Fréttir Stofna félag um rekstur hitaveitu í Kína Enex Kína, sem er í eigu Enex, Glitnis og Orkuveitu Reykjavíkur, undirritaði í dag samning við kínverska félagið Shaanxi Geothermal Energy Development Corporation um stofnun félags um uppbygginu og rekstur jarðvarmaveitu í borginni Xian Yang í Shaanxi-héraði í Kína. Innlent 25.10.2006 16:37 Rannsakað sem banaslys í umferðinni Karlmaður sem fannst látinn um borð í Norrænu við komuna til Þórshafnar í Færeyjum í síðustu viku lést af innvortis áverkum sem hann hlaut í bílveltu tveimur dögum áður. Innlent 25.10.2006 16:37 Latibær tilnefndur til BAFTA-verðlaunanna Sjónvarpsþættirnir um Latabæ hafa verið tilnefndir til hinna virtu BAFTA-verðlauna í Bretlandi í flokki alþjóðlegs barnaefnis. Innlent 25.10.2006 16:25 Flugvél Continental lenti heilu og höldnu Flugvél frá bandaríska flugfélaginu Continental Airlines lenti heilu og höldnu á Keflavíkurflugvelli klukkan tíu mínútur yfir fjögur en hún óskaði eftir að heimild til lendingar vegna bilunar í öðrum hreyfli vélarinnar. Innlent 25.10.2006 16:13 Vilja ekki veita Nyhedsavisen aðgang að bréfalúgum Að minnsta kosti tvö stór fyrirtæki sem leigja út íbúðir í og við Kaupmannahöfn hafa afþakkað fríblaðið Nyhedsavisen sem Dagsbrún Media gefur út í Danmörku. Erlent 25.10.2006 16:06 Sýndi frúnni fingurinn Erlent 25.10.2006 16:06 Eldflaugaskot mistókst Erlent 25.10.2006 15:44 Flugvél Continental óskar eftir öryggislendingu í Keflavík Flugvél frá bandaríska flugfélaginu Continental Airlines hefur óskað eftir að fá að lenda á Keflavíkurflugvelli vegna bilunar í öðrum hreyfli vélarinnar. Vélin, sem er af gerðinni Boeing 757-200, er með 172 menn innanborðs og er nokkur viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli af þeim sökum. Innlent 25.10.2006 15:14 Margir karlar sektaðir fyrir að tala í farsíma við akstur Lögreglan í Reykjavík telur sig hafa sýnt fram á það að karlar tali mikið í síma ekki síður en konur. Í frétt á vef lögreglunnar kemur fram að við umferðareftirlit í Reykjavík í gær hafi á annan tug ökumanna verði stöðvaður þar sem hann talaði í farsíma án þess að nota handfrjálsan búnað. Stærstur hluti þeirra, eða liðlega 90 prósent, voru karlmenn. Innlent 25.10.2006 14:58 Standa verði vörð um almannaþjónustuna Ögmundur Jónasson, formaður Bandalags starfsamanna ríkis og bæja, gerði stöðu á íslenskum vinnumarkaði að umtalsefni sínu og lagði áherslu á að standa vörð um almannaþjónustuna í ræðu sinni við setningu 41. þings BSRB. Innlent 25.10.2006 14:41 Reiði í Þýskalandi vegna hauskúpumynda frá Afganistan Mikil reiði hefur gripið um sig í Þýskalandi eftir að þýska götublaðið Bild birti myndir af þýskum hermönnum sem halda á hauskúpu. Blaðið segir myndirnar hafa verið teknar í Afganistan árið 2003. Erlent 25.10.2006 14:02 Félag íslenskra fjölmiðlakvenna stofnað í næsta mánuði Félag íslenskra fjölmiðlakvenna verður stofnað í næsta mánuði og hafa þegar um 40 konur skráð sig sem stofnfélagar. Greint var frá áformunum á Pressukvöldi um stöðu kvenna í fjölmiðlum sem Blaðamannafélag Íslands og Félag fréttamanna stóðu fyrir í gærkvöld. Innlent 25.10.2006 13:45 Tekinn ölvaður með barn sitt í bílnum Lögreglan í Reykjavík hafði í gær afskipti af ölvuðum ökumanni sem var með barn sitt í bílnum og reyndist þar að auki ökuréttindalaus. Maðurinn hafði ekið á umferðarskilti og forðað sér af vettvangi en eftir ábendingu tókst lögreglu að ná manningum og kom þá í ljós að ellefu ára sonur mannsins sat í framsæti bifreiðarinnar. Innlent 25.10.2006 13:32 Pútin hyggst halda völdum í Rússlandi Vladimir Pútin, forseti Rússlands, segist muni halda pólitískum áhrifum sínum í landinu, eftir að kjörtímabil hans rennur út árið 2008. Erlent 25.10.2006 13:43 Japanar hafna kjarnorkuvopnum Forsætisráðherra Japans ítrekaði í dag þá stefnu landsins að smíða ekki kjarnorkuvopn og leyfa þau ekki á japönsku landi. Erlent 25.10.2006 13:29 Pétur Blöndal sinnir eftirliti með ÖSE Pétur H. Blöndal, alþingismaður, hefur tekið að sér að vera eftirlistmaður með fjármálum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE). Það var Göran Lennmarker, forseti ÖSE-þingsins, sem óskaði eftir því við Pétur að hann tæki þetta starf að sér. Stafið er nýtt en því er ætlað að tryggja að þingið fái aukið vægi í umfjöllun um fjárreiður ÖSE. Innlent 25.10.2006 13:24 Þriðja langreyðurin skotin úti fyrir Snæfellsnesi Skipverjar á Hval 9 veiddu í dag þriðju langreyðina frá því að atvinnuveiðar hófust á ný í síðustu viku. Hvalveiðimenn hófu leit að hval um tíuleytið í morgun úti fyrir Snæfellsnesi þegar það var orðið leitarbjart og komu fljótlega auga hvalinn og fleiri til. Innlent 25.10.2006 13:22 Átta hlotið mænuskaða við að falla af hestbaki í ár Átta hestamenn hafa hlotið mænuskaða við að falla af baki það sem af er árinu og eru tveir þeirra lamaðir fyrir neðan háls. Þónokkrir til viðbótar hafa meiðst mismunandi alvarlega. Innlent 25.10.2006 12:14 Uppsagnir fram undan hjá Akureyrarbæ Uppsagnir eru fram undan hjá Akureyrarbæ vegna stjórnsýslubreytinga sem nú standa yfir. Formaður bæjarrráðs segir breytingarnar til bóta og vísar gagnrýni á bug. Innlent 25.10.2006 12:36 Árni Þór stefnir á eitt af efstu sætunum ÁrnI Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi Vinstri - grænna, hyggst sækjast eftir einu af efstu sætunum á lista flokksins í sameiginlegu forvali í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og Suðvesturkjördæmi vegna þingkosninga í vor. Innlent 25.10.2006 12:46 Humarþjófnaður upplýstur Lögreglan í Keflavík hefur upplýst þjófnað á hátt í tonni af humri úr geymslugámi við fiskvinnslufyrirtæki í Njarðvík. Þó er sá fyrirvari að tveir menn, sem hafa játað á sig þjófnaðinn, segjat hafa stolið talsvert minnu en eigandinn segist sakna. Innlent 25.10.2006 12:11 Hagnaður Boeing dregst saman Bandaríska flugvélasmiðjan Boeing skilaði 694 milljóna dala eða ríflega 47 milljarða króna hagnaði á þriðja fjórðungi ársins. Þetta er um 30 prósenta samdráttur á milli ára en á sama tíma í fyrra nam hagnaður fyrirtækisins rétt rúmlega 1 milljarði dala eða 68 milljörðum íslenskra króna. Viðskipti erlent 25.10.2006 12:28 Norður-Kórea sendir Suður-Kóreu tóninn Í morgun varaði Norður-Kórea Suður-Kóreu við því að taka þátt í þeim refsiaðgerðum sem Bandaríkjamenn ætla sér að setja koma á og sögðust ennfrekar taka til aðgerða ef svo skyldi verða. Erlent 25.10.2006 12:20 SPRON hlýtur viðurkenningu Jafnréttisráðs Fleiri konur en karlar eru stjórnendur hjá Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis sem í gær hlaut jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs ársins 2006. Innlent 25.10.2006 12:18 Gæti átt yfir höfði sér tveggja ára fangelsi Grunnskólakennari á Akranesi, sem var vísað úr starfi eftir að barnaklám fannst í fórum hans, gæti átt yfir höfði sér tveggja ára fangelsi. Innlent 25.10.2006 12:08 Afkoma DaimlerChrysler umfram væntingar Þýsk-bandaríski bílaframleiðandinn DaimlerChrysler skilaði 892 milljóna evra hagnaði á þriðja ársfjórðungi eða sem svarar til 76,6 milljarða íslenskra króna. Þetta er betri afkoma en greiningaraðilar bjuggust við og 37 milljón evrum eða tæplega 3,2 milljörðum krónum betri afkoma en á síðasta ári. Viðskipti erlent 25.10.2006 12:09 Fannst látinn í klefa sínum í Norrænu Rúmlega sextugur íslenskur karlmaður fannst látinn í klefa sínum um borð í ferjunni Norrænu, skömmu áður en skipið kom til hafnar í Færeyjum fyrir tæpri viku. Innlent 25.10.2006 12:03 Níutíu þúsund lofa heimsókn ef hvalveiðum verður hætt Á heimasíðu umhverfissamtakana Greenpeace hafa níutíu þúsund manns heitið því að sækja Ísland heim ef Íslendingar láta vera að veiða hvali. Greenpeace leggur áherslu á þessa baráttuaðferð og ætlar ekki að senda hingað skip sitt til að reyna að hindra hvalveiðar. Innlent 25.10.2006 11:55 Reynt að draga úr spennu í Líbanon Í morgun var ákveðið að halda fund milli pólitískra fylkinga í Líbanon til þess að draga úr þeirri spennu sem hefur myndast þeirra á milli eftir að 34 daga stríðinu við Ísrael lauk í sumar. Erlent 25.10.2006 11:54 Norðmönnum fjölgar hraðar en Íslendingum Norðmenn hafa tekið við af Íslendingum sem sú Norðurlandaþjóð sem fjölgar hvað hraðast samkvæmt tölum í Norrænu tölfræðiárbókinni 2006. Þar segir að í fyrra hafi 15.500 fleiri fæðst í Noregi en látist en Norðmenn voru rúmar 4,6 milljónir í upphafi árs. Innlent 25.10.2006 11:50 « ‹ ›
Stofna félag um rekstur hitaveitu í Kína Enex Kína, sem er í eigu Enex, Glitnis og Orkuveitu Reykjavíkur, undirritaði í dag samning við kínverska félagið Shaanxi Geothermal Energy Development Corporation um stofnun félags um uppbygginu og rekstur jarðvarmaveitu í borginni Xian Yang í Shaanxi-héraði í Kína. Innlent 25.10.2006 16:37
Rannsakað sem banaslys í umferðinni Karlmaður sem fannst látinn um borð í Norrænu við komuna til Þórshafnar í Færeyjum í síðustu viku lést af innvortis áverkum sem hann hlaut í bílveltu tveimur dögum áður. Innlent 25.10.2006 16:37
Latibær tilnefndur til BAFTA-verðlaunanna Sjónvarpsþættirnir um Latabæ hafa verið tilnefndir til hinna virtu BAFTA-verðlauna í Bretlandi í flokki alþjóðlegs barnaefnis. Innlent 25.10.2006 16:25
Flugvél Continental lenti heilu og höldnu Flugvél frá bandaríska flugfélaginu Continental Airlines lenti heilu og höldnu á Keflavíkurflugvelli klukkan tíu mínútur yfir fjögur en hún óskaði eftir að heimild til lendingar vegna bilunar í öðrum hreyfli vélarinnar. Innlent 25.10.2006 16:13
Vilja ekki veita Nyhedsavisen aðgang að bréfalúgum Að minnsta kosti tvö stór fyrirtæki sem leigja út íbúðir í og við Kaupmannahöfn hafa afþakkað fríblaðið Nyhedsavisen sem Dagsbrún Media gefur út í Danmörku. Erlent 25.10.2006 16:06
Flugvél Continental óskar eftir öryggislendingu í Keflavík Flugvél frá bandaríska flugfélaginu Continental Airlines hefur óskað eftir að fá að lenda á Keflavíkurflugvelli vegna bilunar í öðrum hreyfli vélarinnar. Vélin, sem er af gerðinni Boeing 757-200, er með 172 menn innanborðs og er nokkur viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli af þeim sökum. Innlent 25.10.2006 15:14
Margir karlar sektaðir fyrir að tala í farsíma við akstur Lögreglan í Reykjavík telur sig hafa sýnt fram á það að karlar tali mikið í síma ekki síður en konur. Í frétt á vef lögreglunnar kemur fram að við umferðareftirlit í Reykjavík í gær hafi á annan tug ökumanna verði stöðvaður þar sem hann talaði í farsíma án þess að nota handfrjálsan búnað. Stærstur hluti þeirra, eða liðlega 90 prósent, voru karlmenn. Innlent 25.10.2006 14:58
Standa verði vörð um almannaþjónustuna Ögmundur Jónasson, formaður Bandalags starfsamanna ríkis og bæja, gerði stöðu á íslenskum vinnumarkaði að umtalsefni sínu og lagði áherslu á að standa vörð um almannaþjónustuna í ræðu sinni við setningu 41. þings BSRB. Innlent 25.10.2006 14:41
Reiði í Þýskalandi vegna hauskúpumynda frá Afganistan Mikil reiði hefur gripið um sig í Þýskalandi eftir að þýska götublaðið Bild birti myndir af þýskum hermönnum sem halda á hauskúpu. Blaðið segir myndirnar hafa verið teknar í Afganistan árið 2003. Erlent 25.10.2006 14:02
Félag íslenskra fjölmiðlakvenna stofnað í næsta mánuði Félag íslenskra fjölmiðlakvenna verður stofnað í næsta mánuði og hafa þegar um 40 konur skráð sig sem stofnfélagar. Greint var frá áformunum á Pressukvöldi um stöðu kvenna í fjölmiðlum sem Blaðamannafélag Íslands og Félag fréttamanna stóðu fyrir í gærkvöld. Innlent 25.10.2006 13:45
Tekinn ölvaður með barn sitt í bílnum Lögreglan í Reykjavík hafði í gær afskipti af ölvuðum ökumanni sem var með barn sitt í bílnum og reyndist þar að auki ökuréttindalaus. Maðurinn hafði ekið á umferðarskilti og forðað sér af vettvangi en eftir ábendingu tókst lögreglu að ná manningum og kom þá í ljós að ellefu ára sonur mannsins sat í framsæti bifreiðarinnar. Innlent 25.10.2006 13:32
Pútin hyggst halda völdum í Rússlandi Vladimir Pútin, forseti Rússlands, segist muni halda pólitískum áhrifum sínum í landinu, eftir að kjörtímabil hans rennur út árið 2008. Erlent 25.10.2006 13:43
Japanar hafna kjarnorkuvopnum Forsætisráðherra Japans ítrekaði í dag þá stefnu landsins að smíða ekki kjarnorkuvopn og leyfa þau ekki á japönsku landi. Erlent 25.10.2006 13:29
Pétur Blöndal sinnir eftirliti með ÖSE Pétur H. Blöndal, alþingismaður, hefur tekið að sér að vera eftirlistmaður með fjármálum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE). Það var Göran Lennmarker, forseti ÖSE-þingsins, sem óskaði eftir því við Pétur að hann tæki þetta starf að sér. Stafið er nýtt en því er ætlað að tryggja að þingið fái aukið vægi í umfjöllun um fjárreiður ÖSE. Innlent 25.10.2006 13:24
Þriðja langreyðurin skotin úti fyrir Snæfellsnesi Skipverjar á Hval 9 veiddu í dag þriðju langreyðina frá því að atvinnuveiðar hófust á ný í síðustu viku. Hvalveiðimenn hófu leit að hval um tíuleytið í morgun úti fyrir Snæfellsnesi þegar það var orðið leitarbjart og komu fljótlega auga hvalinn og fleiri til. Innlent 25.10.2006 13:22
Átta hlotið mænuskaða við að falla af hestbaki í ár Átta hestamenn hafa hlotið mænuskaða við að falla af baki það sem af er árinu og eru tveir þeirra lamaðir fyrir neðan háls. Þónokkrir til viðbótar hafa meiðst mismunandi alvarlega. Innlent 25.10.2006 12:14
Uppsagnir fram undan hjá Akureyrarbæ Uppsagnir eru fram undan hjá Akureyrarbæ vegna stjórnsýslubreytinga sem nú standa yfir. Formaður bæjarrráðs segir breytingarnar til bóta og vísar gagnrýni á bug. Innlent 25.10.2006 12:36
Árni Þór stefnir á eitt af efstu sætunum ÁrnI Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi Vinstri - grænna, hyggst sækjast eftir einu af efstu sætunum á lista flokksins í sameiginlegu forvali í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og Suðvesturkjördæmi vegna þingkosninga í vor. Innlent 25.10.2006 12:46
Humarþjófnaður upplýstur Lögreglan í Keflavík hefur upplýst þjófnað á hátt í tonni af humri úr geymslugámi við fiskvinnslufyrirtæki í Njarðvík. Þó er sá fyrirvari að tveir menn, sem hafa játað á sig þjófnaðinn, segjat hafa stolið talsvert minnu en eigandinn segist sakna. Innlent 25.10.2006 12:11
Hagnaður Boeing dregst saman Bandaríska flugvélasmiðjan Boeing skilaði 694 milljóna dala eða ríflega 47 milljarða króna hagnaði á þriðja fjórðungi ársins. Þetta er um 30 prósenta samdráttur á milli ára en á sama tíma í fyrra nam hagnaður fyrirtækisins rétt rúmlega 1 milljarði dala eða 68 milljörðum íslenskra króna. Viðskipti erlent 25.10.2006 12:28
Norður-Kórea sendir Suður-Kóreu tóninn Í morgun varaði Norður-Kórea Suður-Kóreu við því að taka þátt í þeim refsiaðgerðum sem Bandaríkjamenn ætla sér að setja koma á og sögðust ennfrekar taka til aðgerða ef svo skyldi verða. Erlent 25.10.2006 12:20
SPRON hlýtur viðurkenningu Jafnréttisráðs Fleiri konur en karlar eru stjórnendur hjá Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis sem í gær hlaut jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs ársins 2006. Innlent 25.10.2006 12:18
Gæti átt yfir höfði sér tveggja ára fangelsi Grunnskólakennari á Akranesi, sem var vísað úr starfi eftir að barnaklám fannst í fórum hans, gæti átt yfir höfði sér tveggja ára fangelsi. Innlent 25.10.2006 12:08
Afkoma DaimlerChrysler umfram væntingar Þýsk-bandaríski bílaframleiðandinn DaimlerChrysler skilaði 892 milljóna evra hagnaði á þriðja ársfjórðungi eða sem svarar til 76,6 milljarða íslenskra króna. Þetta er betri afkoma en greiningaraðilar bjuggust við og 37 milljón evrum eða tæplega 3,2 milljörðum krónum betri afkoma en á síðasta ári. Viðskipti erlent 25.10.2006 12:09
Fannst látinn í klefa sínum í Norrænu Rúmlega sextugur íslenskur karlmaður fannst látinn í klefa sínum um borð í ferjunni Norrænu, skömmu áður en skipið kom til hafnar í Færeyjum fyrir tæpri viku. Innlent 25.10.2006 12:03
Níutíu þúsund lofa heimsókn ef hvalveiðum verður hætt Á heimasíðu umhverfissamtakana Greenpeace hafa níutíu þúsund manns heitið því að sækja Ísland heim ef Íslendingar láta vera að veiða hvali. Greenpeace leggur áherslu á þessa baráttuaðferð og ætlar ekki að senda hingað skip sitt til að reyna að hindra hvalveiðar. Innlent 25.10.2006 11:55
Reynt að draga úr spennu í Líbanon Í morgun var ákveðið að halda fund milli pólitískra fylkinga í Líbanon til þess að draga úr þeirri spennu sem hefur myndast þeirra á milli eftir að 34 daga stríðinu við Ísrael lauk í sumar. Erlent 25.10.2006 11:54
Norðmönnum fjölgar hraðar en Íslendingum Norðmenn hafa tekið við af Íslendingum sem sú Norðurlandaþjóð sem fjölgar hvað hraðast samkvæmt tölum í Norrænu tölfræðiárbókinni 2006. Þar segir að í fyrra hafi 15.500 fleiri fæðst í Noregi en látist en Norðmenn voru rúmar 4,6 milljónir í upphafi árs. Innlent 25.10.2006 11:50