Fréttir British Airways flýgur til Íslands Samkeppni í flugi á milli Keflavíkur og London mun aukast verulega í mars þegar breski flugrisinn British Airways ætlar að taka upp áætlunarflug á milli Gatwick í London og Keflavíkur fimm daga í viku. Vélarnar fara frá Gatwick snemma á morgnana og héðan klukkan hálfellefu fyrir hádegi. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:38 Óttast súrefnisskort í kafbáti Óttast er að áhöfn rússnesks kafbáts, sem situr fastur á hafsbotni 70 kílómetra úti fyrir Kyrrahafsströnd Rússlands, hafi einungis súrefni sem endist þeim í sólarhring. Björgunarskip eru á leið á slysstað. Erlent 13.10.2005 19:38 Kaupfélagsstjórinn í Holtinu Óhætt er að segja að verslun og þjónusta séu á frumstigi í Norðlingaholti enn sem komið er. Þar er aðeins ein sjoppa sem heitir Grillkofinn en nafnið gefur vel til kynna stærð hennar og umsvif. Þó hefur reksturinn tekið nokkrum breytingum síðustu mánuði. Innlent 13.10.2005 19:38 Viðvaranir mannréttindahópa Talsmenn mannréttinahópa í Bretlandi tóku í gær ekki vel í tilkynningu Blairs um hertar aðgerðir gegn hryðjuverkum. Shami Chakrabarti, framkvæmdastjóri mannréttindahópsins Liberty, sagði að ekki væri hægt að samþykkja hugmyndir Blairs um að senda fólk til ríkja þar sem það á hættu að verða pyntað. Erlent 13.10.2005 19:38 Vegaslóðum verði lokað Heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis hefur beint þeim tilmælum til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar að láta loka nú þegar vegaslóðum sunnan og suðvestan vatnsbólanna í Kaldárbotnum vegna hættu á mengunaróhöppum sem umferð vélknúinna ökutækja gæti valdið á vatnsverndarsvæðinu. Bæjarráð hefur sent stjórn Vatnsveitu Hafnarfjarðar erindið til umsagnar. Innlent 13.10.2005 19:38 Mótmælendum sleppt á miðnætti Yfirheyrslur lögreglunnar á Eskifirði yfir þrettán mótmælendum, sem handteknir voru á byggingasvæði nýs álvers við Reyðarfjörð í gær, stóðu til miðnættis, og var fólkinu sleppt að þeim loknum. Vinna á svæðinu stöðvaðist í nokkrar klukkustundir eftir að mótmælin hófust í gærmorgun. Í tilkynningu frá aðstandendum mótmælanna segir að aðgerðin sé ein af mörgum sem ráðist verði í gegn Alcoa og öðrum fyrirtækjum á sama sviði á Íslandi og víðar um heim. Innlent 13.10.2005 19:38 Sjö kafbátasjómenn í lífshættu Sjö rússneskir kafbátasjómenn voru í lífshættu í gærkvöldi eftir að kafbáturinn þeirra festi skrúfuna í netadræsu og sökk til botns á um 190 metra dýpi út af Kamtjaska-skaga í gær. Erlent 13.10.2005 19:38 Myndbrot úr Eyjum ekki afhent Myndbrotið fræga úr Vestmannaeyjum, sem á að sýna atvikið, þar sem Hreimi Erni Heimissyni og Árna Johnsen lenti saman, fæst ekki afhent. Þjóðhátíðarnefnd biður Hreim afsökunar á framferði Árna á Þjóðhátíð. Innlent 13.10.2005 19:38 Deilt um ákvarðanir fyrir flugslys Hart er deilt um hver hafi tekið þá ákvörðun að þota flugfélagsins Air France skyldi lenda í Toronto á þriðjudag þrátt fyrir gífurlegt óveður, úrhelli og þrumuveður. Segja Kanadamenn að það hafi verið flugstjóri vélarinnar sem hafi tekið endanlega ákvörðun en Air France bendir á flugumferðarstjóra í Toronto. Flugritar vélarinnar eru nú til rannsóknar og er búist við niðurstöðum í næstu viku. Erlent 13.10.2005 19:38 Tugmilljóna leiðakerfi breytt á ný Breytingar þær sem gerðar voru á leiðakerfi Strætó bs. í síðasta mánuði kostuðu fyrirtækið 25 milljónir króna. Viðkomandi sveitarfélög þurftu einnig að greiða sinn skerf vegna breytinganna. Nú á að breyta kerfi enn frekar vegna fjölda kvartana. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:38 Rekstarleyfi útrunnið Lögreglan á Húsavík stöðvaði ökumann hópbíls við Mývatn í vikunni þar sem í ljós kom við athugun að rekstrarleyfi eigenda bílsins var útrunnið. Innlent 13.10.2005 19:38 Bóluefni sem dugar alla ævi Vísindamenn vinna nú að þróun bóluefnis sem gæti gefið ævilanga vörn gegn hvers kyns flensu. Einungis eina sprautu þarf þá til. Erlent 13.10.2005 19:38 Svala nærri sokkin vestur af Eyjum Seglskútan Svala, sem netabáturinn Ársæll Sigurðsson tók í tog í fyrradag suðaustur af landinu, var rétt sokkin þegar skipin voru stödd vestur af Vestmannaeyjum í nótt. Var þá ákveðið að halda til næstu hafnar í Þorlákshöfn á hægri ferð með Svöluna marandi í hálfu kafi. Í höfninni var komið böndum á Svöluna og sjó ausið úr henni en allt innanstokks í henni er nú skemmt eða ónýtt. Innlent 13.10.2005 19:38 Tilræðismaður yfirheyrður í Róm Breskir lögreglumenn halda til Rómar á þriðjudaginn kemur til að yfirheyra Hamdi Issac, einn fjórmenninganna sem sagðir eru hafa staðið á bak við í misheppnaðar sprengjuárásir í Lundúnum 21. júlí. Þetta hefur Reuters-fréttastofan eftir heimildarmanni innan dómskerfis Ítalíu. Erlent 13.10.2005 19:38 Stórhætta á þjóðveginum Umferð hjólandi og gangandi ferðamanna er líklega hvergi meiri á Íslandi en við Mývatn að sumarlagi. Þrátt fyrir það er enga malbikaða hjóla- og göngustíga að finna við vatnið. Því neyðast ferðalangar oftar en ekki til að nota þjóðveginn til að komast á milli áhugaverðra staða við Mývatn og setja þar með sjálfa sig og akandi í stórhættu. Innlent 13.10.2005 19:38 Kannar grundvöll fyrir brottvísun Sýslumaður á Eskifirði ætlar að kanna hvort Útlendingastofnun telur grundvöll til þess að vísa mótmælendunum, sem stöðvuðu vinnu við álversframkvæmdir í Reyðarfirði í gær, úr landi. Innlent 13.10.2005 19:38 Hreimur beðinn afsökunar Þjóðhátíðarnefnd hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún harmar þá uppákomu sem varð á Brekkusviðinu á sunnudagskvöldinu um verslunarmannahelgina og biður Hreim Örn Heimisson afsökunar á framferði annars starfsmanns gagnvart honum umrætt kvöld. Hreimur hefur lýst atburðum á þá leið að Árni Johnsen hafi slegið sig í andlitið og það hafi ekki verið óviljandi eins og Árni heldur fram. Innlent 13.10.2005 19:38 Augnmýs sérpantaðar að utan Augnmýs, sem notaðar eru til tjáskipta, eru mjög sérhæfð hjálpartæki og hafa fáar umsóknir borist til Tryggingastofnunar vegna slíkra hjálpartækja. Sérpanta þarf búnaðinn í hverju tilviki fyrir sig. Innlent 13.10.2005 19:38 Tekin ítrekað fyrir ölvunarakstur Lögreglan í Kópavogi stöðvaði drukkna konu á fimmtugsaldri þar sem hún ók bíl sínum. Væri það vart í frásögu færandi ef hún hefði ekki líka verið stöðvuð ölvuð á bílnum í fyrrakvöld. Þegar hún var stöðvuð þá kom í ljós að hún var löngu orðin réttindalaus vegna ítrekaðs ölvunaraksturs fyrr á árinu. Innlent 13.10.2005 19:38 Ákærður fyrir að hóta ríkisstjórn Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur ákært Fadi Abdullatif, talsmann íslamska stjórnmálaflokksins Hizb-ut-tahrir í Danmörku, fyrir hótanir gegn dönsku ríkisstjórninni. Abdullatif dreifði miðum við mosku í Valby í fyrrahaust og þegar texti seðilsins hafði verið þýddur á dönsku þótti ríkissaksóknara að hann mætti túlka sem hótanir gegn ríkisstjórninni. Erlent 13.10.2005 19:38 Telja hættu á mengunaróhöppum Heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis hefur beint þeim tilmælum til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar að láta loka nú þegar vegaslóðum sunnan og suðvestan vatnsbólanna í Kaldárbotnum vegna hættu á mengunaróhöppum. Innlent 13.10.2005 19:38 Tugmilljóna útgjöld vegna mótmæla Kostnaður vegna mótmæla við Kárahnjúka og á Reyðarfirði hleypur á tugum milljóna króna. Hluti kostnaðarins fellur á íslenska ríkið og gæti Ríkislögreglustjóri mögulega þurft aukafjárveitningu vegna þessa. Innlent 13.10.2005 19:38 Tiltekin manneskja grunuð um hótun Ákveðin manneskja liggur undir grun um sprengjuhótunina í Leifsstöð í nótt og er hennar nú leitað. Fjarskiptamiðstöð Ríkislögreglustjóra barst tilkynningin í nótt og var allt viðeigandi lið kallað út til sprengjuleitar um klukkan hálffjögur. Innlent 13.10.2005 19:38 Verði brottræk fyrir öfgaskoðanir Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, boðar viðamiklar breytingar á mannréttindalögum sem heimila að mönnum sé vísað úr landi vegna öfgafullra skoðana. Erlent 13.10.2005 19:38 Upplýsir ekki skoðun á ættleiðingu Björn Bjarnason dómsmálaráðherra vill ekki upplýsa hvaða skoðun hann hafi á því að samkynhneigðir fengju að ættleiða börn þó svo að málið heyri undir hans ráðuneyti. Innlent 13.10.2005 19:38 Einmannalegt í strætó Nýja leiðakerfi strætó skilur ekki íbúa í Norðlingaholti út undan en leið 25 á sitt endastopp í hverfinu. Þeir sem taka vagninn þar geta verið mættir niður á Hlemmi rétt rúmum hálftíma síðar. Innlent 13.10.2005 19:38 Í tímaþröng með kafbát Unnið er í kapp við tímann við að koma björgunarbúnaði að rússneska kafbátnum, sem situr fastur á hafsbotni, um 75 kílómetra úti fyrir Kyrrahafsströnd Rússlands. Áhöfnin hefur einungis súrefni sem endist þeim í sólarhring. Erlent 13.10.2005 19:38 Vilja slíta tengsl við Ísrael Stjórnarandstöðuflokkarnir í Máritaníu þrýsta nú á herforingjana sem rændu völdum í vikunni að slíta öll formleg tengsl við Ísrael. Fyrrverandi forseti landins sem hrakinn var frá völdum kom á stjórnmálasambandi við Ísraelsríki fyrir nokkrum árum við lítinn fögnuð margra íslamskra hópa í landinu. Erlent 13.10.2005 19:38 Búa til lista yfir öfgamenn Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, boðar lagabreytingar sem gera yfirvöldum kleift að vísa útlendingum úr landi vegna skoðana þeirra. Gerður verður listi yfir þá sem teljast tengjast íslömskum öfgamönnum og hryðjuverkahópum. Erlent 13.10.2005 19:38 Kafbátur fastur á hafsbotni Rússneskur kafbátur með sjö sjóliða innanborðs situr fastur á hafsbotni um 70 kílómetra úti við Kyrrahafsströnd Rússlands. Svo virðist sem kafbáturinn, sem er smár, hafi flækst í neti og þannig dregist niður á um 200 metra dýpi. Áætlað er að senda annan bát af svipaðri stærð til björgunaraðgerða. Erlent 13.10.2005 19:38 « ‹ ›
British Airways flýgur til Íslands Samkeppni í flugi á milli Keflavíkur og London mun aukast verulega í mars þegar breski flugrisinn British Airways ætlar að taka upp áætlunarflug á milli Gatwick í London og Keflavíkur fimm daga í viku. Vélarnar fara frá Gatwick snemma á morgnana og héðan klukkan hálfellefu fyrir hádegi. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:38
Óttast súrefnisskort í kafbáti Óttast er að áhöfn rússnesks kafbáts, sem situr fastur á hafsbotni 70 kílómetra úti fyrir Kyrrahafsströnd Rússlands, hafi einungis súrefni sem endist þeim í sólarhring. Björgunarskip eru á leið á slysstað. Erlent 13.10.2005 19:38
Kaupfélagsstjórinn í Holtinu Óhætt er að segja að verslun og þjónusta séu á frumstigi í Norðlingaholti enn sem komið er. Þar er aðeins ein sjoppa sem heitir Grillkofinn en nafnið gefur vel til kynna stærð hennar og umsvif. Þó hefur reksturinn tekið nokkrum breytingum síðustu mánuði. Innlent 13.10.2005 19:38
Viðvaranir mannréttindahópa Talsmenn mannréttinahópa í Bretlandi tóku í gær ekki vel í tilkynningu Blairs um hertar aðgerðir gegn hryðjuverkum. Shami Chakrabarti, framkvæmdastjóri mannréttindahópsins Liberty, sagði að ekki væri hægt að samþykkja hugmyndir Blairs um að senda fólk til ríkja þar sem það á hættu að verða pyntað. Erlent 13.10.2005 19:38
Vegaslóðum verði lokað Heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis hefur beint þeim tilmælum til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar að láta loka nú þegar vegaslóðum sunnan og suðvestan vatnsbólanna í Kaldárbotnum vegna hættu á mengunaróhöppum sem umferð vélknúinna ökutækja gæti valdið á vatnsverndarsvæðinu. Bæjarráð hefur sent stjórn Vatnsveitu Hafnarfjarðar erindið til umsagnar. Innlent 13.10.2005 19:38
Mótmælendum sleppt á miðnætti Yfirheyrslur lögreglunnar á Eskifirði yfir þrettán mótmælendum, sem handteknir voru á byggingasvæði nýs álvers við Reyðarfjörð í gær, stóðu til miðnættis, og var fólkinu sleppt að þeim loknum. Vinna á svæðinu stöðvaðist í nokkrar klukkustundir eftir að mótmælin hófust í gærmorgun. Í tilkynningu frá aðstandendum mótmælanna segir að aðgerðin sé ein af mörgum sem ráðist verði í gegn Alcoa og öðrum fyrirtækjum á sama sviði á Íslandi og víðar um heim. Innlent 13.10.2005 19:38
Sjö kafbátasjómenn í lífshættu Sjö rússneskir kafbátasjómenn voru í lífshættu í gærkvöldi eftir að kafbáturinn þeirra festi skrúfuna í netadræsu og sökk til botns á um 190 metra dýpi út af Kamtjaska-skaga í gær. Erlent 13.10.2005 19:38
Myndbrot úr Eyjum ekki afhent Myndbrotið fræga úr Vestmannaeyjum, sem á að sýna atvikið, þar sem Hreimi Erni Heimissyni og Árna Johnsen lenti saman, fæst ekki afhent. Þjóðhátíðarnefnd biður Hreim afsökunar á framferði Árna á Þjóðhátíð. Innlent 13.10.2005 19:38
Deilt um ákvarðanir fyrir flugslys Hart er deilt um hver hafi tekið þá ákvörðun að þota flugfélagsins Air France skyldi lenda í Toronto á þriðjudag þrátt fyrir gífurlegt óveður, úrhelli og þrumuveður. Segja Kanadamenn að það hafi verið flugstjóri vélarinnar sem hafi tekið endanlega ákvörðun en Air France bendir á flugumferðarstjóra í Toronto. Flugritar vélarinnar eru nú til rannsóknar og er búist við niðurstöðum í næstu viku. Erlent 13.10.2005 19:38
Tugmilljóna leiðakerfi breytt á ný Breytingar þær sem gerðar voru á leiðakerfi Strætó bs. í síðasta mánuði kostuðu fyrirtækið 25 milljónir króna. Viðkomandi sveitarfélög þurftu einnig að greiða sinn skerf vegna breytinganna. Nú á að breyta kerfi enn frekar vegna fjölda kvartana. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:38
Rekstarleyfi útrunnið Lögreglan á Húsavík stöðvaði ökumann hópbíls við Mývatn í vikunni þar sem í ljós kom við athugun að rekstrarleyfi eigenda bílsins var útrunnið. Innlent 13.10.2005 19:38
Bóluefni sem dugar alla ævi Vísindamenn vinna nú að þróun bóluefnis sem gæti gefið ævilanga vörn gegn hvers kyns flensu. Einungis eina sprautu þarf þá til. Erlent 13.10.2005 19:38
Svala nærri sokkin vestur af Eyjum Seglskútan Svala, sem netabáturinn Ársæll Sigurðsson tók í tog í fyrradag suðaustur af landinu, var rétt sokkin þegar skipin voru stödd vestur af Vestmannaeyjum í nótt. Var þá ákveðið að halda til næstu hafnar í Þorlákshöfn á hægri ferð með Svöluna marandi í hálfu kafi. Í höfninni var komið böndum á Svöluna og sjó ausið úr henni en allt innanstokks í henni er nú skemmt eða ónýtt. Innlent 13.10.2005 19:38
Tilræðismaður yfirheyrður í Róm Breskir lögreglumenn halda til Rómar á þriðjudaginn kemur til að yfirheyra Hamdi Issac, einn fjórmenninganna sem sagðir eru hafa staðið á bak við í misheppnaðar sprengjuárásir í Lundúnum 21. júlí. Þetta hefur Reuters-fréttastofan eftir heimildarmanni innan dómskerfis Ítalíu. Erlent 13.10.2005 19:38
Stórhætta á þjóðveginum Umferð hjólandi og gangandi ferðamanna er líklega hvergi meiri á Íslandi en við Mývatn að sumarlagi. Þrátt fyrir það er enga malbikaða hjóla- og göngustíga að finna við vatnið. Því neyðast ferðalangar oftar en ekki til að nota þjóðveginn til að komast á milli áhugaverðra staða við Mývatn og setja þar með sjálfa sig og akandi í stórhættu. Innlent 13.10.2005 19:38
Kannar grundvöll fyrir brottvísun Sýslumaður á Eskifirði ætlar að kanna hvort Útlendingastofnun telur grundvöll til þess að vísa mótmælendunum, sem stöðvuðu vinnu við álversframkvæmdir í Reyðarfirði í gær, úr landi. Innlent 13.10.2005 19:38
Hreimur beðinn afsökunar Þjóðhátíðarnefnd hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún harmar þá uppákomu sem varð á Brekkusviðinu á sunnudagskvöldinu um verslunarmannahelgina og biður Hreim Örn Heimisson afsökunar á framferði annars starfsmanns gagnvart honum umrætt kvöld. Hreimur hefur lýst atburðum á þá leið að Árni Johnsen hafi slegið sig í andlitið og það hafi ekki verið óviljandi eins og Árni heldur fram. Innlent 13.10.2005 19:38
Augnmýs sérpantaðar að utan Augnmýs, sem notaðar eru til tjáskipta, eru mjög sérhæfð hjálpartæki og hafa fáar umsóknir borist til Tryggingastofnunar vegna slíkra hjálpartækja. Sérpanta þarf búnaðinn í hverju tilviki fyrir sig. Innlent 13.10.2005 19:38
Tekin ítrekað fyrir ölvunarakstur Lögreglan í Kópavogi stöðvaði drukkna konu á fimmtugsaldri þar sem hún ók bíl sínum. Væri það vart í frásögu færandi ef hún hefði ekki líka verið stöðvuð ölvuð á bílnum í fyrrakvöld. Þegar hún var stöðvuð þá kom í ljós að hún var löngu orðin réttindalaus vegna ítrekaðs ölvunaraksturs fyrr á árinu. Innlent 13.10.2005 19:38
Ákærður fyrir að hóta ríkisstjórn Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur ákært Fadi Abdullatif, talsmann íslamska stjórnmálaflokksins Hizb-ut-tahrir í Danmörku, fyrir hótanir gegn dönsku ríkisstjórninni. Abdullatif dreifði miðum við mosku í Valby í fyrrahaust og þegar texti seðilsins hafði verið þýddur á dönsku þótti ríkissaksóknara að hann mætti túlka sem hótanir gegn ríkisstjórninni. Erlent 13.10.2005 19:38
Telja hættu á mengunaróhöppum Heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis hefur beint þeim tilmælum til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar að láta loka nú þegar vegaslóðum sunnan og suðvestan vatnsbólanna í Kaldárbotnum vegna hættu á mengunaróhöppum. Innlent 13.10.2005 19:38
Tugmilljóna útgjöld vegna mótmæla Kostnaður vegna mótmæla við Kárahnjúka og á Reyðarfirði hleypur á tugum milljóna króna. Hluti kostnaðarins fellur á íslenska ríkið og gæti Ríkislögreglustjóri mögulega þurft aukafjárveitningu vegna þessa. Innlent 13.10.2005 19:38
Tiltekin manneskja grunuð um hótun Ákveðin manneskja liggur undir grun um sprengjuhótunina í Leifsstöð í nótt og er hennar nú leitað. Fjarskiptamiðstöð Ríkislögreglustjóra barst tilkynningin í nótt og var allt viðeigandi lið kallað út til sprengjuleitar um klukkan hálffjögur. Innlent 13.10.2005 19:38
Verði brottræk fyrir öfgaskoðanir Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, boðar viðamiklar breytingar á mannréttindalögum sem heimila að mönnum sé vísað úr landi vegna öfgafullra skoðana. Erlent 13.10.2005 19:38
Upplýsir ekki skoðun á ættleiðingu Björn Bjarnason dómsmálaráðherra vill ekki upplýsa hvaða skoðun hann hafi á því að samkynhneigðir fengju að ættleiða börn þó svo að málið heyri undir hans ráðuneyti. Innlent 13.10.2005 19:38
Einmannalegt í strætó Nýja leiðakerfi strætó skilur ekki íbúa í Norðlingaholti út undan en leið 25 á sitt endastopp í hverfinu. Þeir sem taka vagninn þar geta verið mættir niður á Hlemmi rétt rúmum hálftíma síðar. Innlent 13.10.2005 19:38
Í tímaþröng með kafbát Unnið er í kapp við tímann við að koma björgunarbúnaði að rússneska kafbátnum, sem situr fastur á hafsbotni, um 75 kílómetra úti fyrir Kyrrahafsströnd Rússlands. Áhöfnin hefur einungis súrefni sem endist þeim í sólarhring. Erlent 13.10.2005 19:38
Vilja slíta tengsl við Ísrael Stjórnarandstöðuflokkarnir í Máritaníu þrýsta nú á herforingjana sem rændu völdum í vikunni að slíta öll formleg tengsl við Ísrael. Fyrrverandi forseti landins sem hrakinn var frá völdum kom á stjórnmálasambandi við Ísraelsríki fyrir nokkrum árum við lítinn fögnuð margra íslamskra hópa í landinu. Erlent 13.10.2005 19:38
Búa til lista yfir öfgamenn Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, boðar lagabreytingar sem gera yfirvöldum kleift að vísa útlendingum úr landi vegna skoðana þeirra. Gerður verður listi yfir þá sem teljast tengjast íslömskum öfgamönnum og hryðjuverkahópum. Erlent 13.10.2005 19:38
Kafbátur fastur á hafsbotni Rússneskur kafbátur með sjö sjóliða innanborðs situr fastur á hafsbotni um 70 kílómetra úti við Kyrrahafsströnd Rússlands. Svo virðist sem kafbáturinn, sem er smár, hafi flækst í neti og þannig dregist niður á um 200 metra dýpi. Áætlað er að senda annan bát af svipaðri stærð til björgunaraðgerða. Erlent 13.10.2005 19:38