Fréttir Barist í Nígeríu Til skotbardaga kom milli herskárra Nígeríumanna og liðsmanna í stjórnarher landsins í óshólmum Nígeríu síðdegis. Skipts var á skotum nálægt olíudælustöð Royal Dutch Shell á austurhluta svæðisins. Erlent 4.10.2006 17:44 Forseti Íslands sækir Rannsóknarþing Norðursins í Finnlandi Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sækir Rannsóknarþing Norðursins sem hefst í Oulu í Finnlandi á morgun. Tarja Halonen, forseti Finnlands, setur þingið árdegis og flytur forseti Íslands einnig ávarp við opnun þess. Innlent 4.10.2006 17:21 Þinghúsið verður bleikt Alþingishúsið verður baðað bleiku ljósi í kvöld og næstu daga sem táknrænn stuðningur Alþingis og alþingismanna við baráttuna gegn brjóstakrabbameini. Kveikt verður á ljósunum kl. 20 í kvöld og verða forseti Alþingis og varaforsetar viðstaddir af því tilefni. Innlent 4.10.2006 17:06 Barnaníðingum verður lítið ágengt Erlent 4.10.2006 16:58 Jarðboranir kaupa Sæþór Jarðboranir hf., dótturfélag Atorku Group, hefur keypt allt hlutafé í verktakafyrirtækinu Sæþór ehf., ásamt tækjakosti og búnaði. Kaupverð nemur 130 milljónum króna. Viðskipti innlent 4.10.2006 16:51 Stofna á sérstakan Byggðasjóð Stofnaður verður sérstakur Byggðasjóður ef nýtt frumvarp um Nýsköpunarmiðstöð fær fram að ganga. Ríkisstjórnin hefur samþykkt frumvarp iðnaðar- og viðskiparáðherra um stofnun Nýsköpunarmiðstöðvar. Hún verður til við sameiningu Iðntæknistofnunar, Byggðastofnunar og Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins. Innlent 4.10.2006 16:42 Allt á fullt í vegamálum Hringvegurinn upp úr Jökuldal á Austurlandi og Uxahryggjavegur á milli Þingvalla og Borgarfjarðar verða líklega boðnir út í byrjun næstu viku. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, tilkynnti í gær að skapast hefði svigrúm til að hefja samgöngubætur á ný en í júní voru öll útboð á vegum Vegagerðar stöðvuð. Innlent 4.10.2006 16:24 Njósnahnettir sjá sprengjuundirbúning í N-Kóreu Bandarískir njósnagervihnettir hafa séð óvenjulega umferð á nokkrum stöðum sem Norður-Kórea gæti notað til þess að sprengja tilraunakjarnorkusprengju eins og þeir tilkynntu í gær að þeir ætlauðu gera. Erlent 4.10.2006 16:22 Viðræðum bílarisa slitið Rick Wagoner, forstjóri bandaríska bílaframleiðandans General Motors (GM) og Carlos Ghosn, forstjóri bílaframleiðendanna Nissan og Renault, slitu viðræðum um mögulegt samstarf í dag. Bandaríska dagblaðið The Wall Street Journal segir forstjórana hafa greint á um of margt. Viðskipti erlent 4.10.2006 16:17 Sjötíu prósent Grænlendinga reykja Erlent 4.10.2006 15:54 Bætt við stöðugildi hjá umboðsmanni barna Bætt verður við einu stöðugildi hjá umboðsmanni barna. Í fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir að fjárveiting til umboðsmannsins hækki um 5,5 milljónir króna en með hækkuninni á að vera hægt að bæta við einu stöðugildi sérfræðings hjá embættinu. Innlent 4.10.2006 15:35 Ný leið til þess að ræna flugvél Flugfélögin hafa fengið nýtt vandamál að kljást við. Hvernig getur einn óvopnaður farþegi rænt farþegaþotu í millilandaflugi og neytt áhöfnina til að lenda þar sem hann segir? Erlent 4.10.2006 15:29 Ótrúleg heppni Erlent 4.10.2006 14:40 Ríkisstjórnin gagnrýnd fyrir varnarsamninginn Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt samninginn við Bandaríkin harðlega á Alþingi í dag eftir að forsætisráðherra gerði grein fyrir varnarmálunum upp úr klukkan hálf tvö. Samfylkingin krafðist þess að leynd yrði tafarlaust létt af varnarþætti samningsins. Innlent 4.10.2006 14:35 Hættuleg sauna-böð Erlent 4.10.2006 14:32 Nýr fjárfestingarbanki á Akureyri Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson hefur yfirgefið herbúðir Kaupþings, en hann gegndi stöðu framkvæmdastjóra eigin viðskipta bankans. Með honum hverfur á braut hópur starfsmanna úr stöðutöku bankans. Þorvaldur segir hópinn taka þátt í stofnun fyrirtækis í fjármálaþjónustu með höfuðstöðvar á Akureyri. Viðskipti innlent 4.10.2006 14:30 Banvænt megrunarlyf Erlent 4.10.2006 14:23 Hundrað ökumenn stungu af frá árekstri Lögreglunni í Reykjavík bárust tilkynningar um 544 árekstra í septembermánuði. Í nítíu og sjö tilvikum stungu ökumenn af vettvangi, en ef tjónvaldur finnst ekki getur sá sem fyrir tjóninu varð ekki sótt um bætur frá tryggingarfélögunum. Á hverju ári koma á borð lögreglunnar á bilinu sjö til átta hundruð mál þar sem stungið hefur verið af af vettvangi. Innlent 4.10.2006 14:19 Nítján ára piltur tekinn í fjórða sinn fyrir of hraðan akstur Nítján ára piltur var tekinn fyrir fyrir of hraðan akstur í Ártúnsbrekkunni í gærkvöldi. Pilturinn var ók á 142 kílómetra hraða en leyfilegur hámarkshraði er 80 km/klst. Innlent 4.10.2006 14:08 Hluthafar BAE styðja sölu til EADS Meirihluti hluthafa í breska hergagnaframleiðandanum BAE voru fylgjandi því á hluthafafundi í fyrirtækinu í morgun að selja 20 prósent hlutafjár félagsins í Airbus til EADS, móðurfélags flugvélaframleiðandans. Viðskipti erlent 4.10.2006 13:29 Vill leysa upp ríkisstjórn Hamas Erlent 4.10.2006 13:27 Verið að ljúka við tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði Næstu daga verður lokið við og tekin í notkun tvöföld Reykjanesbraut í Hafnarfirði norður fyrir mislæg gatnamót við Urriðaholt. Innlent 4.10.2006 13:19 Stærri vöðvar - minni heili Steralyf sem stækka vöðva íþróttamanna, geta líka stuðlað að minnkun heilans samkvæmt nýrri rannsókn sem sýnir að inntaka vöðva-steralyfja stuðli að tapi á heilafrumum. Áður var vitað að sterar auka framleiðslu karlhormónsins testesteróns sem leiðir til að árásarhneigð og reiði ágerist. Erlent 4.10.2006 13:16 Löngu látinn Erlent 4.10.2006 13:02 Síldin gefur minna í aðra hönd Íslenskir og norskir útvegsmenn og sjómenn gjalda þess nú að hafa yfirfyllt markaði fyrir frysta síld í fyrra, þannig að megnið af aflanum núna fer í bræðslu, sem gefur minna í aðra hönd. Innlent 4.10.2006 12:13 Líkur á óbreyttum vöxtum Líkur eru sagðar á því að peningamálanefnd Englandsbanka ákveði að halda stýrivöxtum óbreyttum en bankinn tilkynnir á morgun hvort breytingar verði gerðar á stýrivaxtastigi í Bretlandi. Búist er við að bankinn hækki stýrivexti í 5 prósent í næsta mánuði. Viðskipti erlent 4.10.2006 12:39 Farþegar fréttu af flugráninu eftir lendingu Farþegar flugvélar Turkish Airlines sem var rænt á leið frá Albaníu til Tyrklands í gær vissu ekki af flugráninu. Þeim var sagt að lenda þyrfti á Ítalíu vegna tæknilegra örðugleika á flugvellinum í Istanbul. Það var ekki fyrr en þeir sáu vopnaða hermenn á flugvellinum í Brindisi og fengu SMS skilaboð frá áhyggjufullum ættingjum, að þeir áttuðu sig á stöðu mála. Erlent 4.10.2006 12:12 Vilja ekki að öryggisráð Sþ ræði kjarnorkutilraunir Kínverjar eru andvígir því að fyrirhugaðar tilraunir Norður-Kóreumanna með kjarnorkuvopn verði teknar upp í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Erlent 4.10.2006 12:07 Líkur á 7,7 milljarða króna vöruskiptahalla Bráðabirgðatölur Hagstofunnar benda til að vöruskiptahalli verði 7,7 milljarða króna september. Gangi þetta eftir hafa vöruskipti ekki verið lægri síðan í febrúar á þessu ári. Viðskipti innlent 4.10.2006 11:57 Samgöngubætur hafnar á ný Ríkisstjórnin segir svigrúm til að hefja samböngubætur á ný en í júní voru öll útboð vegna Vegagerðar stöðvuð. Formaður Frjálslynda flokksins segir ríkið hafa fundið stórmerkilega leið til að slá á þennslu. Innlent 4.10.2006 11:41 « ‹ ›
Barist í Nígeríu Til skotbardaga kom milli herskárra Nígeríumanna og liðsmanna í stjórnarher landsins í óshólmum Nígeríu síðdegis. Skipts var á skotum nálægt olíudælustöð Royal Dutch Shell á austurhluta svæðisins. Erlent 4.10.2006 17:44
Forseti Íslands sækir Rannsóknarþing Norðursins í Finnlandi Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sækir Rannsóknarþing Norðursins sem hefst í Oulu í Finnlandi á morgun. Tarja Halonen, forseti Finnlands, setur þingið árdegis og flytur forseti Íslands einnig ávarp við opnun þess. Innlent 4.10.2006 17:21
Þinghúsið verður bleikt Alþingishúsið verður baðað bleiku ljósi í kvöld og næstu daga sem táknrænn stuðningur Alþingis og alþingismanna við baráttuna gegn brjóstakrabbameini. Kveikt verður á ljósunum kl. 20 í kvöld og verða forseti Alþingis og varaforsetar viðstaddir af því tilefni. Innlent 4.10.2006 17:06
Jarðboranir kaupa Sæþór Jarðboranir hf., dótturfélag Atorku Group, hefur keypt allt hlutafé í verktakafyrirtækinu Sæþór ehf., ásamt tækjakosti og búnaði. Kaupverð nemur 130 milljónum króna. Viðskipti innlent 4.10.2006 16:51
Stofna á sérstakan Byggðasjóð Stofnaður verður sérstakur Byggðasjóður ef nýtt frumvarp um Nýsköpunarmiðstöð fær fram að ganga. Ríkisstjórnin hefur samþykkt frumvarp iðnaðar- og viðskiparáðherra um stofnun Nýsköpunarmiðstöðvar. Hún verður til við sameiningu Iðntæknistofnunar, Byggðastofnunar og Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins. Innlent 4.10.2006 16:42
Allt á fullt í vegamálum Hringvegurinn upp úr Jökuldal á Austurlandi og Uxahryggjavegur á milli Þingvalla og Borgarfjarðar verða líklega boðnir út í byrjun næstu viku. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, tilkynnti í gær að skapast hefði svigrúm til að hefja samgöngubætur á ný en í júní voru öll útboð á vegum Vegagerðar stöðvuð. Innlent 4.10.2006 16:24
Njósnahnettir sjá sprengjuundirbúning í N-Kóreu Bandarískir njósnagervihnettir hafa séð óvenjulega umferð á nokkrum stöðum sem Norður-Kórea gæti notað til þess að sprengja tilraunakjarnorkusprengju eins og þeir tilkynntu í gær að þeir ætlauðu gera. Erlent 4.10.2006 16:22
Viðræðum bílarisa slitið Rick Wagoner, forstjóri bandaríska bílaframleiðandans General Motors (GM) og Carlos Ghosn, forstjóri bílaframleiðendanna Nissan og Renault, slitu viðræðum um mögulegt samstarf í dag. Bandaríska dagblaðið The Wall Street Journal segir forstjórana hafa greint á um of margt. Viðskipti erlent 4.10.2006 16:17
Bætt við stöðugildi hjá umboðsmanni barna Bætt verður við einu stöðugildi hjá umboðsmanni barna. Í fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir að fjárveiting til umboðsmannsins hækki um 5,5 milljónir króna en með hækkuninni á að vera hægt að bæta við einu stöðugildi sérfræðings hjá embættinu. Innlent 4.10.2006 15:35
Ný leið til þess að ræna flugvél Flugfélögin hafa fengið nýtt vandamál að kljást við. Hvernig getur einn óvopnaður farþegi rænt farþegaþotu í millilandaflugi og neytt áhöfnina til að lenda þar sem hann segir? Erlent 4.10.2006 15:29
Ríkisstjórnin gagnrýnd fyrir varnarsamninginn Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt samninginn við Bandaríkin harðlega á Alþingi í dag eftir að forsætisráðherra gerði grein fyrir varnarmálunum upp úr klukkan hálf tvö. Samfylkingin krafðist þess að leynd yrði tafarlaust létt af varnarþætti samningsins. Innlent 4.10.2006 14:35
Nýr fjárfestingarbanki á Akureyri Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson hefur yfirgefið herbúðir Kaupþings, en hann gegndi stöðu framkvæmdastjóra eigin viðskipta bankans. Með honum hverfur á braut hópur starfsmanna úr stöðutöku bankans. Þorvaldur segir hópinn taka þátt í stofnun fyrirtækis í fjármálaþjónustu með höfuðstöðvar á Akureyri. Viðskipti innlent 4.10.2006 14:30
Hundrað ökumenn stungu af frá árekstri Lögreglunni í Reykjavík bárust tilkynningar um 544 árekstra í septembermánuði. Í nítíu og sjö tilvikum stungu ökumenn af vettvangi, en ef tjónvaldur finnst ekki getur sá sem fyrir tjóninu varð ekki sótt um bætur frá tryggingarfélögunum. Á hverju ári koma á borð lögreglunnar á bilinu sjö til átta hundruð mál þar sem stungið hefur verið af af vettvangi. Innlent 4.10.2006 14:19
Nítján ára piltur tekinn í fjórða sinn fyrir of hraðan akstur Nítján ára piltur var tekinn fyrir fyrir of hraðan akstur í Ártúnsbrekkunni í gærkvöldi. Pilturinn var ók á 142 kílómetra hraða en leyfilegur hámarkshraði er 80 km/klst. Innlent 4.10.2006 14:08
Hluthafar BAE styðja sölu til EADS Meirihluti hluthafa í breska hergagnaframleiðandanum BAE voru fylgjandi því á hluthafafundi í fyrirtækinu í morgun að selja 20 prósent hlutafjár félagsins í Airbus til EADS, móðurfélags flugvélaframleiðandans. Viðskipti erlent 4.10.2006 13:29
Verið að ljúka við tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði Næstu daga verður lokið við og tekin í notkun tvöföld Reykjanesbraut í Hafnarfirði norður fyrir mislæg gatnamót við Urriðaholt. Innlent 4.10.2006 13:19
Stærri vöðvar - minni heili Steralyf sem stækka vöðva íþróttamanna, geta líka stuðlað að minnkun heilans samkvæmt nýrri rannsókn sem sýnir að inntaka vöðva-steralyfja stuðli að tapi á heilafrumum. Áður var vitað að sterar auka framleiðslu karlhormónsins testesteróns sem leiðir til að árásarhneigð og reiði ágerist. Erlent 4.10.2006 13:16
Síldin gefur minna í aðra hönd Íslenskir og norskir útvegsmenn og sjómenn gjalda þess nú að hafa yfirfyllt markaði fyrir frysta síld í fyrra, þannig að megnið af aflanum núna fer í bræðslu, sem gefur minna í aðra hönd. Innlent 4.10.2006 12:13
Líkur á óbreyttum vöxtum Líkur eru sagðar á því að peningamálanefnd Englandsbanka ákveði að halda stýrivöxtum óbreyttum en bankinn tilkynnir á morgun hvort breytingar verði gerðar á stýrivaxtastigi í Bretlandi. Búist er við að bankinn hækki stýrivexti í 5 prósent í næsta mánuði. Viðskipti erlent 4.10.2006 12:39
Farþegar fréttu af flugráninu eftir lendingu Farþegar flugvélar Turkish Airlines sem var rænt á leið frá Albaníu til Tyrklands í gær vissu ekki af flugráninu. Þeim var sagt að lenda þyrfti á Ítalíu vegna tæknilegra örðugleika á flugvellinum í Istanbul. Það var ekki fyrr en þeir sáu vopnaða hermenn á flugvellinum í Brindisi og fengu SMS skilaboð frá áhyggjufullum ættingjum, að þeir áttuðu sig á stöðu mála. Erlent 4.10.2006 12:12
Vilja ekki að öryggisráð Sþ ræði kjarnorkutilraunir Kínverjar eru andvígir því að fyrirhugaðar tilraunir Norður-Kóreumanna með kjarnorkuvopn verði teknar upp í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Erlent 4.10.2006 12:07
Líkur á 7,7 milljarða króna vöruskiptahalla Bráðabirgðatölur Hagstofunnar benda til að vöruskiptahalli verði 7,7 milljarða króna september. Gangi þetta eftir hafa vöruskipti ekki verið lægri síðan í febrúar á þessu ári. Viðskipti innlent 4.10.2006 11:57
Samgöngubætur hafnar á ný Ríkisstjórnin segir svigrúm til að hefja samböngubætur á ný en í júní voru öll útboð vegna Vegagerðar stöðvuð. Formaður Frjálslynda flokksins segir ríkið hafa fundið stórmerkilega leið til að slá á þennslu. Innlent 4.10.2006 11:41