Fréttir

Fréttamynd

Handsprengju hent að Bush?

Bandaríska leyniþjónustan rannsakar nú hvort handsprengju hafi verið hent í átt að George Bush Bandaríkjaforseta þegar hann hélt ræði í Tíblisi, höfuðborg Georgíu í gær. Að sögn yfirvalda í Georgíu lenti hlutur, sem talið er að hafi verið handsprengja, aðeins þrjátíu metra frá forsetanum á meðan á ræðuhöldunum stóð.

Erlent
Fréttamynd

12 milljónir búa við þrælahald

Ríflega tólf milljónir manna búa við þrælahald víða um veröld, að því er fram kemur í nýrri skýrslu frá Alþjóðavinnumálastofnun Sameinuðu þjóðanna. Af þessum tólf milljónum eru 2,4 milljónir manna sem hafa beinlínis verið seldar í þrældóm á milli landa.

Erlent
Fréttamynd

Fyrningarfrumvarp ekki afgreitt

Til snarpra orðaskipta kom á Alþingi fyrir stundu þegar Halldór Blöndal, forseti Alþingis, tilkynnti að framvarp Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingar, um afnám fyrningar á kynferðisbrotum gegn börnum yrði ekki afgreitt fyrir þinghlé eftir að breytingartillaga kom fram frá Jónínu Bjartmarz, þingmanni Framsóknarflokks.

Innlent
Fréttamynd

5 mánaða fangelsi fyrir líkamsárás

Karlmaður á þrítugsaldri var í dag dæmdur í Héraðsdómi Norðurlands eystra í fimm mánaða fangelsi, þar af þrjá mánuði skilorðsbundið, fyrir líkamsárás. Maðurinn var einnig ákærður fyrir aðild að annarri líkamsárás en var sýknaður af þeirri ákæru.

Innlent
Fréttamynd

Gunnar yfirgefur frjálslynda

Gunnar Örlygsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, hefur ákveðið að ganga úr flokknum og sækja um inngöngu í Sjálfstæðisflokkinn. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir Gunnar hafa skýrt sér frá því í fyrradag að hann teldi ástæðu til að skoða sína stöðu í flokknum; hans staða væru sú að ef til vill væri best fyrir hann að yfirgefa flokkinn.

Innlent
Fréttamynd

Búlgarar samþykkja skilyrði ESB

Búlgarska þingi samþykkti með miklum meirihluta í morgun skilyrðin sem Evrópusambandið setti fyrir inngöngu landsins í sambandið. Þar með getur þetta fátæka land gengið í hóp hinna auðugu Evrópuþjóða. Búist er við að það gerist árið 2007.

Innlent
Fréttamynd

Sekur um fyrstu gráðu morð

Maður sem skaut til bana hina hálfíslensku Lucille Mosco og særði Jón Atla Júlíusson, son hennar, alvarlega í Flórída fyrir tveimur árum var í gær fundinn sekur um fyrstu gráðu morð og tilraun til morðs. Jón Atli vonar að maðurinn verði dæmdur til dauða.

Innlent
Fréttamynd

Sakaði stjórnarflokkana um svik

Margir þingmenn gagnrýndu í dag að þinghald tæki mið af sauðburði á vorin og göngum og réttum á haustin. Ágúst Ólafur Ágústsson sakaði stjórnarflokkana um svik í morgun þegar frumvarp hans um afnám fyrningar kynferðisbrota fór ekki á dagskrá.

Innlent
Fréttamynd

Ákært vegna Dettifosssmygls

Á mánudag var gefin út ákæra á hendur fimm mönnum í seinni hluta svokallaðs Dettifossmáls, eins umfangsmesta fíkniefnamáls sem hér hefur komið upp, að því er fram kemur í staðfestingu Hæstaréttar á gæsluvarðhaldi yfir einum mannanna.

Innlent
Fréttamynd

Hættuástandi aflýst í Washington

Búið er að aflýsa hættuástandi við Hvíta húsið í Washington en það var rýmt um fjögurleytið að íslenskum tíma vegna ótta við hugsanlega hryðjuverkaárás. Að sögn Reuters-fréttastofunnar sást flugvél fljúga óvenjulega nærri húsinu og var ekki vitað hverrar tegundar hún var eða á hvaða vegum. Síðar kom í ljós að um var að ræða litla Cessna-vél.

Erlent
Fréttamynd

Óánægja með ávaxtareglur

Íslendingar sem starfa hjá Impregilo á Kárahnjúkum eru óánægðir með að aðeins megi taka með sér tvo ávexti úr mötuneyti.

Innlent
Fréttamynd

Vilja herða vinnutímatilskipun

Evrópuþingið samþykkti í fyrradag að í uppfærðri vinnutímatilskipun sambandsins yrði kveðið á um að löglegur hámarksvinnutími launþega yrðu 48 stundir á viku. Þar með yrði fallið frá undanþágu frá tilskipuninni, sem að ákveðnum skilyrðum uppfylltum heimilar að launþegi vinni lengri vinnuviku, semji hann um það sérstaklega við vinnuveitandann.

Erlent
Fréttamynd

Atkvæði greidd í dag

Meirihluti Alþingis samþykkti nú fyrir hádegi að þrjú lagafrumvörp viðskiptaráðherra um breytingar á samkeppnislögum gengju til þriðju umræðu með þeim breytingum sem meirihluti nefndarinnar lagði til. Greidd verða atkvæði um lögin eftir hádegi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Stórskotalið til Kína

Stórskotalið íslenskra viðskiptamanna verður í för með forseta Íslands til Kína í opinberri heimsókn dagana 15. til 22. maí. Yfir 200 manns eru í sendinefndinni.

Innlent
Fréttamynd

Barði mann með flösku

Liðlega tvítugur maður þarf bara að sitja inni í tvo mánuði af fimm fyrir líkamsárásir haldi hann skilorð í þrjú ár. Þá þarf hann, samkvæmt dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra, að greiða manni sem hann barði í höfuðuð með flösku tæpar 160 þúsund krónur.

Innlent
Fréttamynd

Halldór Blöndal hættir sem forseti

Halldór Blöndal stjórnaði sínum síðasta fundi sem þingforseti á Alþingi í gærkvöldi, en hann gefur ekki kost á sér aftur í embættið á hausti komanda. Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri Grænna þakkaði honum samstarfið fyrir hönd þingmanna.

Innlent
Fréttamynd

Kópavogur 50 ára í dag

Mikið verður um dýrðir í Kópavogi í dag en bærinn fagnar nú hálfrar aldar afmæli. Hátíðardagskrá verður í Salnum þar sem flutt verða fjölmörg tónlistaratriði, heiðurslistamaður bæjarins verður útnefndur, ræður verða haldnar og kvikmynd sem spannar fimmtíu ára sögu Kópavogs verður sýnd.

Innlent
Fréttamynd

Maðurinn fundinn

Subaru Legacy bíll, sem lögreglan í Reykjavík auglýsti eftir í gær, er fundinn og ökumaðurinn einnig, heill á húfi. Maðurinn hafði farið að heiman frá sér og var óttast um hann.

Innlent
Fréttamynd

Franskir skurðlæknar til Bretlands

350 franskir skurðlæknar hafa tekið upp á því að fara til Bretlands að mótmæla slæmum kjörum sínum í heimalandinu. Ástæðan ku vera táknræn því margir þeirra hafa fengið tilboð um betra kaup og kjör í Bretlandi þar sem vaxandi eftirspurn er eftir skurðlæknum.

Erlent
Fréttamynd

64 látnir, 110 særðir

Minnst sextíu og fjórir hafa fallið í valinn og meira en eitt hundrað og tíu manns eru særðir eftir þrjár sjálfsmorðssprengjuárásir í Írak í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Gasbyssubóndi ber af sér sakir

Flateyjarbóndinn Hafsteinn Guðmundsson, sem átti gasbyssu sem fannst við meint arnarhreiður í Borgarhólma í Hergilseyjarlöndum nú í apríl, heldur því fram að ernir hafi aldrei orpið í Borgarhólma og að gasbyssuhvellirnir hafi einungis verið til þess að fæla geldfugla frá æðarvarpi í hólmanum.

Innlent
Fréttamynd

20 milljónir í menningarverkefni

Menningarráð Austurlands úthlutaði í dag styrkjum til 50 menningarverkefna á Austurlandi að upphæð rúmlega 20 milljónir króna. Hæsta styrkinn hlaut Vopnafjarðarhreppur, 1,6 milljón króna, fyrir menningarstarfsemi í Miklagarði og Kaupvangi.

Innlent
Fréttamynd

Sjúkratryggingakortin rjúka út

Rúmlega sex þúsund evrópsk sjúkratryggingakort hafa verið gefin út hjá Tryggingastofnun fyrstu vikuna eftir að útgáfa þeirra hófst. Um 85 prósent fólks sækja um gegnum heimasíðuna.

Innlent
Fréttamynd

Dómar birtast á netinu

Í sumar eða undir haust er fyrirhugað að dómstólar landsins hefji allir birtingu dóma á netinu. Hingað til hefur Héraðsdómur Norðurlands eystra einn birt dóma með þeim hætti.

Innlent
Fréttamynd

Sendi út viðkvæmar upplýsingar

Starfsmanni á skrifstofu Samfylkingarinnar var sagt upp störfum fyrir að hafa brotið trúnað varðandi viðkvæmar upplýsingar um flokksskrá Samfylkingarinnar

Innlent
Fréttamynd

Stuðningur mestur á landsbyggðinni

Samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins er stuðningur við áframhaldandi samstarf R-listans mestur á landsbyggðinni. Stuðningurinn er minnstur meðal stuðningsmanna þeirra flokka sem mynda R-listann á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Logandi jeppi hrökk í gang

Mannlaus jeppabifreið hrökk í gang eftir að eldur kom upp í vélarhúsi hennar nokkru fyrir klukkan tvö í gær og rauk aftur á bak á næsta bíl í bílastæði við Egilsgötu rétt við Snorrabraut í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Mikið blóðbað í morgun

Minnst sjötíu og einn er látinn eftir röð sjálfsmorðsárása í þremur borgum í Írak í morgun. Ekkert lát er á sprengjuárásum og mannránum í Írak þrátt fyrir að ný lýðræðislega kjörin ríkisstjórn, skipuð heimamönnum, hafi nú tekið til starfa. 

Erlent