Fréttir

Fréttamynd

Góður árangur tóbaksforvarna

Sala á tóbaki á Íslandi minnkaði um 42.5 % á tímabilinu 1984-2001. Þetta er meðal þess sem kom fram í ræðu Hjálmars W. Hannessonar, sendiherra og fastafulltrúa hjá Sameinuðu þjóðunum, sem hann hélt á aðalfundi Efnahags- og félagsmálaráðs Sameinuðu þjóðanna (ECOSOC) sem hófst 28. júní og stendur til 23. þessa mánaðar.

Innlent
Fréttamynd

Vandkvæði í símakerfi lögreglunnar

Byrjunarörðugleikar settu strik í reikninginn þegar lögreglan í Reykjavík tók nýtt símkerfi í notkun í gær. Nýja kerfið sameinar öll símanúmer og símakerfi embættisins í eitt kerfi.

Innlent
Fréttamynd

Fangarnir vinsælir í Danmörku

Danskir fangar virðast vinsælir, í það minnsta er kapphlaupið hafið í Danmörku um hvaða sveitarfélag fær nýtt fangelsi til sín. Áformað er að reisa nýtt fangelsi á austurhluta Danmerkur og mun það skapa um 250 til 300 störf.

Erlent
Fréttamynd

Ný kynslóð abstraktmálara

Ný kynslóð abstraktmálara gerir mikla lukku meðal listaelítunnar í Rússlandi þessa dagana. Verkin eru máluð af svínum, kráku, fíl, höfrungi og apa. Listrænn þjálfari dýranna hefur unnið með þeim í fimm ár og afrakstur þeirrar vinnu dregur að sér fjölda fólks.

Erlent
Fréttamynd

Símar lögreglunnar í nýtt kerfi

Lögreglan í Reykjavík tekur í notkun nýtt Centrexkerfi símkerfi frá Símanum og færast allir símar lögregluembættisins inn í það kerfi.  Með þessu hefur lögreglan sameinað öll símanúmer og síma embættisins í eitt kerfi, sem fær nýtt símanúmer, 444 1000.

Innlent
Fréttamynd

Ísland í dag og fyrir 30 árum

Frönsk hjón og kvikmyndagerðarmenn, sem fjölluðu um Ísland á margmiðlunarsýningu árið 1971, hafa tekið upp þráðinn að nýju. Ætlunin er að bera saman Ísland í dag og Ísland fyrir 30 árum. 

Innlent
Fréttamynd

Stefnt fyrir að hygla ættingjum

Evrópusambandið hefur stefnt Edit Cresson, fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands fyrir mannréttindadómstólinn, vegna ásakana um að hún hafi hyglað ættingjum sínum og vinum, þegar hún átti sæti í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Sambandið hefur aldrei áður stefnt jafn hátt settum embættismanni fyrir dómstóla.

Erlent
Fréttamynd

Fyrsti hermaðurinn heim

Yfirmaður mannúðarsveita filippseyska hersins í Írak lenti í Manila, höfuðborg Filippseyja í gær. Hann kom fyrstur hermanna Filippseyja sem hafa verið kallaðir heim frá Írak vegna hótana uppreisnarmanna um að taka af lífi filippseyskan gísl, mánuði fyrr en ráðgert var.

Erlent
Fréttamynd

Segir Samherja beygja lögin

Samherji hf. fer í kringum fiskveiðistjórnunarlögin og tekur veiðiréttinn af íslenskum sjómönnum, að sögn formanns Sjómannasambands Íslands. Forstjóri Samherja vísar gagnrýninni á bug.

Innlent
Fréttamynd

Auglýsingar misvísandi

"Við gerum athugasemdir við framsetningu Heklu á niðurstöðum árekstrarprófana í auglýsingum sínum," segir Helga Guðrún Jónasdóttir, kynningarfulltrúi hjá B&L, en fyrirtækið hefur sent Samkeppnisstofnun kvörtun vegna auglýsingaherferðar Heklu á nýjum Golf.

Innlent
Fréttamynd

Héldu stuttan fund eftir hádegi

Formenn stjórnarflokkanna, Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson, áttu með sér stuttan fund eftir hádegi í dag þar sem þeir ræddu fjölmiðlamálið. Þeir vildu ekki gefa upp hvort frumvarpið yrði dregið til baka en sögðust ætla að ræða við sitt fólk í allsherjarnefnd Alþingis.

Innlent
Fréttamynd

Skemmdur Svali innkallaður

"Ég hafði keypt einhverjar fjórar pakkningar af þessu og einn þeirra sprakk upp úr þurru í ísskápnum," segir viðskiptavinur sem var ekki sáttur með framleiðandann Vífilfell vegna mengaðs Svala sem sonur hans neytti og veiktist af. Svalinn var innkallaður frá verslunum í júní en þá höfðu þó nokkrir keypt vöruna í grandaleysi.

Innlent
Fréttamynd

Þyrla sækir slasaðan sjómann

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, lenti um sjöleytið með slasaðan sjómann úr skipinu Mánabergi frá Ólafsfirði. Tilkynnt var um slysið seint í gærkvöldi, en þyrlan var kölluð út um hálf fjögur í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Fundað í ágúst

"Það verður ekkert fundað vegna þessa máls fyrr en stjórnarmenn eru komnir til baka úr sumarfríum sínum," segir Hörður Harðarson, stjórnarformaður Mjólkurfélags Reykjavíkur, en margir félagsmenn krefjast rannsóknar á meintum brotum fyrrverandi stjórnarformanns, Kristins Gylfa Jónssonar.

Innlent
Fréttamynd

Prinsinn heitir vernd

Krónprins Saudi-Arabíu hét því í morgun að gera allt sem í valdi hans stendur til að vernda Breta, Bandaríkjamenn og aðra útlendinga í landinu. Fjölmargar árásir hafa verið gerðar á útlendinga síðustu mánuði og hafa yfirvöld í Saudi-Arabíu verið gagnrýnd fyrir aðgerðaleysi.

Erlent
Fréttamynd

Nýir sporvagnar í Aþenu

Skipuleggjendur Ólympíuleikanna í Grikklandi anda léttar eftir að sporvagnar voru teknir í notkun í Aþenu í morgun. Þeir eiga að létta á umferðarþunganum og er ætlað að flytja áhorfendur á leikvanga Ólympíuleikanna. Allur floti NATO verður á vakt meðan á leikunum stendur en öryggisgæsla í tengslum við þá hefur aldrei verið meiri.

Erlent
Fréttamynd

Halli á ríkisendurskoðun

Ríkisendurskoðun fór rúmlega fjörutíu milljónir króna fram úr fjárlögum í fyrra, á sama tíma og embættið gagnrýndi aðrar ríkisstofnanir fyrir agaleysi í fjármálum. Ríkisendurskoðandi segir ekki hægt að stemma uppgjör nákvæmlega upp á krónu sem úthlutað er á fjárlögum.

Innlent
Fréttamynd

Hóta að segja sig úr ráðinu

Japanir hóta að segja sig úr Alþjóðahvalveiðiráðinu verði banni við hvalveiðum í atvinnuskyni ekki aflétt. Þeir segjast ennfremur ætla að auka vísindaveiðar sínar til muna. Líkur hafa aukist á að hvalveiðar í atvinnuskyni verði leyfðar á ný, eftir átján ára bann.

Erlent
Fréttamynd

Tunglför fagnað á morgun

Sigri Bandaríkjamanna í kapphlaupinu til tunglsins verður fagnað í geimferðastofnuninni NASA á morgun, þegar liðin verða 35 ár síðan Neil Armstrong steig fyrstur manna á tunglið. George Bush, Bandaríkjaforseta, langar til að senda aðra ferju til tunglsins en mörgum þykir það vera bæði of dýrt og skorta tilgang.

Erlent
Fréttamynd

Boltinn hjá ráðuneytinu

Hvorki talsmenn né yfirmenn Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli vilja tjá sig um ummæli Kristjáns Gunnarssonar, formanns Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, um meint kjarasamningsbrot gagnvart íslenskum starfsmönnum sínum.

Innlent
Fréttamynd

Grafa upp Gásakaupstað

Einar merkustu rústir miðaldakaupstaðar hérlendis er að finna rétt fyrir utan Akureyri, þar sem fornleifafræðingar eru að grafa upp Gásakaupstað hinn forna.

Innlent
Fréttamynd

Ákvörðun kynnt í ríkisstjórn

Formenn stjórnarflokkanna hafa komist að niðurstöðu í fjölmiðlamálinu. Þeir vildu þó ekki staðfesta að ákveðið hefði verið að bakka með fjölmiðlafrumvarpið. Hún verður kynnt í ríkisstjórn á morgun. Forsætisráðherra segist reikna með að Allsherjarnefnd ljúki málinu á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Frönsk yfirvöld gagnrýna Sharon

Frönsk yfirvöld og leiðtogar gyðinga í Frakklandi hafa gagnrýnt Ariel Sharon, forseta Ísraels, fyrir að hvetja alla franska gyðinga til að flytja til Ísrael, segir á vefsíðu BBC fréttastöðvarinnar. Sharon á að hafa sagt að þetta væri nauðsynlegt þar sem árásum á gyðinga og áróðri gegn þeim hefði fjölgað mikið.

Erlent
Fréttamynd

Hyggst samhæfa skatta

Evrópusambandið hyggst samhæfa skatta á fyrirtæki og er vonast til að samhæfingin auki samkeppnishæfni aðildarríkjanna. Þjóðverjar og Frakkar eru hlynntir sömu sköttum og hafa raunar barist fyrir því í nokkur ár.

Erlent
Fréttamynd

Komist hjá verkfalli í Frakklandi

Verkamenn hjá bílahlutaverksmiðjunni Robert Bosch, í Frakklandi, hafa samþykkt í atkvæðagreiðslu að vinna lengri vinnuviku, án viðbótarlauna, til þess að reyna að forða uppsögnum.

Erlent
Fréttamynd

Leita út fyrir landið til æfinga

Miklar tafir á undirbúningi fyrir Ólympíuleikana í Grikklandi hafa komið illa niður á grískum íþróttamönnum að sögn háttsetts embættismanns þar í landi. Margir íþróttamenn hafa verið útilokaðir frá íþróttaleikvöngum og íþróttahúsum síðustu ár vegna byggingaframkvæmda.

Erlent
Fréttamynd

Fundi frestað í allsherjarnefnd

Fundi Allsherjarnefndar Alþingis, sem boðað hafði verið til klukkan 10, var frestað til klukkan fimm síðdegis. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar eru afar ósáttir við þessa ákvörðun. Þeir höfðu krafist þess að nefndin kæmi saman á föstudaginn var, en þeirri beiðni var synjað og fundur boðaður klukkan 10 í dag.

Innlent
Fréttamynd

Allir hermennirnir farnir

Síðustu hermennirnir frá Filipseyjum hafa nú yfirgefið Írak, mánuði fyrr en upphaflega var ætlað. Ástæðan er sú að hryðjuverkamenn í Írak hafa filipeyskan gísl á valdi sínu, sem þeir höfðu hótað að hálshöggva, ef hermennirnir færu ekki fyrir tuttugasta júlí.

Erlent
Fréttamynd

Skýstrókur veldur tjóni

Skýstrókur olli tjóni í Ruhr-héraði í Þýskalandi í gærkvöld. Skýstrókurinn gekk yfir þrjá bæi og var svo öflugur að flutningagámar hófust á loft og lentu úti í á skammt frá. Strókurinn skildi eftir sig slóð eyðileggingar og nokkrir slösuðust. Stór hluti bæjanna varð rafmagnslaus, ár flæddu yfir bakka sína og almenningssamgöngur lágu niðri fram eftir degi.

Erlent
Fréttamynd

Tólf þúsund bílar yfir Hellisheiði

Yfir tólf þúsund ökutæki fóru um Hellisheiði frá miðnætti á laugardag til miðnættis á sunnudag. Lögreglan á Selfossi kærðu tíu ökumenn fyrir að aka ölvaðir þessa helgi og einn fyrir að aka undir áhrifjum lyja. Þetta er með því hæsta sem sést hefur í sýslunni.

Innlent