Erlent

Vilja bætur vegna varðhalds

Tveir menn, sem voru í haldi í nokkra mánuði í Svíþjóð vegna tenglsa við hryðjuverkasamtök, hafa ákveðið að krefjast tæplega 27 milljóna í bætur frá sænska ríkinu vegna varðhaldsins. Shaho Shahab frá Írak og Bilal Ramadan frá Líbanon voru handteknir 19. apríl, ásamt tveimur öðrum Írökum, vegna gruns um að þeir væru að safna peningum fyrir hryðjuverkasamtök í Írak. Shahab og Ramadan var síðar sleppt, en hinir mennirnir tveir voru dæmdir í maí, meðal annars fyrir að senda peninga til Abu Musab al-Zaqawi. Ramadan sagði í samtali við Expressen að lífi hans og Shababs hafi verið rústað, þar sem hundruð greina á vefnum tengdu nöfn þeirra við hryðjuverk.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×