Fréttir Ný skýrsla áfellisdómur yfir fyrri meirihluta að mati borgarstjóra Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri, segir nýja skýrslu KPMG um fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar, áfellisdóm yfir fjármálastjórn síðasta meirihluta. Skýrslan var kynnt í borgarráði í dag og segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg að sérfræðingar KPMG telji að ná megi fram aukinni skilvirkni í fjármálastjórn og reikningshaldi borgarinnar. Fara þurfi yfir fjármálastjórn borgarinnar í heild sinni og leita leiða til að ná betri rekstrarárangri. Innlent 5.10.2006 15:21 Seðlabanki Danmerkur hækkar stýrivexti Seðlabanki Danmerkur ákvað í dag að feta í fótspor evrópska seðlabankans og hækka stýrivexti um 25 punkta í 3,5 prósent. Viðskipti erlent 5.10.2006 15:03 Prófkjör hjá Vinstri-grænum í desember Vinstri grænir halda prófkjör í Reykjavíkurkjördæmi suður, Reykavíkurkjördæmi norður og í Suðvesturkjördæmi þann 2. desember næstkomandi. Í prófkjörinu verða valdir fjórir efstu frambjóðendurnir á þrjá framboðslista svæðisins. Innlent 5.10.2006 14:56 Olía hækkar í verði Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur hækkað nokkuð á helstu fjármálamörkuðum í dag í kjölfar þess að forseti samtaka olíuútflutningsríkja, OPEC, sagði samtökin vera að íhuga að draga úr olíuframleiðslu til að sporna gegn frekari lækkunum á olíu. Viðskipti erlent 5.10.2006 14:51 Hópur sjakala réðst á þorp í Indlandi Flytja þurfti 35 manns á sjúkrahús eftir að hópur af sjakölum réðst á þorp, í Austur-Indlandi, í gær. Erlent 5.10.2006 14:50 Óflokksbundinn gæti lent á þingi Svo gæti farið að varaþingmaður sem sagði sig úr Framsóknarflokknum taki sæti á þingi á næstunni. Hann óttast þó að flokkurinn reyni að koma í veg fyrir það. Innlent 5.10.2006 14:15 Risa hafeðlur fundnar á Svalbarða Norskir vísindamenn hafa fundið beinagrindur af risa-hafeðlum, sem þeir segja að hafi verið jafnvel enn skelfilegri en landeðlan Tyrannosaurus Rex, sem kölluð er Grameðla, á íslensku. Erlent 5.10.2006 14:07 Harma lækkun til leikhópa Innlent 5.10.2006 13:23 Helga Jónsdóttir nýr framkvæmdastjóri BSRB Innlent 5.10.2006 12:53 ALCOA svermar fyrir konum Innlent 5.10.2006 12:48 Aftökurútur auka framboð líffæra Fréttastofa Sky segir Kínastjórn nota aftökurútur í þeim tilgangi að taka þúsundir manna af lífi ár hvert. Í frétt sem fréttastofan flutti fyrr á árinu komu fram tengsl milli aftökukerfis Kína og mikillar uppsveiflu í líffærasölu. Einungis tvö ár eru þangað til Kína heldur næstu ólympíuleika, en skilyrði fyrir réttinum til að halda leikana var að mannréttindamál yrðu bætt í landinu. Erlent 5.10.2006 12:44 Frumvarp um Nýsköpunarmiðstöð breytt Ríkisstjórnin hefur samþykkt breytt frumvarp um stofnun Nýsköpunarmiðstöðvar. Eldra frumvarp olli miklum deilum á síðasta vorþingi. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir búið að sníða vankanta af eldra frumvarpi. Eftir er þó að koma í ljós hvort tekist hafi að sætta ólík sjónarmið. Innlent 5.10.2006 12:37 Eldri virkjanir betur rannsakaðar Rannsóknir fyrir Blönduvirkjun og Sultartangavirkjun voru mun vandaðri en þær rannsóknir sem fóru fram áður en ráðist var í stærstu og dýrustu framkvæmd Íslandssögunnar - Kárahnjúkavirkjun. Þetta segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur. Innlent 5.10.2006 12:36 Linnulaus hernaður gegn jöfnuði Ríkisstjórnin hefur verið í linnulausum hernaði gegn jöfnuði og ójöfnuður hefur aukist á Íslandi á síðustu árum; þetta sagði formaður Samfylkingarinnar á Alþingi í dag. Forsætisráðherra segist hins vegar ekki vera andvaka þótt einhverjir aðilar hafi hagnast á viðskiptum. Innlent 5.10.2006 12:21 Evrópski seðlabankinn hækkar stýrivexti Seðlabanki Evrópu ákvað í dag að hækka stýrivexti á evrusvæðinu um 25 punkta í 3,25 prósent. Fjármálasérfræðingar töldu margir líkur á þessari ákvörðun bankastjórnarinnar. Viðskipti erlent 5.10.2006 11:50 Bernanke segir verðbólguna of háa Ben Bernanke, bankastjóri Seðlabanka Bandaríkjanna, varaði í gær við of mikilli verðbólgu vestanhafs. Hann gaf þó ekkert í skyn hvort bankinn muni hækka stýrivexti vegna þessa á næstunni. Viðskipti erlent 5.10.2006 11:32 Óbreyttir stýrivextir í Bretlandi Stjórn Englandsbanka ákvað í dag að halda stýrivöxtum í Bretlandi óbreyttum í 4,75 prósentum. Ákvörðunin kemur ekki á óvart enda bjuggust flestir greiningaraðilar við þessari niðurstöðu. Viðskipti erlent 5.10.2006 11:14 Bjartar horfur á hlutabréfamarkaði Greiningardeild Glitnis telur nokkuð bjartar horfur á innlendum hlutabréfamarkaði litið til næstu missera. Grunnrekstur flestra fyrirtækja í Kauphöll Íslands sé með ágætum og megi reikna með að afkoma þeirra verði góð bæði í ár og á næsta ári. Innlent 5.10.2006 11:13 Og Vodafone heitir Vodafone á Íslandi Og fjarskipti ehf. (Og Vodafone), dótturfélag Dagsbrúnar, hefur gert samning við alþjóðlega farsímafélagið Vodafone Group um nánara samstarf og samnýtingu vörumerkis. Og Vodafone mun því hér eftir heita Vodafone á Íslandi og verða vörur og þjónusta fyrirtækisins markaðsett undir vörumerki Vodafone. Viðskipti innlent 5.10.2006 10:56 Glitnir spáir Kaupþingi yfir 39 milljarða hagnaði Greiningardeild Glitnis spáir því að Kaupþing banki hafi hagnist um 39,3 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi. Þetta kemur fram í afkomuspá Glitnis sem kom út í dag. Gangi spáin eftir er um mesta hagnað í sögu nokkurs íslensks félags á einum ársfjórðungi. Viðskipti innlent 5.10.2006 10:48 Tækjastuldur í herstöðinni Óprúttnir aðilar hafa farið ránshendi um gömlu herstöðina á Keflavíkurflugvelli. Þar hefur sérhæfðum flugvallarbúnaði verið stolið. Meðal þess sem stolið var er svokallaður töggur eða dráttarbifreið fyrir flugvélar. Erlent 5.10.2006 10:47 Umferðartruflanir á Reykjanesbraut Innlent 5.10.2006 10:25 Ákærur í njósnahneyksli HP Ríkissaksóknari Californíu í Bandaríkjunum hefur ákært fyrrum stjórnarformann Hewlett-Packard tölvufyrirtækisins ásamt fjórum öðrum sem tengjast fyrirtækjanjósnum. Málið fór af stað þegar fyrirtækið gaf upp að að leynilögreglumenn sem það réði í því skyni að komast að leka úr stjórn fyrirtækisins, hefðu leynilega náð í færslur símtala ýmissa yfirmanna, starfsmanna og blaðamanna. Erlent 5.10.2006 10:22 Gistnóttum á hótelum fjölgar Gistnóttum á hótelum fjölgaði um 5,7% í ágúst sambanborið við ágúst í fyrra. Gistinóttum fjölgaði í öllum landshlutum en hlutfallslega mest á Norðurlandi en þar fjölgaði þeim um 23%. Innlent 5.10.2006 09:22 Réðust að manni með kúbeini Tveir menn brutust inn á heimili þess þriðja í Kópavogi í gærmorgun og réðust að honum með kúbeini. Mennirnir eru ófundnir. Húsráðanda tókst að verjast árásinni og héldu mennirnir á brott, en tóku sjónvarpstæki með sér. Innlent 5.10.2006 09:07 Dow Jones í nýjum hæðum Bandaríska hlutabréfavísitalan Dow Jones setti enn á ný met við lokun markaða vestanhafs í gær. Þetta er annar dagurinn sem lokagengi vísitölunnar nær sögulegum hæðum. Viðskipti erlent 5.10.2006 09:41 Kaupmannahafnarháskóli á lista bestu háskóla Kaupmannahafnarháskóli er í fimmtugasta og fjórða sæti á lista breska blaðsins The Times yfir 100 bestu háskóla í heimi. Háskólinn í Helsinki komst einnig á listann. Enginn annar norrænn háskóli er á listanum. Besti háskóli heims er Harward háskóli í Massachusetts ríki í Bandaríkjunum, en bandarískir og breskir háskólar raða sér í öll efstu sæti listans. Erlent 5.10.2006 08:36 Ryanair vill Aer Lingus Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair hefur gert tilboð í allt hlutafé írska flugfélagsins Aer Lingus. Tilboðið hljóðar upp á 1,48 milljarða evrur eða tæplega 130 milljarða íslenskra króna. Ryanair hefur þegar keypt 16 prósent í flugfélaginu. Forstjóri Ryanair segir þetta einstakt tækifæri til að byggja upp eitt sterkt flugfélag á Írlandi. Viðskipti erlent 5.10.2006 09:10 Chavez segir Rumsfeld "sríðshund" Enn stirðna samskiptin á milli Bandaríkjanna og Venezuela og liggur Chavez forseti Venezuela ekki á neikvæðum skoðunum sínum á Bandaríkjamönnum. Nú hefur hann kallað varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Donald Rumsfeld, stríðshund og líkir honum þannig við Cerebus, hundinn sem gætir inngangsins í helvíti. Erlent 5.10.2006 08:41 Ingunn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Ingunn Snædal grunnskólakennari hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar en þau voru veitt í sjöunda sinn við hátíðlega athöfn í Höfða í gær. Verðlaunin hafa verið veitt annað hvert ár frá árinu 1994, en verða framvegis veitt árlega. Alls bárust tæplega 50 handrit í keppnina þetta árið Innlent 5.10.2006 08:29 « ‹ ›
Ný skýrsla áfellisdómur yfir fyrri meirihluta að mati borgarstjóra Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri, segir nýja skýrslu KPMG um fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar, áfellisdóm yfir fjármálastjórn síðasta meirihluta. Skýrslan var kynnt í borgarráði í dag og segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg að sérfræðingar KPMG telji að ná megi fram aukinni skilvirkni í fjármálastjórn og reikningshaldi borgarinnar. Fara þurfi yfir fjármálastjórn borgarinnar í heild sinni og leita leiða til að ná betri rekstrarárangri. Innlent 5.10.2006 15:21
Seðlabanki Danmerkur hækkar stýrivexti Seðlabanki Danmerkur ákvað í dag að feta í fótspor evrópska seðlabankans og hækka stýrivexti um 25 punkta í 3,5 prósent. Viðskipti erlent 5.10.2006 15:03
Prófkjör hjá Vinstri-grænum í desember Vinstri grænir halda prófkjör í Reykjavíkurkjördæmi suður, Reykavíkurkjördæmi norður og í Suðvesturkjördæmi þann 2. desember næstkomandi. Í prófkjörinu verða valdir fjórir efstu frambjóðendurnir á þrjá framboðslista svæðisins. Innlent 5.10.2006 14:56
Olía hækkar í verði Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur hækkað nokkuð á helstu fjármálamörkuðum í dag í kjölfar þess að forseti samtaka olíuútflutningsríkja, OPEC, sagði samtökin vera að íhuga að draga úr olíuframleiðslu til að sporna gegn frekari lækkunum á olíu. Viðskipti erlent 5.10.2006 14:51
Hópur sjakala réðst á þorp í Indlandi Flytja þurfti 35 manns á sjúkrahús eftir að hópur af sjakölum réðst á þorp, í Austur-Indlandi, í gær. Erlent 5.10.2006 14:50
Óflokksbundinn gæti lent á þingi Svo gæti farið að varaþingmaður sem sagði sig úr Framsóknarflokknum taki sæti á þingi á næstunni. Hann óttast þó að flokkurinn reyni að koma í veg fyrir það. Innlent 5.10.2006 14:15
Risa hafeðlur fundnar á Svalbarða Norskir vísindamenn hafa fundið beinagrindur af risa-hafeðlum, sem þeir segja að hafi verið jafnvel enn skelfilegri en landeðlan Tyrannosaurus Rex, sem kölluð er Grameðla, á íslensku. Erlent 5.10.2006 14:07
Aftökurútur auka framboð líffæra Fréttastofa Sky segir Kínastjórn nota aftökurútur í þeim tilgangi að taka þúsundir manna af lífi ár hvert. Í frétt sem fréttastofan flutti fyrr á árinu komu fram tengsl milli aftökukerfis Kína og mikillar uppsveiflu í líffærasölu. Einungis tvö ár eru þangað til Kína heldur næstu ólympíuleika, en skilyrði fyrir réttinum til að halda leikana var að mannréttindamál yrðu bætt í landinu. Erlent 5.10.2006 12:44
Frumvarp um Nýsköpunarmiðstöð breytt Ríkisstjórnin hefur samþykkt breytt frumvarp um stofnun Nýsköpunarmiðstöðvar. Eldra frumvarp olli miklum deilum á síðasta vorþingi. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir búið að sníða vankanta af eldra frumvarpi. Eftir er þó að koma í ljós hvort tekist hafi að sætta ólík sjónarmið. Innlent 5.10.2006 12:37
Eldri virkjanir betur rannsakaðar Rannsóknir fyrir Blönduvirkjun og Sultartangavirkjun voru mun vandaðri en þær rannsóknir sem fóru fram áður en ráðist var í stærstu og dýrustu framkvæmd Íslandssögunnar - Kárahnjúkavirkjun. Þetta segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur. Innlent 5.10.2006 12:36
Linnulaus hernaður gegn jöfnuði Ríkisstjórnin hefur verið í linnulausum hernaði gegn jöfnuði og ójöfnuður hefur aukist á Íslandi á síðustu árum; þetta sagði formaður Samfylkingarinnar á Alþingi í dag. Forsætisráðherra segist hins vegar ekki vera andvaka þótt einhverjir aðilar hafi hagnast á viðskiptum. Innlent 5.10.2006 12:21
Evrópski seðlabankinn hækkar stýrivexti Seðlabanki Evrópu ákvað í dag að hækka stýrivexti á evrusvæðinu um 25 punkta í 3,25 prósent. Fjármálasérfræðingar töldu margir líkur á þessari ákvörðun bankastjórnarinnar. Viðskipti erlent 5.10.2006 11:50
Bernanke segir verðbólguna of háa Ben Bernanke, bankastjóri Seðlabanka Bandaríkjanna, varaði í gær við of mikilli verðbólgu vestanhafs. Hann gaf þó ekkert í skyn hvort bankinn muni hækka stýrivexti vegna þessa á næstunni. Viðskipti erlent 5.10.2006 11:32
Óbreyttir stýrivextir í Bretlandi Stjórn Englandsbanka ákvað í dag að halda stýrivöxtum í Bretlandi óbreyttum í 4,75 prósentum. Ákvörðunin kemur ekki á óvart enda bjuggust flestir greiningaraðilar við þessari niðurstöðu. Viðskipti erlent 5.10.2006 11:14
Bjartar horfur á hlutabréfamarkaði Greiningardeild Glitnis telur nokkuð bjartar horfur á innlendum hlutabréfamarkaði litið til næstu missera. Grunnrekstur flestra fyrirtækja í Kauphöll Íslands sé með ágætum og megi reikna með að afkoma þeirra verði góð bæði í ár og á næsta ári. Innlent 5.10.2006 11:13
Og Vodafone heitir Vodafone á Íslandi Og fjarskipti ehf. (Og Vodafone), dótturfélag Dagsbrúnar, hefur gert samning við alþjóðlega farsímafélagið Vodafone Group um nánara samstarf og samnýtingu vörumerkis. Og Vodafone mun því hér eftir heita Vodafone á Íslandi og verða vörur og þjónusta fyrirtækisins markaðsett undir vörumerki Vodafone. Viðskipti innlent 5.10.2006 10:56
Glitnir spáir Kaupþingi yfir 39 milljarða hagnaði Greiningardeild Glitnis spáir því að Kaupþing banki hafi hagnist um 39,3 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi. Þetta kemur fram í afkomuspá Glitnis sem kom út í dag. Gangi spáin eftir er um mesta hagnað í sögu nokkurs íslensks félags á einum ársfjórðungi. Viðskipti innlent 5.10.2006 10:48
Tækjastuldur í herstöðinni Óprúttnir aðilar hafa farið ránshendi um gömlu herstöðina á Keflavíkurflugvelli. Þar hefur sérhæfðum flugvallarbúnaði verið stolið. Meðal þess sem stolið var er svokallaður töggur eða dráttarbifreið fyrir flugvélar. Erlent 5.10.2006 10:47
Ákærur í njósnahneyksli HP Ríkissaksóknari Californíu í Bandaríkjunum hefur ákært fyrrum stjórnarformann Hewlett-Packard tölvufyrirtækisins ásamt fjórum öðrum sem tengjast fyrirtækjanjósnum. Málið fór af stað þegar fyrirtækið gaf upp að að leynilögreglumenn sem það réði í því skyni að komast að leka úr stjórn fyrirtækisins, hefðu leynilega náð í færslur símtala ýmissa yfirmanna, starfsmanna og blaðamanna. Erlent 5.10.2006 10:22
Gistnóttum á hótelum fjölgar Gistnóttum á hótelum fjölgaði um 5,7% í ágúst sambanborið við ágúst í fyrra. Gistinóttum fjölgaði í öllum landshlutum en hlutfallslega mest á Norðurlandi en þar fjölgaði þeim um 23%. Innlent 5.10.2006 09:22
Réðust að manni með kúbeini Tveir menn brutust inn á heimili þess þriðja í Kópavogi í gærmorgun og réðust að honum með kúbeini. Mennirnir eru ófundnir. Húsráðanda tókst að verjast árásinni og héldu mennirnir á brott, en tóku sjónvarpstæki með sér. Innlent 5.10.2006 09:07
Dow Jones í nýjum hæðum Bandaríska hlutabréfavísitalan Dow Jones setti enn á ný met við lokun markaða vestanhafs í gær. Þetta er annar dagurinn sem lokagengi vísitölunnar nær sögulegum hæðum. Viðskipti erlent 5.10.2006 09:41
Kaupmannahafnarháskóli á lista bestu háskóla Kaupmannahafnarháskóli er í fimmtugasta og fjórða sæti á lista breska blaðsins The Times yfir 100 bestu háskóla í heimi. Háskólinn í Helsinki komst einnig á listann. Enginn annar norrænn háskóli er á listanum. Besti háskóli heims er Harward háskóli í Massachusetts ríki í Bandaríkjunum, en bandarískir og breskir háskólar raða sér í öll efstu sæti listans. Erlent 5.10.2006 08:36
Ryanair vill Aer Lingus Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair hefur gert tilboð í allt hlutafé írska flugfélagsins Aer Lingus. Tilboðið hljóðar upp á 1,48 milljarða evrur eða tæplega 130 milljarða íslenskra króna. Ryanair hefur þegar keypt 16 prósent í flugfélaginu. Forstjóri Ryanair segir þetta einstakt tækifæri til að byggja upp eitt sterkt flugfélag á Írlandi. Viðskipti erlent 5.10.2006 09:10
Chavez segir Rumsfeld "sríðshund" Enn stirðna samskiptin á milli Bandaríkjanna og Venezuela og liggur Chavez forseti Venezuela ekki á neikvæðum skoðunum sínum á Bandaríkjamönnum. Nú hefur hann kallað varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Donald Rumsfeld, stríðshund og líkir honum þannig við Cerebus, hundinn sem gætir inngangsins í helvíti. Erlent 5.10.2006 08:41
Ingunn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Ingunn Snædal grunnskólakennari hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar en þau voru veitt í sjöunda sinn við hátíðlega athöfn í Höfða í gær. Verðlaunin hafa verið veitt annað hvert ár frá árinu 1994, en verða framvegis veitt árlega. Alls bárust tæplega 50 handrit í keppnina þetta árið Innlent 5.10.2006 08:29