Fréttir Óæskileg áhrif Berlusconis hindruð Ítalska þingið samþykkti í dag umdeilt frumvarp sem er ætlað að girða fyrir óæskileg áhrif forsætisráðherrans, Silvio Berlusconis, sem á einnig um helming í fjölmiðlum landsins. Erlent 13.10.2005 14:24 Smáskjálftahrina í Fagradalsfjalli Smáskjálftahrina hefur staðið yfir í Fagradalsfjalli við Grindavík frá því á sunnudag. Hjá skjálftavakt Veðurstofunnar fengust þær upplýsingar að flestir skjálftanna hafi verið í kringum eitt stig á Richter en þeir stærstu í kringum tvo á Richter. Innlent 13.10.2005 14:24 Falleinkunn fjárlaganna Ráðuneyti og tilteknar ríkisstofnanir hafa ár eftir ár farið langt fram úr fjárheimildum sem gefnar voru í fjárlögum. Ríkisendurskoðun segir þessa framúrkeyrslu óásættanlega og gefur framkvæmd fjárlaganna falleinkunn. Innlent 13.10.2005 14:24 Rannsókn á rafmagnsleysinu Saksóknari á Grikklandi hefur hafið rannsókn á allsherjar rafmagnsleysi sem varð í höfuðborginni Aþenu í gær og á stóru svæði í suðurhluta landsins. Rafmagn fór af í nokkra klukkutíma sem gerði m.a. að verkum að hundruð manna festust í lyftum og lestarsamgöngur stöðvuðust. Erlent 13.10.2005 14:24 Forstöðumanni verði vikið frá Hjón sem reka meðferðarheimilið Torfastaði krefjast þess að félagsmálaráðherra víki forstöðumanni Barnaverndarstofu úr starfi vegna aðkomu hans að meintu kynferðisbrotamáli gagnvart stúlku sem var á heimilinu. Ríkissaksóknari hefur vísað frá kæru á hendur syni hjónanna sem var sakaður um brotin. Innlent 13.10.2005 14:24 18 látnir í Tsjetsjeníu Að minnsta kosti átján létust í bardögum öryggissveita Tsjetsjeníu, sem hliðhollar eru yfirvöldum í Moskvu, og tsjetsjenskra aðskilnaðarsinna suðaustur af Grosní, höfuðborg Tsjetsjeníu, í nótt. Erlent 13.10.2005 14:24 Óttast rafmagnsleysi Óttast er að rafmagnsleysi geti valdið usla á ólympíuleikunum í Aþenu í næsta mánuði verði áfram eins heitt í veðri og verið hefur. Erlent 13.10.2005 14:24 Taki Breta til fyrirmyndar Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Verslunarráðs Íslands, vill að íslenska ríkisstjórnin fari að dæmi Breta, sem hyggjast segja upp meira en hundrað þúsund ríkisstarfsmönnum í hagræðingarskyni. Innlent 13.10.2005 14:24 Klipping hækkað um 10% Klipping og önnur þjónusta hárgreiðslustofa á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað að meðaltali um tíu prósent frá því í nóvember árið 2002 samkvæmt nýrri könnun Samkeppnisstofnunar. Á vef stofnunarinnar kemur fram að þessi verðbreyting fylgi nokkurn veginn sömu þróun og launavísitalan. Innlent 13.10.2005 14:24 VG á Akureyri lýsir vanþóknun Vinstrihreyfingin - grænt framboð á Akureyri og nágrenni hélt félagsfund á Akureyri í gær þar sem m.a. voru til umræðu fjölmiðlalögin svokölluðu og framganga ríkisstjórnarflokkanna í því máli. Innlent 13.10.2005 14:24 Málum blandið mannshvarf Konan sem leitað hefur verið að frá því á mánudaginn fyrir rúmri viku er enn ófundin. Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn, segir engar nýjar fregnir að hafa af rannsókn lögreglunnar á málinu. Hann segir að enn gefi menn sér ekkert um hvort konan sé lífs eða liðin. Innlent 13.10.2005 14:24 Heimkvaðning sem fyrst Algjör óvissa ríkir nú um hvort filippseyskir friðargæsluliðar í Írak verða kallaðir heim snemma í von um að gísl sem mannræningjar hafa hótað að afhöfða verði þyrmt. Filippseysk stjórnvöld hafa neitað heimkvaðningu en í gær sendi utanríkisráðherra landsins frá sér yfirlýsingu þess efnis að heimkvaðningin kæmi svo skjótt sem auðið væri. Erlent 13.10.2005 14:24 ESB stefnir Svíum vegna einokunar Evrópusambandið hefur stefnt sænska ríkinu fyrir að leyfa ekki borgurum sínum að panta áfengi frá útlöndum. Erlent 13.10.2005 14:24 Frumvarpið verði dregið til baka Samhljómur var á fundi Framsóknarfélags Reykjavíkur suður um að ríkisstjórnin ætti að draga nýja fjölmiðlafrumvarpið til baka og leyfa þjóðinni að segja álit sitt um frumvarpið er forseti synjaði staðfestingar. Innlent 13.10.2005 14:24 Hlutabréf hækkuðu töluvert Hlutabréf hækkuðu töluvert í Kauphöll Íslands í dag. Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,21% og er nú 3.037 stig. Mest viðskipti voru með hlutabréf Actavis sem hækkuðu um 2,2%. Viðskipti innlent 13.10.2005 14:24 Vegabréf fyrir hunda og ketti Frá og með 1. október þurfa hundar og kettir sem fara á með yfir Eyrarsund að hafa svokölluð dýravegabréf. Dýralæknar hafa gefið út þessi vegabréf frá 3. júlí sl. Erlent 13.10.2005 14:24 Eins og skólatöskur í framan Allir ljósabekkir verða horfnir af sundstöðum höfuðborgarinnar frá og með áramótum vegna hættunnar sem fylgir mikilli notkun þeirra. Aðstoðarlandlæknir segir öfugsnúið að bjóða upp á heilsuspillandi ljósabekki á líkamsræktarstöðvum og bendir á að krakkar sem stundi þá geti litið út eins og skólatöskur í framan síðar á ævinni. Innlent 13.10.2005 14:24 Tígrisdýr laust í Flórída Tvö hundruð og sjötíu kílóa tígrisdýr gengur enn laust í Flórída, annan daginn í röð. Tígurinn slapp úr búri eiganda síns, leikarans Steve Sipek, sem eitt sinn lék Tarzan. Lögregla hefur sett upp girðingu í kringum leitarsvæðið og leitar dýrsins ákaft. Erlent 13.10.2005 14:24 Nafn piltsins sem lést Pilturinn sem lést eftir umferðarslys á Vesturlandsvegi aðfararnótt sunnudags hét Davíð Örn Þorsteinsson. Davíð Örn var fæddur 7. október 1982 og var til heimilis að Fosshóli, Miðfirði, í Vestur-Húnavatnssýslu. </span /> Innlent 13.10.2005 14:24 Trúlaus klerkur enn í vanda Lene Espersen, kirkjumálaráðherra Danmerkur, hefur staðfest þá ákvörðun dönsku þjóðkirkjunnar að víkja prestinum Thorkild Grosböll úr embætti. Grosböll var rekinn úr embætti eftir að hann sagði Guð hafa afsalað sér völdum í hendur sonar síns og þar með mannkyns. Erlent 13.10.2005 14:24 Úrvalsvísitalan yfir 3000 stig Úrvalsvísitalan rauf 3.000 stiga múrinn rétt fyrir lokun markaða í dag. Vísitalan endaði í 3000,99 stigum og nam hækkun dagsins 0,4%. Að öðru leyti var dagurinn tíðindalítill á hlutabréfamarkaði samkvæmt greiningardeild Landsbankans. Viðskipti dagsins námu 423 milljónum króna. Viðskipti innlent 13.10.2005 14:24 Ræddu nýja þjóðstjórn Leiðtogar tveggja stærstu stjórnmálaflokkanna í Ísrael hittust í gær og ræddu möguleika á þjóðstjórn þrátt fyrir að mikillar andstöðu gæti við þá hugmynd innan beggja flokka. Búist er við að flokkarnir skipi samninganefndir í dag og að formlegar stjórnarmyndunarviðræður hefjist á næstu dögum. Erlent 13.10.2005 14:24 Þrír dæmdir til dauða Í Karbala hafa þrír menn verið dæmdir til dauða. Þetta eru fyrstu dauðarefsingarnar sem írösk stjórnvöld hafa fellt yfir þegnum sínum frá því Bandaríkin og bandamenn þeirra létu af stjórninni í Írak í lok júní. Erlent 13.10.2005 14:24 Besta vopnið gegn alnæmi Skírlífi og virðing fyrir hjónabandinu er besta vopnið í baráttunni gegn alnæmi - ekki smokkurinn, sagði forseti Úganda á ráðstefnu um alnæmi í dag. Orð hans ollu undrun meðal ráðstefnugesta enda sýnir reynslan annað. Erlent 13.10.2005 14:24 Ábyrgð óljós Byggingarnefnd Háskóla Íslands hefur ráðið verkfræðistofuna Línuhönnun til að rannsaka skemmdir á klæðingu náttúrufræðihússins Öskju í Vatnsmýrinni. Óljóst er hver ber ábyrgðina. Innlent 13.10.2005 14:24 Vefsíður sem luma á óværu Fyrir skömmu vöruðu sérfræðingar á sviði upplýsingaöryggis við nýrri óværu á Internetinu sem stolið getur aðgangsorðum og reikningsupplýsingum fólks sem notast við heimabanka í tölvum sínum. Notendur geta fengið óværuna í tölvur sínar úr sumum "pop-up" auglýsingum sem spretta upp frá síðum sem vafrað er inn á á Internetinu. Innlent 13.10.2005 14:24 Neyðaráætlun vegna hryðjuverka Bandaríkamenn óttast hryðjuverk í tengslum við forsetakosningarnar í nóvember og hafa undirbúið neyðaráætlun um að fresta kosningunum ef svo fer. Erlent 13.10.2005 14:24 Vantrauststillaga felld Vantrauststillaga gegn efnahagsstefnu Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, var felld í dag á ísraelska þinginu. 55 greiddu atkvæði með tillögunni og jafnmargir voru á móti henni. Erlent 13.10.2005 14:24 Milljónir flýja heimili sín Á þriðja hundrað manns hafa látið lífið og milljónir neyðst til að flýja heimili sín vegna flóða sem hafa lagt stór landsvæði í Indlandi, Bangladess og Nepal undir vatn. Þrjár milljónir íbúa Bangladess hafa ýmist neyðst til að flýja heimili sín eða eru innilokaðir á þeim. Tvær milljónir Indverja hafast við í tjöldum. Erlent 13.10.2005 14:24 Vilja meiri áherslu á þjónustu Í fréttabréfi Samtaka verslunar og þjónustu er bent á að á undanförnum árum hefur fjölda fólks sem starfar í verslun og þjónustu fjölgað hratt. Samtímis hefur hlutfall þeirra sem vinna í frumframleiðslugreinum og iðnaði lækkað. Viðskipti innlent 13.10.2005 14:24 « ‹ ›
Óæskileg áhrif Berlusconis hindruð Ítalska þingið samþykkti í dag umdeilt frumvarp sem er ætlað að girða fyrir óæskileg áhrif forsætisráðherrans, Silvio Berlusconis, sem á einnig um helming í fjölmiðlum landsins. Erlent 13.10.2005 14:24
Smáskjálftahrina í Fagradalsfjalli Smáskjálftahrina hefur staðið yfir í Fagradalsfjalli við Grindavík frá því á sunnudag. Hjá skjálftavakt Veðurstofunnar fengust þær upplýsingar að flestir skjálftanna hafi verið í kringum eitt stig á Richter en þeir stærstu í kringum tvo á Richter. Innlent 13.10.2005 14:24
Falleinkunn fjárlaganna Ráðuneyti og tilteknar ríkisstofnanir hafa ár eftir ár farið langt fram úr fjárheimildum sem gefnar voru í fjárlögum. Ríkisendurskoðun segir þessa framúrkeyrslu óásættanlega og gefur framkvæmd fjárlaganna falleinkunn. Innlent 13.10.2005 14:24
Rannsókn á rafmagnsleysinu Saksóknari á Grikklandi hefur hafið rannsókn á allsherjar rafmagnsleysi sem varð í höfuðborginni Aþenu í gær og á stóru svæði í suðurhluta landsins. Rafmagn fór af í nokkra klukkutíma sem gerði m.a. að verkum að hundruð manna festust í lyftum og lestarsamgöngur stöðvuðust. Erlent 13.10.2005 14:24
Forstöðumanni verði vikið frá Hjón sem reka meðferðarheimilið Torfastaði krefjast þess að félagsmálaráðherra víki forstöðumanni Barnaverndarstofu úr starfi vegna aðkomu hans að meintu kynferðisbrotamáli gagnvart stúlku sem var á heimilinu. Ríkissaksóknari hefur vísað frá kæru á hendur syni hjónanna sem var sakaður um brotin. Innlent 13.10.2005 14:24
18 látnir í Tsjetsjeníu Að minnsta kosti átján létust í bardögum öryggissveita Tsjetsjeníu, sem hliðhollar eru yfirvöldum í Moskvu, og tsjetsjenskra aðskilnaðarsinna suðaustur af Grosní, höfuðborg Tsjetsjeníu, í nótt. Erlent 13.10.2005 14:24
Óttast rafmagnsleysi Óttast er að rafmagnsleysi geti valdið usla á ólympíuleikunum í Aþenu í næsta mánuði verði áfram eins heitt í veðri og verið hefur. Erlent 13.10.2005 14:24
Taki Breta til fyrirmyndar Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Verslunarráðs Íslands, vill að íslenska ríkisstjórnin fari að dæmi Breta, sem hyggjast segja upp meira en hundrað þúsund ríkisstarfsmönnum í hagræðingarskyni. Innlent 13.10.2005 14:24
Klipping hækkað um 10% Klipping og önnur þjónusta hárgreiðslustofa á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað að meðaltali um tíu prósent frá því í nóvember árið 2002 samkvæmt nýrri könnun Samkeppnisstofnunar. Á vef stofnunarinnar kemur fram að þessi verðbreyting fylgi nokkurn veginn sömu þróun og launavísitalan. Innlent 13.10.2005 14:24
VG á Akureyri lýsir vanþóknun Vinstrihreyfingin - grænt framboð á Akureyri og nágrenni hélt félagsfund á Akureyri í gær þar sem m.a. voru til umræðu fjölmiðlalögin svokölluðu og framganga ríkisstjórnarflokkanna í því máli. Innlent 13.10.2005 14:24
Málum blandið mannshvarf Konan sem leitað hefur verið að frá því á mánudaginn fyrir rúmri viku er enn ófundin. Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn, segir engar nýjar fregnir að hafa af rannsókn lögreglunnar á málinu. Hann segir að enn gefi menn sér ekkert um hvort konan sé lífs eða liðin. Innlent 13.10.2005 14:24
Heimkvaðning sem fyrst Algjör óvissa ríkir nú um hvort filippseyskir friðargæsluliðar í Írak verða kallaðir heim snemma í von um að gísl sem mannræningjar hafa hótað að afhöfða verði þyrmt. Filippseysk stjórnvöld hafa neitað heimkvaðningu en í gær sendi utanríkisráðherra landsins frá sér yfirlýsingu þess efnis að heimkvaðningin kæmi svo skjótt sem auðið væri. Erlent 13.10.2005 14:24
ESB stefnir Svíum vegna einokunar Evrópusambandið hefur stefnt sænska ríkinu fyrir að leyfa ekki borgurum sínum að panta áfengi frá útlöndum. Erlent 13.10.2005 14:24
Frumvarpið verði dregið til baka Samhljómur var á fundi Framsóknarfélags Reykjavíkur suður um að ríkisstjórnin ætti að draga nýja fjölmiðlafrumvarpið til baka og leyfa þjóðinni að segja álit sitt um frumvarpið er forseti synjaði staðfestingar. Innlent 13.10.2005 14:24
Hlutabréf hækkuðu töluvert Hlutabréf hækkuðu töluvert í Kauphöll Íslands í dag. Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,21% og er nú 3.037 stig. Mest viðskipti voru með hlutabréf Actavis sem hækkuðu um 2,2%. Viðskipti innlent 13.10.2005 14:24
Vegabréf fyrir hunda og ketti Frá og með 1. október þurfa hundar og kettir sem fara á með yfir Eyrarsund að hafa svokölluð dýravegabréf. Dýralæknar hafa gefið út þessi vegabréf frá 3. júlí sl. Erlent 13.10.2005 14:24
Eins og skólatöskur í framan Allir ljósabekkir verða horfnir af sundstöðum höfuðborgarinnar frá og með áramótum vegna hættunnar sem fylgir mikilli notkun þeirra. Aðstoðarlandlæknir segir öfugsnúið að bjóða upp á heilsuspillandi ljósabekki á líkamsræktarstöðvum og bendir á að krakkar sem stundi þá geti litið út eins og skólatöskur í framan síðar á ævinni. Innlent 13.10.2005 14:24
Tígrisdýr laust í Flórída Tvö hundruð og sjötíu kílóa tígrisdýr gengur enn laust í Flórída, annan daginn í röð. Tígurinn slapp úr búri eiganda síns, leikarans Steve Sipek, sem eitt sinn lék Tarzan. Lögregla hefur sett upp girðingu í kringum leitarsvæðið og leitar dýrsins ákaft. Erlent 13.10.2005 14:24
Nafn piltsins sem lést Pilturinn sem lést eftir umferðarslys á Vesturlandsvegi aðfararnótt sunnudags hét Davíð Örn Þorsteinsson. Davíð Örn var fæddur 7. október 1982 og var til heimilis að Fosshóli, Miðfirði, í Vestur-Húnavatnssýslu. </span /> Innlent 13.10.2005 14:24
Trúlaus klerkur enn í vanda Lene Espersen, kirkjumálaráðherra Danmerkur, hefur staðfest þá ákvörðun dönsku þjóðkirkjunnar að víkja prestinum Thorkild Grosböll úr embætti. Grosböll var rekinn úr embætti eftir að hann sagði Guð hafa afsalað sér völdum í hendur sonar síns og þar með mannkyns. Erlent 13.10.2005 14:24
Úrvalsvísitalan yfir 3000 stig Úrvalsvísitalan rauf 3.000 stiga múrinn rétt fyrir lokun markaða í dag. Vísitalan endaði í 3000,99 stigum og nam hækkun dagsins 0,4%. Að öðru leyti var dagurinn tíðindalítill á hlutabréfamarkaði samkvæmt greiningardeild Landsbankans. Viðskipti dagsins námu 423 milljónum króna. Viðskipti innlent 13.10.2005 14:24
Ræddu nýja þjóðstjórn Leiðtogar tveggja stærstu stjórnmálaflokkanna í Ísrael hittust í gær og ræddu möguleika á þjóðstjórn þrátt fyrir að mikillar andstöðu gæti við þá hugmynd innan beggja flokka. Búist er við að flokkarnir skipi samninganefndir í dag og að formlegar stjórnarmyndunarviðræður hefjist á næstu dögum. Erlent 13.10.2005 14:24
Þrír dæmdir til dauða Í Karbala hafa þrír menn verið dæmdir til dauða. Þetta eru fyrstu dauðarefsingarnar sem írösk stjórnvöld hafa fellt yfir þegnum sínum frá því Bandaríkin og bandamenn þeirra létu af stjórninni í Írak í lok júní. Erlent 13.10.2005 14:24
Besta vopnið gegn alnæmi Skírlífi og virðing fyrir hjónabandinu er besta vopnið í baráttunni gegn alnæmi - ekki smokkurinn, sagði forseti Úganda á ráðstefnu um alnæmi í dag. Orð hans ollu undrun meðal ráðstefnugesta enda sýnir reynslan annað. Erlent 13.10.2005 14:24
Ábyrgð óljós Byggingarnefnd Háskóla Íslands hefur ráðið verkfræðistofuna Línuhönnun til að rannsaka skemmdir á klæðingu náttúrufræðihússins Öskju í Vatnsmýrinni. Óljóst er hver ber ábyrgðina. Innlent 13.10.2005 14:24
Vefsíður sem luma á óværu Fyrir skömmu vöruðu sérfræðingar á sviði upplýsingaöryggis við nýrri óværu á Internetinu sem stolið getur aðgangsorðum og reikningsupplýsingum fólks sem notast við heimabanka í tölvum sínum. Notendur geta fengið óværuna í tölvur sínar úr sumum "pop-up" auglýsingum sem spretta upp frá síðum sem vafrað er inn á á Internetinu. Innlent 13.10.2005 14:24
Neyðaráætlun vegna hryðjuverka Bandaríkamenn óttast hryðjuverk í tengslum við forsetakosningarnar í nóvember og hafa undirbúið neyðaráætlun um að fresta kosningunum ef svo fer. Erlent 13.10.2005 14:24
Vantrauststillaga felld Vantrauststillaga gegn efnahagsstefnu Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, var felld í dag á ísraelska þinginu. 55 greiddu atkvæði með tillögunni og jafnmargir voru á móti henni. Erlent 13.10.2005 14:24
Milljónir flýja heimili sín Á þriðja hundrað manns hafa látið lífið og milljónir neyðst til að flýja heimili sín vegna flóða sem hafa lagt stór landsvæði í Indlandi, Bangladess og Nepal undir vatn. Þrjár milljónir íbúa Bangladess hafa ýmist neyðst til að flýja heimili sín eða eru innilokaðir á þeim. Tvær milljónir Indverja hafast við í tjöldum. Erlent 13.10.2005 14:24
Vilja meiri áherslu á þjónustu Í fréttabréfi Samtaka verslunar og þjónustu er bent á að á undanförnum árum hefur fjölda fólks sem starfar í verslun og þjónustu fjölgað hratt. Samtímis hefur hlutfall þeirra sem vinna í frumframleiðslugreinum og iðnaði lækkað. Viðskipti innlent 13.10.2005 14:24
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti