Fréttir

Fréttamynd

Barist í Nígeríu

Til skotbardaga kom milli herskárra Nígeríumanna og liðsmanna í stjórnarher landsins í óshólmum Nígeríu síðdegis. Skipts var á skotum nálægt olíudælustöð Royal Dutch Shell á austurhluta svæðisins.

Erlent
Fréttamynd

Þinghúsið verður bleikt

Alþingishúsið verður baðað bleiku ljósi í kvöld og næstu daga sem táknrænn stuðningur Alþingis og alþingismanna við baráttuna gegn brjóstakrabbameini. Kveikt verður á ljósunum kl. 20 í kvöld og verða forseti Alþingis og varaforsetar viðstaddir af því tilefni.

Innlent
Fréttamynd

Jarðboranir kaupa Sæþór

Jarðboranir hf., dótturfélag Atorku Group, hefur keypt allt hlutafé í verktakafyrirtækinu Sæþór ehf., ásamt tækjakosti og búnaði. Kaupverð nemur 130 milljónum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stofna á sérstakan Byggðasjóð

Stofnaður verður sérstakur Byggðasjóður ef nýtt frumvarp um Nýsköpunarmiðstöð fær fram að ganga. Ríkisstjórnin hefur samþykkt frumvarp iðnaðar- og viðskiparáðherra um stofnun Nýsköpunarmiðstöðvar. Hún verður til við sameiningu Iðntæknistofnunar, Byggðastofnunar og Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins.

Innlent
Fréttamynd

Allt á fullt í vegamálum

Hringvegurinn upp úr Jökuldal á Austurlandi og Uxahryggjavegur á milli Þingvalla og Borgarfjarðar verða líklega boðnir út í byrjun næstu viku. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, tilkynnti í gær að skapast hefði svigrúm til að hefja samgöngubætur á ný en í júní voru öll útboð á vegum Vegagerðar stöðvuð.

Innlent
Fréttamynd

Njósnahnettir sjá sprengjuundirbúning í N-Kóreu

Bandarískir njósnagervihnettir hafa séð óvenjulega umferð á nokkrum stöðum sem Norður-Kórea gæti notað til þess að sprengja tilraunakjarnorkusprengju eins og þeir tilkynntu í gær að þeir ætlauðu gera.

Erlent
Fréttamynd

Viðræðum bílarisa slitið

Rick Wagoner, forstjóri bandaríska bílaframleiðandans General Motors (GM) og Carlos Ghosn, forstjóri bílaframleiðendanna Nissan og Renault, slitu viðræðum um mögulegt samstarf í dag. Bandaríska dagblaðið The Wall Street Journal segir forstjórana hafa greint á um of margt.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Bætt við stöðugildi hjá umboðsmanni barna

Bætt verður við einu stöðugildi hjá umboðsmanni barna. Í fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir að fjárveiting til umboðsmannsins hækki um 5,5 milljónir króna en með hækkuninni á að vera hægt að bæta við einu stöðugildi sérfræðings hjá embættinu.

Innlent
Fréttamynd

Ný leið til þess að ræna flugvél

Flugfélögin hafa fengið nýtt vandamál að kljást við. Hvernig getur einn óvopnaður farþegi rænt farþegaþotu í millilandaflugi og neytt áhöfnina til að lenda þar sem hann segir?

Erlent
Fréttamynd

Ríkisstjórnin gagnrýnd fyrir varnarsamninginn

Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt samninginn við Bandaríkin harðlega á Alþingi í dag eftir að forsætisráðherra gerði grein fyrir varnarmálunum upp úr klukkan hálf tvö. Samfylkingin krafðist þess að leynd yrði tafarlaust létt af varnarþætti samningsins.

Innlent
Fréttamynd

Nýr fjárfestingarbanki á Akureyri

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson hefur yfirgefið herbúðir Kaupþings, en hann gegndi stöðu framkvæmdastjóra eigin viðskipta bankans. Með honum hverfur á braut hópur starfsmanna úr stöðutöku bankans. Þorvaldur segir hópinn taka þátt í stofnun fyrirtækis í fjármálaþjónustu með höfuðstöðvar á Akureyri.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hundrað ökumenn stungu af frá árekstri

Lögreglunni í Reykjavík bárust tilkynningar um 544 árekstra í septembermánuði. Í nítíu og sjö tilvikum stungu ökumenn af vettvangi, en ef tjónvaldur finnst ekki getur sá sem fyrir tjóninu varð ekki sótt um bætur frá tryggingarfélögunum. Á hverju ári koma á borð lögreglunnar á bilinu sjö til átta hundruð mál þar sem stungið hefur verið af af vettvangi.

Innlent
Fréttamynd

Hluthafar BAE styðja sölu til EADS

Meirihluti hluthafa í breska hergagnaframleiðandanum BAE voru fylgjandi því á hluthafafundi í fyrirtækinu í morgun að selja 20 prósent hlutafjár félagsins í Airbus til EADS, móðurfélags flugvélaframleiðandans.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Stærri vöðvar - minni heili

Steralyf sem stækka vöðva íþróttamanna, geta líka stuðlað að minnkun heilans samkvæmt nýrri rannsókn sem sýnir að inntaka vöðva-steralyfja stuðli að tapi á heilafrumum. Áður var vitað að sterar auka framleiðslu karlhormónsins testesteróns sem leiðir til að árásarhneigð og reiði ágerist.

Erlent
Fréttamynd

Síldin gefur minna í aðra hönd

Íslenskir og norskir útvegsmenn og sjómenn gjalda þess nú að hafa yfirfyllt markaði fyrir frysta síld í fyrra, þannig að megnið af aflanum núna fer í bræðslu, sem gefur minna í aðra hönd.

Innlent
Fréttamynd

Líkur á óbreyttum vöxtum

Líkur eru sagðar á því að peningamálanefnd Englandsbanka ákveði að halda stýrivöxtum óbreyttum en bankinn tilkynnir á morgun hvort breytingar verði gerðar á stýrivaxtastigi í Bretlandi. Búist er við að bankinn hækki stýrivexti í 5 prósent í næsta mánuði.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Farþegar fréttu af flugráninu eftir lendingu

Farþegar flugvélar Turkish Airlines sem var rænt á leið frá Albaníu til Tyrklands í gær vissu ekki af flugráninu. Þeim var sagt að lenda þyrfti á Ítalíu vegna tæknilegra örðugleika á flugvellinum í Istanbul. Það var ekki fyrr en þeir sáu vopnaða hermenn á flugvellinum í Brindisi og fengu SMS skilaboð frá áhyggjufullum ættingjum, að þeir áttuðu sig á stöðu mála.

Erlent
Fréttamynd

Samgöngubætur hafnar á ný

Ríkisstjórnin segir svigrúm til að hefja samböngubætur á ný en í júní voru öll útboð vegna Vegagerðar stöðvuð. Formaður Frjálslynda flokksins segir ríkið hafa fundið stórmerkilega leið til að slá á þennslu.

Innlent