Fréttir

Fréttamynd

Hergagnageymsla springur í Súdan

Að minnsta kost 18 léstust og 30 særðust þegar hergagnageymsla í herþjálfunarstöð sprakk í loft upp í bænum Juba í Suður-Súdan í dag. Fregnir af atvikinu eru enn óljósar en Reuters-fréttaveitan hefur eftir hjálpastarfsmönnum í bænum að tala látinna eigi eftir að hækka því sprengikúlum rigndi yfir borgina í kjölfar sprengingarinnar. Ekkert er vitað um ástæður hennar.

Erlent
Fréttamynd

Metur lánstraustið óbreytt

Matsfyrirtækið Standard og Poors metur lánstraust Landsvirkjunar óbreytt miðað við núverandi eignarhald en segir horfurnar neikvæðar vegna boðaðrar einkavæðingar.

Innlent
Fréttamynd

Handtekin fyrir að misþyrma börnum

Lögreglan í Ísrael hefur handtekið barnapíu sem misþyrmdi sjö mánaða tvíburum sem hún átti að gæta. Foreldra barnanna grunaði að ekki væri allt með felldu þegar tvíburarnir urðu sinnulausir og hættu að brosa. Falin myndavél í stofunni staðfesti illan grun; barnapían barði börnin þegar þau trufluðu hana við sjónvarpsgláp. Barnapían játar á sig sakir og ber við ofsafengnum reiðiköstum.

Erlent
Fréttamynd

Bauhaus til Íslands

Þýska lágvöruverslanakeðjan Bauhaus, sem verslar með byggingavörur, ætlar að opna stórverslun hér á landi eftir rúmt ár. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur Bauhaus þegar tryggt sér lóð í Kópavogi fyrir um það bil 20 þúsund fermetra verslunarhús. Keðjan rekur 180 verslanir víða í Evrópu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sjötíu prósenta vextir

Í Bretlandi hefur verið sett á markaðinn nýtt kreditkort sem ætlað er sérstaklega efnaminna fólki en sá galli er á gjöf Njarðar að sjötíu prósenta vextir eru á kortinu.

Erlent
Fréttamynd

Beitti úðavopni á afgreiðslukonu

Eigandi Bettís við Borgarholtsbraut í Kópavogi var að vinna í fyrrakvöld þegar dökkklæddur ræningi með úðavopn ruddist inn og heimtaði peninga. Hann spreyjaði úðanum í andlit hennar. Sami ræninginn er talinn hafa verið verki í söluturninum Videospólunni við Holtsgötu í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Kennarastarfið er hugsjón

Paloma Ruiz Martinez er nýkjörin í stjórn Félags grunnskólakennara. Hún er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum þar sem spænskur faðir hennar og íslensk móðir búa. Paloma ákvað ung að verða kennari og lifir fyrir starfið. Hún segir kennara enn vera að jafna sig eftir verkfallið í vetur.

Innlent
Fréttamynd

Vislandia selur þjónustu

Ilona Wilke, eigandi Vislandia, vísaði á GT verktaka og lögmann þeirra, Martein Magnússon, eða Fyrirtækjaskrána í Lettlandi þegar Fréttablaðið hafði samband við hana í Lettlandi í fyrradag.

Innlent
Fréttamynd

Tvö rán framin í gærkvöld

Tvö rán voru framin á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og eru vísbendingar um að sami maður hafi verið á ferð í báðum tilvikum. Rétt fyrir klukkan tíu hótaði maður með hulið andlit afgreiðslustúlku í söluturni við Borgarholtsbraut og sprautaði á hana úr meisúðabrúsa, en úði úr þeim hálfblindar fólk. Síðan hrifsaði hann peninga úr peningakassanum og hljóp á brott.

Innlent
Fréttamynd

Birtingin gæti verið lögbrot

Svo virðist sem birting myndbands á netinu þar sem ungur maður verður fyrir banvænni líkamsárás samrýmist ekki lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

Innlent
Fréttamynd

Gefur falska mynd

Starfsmenn Hagstofunnar reikna húsaleigu vegna eigin húsnæðis til gjalda en ekki tekna í neysluvöruverðsvísitölunni. Þetta veldur því að vísitalan sýnir verðbólgu upp á rúm fjögur prósent þegar hún er í raun aðeins um 2,5 prósent. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Iðnskólinn fær rausnarleg gjöf

Iðnskóli Reykjavíkur fékk að gjöf raflagnaefni til forritanlegra raflagna að andvirði 400 þúsund króna í tilefni hundrað ára afmæli skólans. Það var GIRA GmbH í Þýskalandi og S. Guðjónsson ehf., umboðsaðili GIRA á Íslandi sem gáfu skólanum gjöfina.

Innlent
Fréttamynd

Ganga nærri mannréttindum

Breska ríkisstjórnin sætir gagnrýni vegna fyrirhugaðrar löggjafar sem veitir lögreglu aukin völd til að handtaka og halda grunuðum hryðjuverkamönnum. Stjórnarandstæðingar segja löggjöfina grafa undan  breska réttarkerfinu auk þess sem þingmönnum gefist ekki tími til að ræða frumvarpið, sem feli í sér grundvallarbreytingar á bresku dómskerfi.

Erlent
Fréttamynd

Segist til í að segja af sér

Omar Karami, forsætisráðherra Líbanons, segist reiðubúinn að verða við kröfum stjórnarandstæðinga um að segja af sér, að því gefnu að þing landsins komist að samkomulagi um nýja stjórn. Fyrst ætlar hann þó að fara þess á leit við þingmenn að þeir greiði atkvæði um traust eða vantraust á stjórnina.

Erlent
Fréttamynd

Hass og smygl á Reyðarfirði

Lögreglan á Eskifirði lagði í gær hald á fíkniefni og smyglvarning í vöruskemmu á Reyðarfirði um hádegisbilið í gær.

Innlent
Fréttamynd

Skýrslutaka fyrir sunnan

Stjórnendur GT verktaka verða á næstunni kallaðir til skýrslutöku á vegum Sýslumannsins á Seyðisfirði.

Innlent
Fréttamynd

Með falsað vegabréf

Rúmlega þrítugur útlendingur sótti um pólitískt hæli þegar hann kom úr ferjunni Norrænu á þriðjudagsmorgun. Við komuna til landsins hafði hann framvísað ungversku vegabréfi sem grunur lék á að væri falsað. Hann viðurkenndi að svo væri og óskaði hælis hér á landi sem pólitískur flóttamaður.

Innlent
Fréttamynd

Mótmæla Bush hvar sem hann fer

Engu virðist skipta þótt Bush Bandaríkjaforseti friðmælist við hvern Evrópuleiðtogann á fætur öðrum, Evrópubúum líst ekkert betur á Bush en áður og safnast saman til að mótmæla hvar sem hann fer.

Erlent
Fréttamynd

Fjölmargir árekstrar í gær

Fjöldi árekstra varð í Reykjavík í gærdag en engin slasaðist alvarlega þrátt fyrir talsvert eignatjón í sumum þeirra. Lögregla kann enga skýringu á þessu því þótt þoka hafi verið í borginni var hún ekki svo svört að hún hafi átt að byrgja ökumönnum sýn.

Innlent
Fréttamynd

Kosið um stjórnarskrá í sumar

Hollendingar kjósa um nýja stjórnarskrá Evrópusambandsins 1. júní næstkomandi. Frá þessu greindu skipuleggjendur kosninganna í dag. Stuðningur við Evrópusambandið hefur lengi verið góður í Hollandi en undanfarið hefur þeim fjölgað sem líta samstarfið hornauga og því óttast yfirvöld í Hollandi nú að ef þátttaka í kosningunum verði lítil muni andstæðingar stjórnarskrárinnar hafa nauman sigur.

Erlent
Fréttamynd

Ráðgjöf gegn HIV - smiti

Starfsfólk á göngudeild smitsjúkdóma á Landspítala - háskólasjúkrahúsi veitir nú aukna þjónustu þeim sem koma í HIV próf, að sögn Más Kristjánssonar yfirlæknis á deildinni.

Innlent
Fréttamynd

Sagður hafa ætlað að myrða Bush

Bandaríkjamaður af arabískum uppruna hefur verið ákærður fyrir að skipuleggja morðtilræði við George Bush Bandaríkjaforseta. Í ákæru á hendur manninum segir að hann hafi tvívegis lagt á ráðin um það með öðrum manni hvernig ráða mætti forsetann af dögum. Ætlunin hafi verið að skjóta Bush eða sprengja bílsprengju í námunda við hann.

Erlent
Fréttamynd

Orðlaus yfir sýknudómi

Leigubílstjóri sem var skorinn á háls í lok júlí í fyrra sagðist hafa orðið gjörsamlega orðlaus þegar maðurinn sem var ákærður fyrir árásina var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Einn af þremur dómurunum taldi manninn sekan og vildi dæma hann í fimm ára fangelsi fyrir þessa stórhættulegu árás.

Innlent
Fréttamynd

Bæði undrandi og glaður

Sjón átti ekki svefnsama nótt en varð bæði undrandi og glaður þegar hringt var í hann í morgun og honum tilkynnt að bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs féllu honum í skaut fyrir skáldsöguna Skugga-Baldur.

Innlent
Fréttamynd

Almenningur hundfúll út í Bush

Þrátt fyrir að leiðtogar Evrópu og Bandaríkjanna séu að sættast og grafa stríðsöxina er hinn almenni Evrópubúi enn þá hundfúll út í Bush Bandaríkjaforseta. Andstaðan endurspeglast í miklum mótmælum sem hafa brotist út hvar sem Bush hefur farið um Evrópu.

Erlent
Fréttamynd

Skólastjórinn fann drenginn

Fjórtán ára pilturinn, sem leitað hefur verið að undanfarna viku, er fundinn. Skólastjórinn hans fann hann í gærmorgun

Innlent
Fréttamynd

Mótmæla byggingu Brimborgar

Íbúar í Kópavogi óttast jákvæð viðbrögð skipulagsnefndar við fyrirhugaðri nær níu þúsund fermetra byggingum Brimborgar við Dalveg. Þeir segja að rísi húsin verði það umhverfisslys fyrir byggðina. Brimborg segir húsin hönnuð til að auka veg hverfisins. </font /></b />

Innlent