Fréttir Metviðskiptahalli í Bandaríkjunum Vöruskipti voru óhagstæð um 69,8 milljarða bandaríkjadali eða rúma 4.815 milljarða íslenskra króna í Bandaríkjunum í ágúst. Viðskiptahallinn vestra nemur 716,7 milljörðum dala, jafnvirði 49.445 milljarða íslenskra króna og hefur aldrei verið meiri. Viðskipti erlent 12.10.2006 13:39 Himnesk hollusta innkallar döðlur vegn mítla Fyrirtækið Himnesk hollusta hefur innkallað lífrænt ræktaðar döðlur sem það selur vegna svokallaðra mítla sem fundist hafa í þeim. Um er að ræða 250 og 400 gramma bakka með döðlum sem eru bestar fyrir 30.05.07 og 31.07.07. Innlent 12.10.2006 13:33 Myndband veldur pólitískri deilu Pólitísk deila hefur sprottið upp í Bretlandi eftir að þingmaður Verkamannaflokksins birti myndband á vefnum sem er skopstæling af myndbandi formanns Íhaldsflokksins. David Cameron formaður Íhaldsflokksins heldur úti vefsíðu þar sem hann talar við vefmyndavél (WebCameron) eins og kjósendur, og veltir upp ýmsum málum og skoðunum sínum á þeim. Erlent 12.10.2006 13:03 Ólöf Nordal sækist eftir 2. sæti í Norðausturkjördæmi Ólöf Nordal, framkvæmdastjóri á Egilsstöðum, hefur ákveðið að sækjast eftir öðru sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi í alþingiskosningum í vor. Innlent 12.10.2006 12:26 Hinar tvær stíflurnar að klárast Ein risastífla við Kárahnjúka dugar ekki til að stöðva Jöklu. Þær verða þrjár stíflurnar sem mynda munu Hálslón, og allar eru þegar komnar í flokk stærstu mannvirkja hérlendis, því tvær hliðarstíflur eru að verða tilbúnar. Innlent 12.10.2006 12:12 Hagnaður Pepsi eykst mikið Hagnaður bandaríska gosdrykkjaframleiðandans Pepsi nam 102 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi. Þetta er 71 prósents aukning á milli ára. Viðskipti erlent 12.10.2006 12:43 Amish skólinn jafnaður við jörðu Amish skólinn þar sem fimm stúlkur voru skotnar til bana af óðum byssumanni 2. október var jafnaður við jörðu í morgun. Amish fólkið sem rak skólann í Nickle Mines í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum ákvað að láta rífa bygginguna, en skólahald hefur verið fært á nærliggjandi bóndabæ. Erlent 12.10.2006 12:07 Svigrúm til hækkunar hámarkslána að myndast Félagsmálaráðherra telur að innan skamms verði hámarkslán Íbúðalánasjóðs hækkuð í 90%. Frá þessu er greint í Morgunkorni greiningardeildar Glitnis. Innlent 12.10.2006 12:24 Tekið tillit til matarskattslækkunar við vaxtaákvörðun Tekið verður tillit til lækkunar matarskatts við næstu vaxtaákvörðun Seðlabankans um mánaðamótin, segir Davíð Oddsson seðlabankastjóri. Hann segir að skattalækkunin auki spennu en það sé þó til bóta að lækkunin komi ekki til framkvæmda fyrr en næsta vor þegar væntingar séu um að verðbólgan hafi hjaðnað töluvert. Innlent 12.10.2006 12:19 Hefja morgunflug til Bandaríkjanna Icelandair ætlar að fljúga á þrjá nýja staði og hefja morgunflug til Bandaríkjanna á næsta ári, en leggja niður flug til San Fransisco. Innlent 12.10.2006 12:03 Olíuverð ekki lægra síðan í desember Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði lítillega á helstu fjármálamörkuðum í dag meðal annars vegna aukinna umframbirgða af olíu. Verðið hefur ekki verið lægra síðan í desember á síðasta ári. Viðskipti erlent 12.10.2006 11:57 Ban verður eftirmaður Annans Allsherjarþing Sameinuðu Þjóðanna mun hittast á morgun og skipa Ban Ki-moon utanríkisráðherra Suður Kóreu í embætti næsta aðalritara Sameinuðu Þjóðanna. Tæpir þrír mánuðir eru þangað til Ban tekur við stjórn af Kofi Annan sem lætur af störfum 1. janúar næstkomandi eftir tíu ár í embættinu. Erlent 12.10.2006 11:56 Styrktaruppboð fyrir Ómar Ragnarsson Innlent 12.10.2006 11:52 Standa saman að frumvarpi um að gefa megi samkynhneigða saman Frumvarp sem heimilar prestum og forstöðumönnum skráðra trúfélaga sem hafa vígsluheimild, að gefa saman samkynhneigða í staðfesta samvist hefur verið lagt fram á Alþingi. Sem kunnugt er náðist ekki samkomulag um þetta atriði þegar samstaða var um umtalsverðar réttarbætur í málefnum samkynhneigðra í vor vegna andstöðu kirkjunnar. Innlent 12.10.2006 11:46 Björgólfur Thor kemur hvergi nærri tilboðinu í West Ham Innlent 12.10.2006 11:25 Harma að fjármagn sé ekki eyrnamerkt leiknu íslensku sjónvarpsefni Stjórn Félags leikskálda og handritshöfunda fagnar nýjum samingi milli Ríkisútvarpsins og Menntamálaráðuneytisins um aukinn hlut íslensks dagskrárefnis í Ríkissjónvarpinu á næstu fimm árum. Í ályktun frá stjórninni er það hins vegar harmað að í samningnum sé hvorki fjármagn né útsendingarhlutfall eyrnamerkt leiknu íslensku sjónvarpsefni. Innlent 12.10.2006 11:05 Orhan Pamuk hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Tyrkneski rithöfundurinn Orhan Pamuk hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum fyrir um klukkustund. Pamuk er fimmtíu og fjögurra ára og hefur gefið út átta skáldsögur. Verk hans hafa notið mikillar hylli bæði í heimalandinu og annars staðar, en þau hafa verið þýdd á meira en fjörutíu tungumál en þó ekki á íslensku. Erlent 12.10.2006 11:03 Forval VG á höfuðborgarsvæðinu 2. desember Kjörstjórn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs á höfuðborgarsvæðinu hefur ákveðið að forval flokksins vegna þingkosninga í vor í Reykjavíkurkjördæmum suður og norður og Suðvesturkjördæmi verði haldið þann 2. desember. Innlent 12.10.2006 10:51 Afli meiri í upphafi nýs fiskveiðiárs en í fyrra Nýtt fiskveiðiár virðist hefjast ágætlega því aflinn í nýliðnum september var um 86.500 tonn sem er tæplega 22 þúsund tonnum meiri en í sama mánuði í fyrra. Þetta sýna nýjar tölur Fiskistofu. Innlent 12.10.2006 10:39 Flug milli Eyja og Selfoss hefst á næstunni Áætlunarflug á milli Vestmannaeyja og Selfoss hefst um leið og búið verður að endurnýja starfsleyfi fyrir Selfossflugvöll sem rann út fyrir tæpri viku. Flugfélag Vestmannaeyja hyggst fljúga á þessari leið og verður þetta fyrsta áætlunarflug um Selfossvöll til þessa. Innlent 12.10.2006 10:32 Samkeppniseftirlitið samþykkir samruna Exista og VÍS Samkeppnistofnun hefur lagt blessun sína yfir samruna Exista og VÍS. Exista keypti ríflega 80 prósenta hlut í VÍS í sumar og á Exista og dótturfélög þess nú nánast allt hlutafé í VÍS. Innlent 12.10.2006 10:24 Samþykkti umdeilt frumvarp um þjóðarmorð Tyrkja á Armenum Neðri deild franska þingsins samþykkti í dag frumvarp sem gerir það refsivert að neita því að Armenar hafi sætt þjóðernishreinunum af hálfu Ottómanaveldis Tyrkja árið 1915. Tyrkir hafa mótmælt þessari lagasetningu hástöfum og segja að hún muni skaða samskipti þjóðanna. Erlent 12.10.2006 10:11 Segir starfsmann Landssímans hafa staðfest hleranir Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir að fyrrverandi yfirmaður í tæknideild Landssíma Íslands hafi hringt í sig í gærkvöld og staðfest að sími Jóns hefði verið hleraður þegar hann var ráðherra. Þetta kom fram í viðtali við Jóhann Hauksson í þættinum Morgunhaninn á Útvarpi Sögu í morgun. Innlent 12.10.2006 09:56 Drápu átta menn á sjónvarpsstöð í Bagdad Byssumenn réðust í morgun inn á sjónvarpsstöð í Bagdad og drápu átta menn sem þar voru að störfum. Írösk lögregla segir mennina hafa verið í lögreglubúningum og ekið upp að stöðinni í bílalest þar sem þeir stöðvuðu og skutu öryggisverði fyrir utan bygginguna og tæknimenn sem voru inni. Erlent 12.10.2006 09:44 Mótmæla komu herskipsins Wasp til landsins Samtök herstöðvaandstæðinga átelja harðlega það samkomulag sem gert hefur verið um áframhaldandi samstarf Íslands og Bandaríkjanna á sviði hernaðar og hvernig borgaralegum stofnunum eins og Landhelgisgæslunni og lögreglunni skuli blandað í hernaðarlegt samstarf. Segir að þau áform komi berlega í ljós við heimsókn herskipsins Wasp á næstunni. Innlent 12.10.2006 09:26 Stúdentaráð mælir með menntun Stúdentaráð Háskóla Íslands stendur í dag fyrir meðmælum undir yfirskriftinni „Vér meðmælum öll" fyrir utan aðalbyggingu Háskóla Íslands. Með því vill ráðið koma menntamálum í umræðuna fyrir næstu þingkosningar. Innlent 12.10.2006 09:23 Bandaríkjamenn senda öryggisráði nýja ályktun Bandaríkjamenn hafa samið ný drög að ályktun um refsiaðgerðir til öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna gegn Norður Kóreu eftir kjarnorkutilraun þeirra í byrjun vikunnar. Þeir vilja að ráðið greiði atkvæði um drögin fyrir morgundaginn, þrátt fyrir andstöðu Kína gegn hluta af tillögunum um efnahags-og vopnaþvinganir. Erlent 12.10.2006 08:59 Ikea opnar 20 þúsund fermetra verslun Stærsta verslun landsins verður opnuð klukkan 10 í dag þegar IKEA opnar í nýju 20 þúsund fermetra húsnæði við Reykjanesbrautina í Garðabæ, sunann við Vífilsstaði. 55 deildir verða í versluninni og ýmsar nýjungar, sem ekki hafa tíðkast í verslunum hér á landi til þessa. 850 bílastæði eru við húsið. Innlent 12.10.2006 08:54 Fíkniefni fundust í bíl á Akureyri Lögreglan á Akureyri handtók í gærkvöldi þrjá unga menn eftir að fíkniefni og neysluáhöld fundust í bíl þeirra, en þeir voru að koma akandi frá Reykjavík. Mönnunum var sleppt að loknum yfirheyrslum í nótt. Þetta er í annað skiptið á skömmum tíma, sem lögregla stöðvar bíla með fíkniefni á leið til Akureyrar, en á sunnudagskvöldið fundust hátt í 30 grömm af fíkniefnum við leit í bíl. Innlent 12.10.2006 08:33 Þjóðþekktur hafnarboltamaður lést í flugslysi Tveir létust þegar lítil einkaflugvél flaug á fimmtíu hæða háhýsi á Manhattan í New York í gær. Báðir hinna látnu voru í flugvélinni, en annar þeirra var þjóðþekktur hafnarboltamaður hjá New York Yankees liðinu. Hann hét Cory Lidle, var með einkaflugmannspróf og hafði ítrekað fullvissað fjölmiðla um öryggi hans í flugi, en lið hans missti leikmann í flugslysi fyrir aldarfjórðungi. Erlent 12.10.2006 08:06 « ‹ ›
Metviðskiptahalli í Bandaríkjunum Vöruskipti voru óhagstæð um 69,8 milljarða bandaríkjadali eða rúma 4.815 milljarða íslenskra króna í Bandaríkjunum í ágúst. Viðskiptahallinn vestra nemur 716,7 milljörðum dala, jafnvirði 49.445 milljarða íslenskra króna og hefur aldrei verið meiri. Viðskipti erlent 12.10.2006 13:39
Himnesk hollusta innkallar döðlur vegn mítla Fyrirtækið Himnesk hollusta hefur innkallað lífrænt ræktaðar döðlur sem það selur vegna svokallaðra mítla sem fundist hafa í þeim. Um er að ræða 250 og 400 gramma bakka með döðlum sem eru bestar fyrir 30.05.07 og 31.07.07. Innlent 12.10.2006 13:33
Myndband veldur pólitískri deilu Pólitísk deila hefur sprottið upp í Bretlandi eftir að þingmaður Verkamannaflokksins birti myndband á vefnum sem er skopstæling af myndbandi formanns Íhaldsflokksins. David Cameron formaður Íhaldsflokksins heldur úti vefsíðu þar sem hann talar við vefmyndavél (WebCameron) eins og kjósendur, og veltir upp ýmsum málum og skoðunum sínum á þeim. Erlent 12.10.2006 13:03
Ólöf Nordal sækist eftir 2. sæti í Norðausturkjördæmi Ólöf Nordal, framkvæmdastjóri á Egilsstöðum, hefur ákveðið að sækjast eftir öðru sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi í alþingiskosningum í vor. Innlent 12.10.2006 12:26
Hinar tvær stíflurnar að klárast Ein risastífla við Kárahnjúka dugar ekki til að stöðva Jöklu. Þær verða þrjár stíflurnar sem mynda munu Hálslón, og allar eru þegar komnar í flokk stærstu mannvirkja hérlendis, því tvær hliðarstíflur eru að verða tilbúnar. Innlent 12.10.2006 12:12
Hagnaður Pepsi eykst mikið Hagnaður bandaríska gosdrykkjaframleiðandans Pepsi nam 102 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi. Þetta er 71 prósents aukning á milli ára. Viðskipti erlent 12.10.2006 12:43
Amish skólinn jafnaður við jörðu Amish skólinn þar sem fimm stúlkur voru skotnar til bana af óðum byssumanni 2. október var jafnaður við jörðu í morgun. Amish fólkið sem rak skólann í Nickle Mines í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum ákvað að láta rífa bygginguna, en skólahald hefur verið fært á nærliggjandi bóndabæ. Erlent 12.10.2006 12:07
Svigrúm til hækkunar hámarkslána að myndast Félagsmálaráðherra telur að innan skamms verði hámarkslán Íbúðalánasjóðs hækkuð í 90%. Frá þessu er greint í Morgunkorni greiningardeildar Glitnis. Innlent 12.10.2006 12:24
Tekið tillit til matarskattslækkunar við vaxtaákvörðun Tekið verður tillit til lækkunar matarskatts við næstu vaxtaákvörðun Seðlabankans um mánaðamótin, segir Davíð Oddsson seðlabankastjóri. Hann segir að skattalækkunin auki spennu en það sé þó til bóta að lækkunin komi ekki til framkvæmda fyrr en næsta vor þegar væntingar séu um að verðbólgan hafi hjaðnað töluvert. Innlent 12.10.2006 12:19
Hefja morgunflug til Bandaríkjanna Icelandair ætlar að fljúga á þrjá nýja staði og hefja morgunflug til Bandaríkjanna á næsta ári, en leggja niður flug til San Fransisco. Innlent 12.10.2006 12:03
Olíuverð ekki lægra síðan í desember Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði lítillega á helstu fjármálamörkuðum í dag meðal annars vegna aukinna umframbirgða af olíu. Verðið hefur ekki verið lægra síðan í desember á síðasta ári. Viðskipti erlent 12.10.2006 11:57
Ban verður eftirmaður Annans Allsherjarþing Sameinuðu Þjóðanna mun hittast á morgun og skipa Ban Ki-moon utanríkisráðherra Suður Kóreu í embætti næsta aðalritara Sameinuðu Þjóðanna. Tæpir þrír mánuðir eru þangað til Ban tekur við stjórn af Kofi Annan sem lætur af störfum 1. janúar næstkomandi eftir tíu ár í embættinu. Erlent 12.10.2006 11:56
Standa saman að frumvarpi um að gefa megi samkynhneigða saman Frumvarp sem heimilar prestum og forstöðumönnum skráðra trúfélaga sem hafa vígsluheimild, að gefa saman samkynhneigða í staðfesta samvist hefur verið lagt fram á Alþingi. Sem kunnugt er náðist ekki samkomulag um þetta atriði þegar samstaða var um umtalsverðar réttarbætur í málefnum samkynhneigðra í vor vegna andstöðu kirkjunnar. Innlent 12.10.2006 11:46
Harma að fjármagn sé ekki eyrnamerkt leiknu íslensku sjónvarpsefni Stjórn Félags leikskálda og handritshöfunda fagnar nýjum samingi milli Ríkisútvarpsins og Menntamálaráðuneytisins um aukinn hlut íslensks dagskrárefnis í Ríkissjónvarpinu á næstu fimm árum. Í ályktun frá stjórninni er það hins vegar harmað að í samningnum sé hvorki fjármagn né útsendingarhlutfall eyrnamerkt leiknu íslensku sjónvarpsefni. Innlent 12.10.2006 11:05
Orhan Pamuk hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Tyrkneski rithöfundurinn Orhan Pamuk hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum fyrir um klukkustund. Pamuk er fimmtíu og fjögurra ára og hefur gefið út átta skáldsögur. Verk hans hafa notið mikillar hylli bæði í heimalandinu og annars staðar, en þau hafa verið þýdd á meira en fjörutíu tungumál en þó ekki á íslensku. Erlent 12.10.2006 11:03
Forval VG á höfuðborgarsvæðinu 2. desember Kjörstjórn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs á höfuðborgarsvæðinu hefur ákveðið að forval flokksins vegna þingkosninga í vor í Reykjavíkurkjördæmum suður og norður og Suðvesturkjördæmi verði haldið þann 2. desember. Innlent 12.10.2006 10:51
Afli meiri í upphafi nýs fiskveiðiárs en í fyrra Nýtt fiskveiðiár virðist hefjast ágætlega því aflinn í nýliðnum september var um 86.500 tonn sem er tæplega 22 þúsund tonnum meiri en í sama mánuði í fyrra. Þetta sýna nýjar tölur Fiskistofu. Innlent 12.10.2006 10:39
Flug milli Eyja og Selfoss hefst á næstunni Áætlunarflug á milli Vestmannaeyja og Selfoss hefst um leið og búið verður að endurnýja starfsleyfi fyrir Selfossflugvöll sem rann út fyrir tæpri viku. Flugfélag Vestmannaeyja hyggst fljúga á þessari leið og verður þetta fyrsta áætlunarflug um Selfossvöll til þessa. Innlent 12.10.2006 10:32
Samkeppniseftirlitið samþykkir samruna Exista og VÍS Samkeppnistofnun hefur lagt blessun sína yfir samruna Exista og VÍS. Exista keypti ríflega 80 prósenta hlut í VÍS í sumar og á Exista og dótturfélög þess nú nánast allt hlutafé í VÍS. Innlent 12.10.2006 10:24
Samþykkti umdeilt frumvarp um þjóðarmorð Tyrkja á Armenum Neðri deild franska þingsins samþykkti í dag frumvarp sem gerir það refsivert að neita því að Armenar hafi sætt þjóðernishreinunum af hálfu Ottómanaveldis Tyrkja árið 1915. Tyrkir hafa mótmælt þessari lagasetningu hástöfum og segja að hún muni skaða samskipti þjóðanna. Erlent 12.10.2006 10:11
Segir starfsmann Landssímans hafa staðfest hleranir Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir að fyrrverandi yfirmaður í tæknideild Landssíma Íslands hafi hringt í sig í gærkvöld og staðfest að sími Jóns hefði verið hleraður þegar hann var ráðherra. Þetta kom fram í viðtali við Jóhann Hauksson í þættinum Morgunhaninn á Útvarpi Sögu í morgun. Innlent 12.10.2006 09:56
Drápu átta menn á sjónvarpsstöð í Bagdad Byssumenn réðust í morgun inn á sjónvarpsstöð í Bagdad og drápu átta menn sem þar voru að störfum. Írösk lögregla segir mennina hafa verið í lögreglubúningum og ekið upp að stöðinni í bílalest þar sem þeir stöðvuðu og skutu öryggisverði fyrir utan bygginguna og tæknimenn sem voru inni. Erlent 12.10.2006 09:44
Mótmæla komu herskipsins Wasp til landsins Samtök herstöðvaandstæðinga átelja harðlega það samkomulag sem gert hefur verið um áframhaldandi samstarf Íslands og Bandaríkjanna á sviði hernaðar og hvernig borgaralegum stofnunum eins og Landhelgisgæslunni og lögreglunni skuli blandað í hernaðarlegt samstarf. Segir að þau áform komi berlega í ljós við heimsókn herskipsins Wasp á næstunni. Innlent 12.10.2006 09:26
Stúdentaráð mælir með menntun Stúdentaráð Háskóla Íslands stendur í dag fyrir meðmælum undir yfirskriftinni „Vér meðmælum öll" fyrir utan aðalbyggingu Háskóla Íslands. Með því vill ráðið koma menntamálum í umræðuna fyrir næstu þingkosningar. Innlent 12.10.2006 09:23
Bandaríkjamenn senda öryggisráði nýja ályktun Bandaríkjamenn hafa samið ný drög að ályktun um refsiaðgerðir til öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna gegn Norður Kóreu eftir kjarnorkutilraun þeirra í byrjun vikunnar. Þeir vilja að ráðið greiði atkvæði um drögin fyrir morgundaginn, þrátt fyrir andstöðu Kína gegn hluta af tillögunum um efnahags-og vopnaþvinganir. Erlent 12.10.2006 08:59
Ikea opnar 20 þúsund fermetra verslun Stærsta verslun landsins verður opnuð klukkan 10 í dag þegar IKEA opnar í nýju 20 þúsund fermetra húsnæði við Reykjanesbrautina í Garðabæ, sunann við Vífilsstaði. 55 deildir verða í versluninni og ýmsar nýjungar, sem ekki hafa tíðkast í verslunum hér á landi til þessa. 850 bílastæði eru við húsið. Innlent 12.10.2006 08:54
Fíkniefni fundust í bíl á Akureyri Lögreglan á Akureyri handtók í gærkvöldi þrjá unga menn eftir að fíkniefni og neysluáhöld fundust í bíl þeirra, en þeir voru að koma akandi frá Reykjavík. Mönnunum var sleppt að loknum yfirheyrslum í nótt. Þetta er í annað skiptið á skömmum tíma, sem lögregla stöðvar bíla með fíkniefni á leið til Akureyrar, en á sunnudagskvöldið fundust hátt í 30 grömm af fíkniefnum við leit í bíl. Innlent 12.10.2006 08:33
Þjóðþekktur hafnarboltamaður lést í flugslysi Tveir létust þegar lítil einkaflugvél flaug á fimmtíu hæða háhýsi á Manhattan í New York í gær. Báðir hinna látnu voru í flugvélinni, en annar þeirra var þjóðþekktur hafnarboltamaður hjá New York Yankees liðinu. Hann hét Cory Lidle, var með einkaflugmannspróf og hafði ítrekað fullvissað fjölmiðla um öryggi hans í flugi, en lið hans missti leikmann í flugslysi fyrir aldarfjórðungi. Erlent 12.10.2006 08:06