Fréttir Forseta steypt af stóli Lífvarðasveit forsetans í Máritaníu tók völdin í gær, en forsetinn, Maaoya Sid'Ahmed Taya, var í Sádi-Arabíu við jarðarför Fahds konungs. Tilkynnt var að herstjórnin myndi stjórna landinu í allt að tvö ár, meðan það þróaðist til lýðræðis. Erlent 13.10.2005 19:37 Bílvelta nærri Flókalundi Mildi þykir að ökumaður skyldi sleppa nær ómeiddur þegar hann velti bíl sínum á mikilli ferð út af þjóðveginum skammt frá Flókalundi í gær. Fór bíllinn heila veltu og hafnaði niðri í fjöru. Bíllinn er gerónýtur en talið er að ökumaðurinn hafi misst stjórn á bílnum í beygju vegna of mikils hraða. Innlent 13.10.2005 19:37 Skoða uppskipti Burðaráss Bæði Fjármálaeftirlitið og yfirtökunefnd munu skoða uppskipti Burðaráss á milli Landsbankans og Straums fjárfestingabanka. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:37 Framseldur til Bretlands Afríkuríkið Sambía hefur ákveðið að framselja til Bretlands mann sem grunaður er um að eiga aðild að hryðjuverkaárásinni 7. júlí sem kostaði fimmtíu og tvo lífið. Í yfirlýsingu frá stjórnvöldum sagði að þar sem maðurinn væri breskur ríkisborgari væri ekki ástæða til annars en framselja hann til Bretlands. Erlent 13.10.2005 19:37 Glæpir gegn múslimum aukast mikið Glæpum gegn múslimum hefur fjölgað um hátt í 600% í Bretlandi síðan hryðjuverkin í London voru framin þann 7. júlí. Lögreglunni í Lundúnum hefur borist alls 269 tilkynningar um líkamsárásir en á sama tímabili í fyrra var tilkynnt um 40 slíka glæpi. Erlent 13.10.2005 19:37 Vilja bætur vegna varðhalds Tveir menn, sem voru í haldi í nokkra mánuði í Svíþjóð vegna tenglsa við hryðjuverkasamtök, hafa ákveðið að krefjast tæplega 27 milljóna í bætur frá sænska ríkinu vegna varðhaldsins. Erlent 13.10.2005 19:37 Almenningur flýr borgina Blóðugir bardagar geisa enn í Khartoum, höfuðborg Súdans, og tugir manna hafa nú fallið í óeirðum sem hófust þegar varaforseti landsins fórst í þyrluslysi. Almenningur er farinn að flýja úr borginni en hersveitir og sveitir óeirðalögreglu eru á leið inn í hana til þess að reyna að koma á lögum og reglu. Erlent 13.10.2005 19:37 Ólíklegt að gerist hér á landi Hverfandi líkur eru á að aðstæður svipaðar þeim sem voru í Toronto í Kanada í gær, þegar farþegaflugvél frá franska flugfélaginu Air France fór út af flugbraut í lendingu og rann út í skurð, geti skapast hér á landi. Þetta segir forstöðumaður rannsóknarnefndar flugslysa. Innlent 13.10.2005 19:37 Eftirprentunum stolið Tveir grímuklæddir þjófar héldu væntanlega að þeim hefði tekist vel upp, eftir að þeir höfðu með sér þrjár myndir eftir Munch af hóteli í Osló í gær. Lögreglan segir að það eina sem þjófarnir höfðu upp úr krafsinu, voru þrjár verðlausar eftirprentanir. Erlent 13.10.2005 19:37 Leitað að fleiri börnum Þýska lögreglan, sem nú rannsakar mál konu sem grunuð er um að drepa níu börn sín við fæðingu, notaði hunda í gær til að leita að fleiri líkum við þau hús sem vitað er að konan bjó. Líkin níu fundist í garði foreldra konunnar í þorpinu Brieskow-Finkenherd, við landamæri Póllands. Erlent 13.10.2005 19:37 Meintur kinnhestur til á myndbandi Atvikið þar sem Hreimi Erni Heimissyni og Árna Johnsen lenti saman á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum er til á myndbandi. Myndbandið fæst þó ekki sýnt - að sögn til að vernda Vestmannaeyjabæ. Árna og Hreimi ber engan veginn saman um hvað gerðist. Innlent 13.10.2005 19:37 Strákarnir okkar til Toronto Íslenska kvikmyndin Strákarnir okkar, sem Róbert Douglas leikstýrir, hefur verið valin til sýninga á kvikmyndahátíðinni í Toronto í Kanada sem fer fram 8.-17. september næstkomandi. Hátíðin er einhver sú stærsta í Norður-Ameríku. Innlent 13.10.2005 19:37 Missti mánaðargömul ökuréttindi Ungur ökumaður með aðeins mánaðargamalt ökuskírteini var tekinn í nótt fyrir að hafa ekið á 132 kílómetra hraða í Ártúnsbrekku þar sem hámarkshraði er áttatíu. Hann var að stinga annan bíl af í spyrnu þegar hann ók í flasið á lögreglu sem svipti hann ökuréttindum í einn mánuð auk þes sem hann verður sektaður. Innlent 13.10.2005 19:37 Gisti líklega á Klaustri Nú er talið víst að erlendi ferðamaðurinn, sem leitað var að í alla nótt og fram að hádegi, hafi gist á Kirkjubæjarklaustri í nótt en hann er farinn þaðan. Að sögn Slysavarnafélagsins Landsbjargar var ekki tekin nein áhætta með umfang leitarinnar í ljósi þess að erlendur ferðamaður varð úti á þessum slóðum við svipuð veðurskilyrði og voru í gær. Innlent 13.10.2005 19:37 Viðgerð lokið á botni Discovery Bandaríski geimfarinn Steve Robinson lauk fyrir stundu viðgerð á botni geimferjunnar Discovery. Tveir þéttikantar stóðu nokkra sentímetra niður úr maga ferjunnar og þá þurfti að fjarlægja vegna hins gífurlega hita sem myndast þegar ferjan kemur inn í gufuhvolf jarðar. Erlent 13.10.2005 19:37 Hringferðinni lýkur í dag Göngugarparnir Bjarki Birgisson og Guðbrandur Einarsson sem lögðu gangandi af stað hringveginn 20. júní síðastliðinn loka hringnum við Rauðavatn klukkan hálf fjögur í dag. Innlent 13.10.2005 19:37 Biður Hreim afsökunar Árni Johnsen, kynnir á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, hefur beðið Hreim Örn Heimissonar söngvara afsökunar á atviki sem átti sér stað við lok Brekkusöngs á Þjóðhátíð, en Hreimur hefur ásakað Árna um að hafa slegið sig. Innlent 13.10.2005 19:37 Ber ábyrgð á vopnaviðskiptum Helmut Kohl, fyrrum Kanslari Þýskaland, bar í gær vitni í máli gegn Holger Pfahls, fyrrum aðstoðarvarnamálaráðherra Þýskalands. Pfahls er sakaður um að hafa á árinu 1991 þegið samsvarandi rúmum 150 milljónum króna í mútur fyrir vopnaviðskipti við Saudi Arabíu, vegna sölu þýskra herbíla. Erlent 13.10.2005 19:37 Saklaus eftir 26 ára fangelsisvist Luiz Diaz, Bandaríkjamanni af kúbönskum uppruna, var í gær sleppt úr fangelsi eftir 26 ára dvöl þar. Diaz hafði verið dæmdur fyrir fjölda nauðgana en nýjar DNA-rannsóknir sýndu að hann var saklaus. Þrjátíu vinir og ættingjar stóðu upp og klöppuðu eftir að dómarinn lýsti Diaz frjálsan mann. Erlent 13.10.2005 19:37 Svala á leið til lands Skútan Svala, sem fjórmenningar í sjávarháska urðu að skilja eftir á reki um 150 sjómílur suðaustur af landinu í fyrrinótt, er fundinn. Skipstjórinn á fiskibátnum Ársæli frá Hafnarfirði sá skútuna í radar um hálf tvö í gærdag og ákvað að taka hana í tog en Ársæll var að koma frá Færeyjum. Innlent 13.10.2005 19:37 Aðeins 3 konur á meðal 100 efstu Í hópi eitt hundrað forstjóra íslenskra fyrirtækja, sem hafa yfir eina milljón króna í laun á mánuði, eru aðeins þrjár konur. Konur eru lægra metnar til launa og það hefur ekkert breyst, segir hagfræðingur ASÍ. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:37 Brottflutningnum mótmælt Andstæðingar fyrirhugaðs brottflutnings Ísraela frá Gaza mótmæltu harðlega stefnu stjórnvalda í bænum Sderot í gær. Aðeins eru tvær vikur þar til brottflutningur á að hefjast og munu yfir níu þúsund manns þurfa að yfirgefa heimili sín. Erlent 13.10.2005 19:37 Ánamaðkaþjófur gripinn glóðvolgur Ánamaðkaþjófur var gripinn glóðvolgur með feng sinn uppi á miðri Bröttubrekku um helgina þegar hann var á leið suður í Borgarfjörð þar sem hann ætlaði að egna fyrir lax með þýfinu. Innlent 13.10.2005 19:37 Vélin varð líklega fyrir eldingu Tuttugu og tveir slösuðust, þó enginn alvarlega, þegar farþegaflugvél frá franska flugfélaginu Air France fór út af flugbraut í lendingu og rann út í skurð í Toronto í Kanda í gærkvöld. Talið er að eldingu hafi lostið niður í flugvélina í lendingunni. 309 manns voru um borð og þykir ótrúlegt að ekki hafi farið verr. Erlent 13.10.2005 19:37 Aukin öryggisgæsla skilar litlu Stóraukin öryggisgæsla og hert eftirlit á Bretlandi virðist litlu skila: Fréttamaður SKY-fréttastöðvarinnar komst frá Lundúnum til Parísar óáreittur þótt hann hafi framvísað vegabréfi starfsfélaga síns allan tímann. Erlent 13.10.2005 19:37 Valdarán í Máritaníu Herinn í Afríkuríkinu Máritaníu segist hafa steypt ríkisstjórn landsins af stóli og muni fara með stjórn þess næstu tvö árin. Maaouya Ould Sid´Ahmed Taya forseti hrifsaði völdin í Máritaníu í byltingu árið 1984 og síðan hefur ríkt hálfgerð ógnarstjórn í landinu. Erlent 13.10.2005 19:37 Skaftárhlaupið í rénun Skaftárhlaupið sem hófst fyrir helgi náði hámarki í byggð í gær og er nú í rénun. Það var heldur meira en síðasta hlaup árið 2003 en of lítið til þess að það hafi getað komið úr báðum Skaftárkötlunum. Innlent 13.10.2005 19:37 Netþjónusta fyrir ríkisstofnanir Rekstrarsvið TM Software, Skyggnir og Ríkiskaup hafa gert með sér rammasamning um hýsingar- og internetþjónustu fyrir ríkisstofnanir og sveitarfélög. Samningurinn hefur í för með sér umtalsverðan sparnað fyrir ríkisstofnanir og sveitarfélög í internetþjónustu og vörum sem tengjast almennri hýsingarþjónustu. Innlent 17.10.2005 23:42 A-dúr hjá Brimkló og Beethoven Ólafur hefur marga fjöruna sopið í tónlistinni en hann hefur verið bassaleikari í fjölmörgum hljómsveitum og nægir þar að nefna Sóldögg, Galileó og svo lék hann á tímabili í hljómsveit Páls Rósinkrans. Hann er einnig lærður kokkur. "Ég varð þó fljótlega að leggja pönnuna á hylluna þar sem fiski- og ölgersofnæmi voru mér til trafala á þeim vettvangi en ég er nú eiginlega bara þakklátur fyrir að svo fór, núna þegar ég lít til baka," segir Ólafur. Innlent 13.10.2005 19:37 Þyrlan tekur þátt í leitinni Leit sem hófst í gærkvöldi að erlendum ferðamanni, sem saknað er á Laugaveginum svonefnda á milli Þórsmerkur og Landmannalauga, hefur enn engan árangur borið. Þyrla Landhelgisgæslunnar hélt af stað í morgun til að aðstoða hátt í hundrað manna hóp björgunarmanna. Innlent 13.10.2005 19:37 « ‹ ›
Forseta steypt af stóli Lífvarðasveit forsetans í Máritaníu tók völdin í gær, en forsetinn, Maaoya Sid'Ahmed Taya, var í Sádi-Arabíu við jarðarför Fahds konungs. Tilkynnt var að herstjórnin myndi stjórna landinu í allt að tvö ár, meðan það þróaðist til lýðræðis. Erlent 13.10.2005 19:37
Bílvelta nærri Flókalundi Mildi þykir að ökumaður skyldi sleppa nær ómeiddur þegar hann velti bíl sínum á mikilli ferð út af þjóðveginum skammt frá Flókalundi í gær. Fór bíllinn heila veltu og hafnaði niðri í fjöru. Bíllinn er gerónýtur en talið er að ökumaðurinn hafi misst stjórn á bílnum í beygju vegna of mikils hraða. Innlent 13.10.2005 19:37
Skoða uppskipti Burðaráss Bæði Fjármálaeftirlitið og yfirtökunefnd munu skoða uppskipti Burðaráss á milli Landsbankans og Straums fjárfestingabanka. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:37
Framseldur til Bretlands Afríkuríkið Sambía hefur ákveðið að framselja til Bretlands mann sem grunaður er um að eiga aðild að hryðjuverkaárásinni 7. júlí sem kostaði fimmtíu og tvo lífið. Í yfirlýsingu frá stjórnvöldum sagði að þar sem maðurinn væri breskur ríkisborgari væri ekki ástæða til annars en framselja hann til Bretlands. Erlent 13.10.2005 19:37
Glæpir gegn múslimum aukast mikið Glæpum gegn múslimum hefur fjölgað um hátt í 600% í Bretlandi síðan hryðjuverkin í London voru framin þann 7. júlí. Lögreglunni í Lundúnum hefur borist alls 269 tilkynningar um líkamsárásir en á sama tímabili í fyrra var tilkynnt um 40 slíka glæpi. Erlent 13.10.2005 19:37
Vilja bætur vegna varðhalds Tveir menn, sem voru í haldi í nokkra mánuði í Svíþjóð vegna tenglsa við hryðjuverkasamtök, hafa ákveðið að krefjast tæplega 27 milljóna í bætur frá sænska ríkinu vegna varðhaldsins. Erlent 13.10.2005 19:37
Almenningur flýr borgina Blóðugir bardagar geisa enn í Khartoum, höfuðborg Súdans, og tugir manna hafa nú fallið í óeirðum sem hófust þegar varaforseti landsins fórst í þyrluslysi. Almenningur er farinn að flýja úr borginni en hersveitir og sveitir óeirðalögreglu eru á leið inn í hana til þess að reyna að koma á lögum og reglu. Erlent 13.10.2005 19:37
Ólíklegt að gerist hér á landi Hverfandi líkur eru á að aðstæður svipaðar þeim sem voru í Toronto í Kanada í gær, þegar farþegaflugvél frá franska flugfélaginu Air France fór út af flugbraut í lendingu og rann út í skurð, geti skapast hér á landi. Þetta segir forstöðumaður rannsóknarnefndar flugslysa. Innlent 13.10.2005 19:37
Eftirprentunum stolið Tveir grímuklæddir þjófar héldu væntanlega að þeim hefði tekist vel upp, eftir að þeir höfðu með sér þrjár myndir eftir Munch af hóteli í Osló í gær. Lögreglan segir að það eina sem þjófarnir höfðu upp úr krafsinu, voru þrjár verðlausar eftirprentanir. Erlent 13.10.2005 19:37
Leitað að fleiri börnum Þýska lögreglan, sem nú rannsakar mál konu sem grunuð er um að drepa níu börn sín við fæðingu, notaði hunda í gær til að leita að fleiri líkum við þau hús sem vitað er að konan bjó. Líkin níu fundist í garði foreldra konunnar í þorpinu Brieskow-Finkenherd, við landamæri Póllands. Erlent 13.10.2005 19:37
Meintur kinnhestur til á myndbandi Atvikið þar sem Hreimi Erni Heimissyni og Árna Johnsen lenti saman á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum er til á myndbandi. Myndbandið fæst þó ekki sýnt - að sögn til að vernda Vestmannaeyjabæ. Árna og Hreimi ber engan veginn saman um hvað gerðist. Innlent 13.10.2005 19:37
Strákarnir okkar til Toronto Íslenska kvikmyndin Strákarnir okkar, sem Róbert Douglas leikstýrir, hefur verið valin til sýninga á kvikmyndahátíðinni í Toronto í Kanada sem fer fram 8.-17. september næstkomandi. Hátíðin er einhver sú stærsta í Norður-Ameríku. Innlent 13.10.2005 19:37
Missti mánaðargömul ökuréttindi Ungur ökumaður með aðeins mánaðargamalt ökuskírteini var tekinn í nótt fyrir að hafa ekið á 132 kílómetra hraða í Ártúnsbrekku þar sem hámarkshraði er áttatíu. Hann var að stinga annan bíl af í spyrnu þegar hann ók í flasið á lögreglu sem svipti hann ökuréttindum í einn mánuð auk þes sem hann verður sektaður. Innlent 13.10.2005 19:37
Gisti líklega á Klaustri Nú er talið víst að erlendi ferðamaðurinn, sem leitað var að í alla nótt og fram að hádegi, hafi gist á Kirkjubæjarklaustri í nótt en hann er farinn þaðan. Að sögn Slysavarnafélagsins Landsbjargar var ekki tekin nein áhætta með umfang leitarinnar í ljósi þess að erlendur ferðamaður varð úti á þessum slóðum við svipuð veðurskilyrði og voru í gær. Innlent 13.10.2005 19:37
Viðgerð lokið á botni Discovery Bandaríski geimfarinn Steve Robinson lauk fyrir stundu viðgerð á botni geimferjunnar Discovery. Tveir þéttikantar stóðu nokkra sentímetra niður úr maga ferjunnar og þá þurfti að fjarlægja vegna hins gífurlega hita sem myndast þegar ferjan kemur inn í gufuhvolf jarðar. Erlent 13.10.2005 19:37
Hringferðinni lýkur í dag Göngugarparnir Bjarki Birgisson og Guðbrandur Einarsson sem lögðu gangandi af stað hringveginn 20. júní síðastliðinn loka hringnum við Rauðavatn klukkan hálf fjögur í dag. Innlent 13.10.2005 19:37
Biður Hreim afsökunar Árni Johnsen, kynnir á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, hefur beðið Hreim Örn Heimissonar söngvara afsökunar á atviki sem átti sér stað við lok Brekkusöngs á Þjóðhátíð, en Hreimur hefur ásakað Árna um að hafa slegið sig. Innlent 13.10.2005 19:37
Ber ábyrgð á vopnaviðskiptum Helmut Kohl, fyrrum Kanslari Þýskaland, bar í gær vitni í máli gegn Holger Pfahls, fyrrum aðstoðarvarnamálaráðherra Þýskalands. Pfahls er sakaður um að hafa á árinu 1991 þegið samsvarandi rúmum 150 milljónum króna í mútur fyrir vopnaviðskipti við Saudi Arabíu, vegna sölu þýskra herbíla. Erlent 13.10.2005 19:37
Saklaus eftir 26 ára fangelsisvist Luiz Diaz, Bandaríkjamanni af kúbönskum uppruna, var í gær sleppt úr fangelsi eftir 26 ára dvöl þar. Diaz hafði verið dæmdur fyrir fjölda nauðgana en nýjar DNA-rannsóknir sýndu að hann var saklaus. Þrjátíu vinir og ættingjar stóðu upp og klöppuðu eftir að dómarinn lýsti Diaz frjálsan mann. Erlent 13.10.2005 19:37
Svala á leið til lands Skútan Svala, sem fjórmenningar í sjávarháska urðu að skilja eftir á reki um 150 sjómílur suðaustur af landinu í fyrrinótt, er fundinn. Skipstjórinn á fiskibátnum Ársæli frá Hafnarfirði sá skútuna í radar um hálf tvö í gærdag og ákvað að taka hana í tog en Ársæll var að koma frá Færeyjum. Innlent 13.10.2005 19:37
Aðeins 3 konur á meðal 100 efstu Í hópi eitt hundrað forstjóra íslenskra fyrirtækja, sem hafa yfir eina milljón króna í laun á mánuði, eru aðeins þrjár konur. Konur eru lægra metnar til launa og það hefur ekkert breyst, segir hagfræðingur ASÍ. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:37
Brottflutningnum mótmælt Andstæðingar fyrirhugaðs brottflutnings Ísraela frá Gaza mótmæltu harðlega stefnu stjórnvalda í bænum Sderot í gær. Aðeins eru tvær vikur þar til brottflutningur á að hefjast og munu yfir níu þúsund manns þurfa að yfirgefa heimili sín. Erlent 13.10.2005 19:37
Ánamaðkaþjófur gripinn glóðvolgur Ánamaðkaþjófur var gripinn glóðvolgur með feng sinn uppi á miðri Bröttubrekku um helgina þegar hann var á leið suður í Borgarfjörð þar sem hann ætlaði að egna fyrir lax með þýfinu. Innlent 13.10.2005 19:37
Vélin varð líklega fyrir eldingu Tuttugu og tveir slösuðust, þó enginn alvarlega, þegar farþegaflugvél frá franska flugfélaginu Air France fór út af flugbraut í lendingu og rann út í skurð í Toronto í Kanda í gærkvöld. Talið er að eldingu hafi lostið niður í flugvélina í lendingunni. 309 manns voru um borð og þykir ótrúlegt að ekki hafi farið verr. Erlent 13.10.2005 19:37
Aukin öryggisgæsla skilar litlu Stóraukin öryggisgæsla og hert eftirlit á Bretlandi virðist litlu skila: Fréttamaður SKY-fréttastöðvarinnar komst frá Lundúnum til Parísar óáreittur þótt hann hafi framvísað vegabréfi starfsfélaga síns allan tímann. Erlent 13.10.2005 19:37
Valdarán í Máritaníu Herinn í Afríkuríkinu Máritaníu segist hafa steypt ríkisstjórn landsins af stóli og muni fara með stjórn þess næstu tvö árin. Maaouya Ould Sid´Ahmed Taya forseti hrifsaði völdin í Máritaníu í byltingu árið 1984 og síðan hefur ríkt hálfgerð ógnarstjórn í landinu. Erlent 13.10.2005 19:37
Skaftárhlaupið í rénun Skaftárhlaupið sem hófst fyrir helgi náði hámarki í byggð í gær og er nú í rénun. Það var heldur meira en síðasta hlaup árið 2003 en of lítið til þess að það hafi getað komið úr báðum Skaftárkötlunum. Innlent 13.10.2005 19:37
Netþjónusta fyrir ríkisstofnanir Rekstrarsvið TM Software, Skyggnir og Ríkiskaup hafa gert með sér rammasamning um hýsingar- og internetþjónustu fyrir ríkisstofnanir og sveitarfélög. Samningurinn hefur í för með sér umtalsverðan sparnað fyrir ríkisstofnanir og sveitarfélög í internetþjónustu og vörum sem tengjast almennri hýsingarþjónustu. Innlent 17.10.2005 23:42
A-dúr hjá Brimkló og Beethoven Ólafur hefur marga fjöruna sopið í tónlistinni en hann hefur verið bassaleikari í fjölmörgum hljómsveitum og nægir þar að nefna Sóldögg, Galileó og svo lék hann á tímabili í hljómsveit Páls Rósinkrans. Hann er einnig lærður kokkur. "Ég varð þó fljótlega að leggja pönnuna á hylluna þar sem fiski- og ölgersofnæmi voru mér til trafala á þeim vettvangi en ég er nú eiginlega bara þakklátur fyrir að svo fór, núna þegar ég lít til baka," segir Ólafur. Innlent 13.10.2005 19:37
Þyrlan tekur þátt í leitinni Leit sem hófst í gærkvöldi að erlendum ferðamanni, sem saknað er á Laugaveginum svonefnda á milli Þórsmerkur og Landmannalauga, hefur enn engan árangur borið. Þyrla Landhelgisgæslunnar hélt af stað í morgun til að aðstoða hátt í hundrað manna hóp björgunarmanna. Innlent 13.10.2005 19:37