Fréttir

Fréttamynd

Annar ráðherra segir af sér í Svíþjóð vegna hneykslismáls

Cecilia Stegö Chilo, menningarmálaráðherra Svíþjóðar, hefur sagt af sér embætti í kjölfar þess að upp komst að hún hefur ekki greitt afnotagjöld af sænska ríkissjónvarpinu í 16 ár og fyrir að hafa ekki gefið upp greiðslur til heimilishjálpar . Þetta tilkynnti hún með yfirlýsingu í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Finnair hefur áhuga á SAS

Finnska flugfélagið Finnair hefur áhuga á að kaupa hlut sænska ríkisins í SAS-flugfélaginu en hin nýja ríkisstjórn í Svíþjóð hefur viðrað hugmyndir um sölu.

Erlent
Fréttamynd

Bræla víða á fiskimiðum

Óveður, eða bræla, er víða á fiskimiðum umhverfis landið og fá fiskiskip á sjó. Verst er veðrið norðvestur af landinu, þar sem stór skip hafa ýmist siglt í var eða halda sjó á meðan það versta gengur yfir. Ekki er vitað til að neitt skip haf legið undir áföllum, eða nokkur óhöpp orðið, þrátt fyrir veðrið.

Innlent
Fréttamynd

Eyjaflug hafið á ný

Fyrsta flugvél Flugfélags Íslands, sem ætlar að halda uppi áætlanaflugi á milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur næstu níu mánuðina samkvæmt samningi við ríkið, lenti í Eyjum um níuleytið í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Lentu í erfiðleikum á Holtavörðuheiði

Þó nokkrir ökumenn lentu í erfiðleikum á Holtavörðuheiði undir kvöld í gær þegar veður versnaði skyndilega og mikil hálka myndaðist á veginum. Auk þess varð þreifandi blint í éljum. Nokkrir fóru út af eða snérust þversum á veginum og komu lögreglumenn mörgum til aðstoðar.

Innlent
Fréttamynd

Hross tóku á rás eftir Suðurlandsvegi

Minnstu munaði að slys hlytust af þegar þrjú hross sluppu út úr girðingu og tóku á rás eftir Suðurlandsvegi undir Ingólfsfjalli í gærkvöldi. Þar var nokkur umferð og óku flestir með lágu ljósin þannig að ökumenn sáu ekki langt fram fyrir sig.

Innlent
Fréttamynd

Ætlar ekki að vera viðstaddur þingsetningu

Moshe Katsav, forseti Ísraels, ætlar ekki að vera viðstaddur þingsetningu ísraelska þingsins í dag. Fjöldi þingmanna hafði hótað því að ganga út ef Katsav mætti. Lögreglan í Ísrael hefur krafist þess að Katsav verði ákærður fyrir nauðganir.

Erlent
Fréttamynd

Nær öllum mjólkuriðnaði miðstýrt

Nær öllum mjólkuriðnaði í landinu verður miðstýrt af einni stjórn ef hugmyndir um að Mjólkursamsalan í Reykjavík, Norðurmjólk á Akureyri og Mjólkursamlag Kaupfélags Skagfirðinga stofni með sér rekstrarfélag ná fram að ganga.

Innlent
Fréttamynd

Óttast var um afdrif þriggja rjúpnaskytta

Óttast var um afdrif þriggja rjúpnaskytta í jafn mörgum landsfjórðungum í gær og voru björgunarsveitir kallaðar út í öllum tilvikunum. Ein skyttan fannst ekki fyrr en klukkan tíu í gærkvöldi í Bitrufirði.

Innlent
Fréttamynd

Vilja ákæra ísraelska forsetann fyrir nauðganir

Lögreglan í Ísrael krefst þess að Moshe Katsav, forseti landsins, verði ákærður fyrir nauðganir. Í yfirlýsingu sem lögreglan sendi út frá sér í gær segir að óskað hafi verið eftir því að saksóknari ákæri forsetann fyrir nauðganir og kynferðislegt ofbeldi gegn fjölda kvenna.

Erlent
Fréttamynd

Eiturlyf á 20 mínútum

Einungis 20 mínútur tekur að verða sér úti um eiturlyf á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kom fram í fréttaskýringaþættinum Kompás í kvöld. Eitt símtal er nóg, en tálbeitan sem þáttarstjórnendur notuðu var sextán ára og þekkti sölumanninn ekki neitt. Í þættinum kom fram að 28% unglinga í 10. bekk hafir orðið ölvaðir á síðustu 30 dögum. Þá kom einnig fram að unglingar, allt niður í 11 ára neyta fíkniefna.

Innlent
Fréttamynd

Ástæða til að rannsaka

Varaformaður Framsóknarflokksins telur ástæðu til að rannsaka hvort sími utanríkisráðherra hafi á sínum tíma verið hleraður. Árni Páll Árnason, sem býður sig fram í fyrsta sæti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, fullyrti í Silfri Egils í dag að sími hans hefði verið hleraður meðan hann starfaði sem lögfræðingur hjá Varnarmálaskrifstofu ráðuneytisins.

Innlent
Fréttamynd

Dýragarðsljón þurfa líka hreyfingu

Hugvitssamir umsjónarmenn dýragarðs í Skotlandi og hafa fundið upp tæki sem hermir eftir bráð og á að koma hreyfingu á ljónin sem eru eins og önnur dýragarðsljón, ósköp löt við að hreyfa sig úr stað. Ef þau þurfa ekki að veiða sér til matar liggja þau frekar í leti. Dýragarðshöldurunum í Drummond Park dýragarðinum fannst að við svo búið mætti ekki standa.

Erlent
Fréttamynd

Fljúgandi vandamál í roki

Fimm trampólín tókust á loft á Selfossi í gær og skemmdu tvo bíla. Lögreglan brýnir fyrir fólki að binda þau niður og bendir á að eigendur séu ábyrgir fyrir skemmdum sem lausamunir þeirra valda. Fljúgandi trampolín voru tilkynnt til lögreglu á Akureyri og Selfossi í gær. Á Selfossi tókust fimm trampólín á loft og náði eitt þeirra að skemma tvo bíla.

Innlent
Fréttamynd

Segja atvinnuleysi aukast með samþykkt ILO

Samtök atvinnulífsins hafa staðið í vegi fyrir því að samþykkt frá Alþjóðavinnumálastofnuninni, um reglur um uppsagnir að hálfu atvinnurekanda, taki gildi hér á landi, því þær auki atvinnuleysi. Fyrrverandi starfsmaður hjá Alcan segir sárt að missa af svokölluðum flýttum starfslokum sem fólk með langan starfsaldur í álverinu hefur kost á.

Innlent
Fréttamynd

Ætlar ekki að beita sér fyrir lagabreytingum

Landbúnaðarráðherra segir mikilvægt að mjólkuriðnaður hafi getað haft samráð sem hafi skilað mikilli hagræðingu. Hann ætlar ekki að fara að tilmælum Samkeppniseftirlitsins og beita sér fyrir því að mjólkuriðnaðurinn verði undanþeginn samkeppnislögum. Þessi viðbrögð ráðherra vekja furðu framkvæmdastjóra Mjólku.

Innlent
Fréttamynd

Mótmæla ráðningu hjá Umhverfisstofnun

Kona, sem unnið hefur í sjö ár hjá Umhverfisstofnun, fékk ekki starf fagstjóra hjá stofnuninni heldur karlmaður sem aðeins hafði starfað þar í um þrjár vikur. Forstjóri Umverfisstofnunar vill ekki tjá sig um málið í fjölmiðlum á meðan það er enn óafgreitt.

Innlent
Fréttamynd

Amish-fólkið styrkir ekkjuna

Ekkja byssumannsins sem skaut fimm amish stúlkur til bana í barnaskóla í Pensilvaníu í Bandaríkjunum, hefur þakkað samfélagi Amish fólksins fyrir ástríki og stuðning eftir að atburðurinn átti sér stað. Konan, Marie Roberts, sagði að hún og fjölskylda hennar væru djúpt snortin, en Amish fólkið stofnaði peningasjóð í banka í bænum til stuðnings Maríu og börnum hennar.

Erlent
Fréttamynd

Maður slasaðist þegar ruslabíll valt

Ruslabíll frá Hringrás fór út af veginum í Bessastaðabrekku upp úr Fljótsdal undir kvöld í gær. Bíllinn lenti á hliðinni, en bílstjóri hans, karlmaður á þrítugsaldri, slasaðist og var fluttur með sjúkraflugvél til Reykjavíkur. Í sumar fór bíll frá fyrirtækinu út af í sömu brekku.

Innlent
Fréttamynd

Mjólka undrast ummæli Guðna

Ólafur Magnússon framkvæmdastjóri Mjólku hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann undrast viðhorf landbúnaðarráðherra við að mjólkuriðnaðurinn verði ekki undanþeginn samkeppnislögum. Ummælin lét ráðherra falla í hádegisfréttum útvarpsins og sagðist ekki áforma að beita sér fyrir breytingu á búvörulögum, þannig að mjólkuriðnaður verði ekki undanþeginn samkeppnislögum.

Innlent
Fréttamynd

Hundur truflar akstur

Kona á sjötugsaldri ók inn á þjóðveginn í Melasveit í Borgarfirði á öfugum vegarhelmingi og virtist ekki hafa fulla stjórn á bílnum. Snarræði ökumanna sem komu úr gagnstæðri átt bjargaði því að ekki varð árekstur. Í ljós kom að í kjöltu sinni hafði konan miðlungsstóran hund sem orsakaði að hún náði ekki að stýra farartækinu eins og lög gera ráð fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Innbrot í Keflavík

Brotist var inn í Holtaskóla í Keflavík í nótt og töluverðar skemmdir unnar á glugga og hurðum sem voru brotnar upp. Víða hafði verið rótað til. Ekki er ljóst hvort einhverju var stolið en talsverð eignaspjöll voru unnin á staðnum. Málið er í rannsókn.

Innlent
Fréttamynd

Átta látast og 60 slasast í Írak

Átta manns létust í dag í röð bílasprengja í borginni Kirkuk í Írak. Samkvæmt lögreglu eru 60 manns slasaðir. Bylgja ofbeldis hefur gengið yfir á meðan föstumánuði múslima, ramadan, stendur, en læknar sögðu í dag að minnsta kosti 31 lík hefði fundist í borginni Balad.

Erlent
Fréttamynd

Brúðarkjóll úr bollum

Konur leggja yfirleitt mikið upp úr brúðarkjólnum sem þær klæðast á brúðkaupsdaginn. Úkraínski bakarinn Valentín Stefanjo ákvað að konan sín tilvonandi skyldi sko klæðast algerlega einstæðum kjól þegar þau gengju í það heilaga. Hann bakaði því tvö þúsund litlar bollur, fyllti þær með rjóma og bjó til brúðarkjólinn úr þeim. Það tók hann tvo mánuði að koma kjólnum saman.

Erlent
Fréttamynd

Sími Árna Páls hleraður

Árni Páll Árnason fyrrverandi starfsmaður varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins fullyrti í þættinum Silfri Egils í dag að sími hans hefði verið hleraður. Hann hafi verið varaður við á sínum tíma að fylgst væri með honum. Árni Páll sagði að það hefði í sjálfu sér ekki komið honum á óvart vegna eðli starfa hans.

Innlent
Fréttamynd

Ráðningu fagstjóra mótmælt

Kona sem unnið hefur í sjö ár hjá Umhverfisstofnun fékk ekki starf fagstjóra hjá stofnuninni heldur karlmaður sem aðeins hafði starfað þar í um þrjár vikur. Þessu hefur nokkur fjöldi starfsmanna stofnunarinnar mótmælt með undirskriftalista. Davíð Egilsson forstjóri Umhverfisstofnunar fékk afhentan undirskriftarlista með nöfnum 35 til 40 starfsmanna.

Innlent
Fréttamynd

Rjúpnaveiðitímabilið hófst í dag

Rjúpnaveiðitímabilið hófst í dag og hefur umhverfisráðuneytið sett takmarkanir sem gilda munu um veiðina. Ekki er heimilt að veiða mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga og sölubann á rjúpu og rjúpnaafurðum er áfram í gildi. Svæðið á Reykjanesskaga verður áfram friðað og hvatningarátaki meðal veiðimanna um hófsamar og ábyrgar veiðar verður haldið áfram. Veiðitímabilinu lýkur 30. nóvember.

Innlent