Fréttir Flýr undan Fljótsdalslínum Bóndinn á Eyrarteigi í Skriðdal sér fram á að íbúðarhús hans verði óíbúðarhæft og verðlaust þegar Fljótsdalslínur verða lagðar 148 metrum frá húsinu. Landsnet bauð 1,2 milljónir króna í bætur en því var hafnað. Eignarnám jarðarinnar hefur verið heimilað. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 18:48 Hringleið umhverfis Miðnesheiði Hringleið mun opnast umhverfis Miðnesheiði með nýjum vegi, sem boðinn verður út í vor. Um leið fær almenningur aðgang að fögrum og sögufrægum stöðum í næsta nágrenni Leifsstöðvar á svæði sem í meira en hálfa öld hefur tilheyrt Varnarliðinu. Innlent 13.10.2005 18:48 Lög um málefni aldraðra úrelt Félag eldri borgara í Reykjavík telur að lög um málefni aldraðra séu byggð á úreltum sjónarmiðum sem ekki eru í tak við nútímaleg viðhorf og eru dragbítur á eðlilega og nauðsynlega framþróun. Innlent 13.10.2005 18:48 Abbas undirbúi róttækar umbætur George Bush, forseti Bandaríkjanna, skorar á Mahmoud Abbas, nýjan leiðtoga Palestínu, að leggja línurnar að róttækum umbótum í landinu á ráðstefnu sem haldin verður um málefni Palestínu í Lundúnum í næsta mánuði. Erlent 13.10.2005 18:48 Samræmd próf lögð niður Aðalfundur Félags grunnskólakennara leggur til við menntamálaráðuneytið að samræmd próf í grunnskólum verði lögð niður. Í ályktun fundarins kemur fram að með vaxandi þróun undanfarin ár í átt að einstaklingsmiðuðu námi og í ljósi framtíðarsýnar fræðsluyfirvalda þá hafi samræmd próf ekki þann tilgang og vægi sem þeim hafi verið ætlað í upphafi. Innlent 13.10.2005 18:48 Ódýrara að taka lán fyrir skálanum Ódýrara hefði verið fyrir Reykjavíkurborg að taka lán fyrir sýningarskálanum sem hýsir landnámsminjarnar í Aðalstræti en að selja hann og endurleigja. Það hefur varafulltrúi F-lista í skipulagsráði reiknað út. Hann vill að málið verði tekið upp, enda hljóti að vera um mistök að ræða hjá borgaryfirvöldum. Innlent 13.10.2005 18:48 Bush mætir andstæðingum sínum Bush Bandaríkjaforseti mun mæta sínum hörðustu andstæðingum, hverjum á fætur öðrum, í fimm daga Evrópureisu sinni sem hófst í dag og situr meðal annars kvöldverð með Jacques Chirac Frakklandsforseta í kvöld. Bush er talin ætla að nota tækifærið til að bæta samskiptin yfir Atlantsála sem súrnuðu verulega í kjölfar Íraksstríðsins. Erlent 13.10.2005 18:48 116 lík hafa fundist Fimm lík til viðbótar hafa fundist um borð í ferju sem sökk í Bangladess á laugardaginn. Seint í gærkvöldi fundust þrjátíu lík og alls hafa þá 116 lík fundist. Áttatíu manna er enn saknað og er óttast að flestir ef ekki allir þeirra hafi látið lífið. Erlent 13.10.2005 18:48 Bannað að nota bændaferðir Ferðaskrifstofunni Terra Nova Sól er ekki heimilt að nota orðið „bændaferðir“ í auglýsingum og með öðrum hætti fyrir ferðir á vegum ferðaskrifstofunnar á þessu ári, samkvæmt ákvörðun samkeppnisráðs sem birt var í dag. Innlent 13.10.2005 18:48 Báturinn gjöreyðilagðist í eldinum Slökkvistarfi um borð í fiskiskipinu Val GK í Sandgerðishöfn lauk ekki fyrr en klukkan hálf þrjú í nótt. Talið er að báturinn sé gjörónýtur og að tjónið nemi tugum milljóna króna. Innlent 13.10.2005 18:48 Súðavík kaupir verðbréf Súðavíkurhreppur hefur lagt 200 milljónir króna í verðbréfasjóði Íslenskra verðbréfa. Á hreppsnefndarfundi í síðustu viku var samþykkt að setja 80 milljónir króna í sjóðsstýringu en áður hafði fyrirtækinu verið falið að ávaxta 120 milljónir í eigu hreppsins. Innlent 13.10.2005 18:48 Þjálfar dómara og saksóknara Utanríkisráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins samþykktu á fundi sínum að opna skrifstofu í Bagdad til að hafa umsjón með þjálfun 700 íraskra dómara, saksóknara og fangelsisvarða. Fyrst um sinn fer þjálfunin þó fram í ríkjum Evrópusambandsins eða í einhverju nágrannaríkja Íraks. Erlent 13.10.2005 18:48 210 milljónir barna þræla Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna UNICEF telur að 210 milljónir barna víða um heim neyðist til að vinna fyrir sér við skelfilegar aðstæður. Erlent 13.10.2005 18:48 Loðnuflotinn snúinn við Loðnuflotinn sem kominn var vestur undir Vestmannaeyjar er snúinn við og farinn aftur austur að Ingólfshöfða. Þar er eitt og eitt skip að fá einhvern afla en önnur minna. Að sögn sjómanna hefur enginn kraftur verið í veiðunum í nokkra daga og bráðliggur nú á að fá nýja torfu, ef takast á að veiða kvótann á þessari vertíð. Innlent 13.10.2005 18:48 Gíslum sleppt í Írak Tveimur blaðamönnum frá Indónesíu, sem var rænt í Írak fyrir helgi, hefur verið sleppt. Þetta var staðfest í morgun. Myndbandsupptaka var sýnd á sjónvarpsstöð í Indónesíu þar sem sjá mátti fréttamennina og skæruliða sem sagði að þeim yrði sleppt. Erlent 13.10.2005 18:48 Ekki samkeppni í blóðrannsóknum Samkeppnisráð telur ekki ástæðu til að hafast frekar að vegna máls sem reis vegna fyrirhugaðs flutnings rannsókna frá heilsugæslustöðvum til Rannsóknarstofnunar Landspítala - háskólasjúkrahúss Innlent 13.10.2005 18:48 Hættulegt litarefni í matvælum Umhverfisstofnun barst viðvörun frá bresku matvælastofnuninni á föstudaginn um matvæli og fóður sem greinst hafa með ólöglegt rautt litarefni sem kallast Sudan-1. Yfir 350 vörutegundir í Bretlandi hafa greinst með litarefnið sem talið er krabbameinsvaldandi. Innlent 13.10.2005 18:48 Leynilegar viðræður í Írak Embættismenn bandarísku leyniþjónstunnar eiga í leynilegum viðræðum við uppreisnarmenn úr röðum súnníta um það hvernig binda megi endi á vargöldina í Írak. Frá þessu greindi tímaritið <em>Time</em> í gær. Erlent 13.10.2005 18:48 Sagði sig úr stjórn Nýherja Hannes Guðmundsson hefur sagt sig úr stjórn Nýherja. Hann tók í síðustu viku við starfi útibússtjóra hjá Íslandsbanka og hefur samkvæmt reglum bankans ekki heimild til setu í stjórn Nýherja. Guðmundur Jóhann Jónsson tekur sæti aðalmanns í stjórninni í stað Hannesar. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:48 Atlansolía með sjö nýjar stöðvar Atlantsolía ætlar að byggja sjö nýjar bensínstöðvar á þessu ári. Í dag verður tekin skóflustunga að nýrri stöð í Njarðvík en á næstu mánuðum stendur til að byggja stöðvar við Kaplakrika í Hafnarfirði, á Dalvegi í Kópavogi, á Sprengisandi, í Skeifunni og á Höfða. Innlent 13.10.2005 18:48 2500% munur á lyfjaverði Lítið hefur áunnist á því ári sem liðið er frá því að Ríkisendurskoðun kallaði eftir úrbótum vegna mikils verðmunar á lyfjum hér á landi og í Danmörku. Dæmi eru um allt að 2500 prósenta mun á heildsöluverði lyfja milli landanna, þrátt fyrir að þau komi frá sama framleiðanda: Actavis. Innlent 13.10.2005 18:48 14 ára stúlku leitað Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir Jónu Thuy Phuong Jakobsdóttur. Hún verður fimmtán ára í maí og er til heimilis að Skeljagranda 2 í Reykjavík. Þeir sem einhverjar upplýsingar geta gefið um ferðir hennar eða dvalarstað eru beðnir að hafa samband við lögregluna í Reykjavík í síma 444 1000. Innlent 13.10.2005 18:48 Dæmdur fyrir fjársvik og innbrot Rúmlega tvítugur maður var dæmdur í tveggja mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær fyrir fjársvik, þjófnað og að taka við þýfi. Maðurinn hafði meðal annars framvísað greiðslukorti fyrirtækis í leyfisleysi og brotist inn í íbúðarhúsnæði og stolið þaðan verðmætum. Innlent 13.10.2005 18:48 Hundrað saknað eftir aurskriður Að minnsta kosti níu manns hafa látist og meira en hundrað er saknað eftir aurskriður í Indónesíu í morgun. Fjöldi húsa grófst í jörðu niður undan skriðunum og er óttast að flestir þeirra sem saknað er hafi grafist undir skriðurnar. Erlent 13.10.2005 18:48 Endurnýjun lýðræðis í Rússlandi George Bush Bandaríkjaforseti krefst þess að Rússar „endurnýi skuldbingu sína við lýðræði“, enda sé það forsenda þess að þjóðin þróist áfram sem Evrópuþjóð. Þetta kom fram í ræðu sem Bush hélt í Brussel í Belgíu í dag en það er fyrsti viðkomustaður hans í fimm daga Evrópureisu sem hófst í morgun. Erlent 13.10.2005 18:48 Hert á öryggismálum kjarnorkuvers Finnskir kjarnorkusérfræðingar munu halda átta námskeið um öryggismál fyrir starfsmenn Kola-kjarnorkuversins í Norðvestur-Rússlandi. Norðmenn hafa áður lagt sitt af mörkum til tæknivæðingar öryggisbúnaðar og stjórntækja kjarnorkuversins.</font /> Erlent 13.10.2005 18:48 Bandaríkjamenn vilja viðræður Eftir blóðuga baráttu við uppreisnarmenn í Írak í tvö ár eru Bandaríkjamenn komnir að þeirri niðurstöðu að viðræður séu vænlegasta leiðin til að binda enda á skálmöldina. Erlent 13.10.2005 18:48 Sjóðirnir liggja frystir í banka Sjóðir Bandalags jafnaðarmanna liggja frystir í Landsbankanum og svo virðist sem enginn geti gert tilkall til þeirra. Stefán Benediktsson, fyrrverandi alþingismaður, segir flokkssystkin sín hafa ásælst sjóðina á sínum tíma en ekki haft erindi sem erfiði. Innlent 13.10.2005 18:48 Stjórnin féll í Portúgal Stjórnarandstaðan í Portúgal bar í gær sigur úr býtum í þingkosningum í landinu. Flokkur sósíalista undir stjórn Jose Socrates fékk hreinan meirihluta í fyrsta skipti í sögu landsins. Hinn hægrisinnaði Pedro Santana Lopes hefur því hrökklast úr starfi forsætisráðherra eftir að hafa aðeins gegnt því í rúmlega hálft ár. Erlent 13.10.2005 18:48 Nýtt kvenfélag framsóknar stofnað Tvö félög framsóknarkvenna starfa nú í Kópavogi. Framsóknarfélagið Brynja var stofnað í gær af sextíu og einni konu sem gengu í Framsóknarfélagið Freyju, Félag framsóknarkvenna í Kópavogi, fyrir síðasta aðalfund félagsins. Aðalfundurinn var hins vegar úrskurðaður ólöglegur þar sem láðst hafði að samþykkja breytingar á lögum félagsins fyrir fundinn. Innlent 13.10.2005 18:48 « ‹ ›
Flýr undan Fljótsdalslínum Bóndinn á Eyrarteigi í Skriðdal sér fram á að íbúðarhús hans verði óíbúðarhæft og verðlaust þegar Fljótsdalslínur verða lagðar 148 metrum frá húsinu. Landsnet bauð 1,2 milljónir króna í bætur en því var hafnað. Eignarnám jarðarinnar hefur verið heimilað. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 18:48
Hringleið umhverfis Miðnesheiði Hringleið mun opnast umhverfis Miðnesheiði með nýjum vegi, sem boðinn verður út í vor. Um leið fær almenningur aðgang að fögrum og sögufrægum stöðum í næsta nágrenni Leifsstöðvar á svæði sem í meira en hálfa öld hefur tilheyrt Varnarliðinu. Innlent 13.10.2005 18:48
Lög um málefni aldraðra úrelt Félag eldri borgara í Reykjavík telur að lög um málefni aldraðra séu byggð á úreltum sjónarmiðum sem ekki eru í tak við nútímaleg viðhorf og eru dragbítur á eðlilega og nauðsynlega framþróun. Innlent 13.10.2005 18:48
Abbas undirbúi róttækar umbætur George Bush, forseti Bandaríkjanna, skorar á Mahmoud Abbas, nýjan leiðtoga Palestínu, að leggja línurnar að róttækum umbótum í landinu á ráðstefnu sem haldin verður um málefni Palestínu í Lundúnum í næsta mánuði. Erlent 13.10.2005 18:48
Samræmd próf lögð niður Aðalfundur Félags grunnskólakennara leggur til við menntamálaráðuneytið að samræmd próf í grunnskólum verði lögð niður. Í ályktun fundarins kemur fram að með vaxandi þróun undanfarin ár í átt að einstaklingsmiðuðu námi og í ljósi framtíðarsýnar fræðsluyfirvalda þá hafi samræmd próf ekki þann tilgang og vægi sem þeim hafi verið ætlað í upphafi. Innlent 13.10.2005 18:48
Ódýrara að taka lán fyrir skálanum Ódýrara hefði verið fyrir Reykjavíkurborg að taka lán fyrir sýningarskálanum sem hýsir landnámsminjarnar í Aðalstræti en að selja hann og endurleigja. Það hefur varafulltrúi F-lista í skipulagsráði reiknað út. Hann vill að málið verði tekið upp, enda hljóti að vera um mistök að ræða hjá borgaryfirvöldum. Innlent 13.10.2005 18:48
Bush mætir andstæðingum sínum Bush Bandaríkjaforseti mun mæta sínum hörðustu andstæðingum, hverjum á fætur öðrum, í fimm daga Evrópureisu sinni sem hófst í dag og situr meðal annars kvöldverð með Jacques Chirac Frakklandsforseta í kvöld. Bush er talin ætla að nota tækifærið til að bæta samskiptin yfir Atlantsála sem súrnuðu verulega í kjölfar Íraksstríðsins. Erlent 13.10.2005 18:48
116 lík hafa fundist Fimm lík til viðbótar hafa fundist um borð í ferju sem sökk í Bangladess á laugardaginn. Seint í gærkvöldi fundust þrjátíu lík og alls hafa þá 116 lík fundist. Áttatíu manna er enn saknað og er óttast að flestir ef ekki allir þeirra hafi látið lífið. Erlent 13.10.2005 18:48
Bannað að nota bændaferðir Ferðaskrifstofunni Terra Nova Sól er ekki heimilt að nota orðið „bændaferðir“ í auglýsingum og með öðrum hætti fyrir ferðir á vegum ferðaskrifstofunnar á þessu ári, samkvæmt ákvörðun samkeppnisráðs sem birt var í dag. Innlent 13.10.2005 18:48
Báturinn gjöreyðilagðist í eldinum Slökkvistarfi um borð í fiskiskipinu Val GK í Sandgerðishöfn lauk ekki fyrr en klukkan hálf þrjú í nótt. Talið er að báturinn sé gjörónýtur og að tjónið nemi tugum milljóna króna. Innlent 13.10.2005 18:48
Súðavík kaupir verðbréf Súðavíkurhreppur hefur lagt 200 milljónir króna í verðbréfasjóði Íslenskra verðbréfa. Á hreppsnefndarfundi í síðustu viku var samþykkt að setja 80 milljónir króna í sjóðsstýringu en áður hafði fyrirtækinu verið falið að ávaxta 120 milljónir í eigu hreppsins. Innlent 13.10.2005 18:48
Þjálfar dómara og saksóknara Utanríkisráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins samþykktu á fundi sínum að opna skrifstofu í Bagdad til að hafa umsjón með þjálfun 700 íraskra dómara, saksóknara og fangelsisvarða. Fyrst um sinn fer þjálfunin þó fram í ríkjum Evrópusambandsins eða í einhverju nágrannaríkja Íraks. Erlent 13.10.2005 18:48
210 milljónir barna þræla Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna UNICEF telur að 210 milljónir barna víða um heim neyðist til að vinna fyrir sér við skelfilegar aðstæður. Erlent 13.10.2005 18:48
Loðnuflotinn snúinn við Loðnuflotinn sem kominn var vestur undir Vestmannaeyjar er snúinn við og farinn aftur austur að Ingólfshöfða. Þar er eitt og eitt skip að fá einhvern afla en önnur minna. Að sögn sjómanna hefur enginn kraftur verið í veiðunum í nokkra daga og bráðliggur nú á að fá nýja torfu, ef takast á að veiða kvótann á þessari vertíð. Innlent 13.10.2005 18:48
Gíslum sleppt í Írak Tveimur blaðamönnum frá Indónesíu, sem var rænt í Írak fyrir helgi, hefur verið sleppt. Þetta var staðfest í morgun. Myndbandsupptaka var sýnd á sjónvarpsstöð í Indónesíu þar sem sjá mátti fréttamennina og skæruliða sem sagði að þeim yrði sleppt. Erlent 13.10.2005 18:48
Ekki samkeppni í blóðrannsóknum Samkeppnisráð telur ekki ástæðu til að hafast frekar að vegna máls sem reis vegna fyrirhugaðs flutnings rannsókna frá heilsugæslustöðvum til Rannsóknarstofnunar Landspítala - háskólasjúkrahúss Innlent 13.10.2005 18:48
Hættulegt litarefni í matvælum Umhverfisstofnun barst viðvörun frá bresku matvælastofnuninni á föstudaginn um matvæli og fóður sem greinst hafa með ólöglegt rautt litarefni sem kallast Sudan-1. Yfir 350 vörutegundir í Bretlandi hafa greinst með litarefnið sem talið er krabbameinsvaldandi. Innlent 13.10.2005 18:48
Leynilegar viðræður í Írak Embættismenn bandarísku leyniþjónstunnar eiga í leynilegum viðræðum við uppreisnarmenn úr röðum súnníta um það hvernig binda megi endi á vargöldina í Írak. Frá þessu greindi tímaritið <em>Time</em> í gær. Erlent 13.10.2005 18:48
Sagði sig úr stjórn Nýherja Hannes Guðmundsson hefur sagt sig úr stjórn Nýherja. Hann tók í síðustu viku við starfi útibússtjóra hjá Íslandsbanka og hefur samkvæmt reglum bankans ekki heimild til setu í stjórn Nýherja. Guðmundur Jóhann Jónsson tekur sæti aðalmanns í stjórninni í stað Hannesar. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:48
Atlansolía með sjö nýjar stöðvar Atlantsolía ætlar að byggja sjö nýjar bensínstöðvar á þessu ári. Í dag verður tekin skóflustunga að nýrri stöð í Njarðvík en á næstu mánuðum stendur til að byggja stöðvar við Kaplakrika í Hafnarfirði, á Dalvegi í Kópavogi, á Sprengisandi, í Skeifunni og á Höfða. Innlent 13.10.2005 18:48
2500% munur á lyfjaverði Lítið hefur áunnist á því ári sem liðið er frá því að Ríkisendurskoðun kallaði eftir úrbótum vegna mikils verðmunar á lyfjum hér á landi og í Danmörku. Dæmi eru um allt að 2500 prósenta mun á heildsöluverði lyfja milli landanna, þrátt fyrir að þau komi frá sama framleiðanda: Actavis. Innlent 13.10.2005 18:48
14 ára stúlku leitað Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir Jónu Thuy Phuong Jakobsdóttur. Hún verður fimmtán ára í maí og er til heimilis að Skeljagranda 2 í Reykjavík. Þeir sem einhverjar upplýsingar geta gefið um ferðir hennar eða dvalarstað eru beðnir að hafa samband við lögregluna í Reykjavík í síma 444 1000. Innlent 13.10.2005 18:48
Dæmdur fyrir fjársvik og innbrot Rúmlega tvítugur maður var dæmdur í tveggja mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær fyrir fjársvik, þjófnað og að taka við þýfi. Maðurinn hafði meðal annars framvísað greiðslukorti fyrirtækis í leyfisleysi og brotist inn í íbúðarhúsnæði og stolið þaðan verðmætum. Innlent 13.10.2005 18:48
Hundrað saknað eftir aurskriður Að minnsta kosti níu manns hafa látist og meira en hundrað er saknað eftir aurskriður í Indónesíu í morgun. Fjöldi húsa grófst í jörðu niður undan skriðunum og er óttast að flestir þeirra sem saknað er hafi grafist undir skriðurnar. Erlent 13.10.2005 18:48
Endurnýjun lýðræðis í Rússlandi George Bush Bandaríkjaforseti krefst þess að Rússar „endurnýi skuldbingu sína við lýðræði“, enda sé það forsenda þess að þjóðin þróist áfram sem Evrópuþjóð. Þetta kom fram í ræðu sem Bush hélt í Brussel í Belgíu í dag en það er fyrsti viðkomustaður hans í fimm daga Evrópureisu sem hófst í morgun. Erlent 13.10.2005 18:48
Hert á öryggismálum kjarnorkuvers Finnskir kjarnorkusérfræðingar munu halda átta námskeið um öryggismál fyrir starfsmenn Kola-kjarnorkuversins í Norðvestur-Rússlandi. Norðmenn hafa áður lagt sitt af mörkum til tæknivæðingar öryggisbúnaðar og stjórntækja kjarnorkuversins.</font /> Erlent 13.10.2005 18:48
Bandaríkjamenn vilja viðræður Eftir blóðuga baráttu við uppreisnarmenn í Írak í tvö ár eru Bandaríkjamenn komnir að þeirri niðurstöðu að viðræður séu vænlegasta leiðin til að binda enda á skálmöldina. Erlent 13.10.2005 18:48
Sjóðirnir liggja frystir í banka Sjóðir Bandalags jafnaðarmanna liggja frystir í Landsbankanum og svo virðist sem enginn geti gert tilkall til þeirra. Stefán Benediktsson, fyrrverandi alþingismaður, segir flokkssystkin sín hafa ásælst sjóðina á sínum tíma en ekki haft erindi sem erfiði. Innlent 13.10.2005 18:48
Stjórnin féll í Portúgal Stjórnarandstaðan í Portúgal bar í gær sigur úr býtum í þingkosningum í landinu. Flokkur sósíalista undir stjórn Jose Socrates fékk hreinan meirihluta í fyrsta skipti í sögu landsins. Hinn hægrisinnaði Pedro Santana Lopes hefur því hrökklast úr starfi forsætisráðherra eftir að hafa aðeins gegnt því í rúmlega hálft ár. Erlent 13.10.2005 18:48
Nýtt kvenfélag framsóknar stofnað Tvö félög framsóknarkvenna starfa nú í Kópavogi. Framsóknarfélagið Brynja var stofnað í gær af sextíu og einni konu sem gengu í Framsóknarfélagið Freyju, Félag framsóknarkvenna í Kópavogi, fyrir síðasta aðalfund félagsins. Aðalfundurinn var hins vegar úrskurðaður ólöglegur þar sem láðst hafði að samþykkja breytingar á lögum félagsins fyrir fundinn. Innlent 13.10.2005 18:48