Fréttir

Fréttamynd

Ný skýrsla áfellisdómur yfir fyrri meirihluta að mati borgarstjóra

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri, segir nýja skýrslu KPMG um fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar, áfellisdóm yfir fjármálastjórn síðasta meirihluta. Skýrslan var kynnt í borgarráði í dag og segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg að sérfræðingar KPMG telji að ná megi fram aukinni skilvirkni í fjármálastjórn og reikningshaldi borgarinnar. Fara þurfi yfir fjármálastjórn borgarinnar í heild sinni og leita leiða til að ná betri rekstrarárangri.

Innlent
Fréttamynd

Prófkjör hjá Vinstri-grænum í desember

Vinstri grænir halda prófkjör í Reykjavíkurkjördæmi suður, Reykavíkurkjördæmi norður og í Suðvesturkjördæmi þann 2. desember næstkomandi. Í prófkjörinu verða valdir fjórir efstu frambjóðendurnir á þrjá framboðslista svæðisins.

Innlent
Fréttamynd

Olía hækkar í verði

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur hækkað nokkuð á helstu fjármálamörkuðum í dag í kjölfar þess að forseti samtaka olíuútflutningsríkja, OPEC, sagði samtökin vera að íhuga að draga úr olíuframleiðslu til að sporna gegn frekari lækkunum á olíu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Óflokksbundinn gæti lent á þingi

Svo gæti farið að varaþingmaður sem sagði sig úr Framsóknarflokknum taki sæti á þingi á næstunni. Hann óttast þó að flokkurinn reyni að koma í veg fyrir það.

Innlent
Fréttamynd

Risa hafeðlur fundnar á Svalbarða

Norskir vísindamenn hafa fundið beinagrindur af risa-hafeðlum, sem þeir segja að hafi verið jafnvel enn skelfilegri en landeðlan Tyrannosaurus Rex, sem kölluð er Grameðla, á íslensku.

Erlent
Fréttamynd

Aftökurútur auka framboð líffæra

Fréttastofa Sky segir Kínastjórn nota aftökurútur í þeim tilgangi að taka þúsundir manna af lífi ár hvert. Í frétt sem fréttastofan flutti fyrr á árinu komu fram tengsl milli aftökukerfis Kína og mikillar uppsveiflu í líffærasölu. Einungis tvö ár eru þangað til Kína heldur næstu ólympíuleika, en skilyrði fyrir réttinum til að halda leikana var að mannréttindamál yrðu bætt í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Frumvarp um Nýsköpunarmiðstöð breytt

Ríkisstjórnin hefur samþykkt breytt frumvarp um stofnun Nýsköpunarmiðstöðvar. Eldra frumvarp olli miklum deilum á síðasta vorþingi. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir búið að sníða vankanta af eldra frumvarpi. Eftir er þó að koma í ljós hvort tekist hafi að sætta ólík sjónarmið.

Innlent
Fréttamynd

Eldri virkjanir betur rannsakaðar

Rannsóknir fyrir Blönduvirkjun og Sultartangavirkjun voru mun vandaðri en þær rannsóknir sem fóru fram áður en ráðist var í stærstu og dýrustu framkvæmd Íslandssögunnar - Kárahnjúkavirkjun. Þetta segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur.

Innlent
Fréttamynd

Linnulaus hernaður gegn jöfnuði

Ríkisstjórnin hefur verið í linnulausum hernaði gegn jöfnuði og ójöfnuður hefur aukist á Íslandi á síðustu árum; þetta sagði formaður Samfylkingarinnar á Alþingi í dag. Forsætisráðherra segist hins vegar ekki vera andvaka þótt einhverjir aðilar hafi hagnast á viðskiptum.

Innlent
Fréttamynd

Bernanke segir verðbólguna of háa

Ben Bernanke, bankastjóri Seðlabanka Bandaríkjanna, varaði í gær við of mikilli verðbólgu vestanhafs. Hann gaf þó ekkert í skyn hvort bankinn muni hækka stýrivexti vegna þessa á næstunni.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Óbreyttir stýrivextir í Bretlandi

Stjórn Englandsbanka ákvað í dag að halda stýrivöxtum í Bretlandi óbreyttum í 4,75 prósentum. Ákvörðunin kemur ekki á óvart enda bjuggust flestir greiningaraðilar við þessari niðurstöðu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Bjartar horfur á hlutabréfamarkaði

Greiningardeild Glitnis telur nokkuð bjartar horfur á innlendum hlutabréfamarkaði litið til næstu missera. Grunnrekstur flestra fyrirtækja í Kauphöll Íslands sé með ágætum og megi reikna með að afkoma þeirra verði góð bæði í ár og á næsta ári.

Innlent
Fréttamynd

Og Vodafone heitir Vodafone á Íslandi

Og fjarskipti ehf. (Og Vodafone), dótturfélag Dagsbrúnar, hefur gert samning við alþjóðlega farsímafélagið Vodafone Group um nánara samstarf og samnýtingu vörumerkis. Og Vodafone mun því hér eftir heita Vodafone á Íslandi og verða vörur og þjónusta fyrirtækisins markaðsett undir vörumerki Vodafone.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Glitnir spáir Kaupþingi yfir 39 milljarða hagnaði

Greiningardeild Glitnis spáir því að Kaupþing banki hafi hagnist um 39,3 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi. Þetta kemur fram í afkomuspá Glitnis sem kom út í dag. Gangi spáin eftir er um mesta hagnað í sögu nokkurs íslensks félags á einum ársfjórðungi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tækjastuldur í herstöðinni

Óprúttnir aðilar hafa farið ránshendi um gömlu herstöðina á Keflavíkurflugvelli. Þar hefur sérhæfðum flugvallarbúnaði verið stolið. Meðal þess sem stolið var er svokallaður töggur eða dráttarbifreið fyrir flugvélar.

Erlent
Fréttamynd

Ákærur í njósnahneyksli HP

Ríkissaksóknari Californíu í Bandaríkjunum hefur ákært fyrrum stjórnarformann Hewlett-Packard tölvufyrirtækisins ásamt fjórum öðrum sem tengjast fyrirtækjanjósnum. Málið fór af stað þegar fyrirtækið gaf upp að að leynilögreglumenn sem það réði í því skyni að komast að leka úr stjórn fyrirtækisins, hefðu leynilega náð í færslur símtala ýmissa yfirmanna, starfsmanna og blaðamanna.

Erlent
Fréttamynd

Gistnóttum á hótelum fjölgar

Gistnóttum á hótelum fjölgaði um 5,7% í ágúst sambanborið við ágúst í fyrra. Gistinóttum fjölgaði í öllum landshlutum en hlutfallslega mest á Norðurlandi en þar fjölgaði þeim um 23%.

Innlent
Fréttamynd

Réðust að manni með kúbeini

Tveir menn brutust inn á heimili þess þriðja í Kópavogi í gærmorgun og réðust að honum með kúbeini. Mennirnir eru ófundnir. Húsráðanda tókst að verjast árásinni og héldu mennirnir á brott, en tóku sjónvarpstæki með sér.

Innlent
Fréttamynd

Dow Jones í nýjum hæðum

Bandaríska hlutabréfavísitalan Dow Jones setti enn á ný met við lokun markaða vestanhafs í gær. Þetta er annar dagurinn sem lokagengi vísitölunnar nær sögulegum hæðum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Kaupmannahafnarháskóli á lista bestu háskóla

Kaupmannahafnarháskóli er í fimmtugasta og fjórða sæti á lista breska blaðsins The Times yfir 100 bestu háskóla í heimi. Háskólinn í Helsinki komst einnig á listann. Enginn annar norrænn háskóli er á listanum. Besti háskóli heims er Harward háskóli í Massachusetts ríki í Bandaríkjunum, en bandarískir og breskir háskólar raða sér í öll efstu sæti listans.

Erlent
Fréttamynd

Ryanair vill Aer Lingus

Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair hefur gert tilboð í allt hlutafé írska flugfélagsins Aer Lingus. Tilboðið hljóðar upp á 1,48 milljarða evrur eða tæplega 130 milljarða íslenskra króna. Ryanair hefur þegar keypt 16 prósent í flugfélaginu. Forstjóri Ryanair segir þetta einstakt tækifæri til að byggja upp eitt sterkt flugfélag á Írlandi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Chavez segir Rumsfeld "sríðshund"

Enn stirðna samskiptin á milli Bandaríkjanna og Venezuela og liggur Chavez forseti Venezuela ekki á neikvæðum skoðunum sínum á Bandaríkjamönnum. Nú hefur hann kallað varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Donald Rumsfeld, stríðshund og líkir honum þannig við Cerebus, hundinn sem gætir inngangsins í helvíti.

Erlent
Fréttamynd

Ingunn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar

Ingunn Snædal grunnskólakennari hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar en þau voru veitt í sjöunda sinn við hátíðlega athöfn í Höfða í gær. Verðlaunin hafa verið veitt annað hvert ár frá árinu 1994, en verða framvegis veitt árlega. Alls bárust tæplega 50 handrit í keppnina þetta árið

Innlent