum ársins. Þetta er 1 milljarði krónu meira en á sama tíma í fyrra. Að sögn Hagstofunnar hefur aflaverðmæti dregist saman um rúman milljarð króna eða 4 prósent á milli ára. Viðskipti innlent 23.8.2006 09:11 Walesa segir skilið við Samstöðu Lech Walesa, fyrrverandi forseti Póllands, hefur sagt skilið við verkalýðsfélagið Samstöðu sem hann átti þátt í að stofna á tímum kommúnismans í heimalandi sínu á níunda áratug síðustu aldar. Erlent 23.8.2006 08:14 Réttað yfir morðingja barnungrar fegurðardrottningar Réttarhöldin yfir John Mark Karr, sem grunaður er um morðið á hinni sex ára JonBenet Ramsey fyrir tíu árum hófust í Colorado í Bandaríkjunum í gær. Erlent 23.8.2006 08:09 Hlutabréfamarkaður tekur við sér Bankarnir leiða hækkanir undanfarinnar viku í Kauphöllinni. FL Group hækkar félaga mest. Viðskipti innlent 22.8.2006 15:40 Átökum afstýrt í bili Stríðandi fylkingar í Austur-Kongó ákváðu nú síðdegis að slíðra sverðin og semja um vopnahlé. Erlent 22.8.2006 17:54 Framhaldsskólar hefjast eftir sumarleyfi Framhaldsskólanemar sneru sumir aftur í skólann í dag, sumir hverjir með fulla vasa fjár eftir sumarið. Þeim er engu að síður ráðlagt að sýna ráðdeild enda langur vetur fram undan. Innlent 22.8.2006 19:30 Ótrúlegt að saksóknari hafi íhugað endurákæru Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group hf. segir einkennilegt að hafa þurft að sitja undir því svo vikum skiptir að settur saksóknari í Baugsmálinu segðist vera að íhuga endurákæru. Því verði vart trúað að settur saksóknari hafi hugleitt það í alvöru eftir þá dóma sem á undan höfðu gengið. Innlent 22.8.2006 19:59 Íranar reiðubúnir til viðræðna Íranar segjast tilbúnir til alvarlegra viðræðna um kjarnorkuáætlun sína en segjast enn áskilja sér rétt til að halda auðgun úrans áfram. Sitji þeir fast við sinn keip er næsta víst að þeir verði beittir efnahagsþvingunum og jafnvel er valdbeiting ekki útilokuð. Erlent 22.8.2006 17:46 Óánægja með fyrirhugaða efnistöku í Hrossadal Mikil óánægja er meðal sumarbústaðaeigenda í landi Miðdals í Mosfellsbæ vegna fyrirhugaðrar efnistöku í Hrossadal. Þeir óttast að friðurinn verði úti á svæðinu og telja slysahættu aukast stórlega með aukinni umferð flutningabíla um svæðið. Innlent 22.8.2006 19:24 Miklir eldar í Grikklandi Einn hefur farist og tugir slasast í miklum skógareldum sem geisað hafa á Halkidiki-skaga í norðurhluta Grikklands. Erlent 22.8.2006 17:43 170 dóu í flugslysinu Engar líkur eru taldar á að nokkur hafi komist lífs af þegar rússnesk farþegaþota með 170 manns innanborðs fórst skammt frá Donétsk í Úkraínu í dag. Ókyrrð í lofti er sögð orsök slyssins en hryðjuverk er útilokað. Erlent 22.8.2006 17:41 Vill nánari útskýringu á ummælum um ættleiðingu samkynhneigðra Formaður Samtakanna '78 hefur óskað eftir fundi með stjórn Íslenskrar ættleiðingar vegna ættleiðinga samkynhneigðra á Íslandi. Hún vill fá nánari útskýringar á ummælum forsvarsmanns Íslenskrar ættleiðingar um möguleika samkynhneigðra til ættleiðinga. Innlent 22.8.2006 17:32 Þjóðverjar svartsýnir Væntingavísitalan í Þýskalandi féll um 20,7 punkta frá júlí og mælist mínus 5,6 stig í þessum mánuði. Vísitalan hefur ekki verið lægri í fimm ár og benda niðurstöðurnar til að Þjóðverjar séu svartsýnni nú en áður um horfur í efnahagsmálum. Viðskipti erlent 22.8.2006 17:03 Ekki ákært aftur vegna alvarlegustu brotanna í Baugsmálinu Settur saksóknari í Baugsmálinu ætlar ekki að ákæra í þriðja sinn vegna alvarlegustu brotanna í þessu máli. Hann tilkynnti þessa niðurstöðu í dag ásamt því að benda á að enn væru til efnislegrar meðferðar fyrir dómi, átján alvarlegir ákæruliðir. Innlent 22.8.2006 16:31 Tafir á umferð vegna malbikunar Búast má við töfum á umferð á Hringvegi 1 milli Akrafjallsvegar og Laxár í Leirársveit á milli klukkan 12:30- 20:00 í dag vegna malbikunar. Innlent 22.8.2006 16:19 Aukið tap hjá Atlantic Petrolium Færeyska olíufélagið Atlantic Petrolium, sem skráð er í Kauphöll Íslands, tapaði tæpum 6,4 milljónum danskra króna eða rúmum 77 milljónum íslenskra króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er um ellefu sinnum meira tap en á sama tíma fyrir ári. Viðskipti innlent 22.8.2006 16:10 Enginn komst lífs af Allir farþegar og áhöfn rússneskrar farþegavélar af Tupolev gerð týndu lífi þegar vélin hrapaði Austur-Úkraínu í dag. Hundrað og sextíu farþegar voru um borð og tíu manna áhöfn. Flugvélin var á leið frá Suður-Rússlandi til Sánkti Pétursborgar og hrapaði um fjörutíu og fimm kílómetra norður af Donetsk. Erlent 22.8.2006 16:09 Sérfræðingar Landsvirkjunnar telja stíflur við Kárahnjúkavirkjun mjög öruggar Sérfræðingar Landsvirkjunnar telja að stíflur við Kárahnjúkavirkjun séu mjög öruggar. Innlent 22.8.2006 16:04 Þörf á auknu fjármagni og nýjum fjármögnunarleiðum Þörf er á fjármögnun til íslenskra háskóla umfram það sem hið opinbera hefur tök á að leggja til þar sem líklegt er að hægi á vexti þjóðarframleiðslu næstu misserin. Aukning fjármagns til háskólastigsins og nýjar fjármögnunarleiðir verða meginviðfangsefni stefnumótunar fyrir háskólamenntun á Íslandi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu OECD, Efnahags- og framfarastofnunarinnar, um niðurstöður úttektar á íslenska háskólastiginu. Innlent 22.8.2006 15:52 Áheitahringferð til styrktar krabbameinssjúkum börnum gengur vel Áheitahringferð til styrktar Samtökum krabbameinssjúkra barna gengur vel og eru ferðalangar komnir til Egilsstaða og rúmlega hálfur tankur eftir en takmarkið er að fara hringinn í kringum landið á einum tanki. Innlent 22.8.2006 15:38 Kárahnjúkastíflur mjög öruggar Sérfræðingar Landsvirkjunnar telja að stíflur við Kárahnjúkavirkjun séu mjög öruggar. Á blaðamannafundi sem Landsvirkjun boðaði til með sérfræðingum í dag, kom fram að sérfræðingarnir teldu litlar likur á að stífluveggir myndu leka. Innlent 22.8.2006 15:09 Vinstrihreyfingin-grænt framboð vill rannsókn á byggingu Kárahnjúkavirkjunar Vinstrihreyfingin-grænt framboð telur að mikilvægt sé að fram fari óháð og gagnsæ rannsókn á þeirri áhættu sem tekin er með byggingu virkjunarinnar áður en vatni verður veitt í Hálslón og tekur þannig undir kröfu náttúruverndarsamtaka þar að lútandi. Innlent 22.8.2006 14:48 SPRON veitir skólafólki ókeypis fjármálaþjónustu Námsmannaþjónusta SPRON býður skólafólki upp á ókeypis fjármálaþjónustu í dag, fyrir utan bókaverslunina Griffil í Skeifunni, í tilefni þess að skólarnir eru að byrja. Innlent 22.8.2006 14:32 Íranar afhenda svar sitt Íranar hafa í dag afhent fulltrúum vesturveldanna svar sitt við tilboði þeirra um ívilnanir í stað þess að stjórnvöld í Teheran hætti auðgun úrans. Erlent 22.8.2006 14:26 Grunnskólar settir í dag Velflestir grunnskólar landsins verða settir í dag. Innlent 22.8.2006 14:23 Tugir líka hafa þegar fundist Farþegaflugvél með um hundrað og sextíu farþega og tíu manna áhöfn um borð hrapaði í austur hluta Úkraínu í dag. Vélin var á leið frá Suður-Rússlandi til Sánkti Pétursborgar. Vélin hrapaði um fjörutíu og fimm kílómetra norður af bænum Donetsk og er flakið sagt standa í ljósum logum. Erlent 22.8.2006 13:26 « ‹ ›
Olíuverð lækkar vegna viðbragða Írana Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði lítillega á helstu mörkuðum í dag í kjölfar frétta þess efnis að stjórnvöld í Íran væru reiðubúin til viðræðna um kjarnorkuáætlun sína. Íranar eiga yfir höfði sér viðskiptabann hætti þeir ekki auðgun úrans fyrir ágústlok. Viðskipti erlent 23.8.2006 10:58
Góð afkoma hjá Nestlé Svissneski matvælaframleiðandinn Nestlé sklaði rúmum 4,1 milljarði svissneskra franka, jafnvirði tæpra 239 milljarða íslenskra króna, í hagnað á fyrstu sex mánuðum ársins. Aukningin nemur 11,4 prósentum sem er í takt við væntingar greiningaraðila. Viðskipti erlent 23.8.2006 10:53
Brýnt að aðildarríki SÞ leggi til friðargæslu Terje Roed-Larson, sendierindreki Sameinuðu þjóðanna, varar við því að friðurinn milli Ísraels og Líbanons verði afar brothættur næstu tvo til þrjá mánuðina. Hann segir afar brýnt að aðildarríki Sameinuðu þjóðanna taki sig saman í andlitinu og leggi til friðargæsluliðsins sem erfiðlega hefur gengið að manna. Erlent 23.8.2006 10:13
Tekin ákvörðun um byggingu sundlaugar í haust Í haust verður tekin ákvörðun um byggingu nýrrar sundlaugar og íþróttamiðstöðvar á Ísafirði. Fréttavefur Bæjarins besta greinir frá því að Halldór Halldórsson bæjarstjóri og fulltrúi einkaaðilans, sem kemur að byggingunni, muni hittast á næstu dögum til að fara yfir stöðu mála. Ýmsar útfærslur eru á rekstarsamningi milli opinberra aðila og einkafyrirtækja en enn á eftir að taka ákvörðun um hvernig rekstri verður háttað. Sundlaugin á Ísafirði er komin til ára sinna en hún var tekin í notkun árið 1945 og er hún innanhús. Innlent 23.8.2006 09:42
Aflaverðmæti dróst saman um milljarð Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 33 milljörðum króna á fyrstu fimm mánuðum ársins. Þetta er 1 milljarði krónu meira en á sama tíma í fyrra. Að sögn Hagstofunnar hefur aflaverðmæti dregist saman um rúman milljarð króna eða 4 prósent á milli ára. Viðskipti innlent 23.8.2006 09:11
Walesa segir skilið við Samstöðu Lech Walesa, fyrrverandi forseti Póllands, hefur sagt skilið við verkalýðsfélagið Samstöðu sem hann átti þátt í að stofna á tímum kommúnismans í heimalandi sínu á níunda áratug síðustu aldar. Erlent 23.8.2006 08:14
Réttað yfir morðingja barnungrar fegurðardrottningar Réttarhöldin yfir John Mark Karr, sem grunaður er um morðið á hinni sex ára JonBenet Ramsey fyrir tíu árum hófust í Colorado í Bandaríkjunum í gær. Erlent 23.8.2006 08:09
Hlutabréfamarkaður tekur við sér Bankarnir leiða hækkanir undanfarinnar viku í Kauphöllinni. FL Group hækkar félaga mest. Viðskipti innlent 22.8.2006 15:40
Átökum afstýrt í bili Stríðandi fylkingar í Austur-Kongó ákváðu nú síðdegis að slíðra sverðin og semja um vopnahlé. Erlent 22.8.2006 17:54
Framhaldsskólar hefjast eftir sumarleyfi Framhaldsskólanemar sneru sumir aftur í skólann í dag, sumir hverjir með fulla vasa fjár eftir sumarið. Þeim er engu að síður ráðlagt að sýna ráðdeild enda langur vetur fram undan. Innlent 22.8.2006 19:30
Ótrúlegt að saksóknari hafi íhugað endurákæru Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group hf. segir einkennilegt að hafa þurft að sitja undir því svo vikum skiptir að settur saksóknari í Baugsmálinu segðist vera að íhuga endurákæru. Því verði vart trúað að settur saksóknari hafi hugleitt það í alvöru eftir þá dóma sem á undan höfðu gengið. Innlent 22.8.2006 19:59
Íranar reiðubúnir til viðræðna Íranar segjast tilbúnir til alvarlegra viðræðna um kjarnorkuáætlun sína en segjast enn áskilja sér rétt til að halda auðgun úrans áfram. Sitji þeir fast við sinn keip er næsta víst að þeir verði beittir efnahagsþvingunum og jafnvel er valdbeiting ekki útilokuð. Erlent 22.8.2006 17:46
Óánægja með fyrirhugaða efnistöku í Hrossadal Mikil óánægja er meðal sumarbústaðaeigenda í landi Miðdals í Mosfellsbæ vegna fyrirhugaðrar efnistöku í Hrossadal. Þeir óttast að friðurinn verði úti á svæðinu og telja slysahættu aukast stórlega með aukinni umferð flutningabíla um svæðið. Innlent 22.8.2006 19:24
Miklir eldar í Grikklandi Einn hefur farist og tugir slasast í miklum skógareldum sem geisað hafa á Halkidiki-skaga í norðurhluta Grikklands. Erlent 22.8.2006 17:43
170 dóu í flugslysinu Engar líkur eru taldar á að nokkur hafi komist lífs af þegar rússnesk farþegaþota með 170 manns innanborðs fórst skammt frá Donétsk í Úkraínu í dag. Ókyrrð í lofti er sögð orsök slyssins en hryðjuverk er útilokað. Erlent 22.8.2006 17:41
Vill nánari útskýringu á ummælum um ættleiðingu samkynhneigðra Formaður Samtakanna '78 hefur óskað eftir fundi með stjórn Íslenskrar ættleiðingar vegna ættleiðinga samkynhneigðra á Íslandi. Hún vill fá nánari útskýringar á ummælum forsvarsmanns Íslenskrar ættleiðingar um möguleika samkynhneigðra til ættleiðinga. Innlent 22.8.2006 17:32
Þjóðverjar svartsýnir Væntingavísitalan í Þýskalandi féll um 20,7 punkta frá júlí og mælist mínus 5,6 stig í þessum mánuði. Vísitalan hefur ekki verið lægri í fimm ár og benda niðurstöðurnar til að Þjóðverjar séu svartsýnni nú en áður um horfur í efnahagsmálum. Viðskipti erlent 22.8.2006 17:03
Ekki ákært aftur vegna alvarlegustu brotanna í Baugsmálinu Settur saksóknari í Baugsmálinu ætlar ekki að ákæra í þriðja sinn vegna alvarlegustu brotanna í þessu máli. Hann tilkynnti þessa niðurstöðu í dag ásamt því að benda á að enn væru til efnislegrar meðferðar fyrir dómi, átján alvarlegir ákæruliðir. Innlent 22.8.2006 16:31
Tafir á umferð vegna malbikunar Búast má við töfum á umferð á Hringvegi 1 milli Akrafjallsvegar og Laxár í Leirársveit á milli klukkan 12:30- 20:00 í dag vegna malbikunar. Innlent 22.8.2006 16:19
Aukið tap hjá Atlantic Petrolium Færeyska olíufélagið Atlantic Petrolium, sem skráð er í Kauphöll Íslands, tapaði tæpum 6,4 milljónum danskra króna eða rúmum 77 milljónum íslenskra króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er um ellefu sinnum meira tap en á sama tíma fyrir ári. Viðskipti innlent 22.8.2006 16:10
Enginn komst lífs af Allir farþegar og áhöfn rússneskrar farþegavélar af Tupolev gerð týndu lífi þegar vélin hrapaði Austur-Úkraínu í dag. Hundrað og sextíu farþegar voru um borð og tíu manna áhöfn. Flugvélin var á leið frá Suður-Rússlandi til Sánkti Pétursborgar og hrapaði um fjörutíu og fimm kílómetra norður af Donetsk. Erlent 22.8.2006 16:09
Sérfræðingar Landsvirkjunnar telja stíflur við Kárahnjúkavirkjun mjög öruggar Sérfræðingar Landsvirkjunnar telja að stíflur við Kárahnjúkavirkjun séu mjög öruggar. Innlent 22.8.2006 16:04
Þörf á auknu fjármagni og nýjum fjármögnunarleiðum Þörf er á fjármögnun til íslenskra háskóla umfram það sem hið opinbera hefur tök á að leggja til þar sem líklegt er að hægi á vexti þjóðarframleiðslu næstu misserin. Aukning fjármagns til háskólastigsins og nýjar fjármögnunarleiðir verða meginviðfangsefni stefnumótunar fyrir háskólamenntun á Íslandi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu OECD, Efnahags- og framfarastofnunarinnar, um niðurstöður úttektar á íslenska háskólastiginu. Innlent 22.8.2006 15:52
Áheitahringferð til styrktar krabbameinssjúkum börnum gengur vel Áheitahringferð til styrktar Samtökum krabbameinssjúkra barna gengur vel og eru ferðalangar komnir til Egilsstaða og rúmlega hálfur tankur eftir en takmarkið er að fara hringinn í kringum landið á einum tanki. Innlent 22.8.2006 15:38
Kárahnjúkastíflur mjög öruggar Sérfræðingar Landsvirkjunnar telja að stíflur við Kárahnjúkavirkjun séu mjög öruggar. Á blaðamannafundi sem Landsvirkjun boðaði til með sérfræðingum í dag, kom fram að sérfræðingarnir teldu litlar likur á að stífluveggir myndu leka. Innlent 22.8.2006 15:09
Vinstrihreyfingin-grænt framboð vill rannsókn á byggingu Kárahnjúkavirkjunar Vinstrihreyfingin-grænt framboð telur að mikilvægt sé að fram fari óháð og gagnsæ rannsókn á þeirri áhættu sem tekin er með byggingu virkjunarinnar áður en vatni verður veitt í Hálslón og tekur þannig undir kröfu náttúruverndarsamtaka þar að lútandi. Innlent 22.8.2006 14:48
SPRON veitir skólafólki ókeypis fjármálaþjónustu Námsmannaþjónusta SPRON býður skólafólki upp á ókeypis fjármálaþjónustu í dag, fyrir utan bókaverslunina Griffil í Skeifunni, í tilefni þess að skólarnir eru að byrja. Innlent 22.8.2006 14:32
Íranar afhenda svar sitt Íranar hafa í dag afhent fulltrúum vesturveldanna svar sitt við tilboði þeirra um ívilnanir í stað þess að stjórnvöld í Teheran hætti auðgun úrans. Erlent 22.8.2006 14:26
Tugir líka hafa þegar fundist Farþegaflugvél með um hundrað og sextíu farþega og tíu manna áhöfn um borð hrapaði í austur hluta Úkraínu í dag. Vélin var á leið frá Suður-Rússlandi til Sánkti Pétursborgar. Vélin hrapaði um fjörutíu og fimm kílómetra norður af bænum Donetsk og er flakið sagt standa í ljósum logum. Erlent 22.8.2006 13:26