Fréttir Loðnuflotinn snúinn við Loðnuflotinn sem kominn var vestur undir Vestmannaeyjar er snúinn við og farinn aftur austur að Ingólfshöfða. Þar er eitt og eitt skip að fá einhvern afla en önnur minna. Að sögn sjómanna hefur enginn kraftur verið í veiðunum í nokkra daga og bráðliggur nú á að fá nýja torfu, ef takast á að veiða kvótann á þessari vertíð. Innlent 13.10.2005 18:48 Gíslum sleppt í Írak Tveimur blaðamönnum frá Indónesíu, sem var rænt í Írak fyrir helgi, hefur verið sleppt. Þetta var staðfest í morgun. Myndbandsupptaka var sýnd á sjónvarpsstöð í Indónesíu þar sem sjá mátti fréttamennina og skæruliða sem sagði að þeim yrði sleppt. Erlent 13.10.2005 18:48 Ekki samkeppni í blóðrannsóknum Samkeppnisráð telur ekki ástæðu til að hafast frekar að vegna máls sem reis vegna fyrirhugaðs flutnings rannsókna frá heilsugæslustöðvum til Rannsóknarstofnunar Landspítala - háskólasjúkrahúss Innlent 13.10.2005 18:48 Hættulegt litarefni í matvælum Umhverfisstofnun barst viðvörun frá bresku matvælastofnuninni á föstudaginn um matvæli og fóður sem greinst hafa með ólöglegt rautt litarefni sem kallast Sudan-1. Yfir 350 vörutegundir í Bretlandi hafa greinst með litarefnið sem talið er krabbameinsvaldandi. Innlent 13.10.2005 18:48 Leynilegar viðræður í Írak Embættismenn bandarísku leyniþjónstunnar eiga í leynilegum viðræðum við uppreisnarmenn úr röðum súnníta um það hvernig binda megi endi á vargöldina í Írak. Frá þessu greindi tímaritið <em>Time</em> í gær. Erlent 13.10.2005 18:48 Sagði sig úr stjórn Nýherja Hannes Guðmundsson hefur sagt sig úr stjórn Nýherja. Hann tók í síðustu viku við starfi útibússtjóra hjá Íslandsbanka og hefur samkvæmt reglum bankans ekki heimild til setu í stjórn Nýherja. Guðmundur Jóhann Jónsson tekur sæti aðalmanns í stjórninni í stað Hannesar. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:48 Atlansolía með sjö nýjar stöðvar Atlantsolía ætlar að byggja sjö nýjar bensínstöðvar á þessu ári. Í dag verður tekin skóflustunga að nýrri stöð í Njarðvík en á næstu mánuðum stendur til að byggja stöðvar við Kaplakrika í Hafnarfirði, á Dalvegi í Kópavogi, á Sprengisandi, í Skeifunni og á Höfða. Innlent 13.10.2005 18:48 2500% munur á lyfjaverði Lítið hefur áunnist á því ári sem liðið er frá því að Ríkisendurskoðun kallaði eftir úrbótum vegna mikils verðmunar á lyfjum hér á landi og í Danmörku. Dæmi eru um allt að 2500 prósenta mun á heildsöluverði lyfja milli landanna, þrátt fyrir að þau komi frá sama framleiðanda: Actavis. Innlent 13.10.2005 18:48 14 ára stúlku leitað Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir Jónu Thuy Phuong Jakobsdóttur. Hún verður fimmtán ára í maí og er til heimilis að Skeljagranda 2 í Reykjavík. Þeir sem einhverjar upplýsingar geta gefið um ferðir hennar eða dvalarstað eru beðnir að hafa samband við lögregluna í Reykjavík í síma 444 1000. Innlent 13.10.2005 18:48 Dæmdur fyrir fjársvik og innbrot Rúmlega tvítugur maður var dæmdur í tveggja mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær fyrir fjársvik, þjófnað og að taka við þýfi. Maðurinn hafði meðal annars framvísað greiðslukorti fyrirtækis í leyfisleysi og brotist inn í íbúðarhúsnæði og stolið þaðan verðmætum. Innlent 13.10.2005 18:48 Hundrað saknað eftir aurskriður Að minnsta kosti níu manns hafa látist og meira en hundrað er saknað eftir aurskriður í Indónesíu í morgun. Fjöldi húsa grófst í jörðu niður undan skriðunum og er óttast að flestir þeirra sem saknað er hafi grafist undir skriðurnar. Erlent 13.10.2005 18:48 Endurnýjun lýðræðis í Rússlandi George Bush Bandaríkjaforseti krefst þess að Rússar „endurnýi skuldbingu sína við lýðræði“, enda sé það forsenda þess að þjóðin þróist áfram sem Evrópuþjóð. Þetta kom fram í ræðu sem Bush hélt í Brussel í Belgíu í dag en það er fyrsti viðkomustaður hans í fimm daga Evrópureisu sem hófst í morgun. Erlent 13.10.2005 18:48 Hert á öryggismálum kjarnorkuvers Finnskir kjarnorkusérfræðingar munu halda átta námskeið um öryggismál fyrir starfsmenn Kola-kjarnorkuversins í Norðvestur-Rússlandi. Norðmenn hafa áður lagt sitt af mörkum til tæknivæðingar öryggisbúnaðar og stjórntækja kjarnorkuversins.</font /> Erlent 13.10.2005 18:48 Bandaríkjamenn vilja viðræður Eftir blóðuga baráttu við uppreisnarmenn í Írak í tvö ár eru Bandaríkjamenn komnir að þeirri niðurstöðu að viðræður séu vænlegasta leiðin til að binda enda á skálmöldina. Erlent 13.10.2005 18:48 Tugþúsundir mótmæltu Sýrlendingum Tugþúsundir Líbana tóku þátt í mótmælum gegn stjórn landsins og kröfðust þess að hún færi frá völdum. Efnt var til mótmælanna viku eftir að Rafik Hariri, fyrrum forsætisráðherra, var ráðinn af dögum. Erlent 13.10.2005 18:48 Löng bið eftir fáum úrræðum Það er ólýsanlega sárt þegar níu ára barnið þitt stendur fyrir framan þig og segir:"Mamma ég vil bara fá að deyja." Þetta segir varaformaður Barnageðs, félags foreldra og áhugafólks um geðraskanir barna og unglinga. Hann segir alltof langa bið eftir alltof fáum úrræðum. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 18:48 Fangelsi og 30 milljóna sekt Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í morgun tvo menn til að greiða þrjátíu milljónir króna hvor í sekt og í fjögurra og fimm mánaða fangelsi fyrir stórfelld skattsvik og bókhaldsbrot. Innlent 13.10.2005 18:48 Sáum ekki þessa þróun fyrir "Það var ómögulegt að sjá fyrir þróun þessara mála þegar við lögðum hugmyndir okkar fyrst fram," segir Árni Magnússon félagsmálaráðherra. Hann viðurkennir að mögulega sé sannleikskorn í þeim ásökunum að kosningaloforð framsóknarmanna um 90 prósenta íbúðalán hafi verið upphafið að þeirri holskeflu hækkana á fasteignaverði sem verið hefur undanfarin misseri. Innlent 13.10.2005 18:48 ESB vill alþjóðlega rannsókn Evrópusambandið fer fram á alþjóðlega rannsókn á morðinu á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, líkt og stjórnvöld í Bandaríkjunum höfðu áður gert. Hariri lést af völdum bílsprengju í Beirút, höfuðborg Líbanons, í síðustu viku. Sýrlendingar hafa verið sakaðir um ódæðið en hafa hingað til neitað þeim ásökunum. Erlent 13.10.2005 18:48 Gamalt vín á nýjum belgjum Ahmed Qureia forsætisráðherra tryggði sér stuðning tuga þingmanna við breytta ríkisstjórn á stormasömum fundi með þingmönnum Fatah-hreyfingarinnar í fyrrinótt. Óvíst er hins vegar hversu langt það dugir því mikillar andstöðu gætir meðal þingmanna við nýju ríkisstjórnina. Erlent 13.10.2005 18:48 Kristilegir demókratar sigruðu Öllum að óvörum og þvert á niðurstöður kannana unnu þýskir, kristilegir demókratar sigur í Schleswig-Holstein í gær en þar fóru fram sambandslandskosningar. Þrátt fyrir sigurinn halda Heide Simonis forsætisráðherra og stjórn hennar velli þar sem samanlagt fylgi jafnaðarmanna og græningja nægir til þess. Erlent 13.10.2005 18:48 Sækist eftir stuðningi Evrópu Lýðræðisþróun var lykilatriðið í málflutningi George W. Bush í gær, á fyrsta degi ferðalags hans um Evrópu. Hann sækir heim þjóðarleiðtoga og áhrifamenn til að treysta tengsl Evrópu og Bandaríkjanna og sækja stuðning Evrópuríkja við aðgerðir Bandaríkjanna í Írak. Annað meginatriðið í málflutningi forsetans var friður fyrir botni Miðjarðarhafs. Erlent 13.10.2005 18:48 Vara við áhugaleysi Forystumenn Evrópusambandsins lýstu áhyggjum af lítilli þátttöku í spænsku þjóðaratkvæðagreiðslunni um stjórnarskrá Evrópusambandsins og vöruðu við því að áhugaleysi almennings kynni að valda vandamálum þegar kæmi að því að afla stuðnings við stjórnarskrána. Erlent 13.10.2005 18:48 Þingmenn tala af vanþekkingu Fyrrverandi framkvæmdastjóri tóbaksvarnanefndar segir þingmenn tjá sig af mikilli vanþekkingu um hugsanlegt bann við reykingum á veitinga- og kaffihúsum. Hann bendir á að samkvæmt rammasamningi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar geti Ísland ekki skorast undan því að vernda fólk gegn tóbaksreyk á öllum opinberum stöðum. Innlent 13.10.2005 18:48 Framhúsið ekki rifið Ekki er heimilt að rífa framhúsið við Laugaveg 17, að sögn Dags B. Eggertssonar, formanns skipulagsnefndar Reykjavíkurborgar. Samkvæmt deiliskipulagi eru hús við Laugaveg 17 meðal þeirra sem heimilt verður að rífa en Dagur segir að sú heimild nái aðeins til bakhúsanna á reitnum, þar sem verslanirnar Plastikk og Oni eru meðal annars. Innlent 13.10.2005 18:48 Ólafur hættur formennsku í FEB Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir, lét af formennsku í Félagi eldri borgara í Reykjavík á aðalfundi þess um helgina. Margrét Margeirsdóttir félagsráðgjafi var kjörin í hans stað en hún var áður varaformaður. Innlent 13.10.2005 18:48 Assan á heimaslóðum á Suðurlandi Haförninn, eða assan, sem sleppt var austur í Grafningi á laugardag eftir að hafa verið undir mannahöndum til lækninga virðist vera á heimaslóðum á Suðurlandi. Sjálfvirkur sendir var festur við hana og samkvæmt honum flaug hún um svæðið og síðan niður að Soginu, að öllum líkindum í ætisleit. Innlent 13.10.2005 18:48 Sjóðirnir liggja frystir í banka Sjóðir Bandalags jafnaðarmanna liggja frystir í Landsbankanum og svo virðist sem enginn geti gert tilkall til þeirra. Stefán Benediktsson, fyrrverandi alþingismaður, segir flokkssystkin sín hafa ásælst sjóðina á sínum tíma en ekki haft erindi sem erfiði. Innlent 13.10.2005 18:48 Stjórnin féll í Portúgal Stjórnarandstaðan í Portúgal bar í gær sigur úr býtum í þingkosningum í landinu. Flokkur sósíalista undir stjórn Jose Socrates fékk hreinan meirihluta í fyrsta skipti í sögu landsins. Hinn hægrisinnaði Pedro Santana Lopes hefur því hrökklast úr starfi forsætisráðherra eftir að hafa aðeins gegnt því í rúmlega hálft ár. Erlent 13.10.2005 18:48 Nýtt kvenfélag framsóknar stofnað Tvö félög framsóknarkvenna starfa nú í Kópavogi. Framsóknarfélagið Brynja var stofnað í gær af sextíu og einni konu sem gengu í Framsóknarfélagið Freyju, Félag framsóknarkvenna í Kópavogi, fyrir síðasta aðalfund félagsins. Aðalfundurinn var hins vegar úrskurðaður ólöglegur þar sem láðst hafði að samþykkja breytingar á lögum félagsins fyrir fundinn. Innlent 13.10.2005 18:48 « ‹ ›
Loðnuflotinn snúinn við Loðnuflotinn sem kominn var vestur undir Vestmannaeyjar er snúinn við og farinn aftur austur að Ingólfshöfða. Þar er eitt og eitt skip að fá einhvern afla en önnur minna. Að sögn sjómanna hefur enginn kraftur verið í veiðunum í nokkra daga og bráðliggur nú á að fá nýja torfu, ef takast á að veiða kvótann á þessari vertíð. Innlent 13.10.2005 18:48
Gíslum sleppt í Írak Tveimur blaðamönnum frá Indónesíu, sem var rænt í Írak fyrir helgi, hefur verið sleppt. Þetta var staðfest í morgun. Myndbandsupptaka var sýnd á sjónvarpsstöð í Indónesíu þar sem sjá mátti fréttamennina og skæruliða sem sagði að þeim yrði sleppt. Erlent 13.10.2005 18:48
Ekki samkeppni í blóðrannsóknum Samkeppnisráð telur ekki ástæðu til að hafast frekar að vegna máls sem reis vegna fyrirhugaðs flutnings rannsókna frá heilsugæslustöðvum til Rannsóknarstofnunar Landspítala - háskólasjúkrahúss Innlent 13.10.2005 18:48
Hættulegt litarefni í matvælum Umhverfisstofnun barst viðvörun frá bresku matvælastofnuninni á föstudaginn um matvæli og fóður sem greinst hafa með ólöglegt rautt litarefni sem kallast Sudan-1. Yfir 350 vörutegundir í Bretlandi hafa greinst með litarefnið sem talið er krabbameinsvaldandi. Innlent 13.10.2005 18:48
Leynilegar viðræður í Írak Embættismenn bandarísku leyniþjónstunnar eiga í leynilegum viðræðum við uppreisnarmenn úr röðum súnníta um það hvernig binda megi endi á vargöldina í Írak. Frá þessu greindi tímaritið <em>Time</em> í gær. Erlent 13.10.2005 18:48
Sagði sig úr stjórn Nýherja Hannes Guðmundsson hefur sagt sig úr stjórn Nýherja. Hann tók í síðustu viku við starfi útibússtjóra hjá Íslandsbanka og hefur samkvæmt reglum bankans ekki heimild til setu í stjórn Nýherja. Guðmundur Jóhann Jónsson tekur sæti aðalmanns í stjórninni í stað Hannesar. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:48
Atlansolía með sjö nýjar stöðvar Atlantsolía ætlar að byggja sjö nýjar bensínstöðvar á þessu ári. Í dag verður tekin skóflustunga að nýrri stöð í Njarðvík en á næstu mánuðum stendur til að byggja stöðvar við Kaplakrika í Hafnarfirði, á Dalvegi í Kópavogi, á Sprengisandi, í Skeifunni og á Höfða. Innlent 13.10.2005 18:48
2500% munur á lyfjaverði Lítið hefur áunnist á því ári sem liðið er frá því að Ríkisendurskoðun kallaði eftir úrbótum vegna mikils verðmunar á lyfjum hér á landi og í Danmörku. Dæmi eru um allt að 2500 prósenta mun á heildsöluverði lyfja milli landanna, þrátt fyrir að þau komi frá sama framleiðanda: Actavis. Innlent 13.10.2005 18:48
14 ára stúlku leitað Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir Jónu Thuy Phuong Jakobsdóttur. Hún verður fimmtán ára í maí og er til heimilis að Skeljagranda 2 í Reykjavík. Þeir sem einhverjar upplýsingar geta gefið um ferðir hennar eða dvalarstað eru beðnir að hafa samband við lögregluna í Reykjavík í síma 444 1000. Innlent 13.10.2005 18:48
Dæmdur fyrir fjársvik og innbrot Rúmlega tvítugur maður var dæmdur í tveggja mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær fyrir fjársvik, þjófnað og að taka við þýfi. Maðurinn hafði meðal annars framvísað greiðslukorti fyrirtækis í leyfisleysi og brotist inn í íbúðarhúsnæði og stolið þaðan verðmætum. Innlent 13.10.2005 18:48
Hundrað saknað eftir aurskriður Að minnsta kosti níu manns hafa látist og meira en hundrað er saknað eftir aurskriður í Indónesíu í morgun. Fjöldi húsa grófst í jörðu niður undan skriðunum og er óttast að flestir þeirra sem saknað er hafi grafist undir skriðurnar. Erlent 13.10.2005 18:48
Endurnýjun lýðræðis í Rússlandi George Bush Bandaríkjaforseti krefst þess að Rússar „endurnýi skuldbingu sína við lýðræði“, enda sé það forsenda þess að þjóðin þróist áfram sem Evrópuþjóð. Þetta kom fram í ræðu sem Bush hélt í Brussel í Belgíu í dag en það er fyrsti viðkomustaður hans í fimm daga Evrópureisu sem hófst í morgun. Erlent 13.10.2005 18:48
Hert á öryggismálum kjarnorkuvers Finnskir kjarnorkusérfræðingar munu halda átta námskeið um öryggismál fyrir starfsmenn Kola-kjarnorkuversins í Norðvestur-Rússlandi. Norðmenn hafa áður lagt sitt af mörkum til tæknivæðingar öryggisbúnaðar og stjórntækja kjarnorkuversins.</font /> Erlent 13.10.2005 18:48
Bandaríkjamenn vilja viðræður Eftir blóðuga baráttu við uppreisnarmenn í Írak í tvö ár eru Bandaríkjamenn komnir að þeirri niðurstöðu að viðræður séu vænlegasta leiðin til að binda enda á skálmöldina. Erlent 13.10.2005 18:48
Tugþúsundir mótmæltu Sýrlendingum Tugþúsundir Líbana tóku þátt í mótmælum gegn stjórn landsins og kröfðust þess að hún færi frá völdum. Efnt var til mótmælanna viku eftir að Rafik Hariri, fyrrum forsætisráðherra, var ráðinn af dögum. Erlent 13.10.2005 18:48
Löng bið eftir fáum úrræðum Það er ólýsanlega sárt þegar níu ára barnið þitt stendur fyrir framan þig og segir:"Mamma ég vil bara fá að deyja." Þetta segir varaformaður Barnageðs, félags foreldra og áhugafólks um geðraskanir barna og unglinga. Hann segir alltof langa bið eftir alltof fáum úrræðum. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 18:48
Fangelsi og 30 milljóna sekt Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í morgun tvo menn til að greiða þrjátíu milljónir króna hvor í sekt og í fjögurra og fimm mánaða fangelsi fyrir stórfelld skattsvik og bókhaldsbrot. Innlent 13.10.2005 18:48
Sáum ekki þessa þróun fyrir "Það var ómögulegt að sjá fyrir þróun þessara mála þegar við lögðum hugmyndir okkar fyrst fram," segir Árni Magnússon félagsmálaráðherra. Hann viðurkennir að mögulega sé sannleikskorn í þeim ásökunum að kosningaloforð framsóknarmanna um 90 prósenta íbúðalán hafi verið upphafið að þeirri holskeflu hækkana á fasteignaverði sem verið hefur undanfarin misseri. Innlent 13.10.2005 18:48
ESB vill alþjóðlega rannsókn Evrópusambandið fer fram á alþjóðlega rannsókn á morðinu á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, líkt og stjórnvöld í Bandaríkjunum höfðu áður gert. Hariri lést af völdum bílsprengju í Beirút, höfuðborg Líbanons, í síðustu viku. Sýrlendingar hafa verið sakaðir um ódæðið en hafa hingað til neitað þeim ásökunum. Erlent 13.10.2005 18:48
Gamalt vín á nýjum belgjum Ahmed Qureia forsætisráðherra tryggði sér stuðning tuga þingmanna við breytta ríkisstjórn á stormasömum fundi með þingmönnum Fatah-hreyfingarinnar í fyrrinótt. Óvíst er hins vegar hversu langt það dugir því mikillar andstöðu gætir meðal þingmanna við nýju ríkisstjórnina. Erlent 13.10.2005 18:48
Kristilegir demókratar sigruðu Öllum að óvörum og þvert á niðurstöður kannana unnu þýskir, kristilegir demókratar sigur í Schleswig-Holstein í gær en þar fóru fram sambandslandskosningar. Þrátt fyrir sigurinn halda Heide Simonis forsætisráðherra og stjórn hennar velli þar sem samanlagt fylgi jafnaðarmanna og græningja nægir til þess. Erlent 13.10.2005 18:48
Sækist eftir stuðningi Evrópu Lýðræðisþróun var lykilatriðið í málflutningi George W. Bush í gær, á fyrsta degi ferðalags hans um Evrópu. Hann sækir heim þjóðarleiðtoga og áhrifamenn til að treysta tengsl Evrópu og Bandaríkjanna og sækja stuðning Evrópuríkja við aðgerðir Bandaríkjanna í Írak. Annað meginatriðið í málflutningi forsetans var friður fyrir botni Miðjarðarhafs. Erlent 13.10.2005 18:48
Vara við áhugaleysi Forystumenn Evrópusambandsins lýstu áhyggjum af lítilli þátttöku í spænsku þjóðaratkvæðagreiðslunni um stjórnarskrá Evrópusambandsins og vöruðu við því að áhugaleysi almennings kynni að valda vandamálum þegar kæmi að því að afla stuðnings við stjórnarskrána. Erlent 13.10.2005 18:48
Þingmenn tala af vanþekkingu Fyrrverandi framkvæmdastjóri tóbaksvarnanefndar segir þingmenn tjá sig af mikilli vanþekkingu um hugsanlegt bann við reykingum á veitinga- og kaffihúsum. Hann bendir á að samkvæmt rammasamningi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar geti Ísland ekki skorast undan því að vernda fólk gegn tóbaksreyk á öllum opinberum stöðum. Innlent 13.10.2005 18:48
Framhúsið ekki rifið Ekki er heimilt að rífa framhúsið við Laugaveg 17, að sögn Dags B. Eggertssonar, formanns skipulagsnefndar Reykjavíkurborgar. Samkvæmt deiliskipulagi eru hús við Laugaveg 17 meðal þeirra sem heimilt verður að rífa en Dagur segir að sú heimild nái aðeins til bakhúsanna á reitnum, þar sem verslanirnar Plastikk og Oni eru meðal annars. Innlent 13.10.2005 18:48
Ólafur hættur formennsku í FEB Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir, lét af formennsku í Félagi eldri borgara í Reykjavík á aðalfundi þess um helgina. Margrét Margeirsdóttir félagsráðgjafi var kjörin í hans stað en hún var áður varaformaður. Innlent 13.10.2005 18:48
Assan á heimaslóðum á Suðurlandi Haförninn, eða assan, sem sleppt var austur í Grafningi á laugardag eftir að hafa verið undir mannahöndum til lækninga virðist vera á heimaslóðum á Suðurlandi. Sjálfvirkur sendir var festur við hana og samkvæmt honum flaug hún um svæðið og síðan niður að Soginu, að öllum líkindum í ætisleit. Innlent 13.10.2005 18:48
Sjóðirnir liggja frystir í banka Sjóðir Bandalags jafnaðarmanna liggja frystir í Landsbankanum og svo virðist sem enginn geti gert tilkall til þeirra. Stefán Benediktsson, fyrrverandi alþingismaður, segir flokkssystkin sín hafa ásælst sjóðina á sínum tíma en ekki haft erindi sem erfiði. Innlent 13.10.2005 18:48
Stjórnin féll í Portúgal Stjórnarandstaðan í Portúgal bar í gær sigur úr býtum í þingkosningum í landinu. Flokkur sósíalista undir stjórn Jose Socrates fékk hreinan meirihluta í fyrsta skipti í sögu landsins. Hinn hægrisinnaði Pedro Santana Lopes hefur því hrökklast úr starfi forsætisráðherra eftir að hafa aðeins gegnt því í rúmlega hálft ár. Erlent 13.10.2005 18:48
Nýtt kvenfélag framsóknar stofnað Tvö félög framsóknarkvenna starfa nú í Kópavogi. Framsóknarfélagið Brynja var stofnað í gær af sextíu og einni konu sem gengu í Framsóknarfélagið Freyju, Félag framsóknarkvenna í Kópavogi, fyrir síðasta aðalfund félagsins. Aðalfundurinn var hins vegar úrskurðaður ólöglegur þar sem láðst hafði að samþykkja breytingar á lögum félagsins fyrir fundinn. Innlent 13.10.2005 18:48