Fréttir

Fréttamynd

Umferðartafir við Miklubraut

Frá og með deginum í dag verður hægt að aka Laugaveginn endilangan frá gatnamótum Suðurlandsbrautar og alla leið að Bankastræti. Fleiri framkvæmdir setja mark sitt á borgina þar sem í gær var hafist handa við þrengingu Miklubrautar. Af þessum völdum er aðeins ein akrein Miklubrautar í hvora átt opin fyrir umferð og verður svo út mánuðinn.

Innlent
Fréttamynd

Vill fleiri íslenskar sendinefndir

Forseti Kína vill fá fleiri sendinefndir frá Íslandi í heimsókn, þar á meðal frá stjórnmálaflokkunum, verkalýðsfélögunum og almannafélögum ýmiss konar, eftir því sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir, en þeir áttu fund í Peking nú fyrir hádegi. Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar, er í Kína.

Innlent
Fréttamynd

Skuggaleg skuldaauking borgarinnar

"Það er skylda okkar í minnihlutanum að gera borgarbúum ljóst hversu alvarleg staða hefur skapast undir óstjórn R-listans," segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, en hann fór hörðum orðum um sívaxandi skuldahala Reykjavíkurborgar.

Innlent
Fréttamynd

Svíar íhuguðu innrás í Noreg

Litlu munaði að Svíar réðust á Norðmenn með hernaði árið 1905 þegar Norðmenn sögðu sig einhliða úr ríkjasambandinu við Svíþjóð.

Erlent
Fréttamynd

Khodorkovskí-dóms beðið enn

Uppkvaðningu dómsins yfir rússneska auðjöfrinum Mikhaíl Khodorkovskí var fram haldið í Moskvu í gær, en dómhaldi aftur frestað án þess að dómsúrskurðurinn sjálfur væri kveðinn upp. Dómsuppkvaðningin hófst á mánudag.

Erlent
Fréttamynd

Ávarpaði leiðtogafund Evrópuráðs

Davíð Oddsson utanríkisráðherra ávarpaði í dag leiðtogafund Evrópuráðsins sem stendur yfir í Varsjá í Póllandi. Í máli utanríkisráðherra kom fram að eining Evrópu væri háð lýðræði og virðingu fyrir mannréttindum og grunnvallarreglum réttarríkisins. Hér hefði Evrópuráðið einstöku hlutverki að gegna.

Innlent
Fréttamynd

Fóru naktar að heimili forsetans

Fimmtán mexíkóskar konur örkuðu um naktar fyrir framan heimili forseta Mexíkós í gær og kröfðust afsagnar tveggja þingmanna vegna spillingar. Konurnar eru í hópi 800 indíána frá Veracruz en þær segja mennina eiga að vera rekna úr embætti fyrir að hafa gert land þeirra upptækt.

Erlent
Fréttamynd

Samið um umframmjólk

Mjólkursamlagið Mjólka ehf. sem stofnað var í síðasta mánuði hefur náð samningum við tíu kúabændur sem munu selja því mjólk sem þeir framleiða umfram kvóta en Mjólka setur sína fyrstu vöru á markað í næsta mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Verst ásökunum þingnefndar

Bandarísk þingnefnd sakar breska, franska og rússneska stjórnmálamenn, en einnig bandarísk fyrirtæki og stjórnvöld, um þátttöku í spillingu í kringum olíu-fyrir-mat áætlun SÞ í Írak. Ásakanir ganga á víxl.

Erlent
Fréttamynd

Vill reisa álver á Norðurlandi

Bandaríska álfyrirtækið Alcoa hefur lýst formlega áhuga sínum á að reisa álver á Norðurlandi. Fyrirtækið hefur sent íslenskum stjórnvöldum bréf þar sem lýst er áhuga á að vinna með íslenskum stjórnvöldum og sveitarfélögum á Norðurlandi að hugsanlegri byggingu álvers þar.

Innlent
Fréttamynd

Boða hertar innflytjendareglur

Nafnskírteini, hertar reglur um innflytjendur og uppstokkun í heilbrigðiskerfinu eru meðal helstu stefnumála bresku ríkisstjórnarinnar næsta kjörtímabil. Elísabet Bretadrottning setti nýkjörið þing í morgun við hátíðlega athöfn og kynnti þá, eins og venja er, helstu stefnumál Verkamannaflokksins.

Innlent
Fréttamynd

Dönsk börn hætt að hreyfa sig

Dönsk börn hreyfa sig allt of lítið samkvæmt nýrri danskri rannsókn. Í stað þess að hreyfa sig útivið sitja þau meira en þrjár klukkustundir daglega fyrir framan sjónvarp eða tölvu. 

Erlent
Fréttamynd

Áframhaldandi mannréttindaviðræður

Íslendingar munu eiga opnar viðræður um mannréttindi við Kínverja, byggðar á gagnvirkum skilningi, segir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sem átti fund með Kínaforseta í dag. Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar, er í Kína.

Innlent
Fréttamynd

Danskir fréttamenn í verkfalli

Fréttaútsendingar danska ríkisútvarpsins Danmarks Radio féllu niður í gær vegna verkfalls fréttamanna. Átti þetta bæði við um útvarp og sjónvarp auk þess sem fréttamenn svæðisstöðva lögðu niður vinnu í samúðarskyni við starfsfélaga sína. 

Erlent
Fréttamynd

Fullur á traktor í Víkurskarði

Maður var dæmdur í Héraðsdómi Norðurlands eystra til greiðslu 130 þúsund króna sektar fyrir að aka dráttarvél ölvaður um miðjan desember þannig að hún endaði utan vegar í Víkurskarði. Þá var hann sviptur ökuleyfi í tvö ár.

Innlent
Fréttamynd

Buðu bara fjölskyldu áfallahjálp

Matargestum í Hlíðarhjalla í Kópavogi á sunnudaginn var ekki boðin áfallahjálp ef undanskilin er fjölskylda hins látna. Alls voru sautján matargestir þar þegar einn gestanna snöggreiddist að sögn vitna og myrti Vu Van Phong með eggvopni sem að sögn lögreglu var líklega tekið úr eldhúsi í íbúðinni.

Innlent
Fréttamynd

Vanvirðing og heiðursvörn ástæðan

Vanvirðing og heiðursvörn virðast hafa verið ástæða átakanna í Hlíðarhjalla á sunnudagskvöld sem leiddu til dauða tæplega þrítugs karlmanns frá Víetnam.

Innlent
Fréttamynd

Hundaræktendur takast á

"Fráfarandi formaður tilkynnti mér á fulltrúafundi að hún ætlaði ekki að gefa kost á sér aftur, en taldi ekki þörf á því að tilkynna það neinum nema stjórninni," segir Guðmundur Helgi Guðmundsson, annar frambjóðandi til formanns Hundaræktarfélags Íslands um vinnubrögð Þórhildar Bjartmarz, fráfarandi formanns félagsins.

Innlent
Fréttamynd

Morðingja leitað í Alsír

Ellefu alsírskir hermenn féllu á sunnudaginn þegar hópur uppreisnarmanna, sem talið er að tengist al-Qaida, sátu fyrir þeim og gerðu á þá árásir með sprengjum og vélbyssum. Tvær þyrlur og fjölmennt herlið hafa hafið leit að uppreisnarmönnunum sem flýðu inn í skóglendi nærri borginni Kenkela.

Erlent
Fréttamynd

7-10 þúsund atkvæði í húsi

Á bilinu sjö til tíu þúsund atkvæði í formannskjöri Samfylkingarinnar eru komin í hús en tæplega tuttugu þúsund félagsmenn í Samfylkingunni eru á kjörskrá. Frestur til að skila inn atkvæðum rennur út á fimmtudag.

Innlent
Fréttamynd

Hlýddu kalli Castro

Kúbverjar í tugþúsundatali hlýddu kalli síns aldna leiðtoga, Fidel Castro, og fjölmenntu fyrir utan bandaríska sendiráðið í Havana í morgun til að krefjast framsals kúbverska flóttamannsins Luis Posada. Posada er sakaður um hafa orðið sjötíu og þremur að bana árið 1976 þegar sprengja grandaði farþegaflugvél frá Venesúela.

Erlent
Fréttamynd

169 látnir samkvæmt yfirvöldum

Ríkissaksóknari í Úsbekistan lýsti því yfir í dag að 169 hefðu látið lífið í átökum mótmælenda og hermanna í borginni í Andijan í síðustu viku. Þetta er hæsta tala sem yfirvöld í landinu hafa látið hafa eftir sér um tölu fallinna en þó mun lægri tala en sjónarvottar áætla. Þeir segja mörg hundruð manns hafa fallið.

Erlent
Fréttamynd

Hæstu styrkir nema hálfri milljón

Menningarsjóður hefur úthlutað 17,5 milljónum króna í styrki til 69 verkefna. Færri fengu en sóttu um því alls sóttu 109 einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir og félög um styrki að andvirði 123 milljóna króna.

Innlent
Fréttamynd

Berjast um varaformannsstólinn

Lúðvík Bergvinsson þingmaður Samfylkingarinnar hefur ákveðið að bjóða sig fram til embættis varaformanns Samfylkingarinnar. Ljóst er því að kosið verður um varaformann á landsfundi Samfylkingarinnar á laugardag en auk Lúðvíks hefur Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar boðið sig fram til embættisins.

Innlent
Fréttamynd

Dómsuppkvaðningu enn frestað

Dómsuppkvaðningu í máli rússneska auðjöfursins Mikhails Khodorkovskys, eiganda Yukos-olíurisans, hefur enn á ný verið frestað þangað til á morgun. Enginn vafi virðist þó leika á því að Khodorkovsky verði fundinn sekur.

Erlent
Fréttamynd

Ástand jafnréttismála samt slæmt

Þótt Ísland sé í þriðja sæti yfir þau lönd sem best hefur gengið að tryggja jafnrétti kynjanna er ástandið þó ekkert til að hrópa húrra fyrir, að mati framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu.

Innlent
Fréttamynd

Þátttaka fatlaðra á vinnumarkaði

Þjónusta við fjölskyldur fatlaðra barna um landið og þátttaka fatlaðra á almennum vinnumarkaði verður meðal þess sem tekið verður til umræðu á málþingi útskriftarnema á þroskaþjálfabraut Kennaraháskóla Íslands á morgun. Yfirskrift málþingsins er „Fögur orð og framkvæmd“.

Innlent
Fréttamynd

Landbúnaðarstofnun á Suðurlandi?

Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra segir að vilji sé til þess innan þingsins að ný Landbúnaðarstofnun verði staðsett utan höfuðborgarsvæðisins. Reykir í Ölfusi og Selfoss koma helst til greina. 

Innlent
Fréttamynd

Fjárfestar vilja almenning með

Fjárfestahópar sem bjóða í Símann hafa að undanförnu unnið að því að bjóða almenningi bréf í fyrirtækinu til kaups strax að loknu útboð. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er talið nær öruggt að tilboð leitt af Exista sem áður hét Meiður muni tilbúið að setja allt að 30 prósenta hlut í Símanum á almennan markað strax að loknu útboði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Faðerni fæst ekki sannað

Hæstiréttur hafnaði kröfu manns um að gerð verði lífsýnirannsókn á látnum manni til að fá úr því skorið hvort sá sé lífræðilegur faðir mannsins.

Innlent