Fréttir

Fréttamynd

Íslenskir forstjórar í 21. sæti

Það eru til forstjórar á Íslandi sem fá fleiri milljónir í laun á mánuði. Sjálfsagt finnst einhverjum það býsna gott. En íslenskir forstjórar eru ekki hálfdrættingar á við kollega sína í öðrum Evrópulöndum; verma 21. sætið yfir launahæstu forstjórana í álfunni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tveimur bjargað af hraðfiskibáti

Tveimur bátsverjunum af hraðfiskibátnum Eyjólfi Ólafssyni sem siglt var upp í fjöru í Aðalvík á Ströndum í nótt var bjargað yfir í björgunarskipið Gunnar Friðriksson frá Ísafirði um klukkan sjö í morgun. Ekkert amar að mönnunum. Búið er að koma taug á milli bátanna og verður reynt að draga strandaða bátinn á flot á næsta flóði, en háflóð er á svæðinu um hádegisbil.

Innlent
Fréttamynd

Mikið rætt um Strætó í borgarráði

Umræður um nýtt leiðakerfi Strætó voru fyrirferðarmiklar á fundi borgarráðs í dag að því er fram kemur í tilkynningu aðstoðarmanni borgarstjóra. Forstjóri Strætós kom á fundinn og gerði grein fyrir innleiðingu nýja kerfisins og svaraði spurningum borgarráðsfulltrúa.

Innlent
Fréttamynd

Greiði tíu milljónir vegna árásar

Karlmaður á þrítugsaldri var í dag dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur til greiðslu tæplega 10 milljóna króna í miskabætur fyrir að hafa ráðist ásamt félaga sínum á mann um tvítugt fyrir utan veitingastaðinn Subway í Austurstræti árið 1998. Hin seki sló manninn þá með kreptum hnefa í andlitið með þeim afleiðinugm að hann féll aftur fyrir sig og skall með hnakkann í gagnstétt.

Innlent
Fréttamynd

Samið við skattaparadísir

Fjármálaráðuneytið hefur ákveðið að hefja samningaviðræður nokkrar "skattaparadísir" um gagnkvæm upplýsingaskipti. Hefja á viðræður við þrjár þeirra á næstu misserum en frumkvæðið að viðræðunum er frá þeim komið.

Innlent
Fréttamynd

Verkfalli í gulliðnaði aflýst

Verkfalli í gulliðnaði í Suður-Afríku, sem staðið hefur síðan á sunnudag, lauk í dag eftir að stærsta verkalýðsfélag námuverkamanna í landinu náði samkomulagi við gullframleiðendur um hærri laun til handa verkamönnunum. Alls lögðu um 100 þúsund námuverkamenn niður vinnu til að knýja á um betri kjör og við það lamaðist gullframleiðsla í landinu nánast algjörlega, en Suður-Afríka er stærsti framleiðandi gullstanga í heiminum.

Erlent
Fréttamynd

Enn eitt metið slegið

Ekkert lát er á hækkunum á heimsmarkaðsverði á olíu en í gær fór verðið á fatinu í fyrsta sinn yfir 65 dali. Fellibyljir í suðurhöfum og kjarnorkuáætlun Írana eru á meðal orsaka hækkananna, að ógleymdri hryðjuverkaógninni.

Erlent
Fréttamynd

Besti bjórinn búinn til í klaustri

Besti bjór í heimi er framleiddur í klaustri í Belgíu ef marka má niðurstöðu skoðanakönnunar sem gerð var á heimasíðunni ratebeer.com. Þúsundir bjóráhugamanna frá 65 löndum tóku þátt í könnuninni og flestir voru á því að Westvleteren 12 væri sá allra besti. Bjórinn framleiða 30 munkar í klaustri heilags Sixtusar af Westvleteren í vesturhluta Belgíu á milli þess sem þeir biðjast fyrir og sinna almennum rekstri klaustursins.

Erlent
Fréttamynd

Margföld flutningsgeta farsíma

Bæði Síminn og Og Vodafone hyggjast taka upp nýja tækni í farsímakerfum sínum á þessu ári. Og Vodafone segir í Fréttatilkynningu að flutningshraðinn verði á bilinu 120-238 kílóbæt á sekúndu, en núverandi GPRS-kerfi bjóði upp á 52. 

Innlent
Fréttamynd

Vilja úttekt á nýju leiðakerfi

Minnihluti Sjálfstæðisflokksins í borgarráði flutti í dag tillögu þar sem skorað var á forstjóra Strætós bs. og fulltrúa Reykjavíkurborgar í stjórn fyrirtækisins að beita sér fyrir ýtarlegri úttekt á nýju leiðakerfi Strætós.

Innlent
Fréttamynd

Fyrirætlanir tilboðsgjafa óljósar

Enn er óljóst hvað tilboðgjafar ætla sér með svæði hestamannafélagsins Gusts í Kópavogi. Þeir þegja þunnu hljóði og vilja ekkert láta uppi um um fyrirætlanir sínar.

Innlent
Fréttamynd

Ákvörðun um mótmælendur í dag

Útlendingastofnun hefur ekki tekið ákvörðun um það hvort tólf erlendum mótmælendum, sem hafa undanfarið dvalist við Kárahnjúka og meðal annars valdið þar eignaspjöllum, verði vísað úr landi. Erindi þess efnis barst frá Sýslumanninum á Eskifirði fyrir helgi en í samtali við forstöðumann Útlendingastofnunar nú rétt fyrir hádegisfréttir kom fram að ákvörðun lægi ekki fyrir í málinu, en hennar væri að vænta síðar í dag.

Innlent
Fréttamynd

Olíutunnan í 66 dollara í dag

Hráolíuverð heldur áfram að hækka og er nú komið upp í 66 dollara á tunnuna á Bandaríkjamarkaði. Þær miklu hækkanir sem átta hafa sér stað á síðustu dögum eru fyrst og fremst raktar til ótta vegna óstöðugleika við Miðjarðarhafið. Þetta hefur jafnframt valdið hækkunum á eldsneytisverði hér heima, en bensínið kostar nú á bilinu 110 til 112 krónur lítinn í sjálfsafgreiðslu en tæpar 120 krónur með fullri þjónustu.

Erlent
Fréttamynd

Byrjað á snjóframleiðslukerfi

Akureyringar hefjast handa við það í dag að búa til vetur, eða snjó að minnsta kosti. Framkvæmdir við fyrsta snjóframleiðslukerfi á Íslandi hefjast formlega með skóflustungu í dag og síðan fer allt af stað. Ráðgert er að framkvæmdum ljúki um miðjan október og að skíðasvæðið í Hlíðarfjalli verði opnað formlega eigi síðar en 3. desember. Lengd skíðasvæðisins sem mun njóta snjóframleiðslunnar er um tveir og hálfur kílómetri.

Innlent
Fréttamynd

Bréfberi í steininn

Eystri-landsréttur hefur dæmt bréfbera í þriggja ára fangelsi fyrir að stela greiðslukortum og lykilnúmerum úr pósti fólks. Hann notaði svo kortin og lykilnúmerin til að ná um átta milljónum króna út af bankareikningum þess.

Erlent
Fréttamynd

Skattar en álagning hækkar

Tekjur ríkissjóðs af almennum tekjuskatti einstaklinga hafa hækkað jafnt og þétt frá árinu 1999 til ársins 2005 enda þótt skattprósentan hafi lækkað á sama tíma frá 26,41 prósenti árið 1999 niður í 25,75 prósent árið 2004.

Innlent
Fréttamynd

Vilja taka strax á strætóvanda

"Við viljum taka á þeim mikla vanda sem skapast hefur með nýju leiðakerfi Strætó bs. strax," segir Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hann óttast að glundroði skapist þegar skólarnir hefjast 22. ágúst.

Innlent
Fréttamynd

Viðræðuslit alvaraleg tíðindi

Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna segir ótímabært að gefa út dánarvottorð fyrir R-lista samstarfið á næsta kjörtímabili. "Nefndin sendi málið heim til flokkannna og það er þeirra að stíga næstu skref."

Innlent
Fréttamynd

Kvikmyndahús í Grafarvog

Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í gær að auglýsa breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna kvikmyndahúss sem Sambíóin hyggjast byggja við Egilshöll í Grafarvogi.

Innlent
Fréttamynd

Loka á áskrifendur SKY á Íslandi

Samtök myndrétthafa á Íslandi, Smáís, hafa komist að samkomulagi við SKY sjónvarpsstöðina að hér eftir verði ekki hægt að greiða fyrir áskriftir með íslenskum kreditkortum. Hafa nokkrir söluaðilar auglýst aðgang að stöðvum SKY, þar á meðal enska boltanum, með sérstökum búnaði til þess arna en nú er að mestu loku fyrir það skotið að það sé hægt.

Innlent
Fréttamynd

Bensínlítrinn í 118 krónur

Bensínverð hækkar nánast daglega og er nú komið upp í 118 krónur með fullri þjónustu en 110 til 112 í sjálfsafgreiðslu. Miðað við þróun á heimsmarkaði er ekki útlit fyrir að það fari að lækka aftur í bráð. Díselolían hækkar líka og er litlu ódýrari en bensínið. Eins greint var frá í gær eru þjófar farnir að stela díselolíu sem var óþekkt fyrirbæri þar til hún snarhækkaði í verði í sumar.

Innlent
Fréttamynd

Frekari tafir á borun

Bor númer tvö af þremur risaborum á Kárhnjúkasvæðinu hefur upp á síðkastið gengið mun hægar en ráðgert var. Ástæðan er að bergið er mun lausara í sér en reiknað hafði verið með og stöðugt þarf að vera að styrkja það svo að borinn geti haldið áfram. Fyrr í sumar var bor þrjú látinn hætta við að klára sinn áfanga af svipuðum ástæðum og er verið að snúa honum við.

Innlent
Fréttamynd

Nýr forseti í Súdan

Salva Kiir Mayardit sór í gær embættiseið sem fyrsti varaforseti Súdans. Við sama tækifæri tók hann við stjórnartaumunum í Suður-Súdan.

Erlent
Fréttamynd

Skorað á Írana

Alþjóðakjarnorkumálastofnunin IAEA skoraði í gær á Írana að láta af tilraunum til að auðga úran. Íranar virðast ætla láta áskorunina sem vind um eyru þjóta.

Erlent
Fréttamynd

Ungbarn nærri drukknað í baðkari

Fyrir skemmstu var fimm mánaða gamalt barn nærri drukknað í baðkari. Verið var að baða barnið og sat það í þar til gerðu baðsæti en litið var af því eitt augnablik og losnaði baðsætið með þeim afleiðingum að barninu hvolfdi.

Innlent
Fréttamynd

Vísitala hækkar um 0,21 prósent

Vísitala neysluverðs í ágúst 2005 er 243,2 stig og hækkaði um 0,21 prósent frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 227,5 stig og lækkaði um 0,18 prósent frá því í júlí. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Enginn hafi gengið að tilboði

Hesthúsaeigendum í Kópavogi barst skömmu fyrir mánaðamót tilboð frá óstofnuðu hlutafélagi í hesthús á svokölluðu Gustssvæði ofan við Smáralindina. Tilboðið rann út í gær og ekki er vitað til þess að nokkur hafi gengið að tilboðinu.

Innlent
Fréttamynd

Sky lokar á íslenska áskrifendur

Sky hefur ákveðið að loka fyrir íslenska áskrifendur. Ástæðan er að íslensk fyrirtæki auglýsa áskrift að stöðinni en fyrir því hafa þau ekki leyfi.

Innlent
Fréttamynd

Smygli ekki vopnum til Íraks

Írönsk stjórnvöld segja það alrangt að írönskum vopnum sé smyglað yfir landamæri Írans til Íraks eins og Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur haldið fram. Talsmaður íranska utanríkisráðuneytisins segir Rumsfeld vera að reyna að breiða yfir mistök Bandaríkjamanna í Írak með þessari yfirlýsingu. Forsætisráðherra Íraks sagði að íröksk öryggisyfirvöld myndu rannsaka ásakanirnar.

Erlent